Stormasamt fyrsta ár forsetans Trump

Fyrsta ár Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna er fordæmalaust. Hann hefur mótað starf sitt á hátt, farið gegn hefðum og þess sem til er ætlast af embættinu og fóðrar fjölmiðla daglega með tístum og framgöngu sem á sér engan líka.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald Trump hefur gegnt emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna í eitt ár. Það hefur ekki gengið áfalla­laust fyrir sig hjá for­set­anum og sjálf­sagt að tala um rús­sí­ban­areið.

Við­skipta­mó­gúll­inn og raun­veru­leika­stjarnan hefur átt fullt í fangi með erfið verk­efni, mörg sjálf­sköp­uð, frá því hann var eið­svar­inn, kaldan og blautan jan­úar morg­unn fyrir ári síð­an. Hegðan hans í emb­ætti hefur verið óvenju­leg og óhætt að segja að Trump hafi mótað það eftir sínu höfði. Ýmis­legt hefur gengið á og hefur for­set­inn jafnt og þétt tapað stórum hluta ánægju­fylg­is, þrátt fyrir að eftir standi enn stór hópur dyggra stuðn­ings­manna í fylg­is­mæl­ing­um.

Hér er stiklað á stóru á þessu fyrsta ári Trump for­seta­tíð­ar­inn­ar, af nægu eru að taka, og ekki skyldi gleyma bar­áttu hans við þing­menn Repúblik­ana um Obamacare, felli­bylj­um, óend­an­legu magni af und­ar­legum tíst­um, öllum þeim konum sem sakað hafa hann um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi, fals­fréttum og spilltum fjöl­miðl­um, enda­lausum manna­breyt­ingum í Hvíta hús­inu, skatta­lækk­anir og harð­ari inn­flytj­enda­stefnu.

Auglýsing

Ómögu­legt er að segja til um hvort þetta fyrsta ár gefi for­smekk af því sem koma skal, en verði svo er ekki ólík­legt að sú heims­mynd sem við búum við í dag verði gjör­breytt árið 2020 þegar því lík­ur, ekki síst fyrir heima­menn.

Yfir­lit yfir helstu við­burði fyrsta árs Trump í emb­ætti

8. nóv­em­ber 2016 - Öllum að óvörum var Don­ald Trump kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Hann varð þar með sá fyrsti til að gegna því emb­ætti án þess að hafa áður gegnt opin­beru emb­ætti, starfað innan stjórn­sýsl­unnar eða banda­ríska hers­ins.

Trump sór embættiseið sinn úti við eins og tíðkast í viðurvist fjölda fólks. Hversu mikils fjölda er síðan umdeilt.20. jan­úar 2017 - Trump tók form­lega við emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna. Eins og tíðkast flutti hann inn­setn­ing­ar­ræðu sína undir berum himni í við­ur­vist hund­ruð þús­unda manna. Tölu­verðar deilur urðu um áhorf­enda­fjöld­ann en upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins full­yrti að aldrei hefðu eins margir fylgj­ast með emb­ætt­is­tök­unni, bæði á vett­vangi og í gegnum sjón­varp eða tölv­ur. Þær full­yrð­ingar hafa síðan verið hrakt­ar.

27. jan­úar - For­set­inn und­ir­rit­aði til­skipun um ferða­bann borg­ara sjö múslima­ríkja til Banda­ríkj­anna, með þeim rökum að þjóðar­ör­yggi væri í húfi, þrátt fyrir að þeir hefðu gildar vega­bréfs­á­rit­anir undir hönd­um. Til­skip­unin tók síðar nokkrum breyt­ing­um. Lög­bann var sett á til­skip­un­ina víða í ríkjum lands­ins.

28. jan­úar - Trump til­nefndi Neil Gorsuch í emb­ætti dóm­ara við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna. Öld­unga­deild þings­ins sam­þykkti til­nefn­ing­una þann 7. apríl og Gorsuch tók við emb­ætti þann 10. sama mán­að­ar. Gorsuch er þekktur sem bók­stafs­fræði­mað­ur, það er að stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna skuli ávallt túlkuð með sama hætti og þegar hún var upp­haf­lega sett.

30. jan­úar - For­set­inn rak Sally Yates, þá starf­andi dóms­mála­ráð­herra, eftir að hún hafði efast um lög­mæti ferða­banns­ins. Yates hafði auk­in­heldur komið að rann­sókn ráðu­neyt­is­ins á Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafa Trump, og sam­skiptum hans við Rússa og meint ráða­brugg um hvernig væri hægt að slaka á við­skipta­þving­unum Banda­ríkj­anna gegn Rúss­landi.

13. febr­úar - Mich­ael Flynn sagði af sér sem þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi.

James Comey var rekinn af forsetanum þann 9. maí, tveimur dögum fyrir vitnisburð sem hann átti að gefa Öldungadeildinni.14. febr­úar - For­stjóri FBI, James Comey, snæðir kvöld­verð með Trump í Hvíta hús­inu. Sam­kvæmt vitn­is­burði Comey fyrir þing­inu síðar bað for­set­inn hann um að fella niður rann­sókn­ina gegn Flynn.

19. mars - Trump fór í sitt fyrsta ferða­lag sem for­seti til Sádí-­Ar­ab­íu, Ísra­el, Vatík­ans­ins, á fund NATO ríkj­anna í Belgíu og G-7 ríkj­anna á Ítal­íu.

9. maí - Don­ald Trump rak James Comey, for­stjóra FBI. Til stóð að Comey bæri vitni fyrir þing­nefnd öld­ung­ar­deild­ar­þings tveimur dögum síð­ar.

17. maí - Robert Mueller skip­aður sak­sókn­ari til að fara með form­lega rann­sókn á tenglsum Rússa við fram­boð Trump sem og meintum afskiptum Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um.

8. júní - James Comey, fyrr­ver­andi for­stjóri FBI, bar vitni fyrir þing­nefnd öld­unga­deild­ar­innar þar sem hann stað­festi að for­set­inn gekk hart að honum að fella niður rann­sókn­ina á Flynn.

Trump og Putin funduðu lengi í Þýskalandi og ræddu ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum7. júlí - Fund­aði með Vla­dimir Put­in, Rúss­lands­for­seta, á G20 fundi í Þýska­landi. Fund­ur­inn stóð mun lengur en til stóð eða í tvo tíma þar sem for­set­arnir ræddu meðal ann­ars ásak­anir um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar, stríðið í Sýr­landi og fleira.

12. ágúst - Átök brut­ust út í bænum Charlotteville í Virg­in­íu­ríki milli hvítra þjóð­ern­is­sinna, sem mót­mæltu því að fjar­lægja ætti styttu af her­for­ingj­anum Robert Lee á torgi í bæn­um, og þeirra sem mót­mæltu þjóð­ern­issinn­unum og lýstu yfir and­styggð á heðgan þeirra og mál­flutn­ingi. Þrír létu líf­ið. Við­brögð for­set­ans við ofbeld­inu voru að lýsa yfir for­dæm­ingu á hatri og ofbeldi beggja hliða.Þrír létu lífið í átökunum í Charlotteville.

18. ágúst - Steve Bann­on, einn helsti ráð­gjafi Trump og lyk­il­maður í kosn­inga­bar­áttu hans, hættir störfum í Hvíta hús­inu.

19. sept­em­ber - Í ræðu hjá alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna vís­aði Trump til Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu, eld­flauga­mann­inn eða „Rocket Man“ og lof­aði að ger­eyða Norður Kóreu, neyð­ist Banda­ríkin eða banda­menn þeirra til að verja sig gagn­vart árásum frá þeim.

2. des­em­ber - Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi örygg­is­ráð­gjafi Trump ját­aði að hafa logið að FBI og að hann hyggð­ist vinna með yfir­völdum að frek­ari rann­sókn á tengslum Rússa við kosn­inga­bar­átt­una.

6. des­em­ber - For­set­inn við­ur­kenndi Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els. Ákvörð­unin fól í sér breyt­ingu á þeirri utan­rík­is­stefnu sem Banda­ríkin hafa fylgt und­an­farna ára­tugi allt frá stofnun Ísra­els­rík­is. Trump setti sam­hliða þess­ari ákvörðun sinni af stað vinnu við að færa banda­ríska sendi­ráðið í Ísr­ael frá borg­inni Tel Aviv til Jer­úsal­em.

5. jan­úar - Bókin Fire and Fury kom út í Banda­ríkj­unum og olli miklum erf­ið­leikum fyrir for­set­ann. Bókin lýsti full­komnu van­hæfi for­set­ans og van­trausti allra í kringum hann og miklum átökum þeirra hópa sem mynda innsta hring for­set­ans, sem snú­ast um að hafa áhrif á ákvarð­anir hans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar