Baráttan um alþjóðaviðskiptin

Í Davos ræða valdamennt um stöðu efnahagsmála. Hagsmunabaráttan um þróunina í alþjóðaviðskiptum er augljóst. Donald Trump er í sviðsljósinu. Hvað vill hann í raun og veru?

Trump
Auglýsing

Á við­skipta­ráð­stefn­unni í Davos í Sviss, þar sem margt áhrifa­mesta fólk heims­ins á sviði stjórn­mála og við­skipta kemur saman til skrafs og ráða­gerða, eru alþjóða­við­skipti í brennid­epli.

Sér­stak­lega bein­ast spjótin nú að tveimur pól­um. Ann­ars vegar ein­angr­un­ar­hyggju og síðan opnum við­skipt­u­m. 

Skömmu áður en þessi árlegi við­burður hófst til­kynntu banda­rísk stjórn­völd um nýjar aðgerðir til að örva efna­hag­inn heima fyr­ir. Inn­flutn­ings­tollar verða settir á inn­flutn­ing þvotta­véla og sól­ar­skjalda, til að virkja sól­ar­orku, og verða þeir á bil­inu 30 til 50 pró­sent.

Auglýsing

Talið er að aðgerð­irnar bein­ist ekki síst að sam­keppn­is­að­ilum banda­rískra fram­leið­anda í Asíu og Mexíkó. Þannig hafa iðn­fyr­ir­tæki í Suð­ur­-Kóreu og Kína mót­mælt þessu harð­lega, á meðan banda­rísk fyr­ir­tæki, eins og Whirlpool, fagna þessu.

En hvað er þarna á seyði? Hvernig stendur á því að Banda­ríkin eru allt í einu orðin málsvari ein­angr­un­ar­hyggju í við­skiptum en Kína - þar sem rík­is­valdið er allt um lykj­andi - talar fyrir opnum alþjóða­væddum heimi?

Nokkur atriði má segja að ein­kenni þessar rök­ræð­ar.

1. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur alla tíð í sinni póli­tísku bar­áttu, alveg frá því árið 2015, talað fyrir því að horn­steinn­inn í hans efna­hags­legu sýn sé sá, að Banda­ríkin séu að halda of mörgum uppi með ann­ars vegar skattfé og svo „lé­leg­um“ við­skipta­samn­ingum við önnur ríki. Bak­beinið í slag­orði hans, „Gerum Banda­ríkin Frá­bær Aftur (Make Amer­ica Great Aga­in)“ er nátengt þessum mál­flutn­ingi. Núna, eftir eitt ár í emb­ætti, virð­ist sem hann ætli að reyna að hrinda stefnu sinni í fram­kvæmd, meðal ann­ars með sér­tækum tollum en líka með því að draga Banda­ríkin meira út úr alþjóða­sam­starf­inu, og stokka spilin upp á nýtt. Trump vill, að Banda­ríkin fram­leiði meira og minna allt það sem hægt er að fram­leiða í Banda­ríkj­un­um, þar, og hvetur Banda­ríkja­menn til að kaupa banda­rískar vörur frekar en aðr­ar. Þessi mál­flutn­ingur er kunn­ug­legur frá tímum Ron­alds Reag­ans, en þó með þeim fyr­ir­vara að Reagan tal­aði um að Banda­ríkin ættu alltaf að vera opin fyrir sam­keppni og nýjum straum­um. Það væri þjóð­ar­ein­kenn­ið. Í ræðu sinni í Davos í dag, reyndi Trump að róa þá sem hafa haft veru­legar efa­semdir um mál­flutn­ing hans. Hann sagði Banda­ríkin opin fyrir við­skipt­um, en að sá tími væri lið­inn þar sem það væri hægt að búast við „gjöf­um“ frá Banda­ríkj­un­um, að því er segir í umfjöllun The Economist.

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu.

2. Á meðan í Asíu. Kín­verjar hafa gripið til margra aðgerða að und­an­förnu, til þess að opna efna­hag sinn fyrir við­skipt­um, meðal ann­ars frá Banda­ríkj­un­um. Þannig kom það mörgum á óvart, þegar Trump heim­sótti Kína og fleiri Asíu­ríki í fyrra, að í til­efni af heim­sókn hans var ákveðið að gera miklar breyt­ingar á reglu­verki fjár­mála­mark­að­ar­ins og opna fyrir mögu­leika á eigna­stýr­ingu erlendra fyr­ir­tækja. Þetta kann að hljóma sem lítið mál, en almennt er litið á þessar aðgerðir sem stórt og mikið skref í að auka sam­vinnu Banda­ríkj­anna og Kína á sviði fjár­mála­þjón­ustu. Hvað þýðir þetta? Í umfjöllun Bloomberg segir, að þetta sé stórt og mikið skref, og sýni að Kín­verjar - og fleiri þjóðir Asíu sem eru háðar ris­anum í Austri - séu skipu­lega að opna hag­kerfi sín fyrir alþjóð­legum við­skipta­hátt­um. Með þessu eru send skila­boð til Banda­ríkj­anna: Á meðan Banda­ríkin tali fyrir ein­gangr­un­ar­hyggju, þá sé kín­verski ris­inn til­bú­inn að taka við kefl­inu sem leið­andi afl alþjóða­við­skipt­anna.

3. Margio Drag­hi, for­seti banka­stjórnar Seðla­banka Evr­ópu, lét hafa eftir sér á dög­unum að banda­rísk stjórn­völd mættu ekki „tala upp gjald­miðla­stríð­ið“ sem stundum er kall­að. Til ein­föld­un­ar, má segja að þá sé ein­stök gjald­miðla­svæði að „stilla af“ gengi gjald­miðla svo það henti t.d. Útflutn­ingi. Staða Banda­ríkja­dals gagn­vart evr­unni er núna 1,25 Banda­ríkja­dalur fyrir hverja evru, og hefur jafn veik staða ekki verið upp í þrjú ár. Banda­rískir fjöl­miðlar hafa fjallað tölu­vert um það að und­an­förnu, að Trump og hans fólk í Hvíta hús­inu vilji að dal­ur­inn sé jafn­vel enn veik­ari gagn­vart evru. En Draghi var­aði við því, að mik­ill póli­tískur þungi sé settur í slíkar umræð­ur, ekki síst til að hafa ekki óæski­leg áhrif á mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar