Við getum öll gert eitthvað

Auður Jónsdóttir rithöfundur settist niður með Þórunni Ólafsdóttur til að grennslast fyrir hvað hinn almenni borgari gæti gert til að hjálpa fólki á flótta.

Auglýsing
Þórunn Ólafsdóttir
Þórunn Ólafsdóttir

Þór­unn Ólafs­dóttir sinnti hjálp­ar­störfum á Les­bos á árunum 2015 og 2016 þegar flest fólk á flótta kom til eyj­unn­ar. Það var lífs­reynsla sem kveikti mikla ábyrgð­ar­til­finn­ingu hjá henni gagn­vart þeim aðstæðum sem fólki var boðið upp á við kom­una til Evr­ópu. Í kjöl­farið stofn­aði hún hjálp­ar­sam­tökin Akk­eri til að halda utan um starfið þar því hún varð vör við áhuga fólks að leggja hönd á plóg og réð ekki ein síns liðs við allar óskir þess um að fá að hjálpa eða senda pen­inga.

Síðan hefur hún hlotið ýmsar við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín, meðal ann­ars Mann­rétt­inda­verð­laun Reykja­víku­borgar og Húman­ista­við­ur­kenn­ingu Sið­mennt­ar. Að ógleymdu því að vera Aust­firð­ingur árs­ins 2016. Við­kvæði Þór­unnar er: Við getum öll gert eitt­hvað.

En hvað getum við gert?

Auglýsing

Und­ir­rituð sett­ist niður með Þór­unni til að grennsl­ast fyrir hvað hinn almenni borg­ari geti gert til að hjálpa fólki á flótta.

Það hafa aldrei verið jafn margir á flótta í heim­inum og nú, segir Þór­unn. Og fólki fall­ast stundum hendur og sér sig ekki sem mik­il­vægan hlekk í þessum umfangs­mikla ástandi. Hvernig getur þitt litla fram­lag skipt máli fyrir allan þennan fólks­fjölda?

Það hugsar fólk oft, held ég. En um leið og þú hefur hjálpað einni mann­eskju eitt­hvað smá­veg­is, þá hef­urðu lagt eitt­hvað af mörkum og létt und­ir. Það eru sex­tíu og fimm millj­ónir manns á flótta í heim­inum en sjö millj­arðar íbúa. Þannig að þeim mun fleiri sem gera eitt­hvað smá­veg­is, þeim mun lík­legra er að ástandið batni.

Fólk finnur gjarnan til van­máttar og telur sig ekki geta gert neitt. Það er eðli­legt að horfa á þessa ógn­ar­stærð, þennan rosa­lega mikla fjölda fólks á flótta, og hugsa: Ég get ekki reddað þessu.

Þá er fólk í raun­inni að horfa á hvað það getur ekki gert. Og auð­vitað ólík­legt að þú sem ein­stak­lingur lagir þetta ástand með fram­taki þínu. En það sem þú þó gerir er partur af lausn­inni. Hvert ein­asta hand­tak.

Fólk sér þetta oft sem of stórt verk­efni fyrir sig, þó að það geri eitt­hvað smá upp­lifir það ekki endi­lega að neitt hafi lag­ast.

Þórunn Ólafsdóttir Mynd: Úr einkasafni

En hér er eitt dæmi um ann­að: Sjálf­boða­liðar sem unnu með mér á Les­bos héldu áfram að vinna í Líbanon og ég sá að þeir voru að reyna að safna fyrir gervi­fæti handa mun­að­ar­lausum dreng í búð­un­um. Hann hafði misst for­eldra sína í sömu spreng­ingu og hann missti fót­inn.

Ég deildi þessu á sam­fé­lags­miðlum sem varð til þess að aðili á Íslandi ákvað að gefa drengnum gervi­fót í sam­ráði við fólk og lækna á svæð­inu, þetta var þó nokkuð sam­starf. Hann fékk fót­inn sendan og heil­brigð­is­starfs­fólk í Líbanon aðstoð­aði við þjálfun og aðlög­un. Í dag á hann meiri mögu­leika á að fá vinnu og það bíður hans öðru­vísi fram­tíð heldur en ef hann hefði ekki fengið þennan fót. Auð­vitað hafa ekki allir efni á að kaupa gervi­fót en boð­skap­ur­inn er að þetta er líka þeim að þakka sem deildu færsl­unni og komu upp­lýs­ing­unum áleiðis – en mjög margir gerðu eitt­hvað smá­vegis til að þetta yrði að veru­leika. Í dag eru bæði fram­tíð­ar­horfur drengs­ins og yngri systk­ina hans allt aðrar en ef hann hefði ekki fengið þessa aðstoð.

Við­horf okkar skiptir öllu máli og það er fyrsta ráðið sem ég myndi gefa fólki sem vill leggja sitt af mörk­um.

RÁÐ 1: Við­horf og við­mót

Fólk tengir fram­lag sitt til fólks á flótta oft við tíma, fjár­hags­að­stöðu sína, vinnu og fjöl­skyldu­að­stæð­ur. Það segir við sjálft sig að það sé bundið yfir börnum og heim­ili og hafi ekki tíma. En það er nátt­úr­lega bara eitt form aðstoðar að fara til útlanda að hjálpa, ekki allir hafa frelsi og tæki­færi til þess. Aðstoðin er ekki endi­lega spurn­ing um vinnu­fram­lag eða pen­inga. Þú þarft ekki að eiga auka borð­stofu­borð til að geta gefið eða lagt tugi þús­unda inn á hjálp­ar­sam­tök, þó það komi sér auð­vitað alltaf vel. Það sem er mest þörf á í dag er við­horfs­breyt­ing. Hún kostar ekk­ert og allir geta tekið þátt í henni.

Ef fólk hefur tæki­færi til að kynn­ast mann­eskju sem hefur þurft að flýja heim­ili sitt, þá er það ótrú­lega lær­dóms­ríkt, en alls ekki nauð­syn­legt til að geta lagt lóð sitt á vog­ar­skál­arn­ar. Það er nefni­lega líka hægt að setja sig í þessi spor, lesa sér til og trúa þeim sem eru að segja frá. Þeim sem eru að deila sög­unum sín­um. Það er ótrú­lega mik­il­vægt.

Að vera á flótta er harð­ari raun­veru­leiki en maður getur ímyndað sér að fyr­ir­finn­ist ann­ars staðar en í bíó­mynd­um. Sög­urnar eru oft svo ótrú­legar miðað við raun­veru­leika okkar að fólk dregur þær jafn­vel í efa.

Það sem vantar mest upp á – fyrir utan pen­inga og fleiri hendur – er að við tökum mark á fólki. Alvar­leik­anum í því að það séu svona margir á flótta. Aðstæð­unum sem fólk er að flýja. Að við hlustum og reynum að skilja.

Við þurfum að taka vel á móti fólki sem er að koma inn í alveg nýtt sam­fé­lag og ratar ekki um það, veit hvorki hvaða spurn­inga það á að spyrja né hvaða við­mið við höfum sett. Það er eig­in­lega dæmt til að líða illa ef það fær ekki góðar mót­tök­ur. Fólk á að fá að upp­lifa sig hluta af heild, ekki ein­hvers konar aðskota­hlut. Fólkið þarf að eiga sér banda­menn og mann­eskjur sem eru reiðu­búnar til að skilja og hlusta.

Ef þú veist til dæmis að barnið þitt er í bekk með flótta­barni, má bjóða því eða jafn­vel fjöl­skyld­unni heim? Láta kenn­ara vita að barnið sé vel­komið heim að leika eftir skóla? Er vinnu­fé­lagi þinn flótta­mað­ur? Eða nágranni? Hef­urðu sest niður og fengið þér kaffi­bolla með hon­um/henni?

RÁÐ 2: Virða mörk fólks

Allir eiga rétt á aðstoð en það eiga líka allir rétt á að afþakka hana. Það að hjálpa flótta­fólki er ekki gert til að okkur sjálfum líði vel heldur til að bæta erf­iðar aðstæð­ur. Í þessu sem öðru þarf að beita almennri skyn­semi til að bjóða fram aðstoð sína. Oft er mesta hjálpin í því sem maður hugsar ekki út í. Oft þarf fólk bara félags­skap og vin­áttu, þarf­irnar eru ekki allar efn­is­leg­ar.

Það er heldur ekki sjálf­gefið að það mynd­ist órjúf­an­leg vin­átta við fyrstu kynni. Fólk er mis­jafnt, stundum mynd­ast tengsl og stundum ekki. Sumir vilja bara ró og næði. Það er ekki hægt að þvinga fram vina­tengsl af því að fólk er í erf­iðum aðstæð­um. En um að gera að hafa í huga að almenn vel­vild eða náunga­kær­leikur á alltaf við.

Fólk hefur rétt á að afþakka aðstoð og hafa skoð­anir á lífi sínu, aðstæðum og þeirri aðstoð sem stendur til boða. Það myndum við sjálf gera í þessum aðstæð­um.

Ég hef stundum upp­lifað hug­myndir þeirra sem vilja hjálpa um að geta pakkað fólki inn og borið það á örmum sér, verið hlífi­skjöldur gegn mót­læti og erf­ið­leik­um. Það er fal­leg hugsun og skilj­an­leg, en má ekki koma niður á sjálf­stæði og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þeirra sem þurfa stuðn­ing. Svo eru sumir alveg á hinum end­anum – finnst þetta ekki koma okkur við. Það skyn­sam­leg­asta er að fólk spyrji sig: Hvers myndi ég þarfn­ast í þessum aðstæð­um?

Að það sé svo­lítið vak­andi fyrir því að þarna eru oft ein­stak­lingar sem eiga sér ekk­ert félags­legt net hér á landi og vita ekki alltaf hvert á að leita og kunna jafn­vel ekki við að biðja um aðstoð. Þessi vel­vild sem ég er að óska eftir er í raun bara óskrif­aðar sam­fé­lags­reglur sem hafa alltaf verið til og við höfum öll notið góðs af. Mætti jafn­vel kalla gam­al­dags sveita­gest­risni.

RÁÐ 3: Tala við við­eig­andi félaga­sam­tök og stofn­anir

Ef þú vilt hjálpa og veist ekki hvar er best að byrja er ein leið að tala við við­eig­andi stofn­anir eða sam­tök eins og Rauða kross­inn og bjóða fram aðstoð við ýmis verk­efni. Þar má spyrja: Er eitt­hvað sem ég get gert? Er eitt­hvað sem vant­ar? Oft þarf að inna af hendi verk sem fólk hefur ekki endi­lega hugsað út í. Ég man að sjálf­boða­liðar í Grikk­landi voru stundum svo­lítið hissa á því að vera settir í fata­flokk­un, þegar hug­myndir þeirra um hjálp­ar­starf sneru að því að vefja börn í neyð inn í teppi og hlýja þeim. En ef eng­inn var í fata­flokkun voru heldur engin föt eða teppi til taks handa þessum börn­um. Hjálp­ar­starf er keðju­verkun og hver hlekkur skiptir máli, ekki bara þeir sýni­legu.

Í hjálp­ar­sam­tökum er fólkið sem veit nákvæm­lega hvar þörfin er og er í dag­legu sam­bandi við flótta­fólk­ið.

RÁÐ 4: Sýna póli­tískt aðhald

Það að fólk sé yfir höfuð á flótta er póli­tík, það eru mann­gerðar ham­far­ir. Því skiptir máli hvernig fólk og flokka við kjós­um. Inn­sýn okkar í aðstæður flótta­fólks getur breytt við­horfum og haft áhrif á stjórn­mál­in. Við búum í það litlu sam­fé­lagi að við getum lagt okkar af mörkum á þeim vett­vangi. Hvort sem það er þá þátt­taka í stjórn­mála­stafi eða aðhald gagn­vart stjórn­mála­fólki.

RÁÐ 5: Eiga sam­talið

Við eigum ekki að þagga niður áhyggjur fólks af þessu ástandi. Þekk­ing sam­fé­lags­ins á mála­flokknum er tak­mörkuð og við eigum langt lær­dóms­ferli fyrir hönd­um. Það má spyrja spurn­inga. Eitt er að vera fullur af harð­neskju og for­dómum en annað að vilja skilja betur þetta flókna ástand, rætur þess og hvaðan fólk er að koma. Við erum auð­vitað öll með ein­hverja for­dóma en það er líka á okkar ábyrgð að losa okkur við þá og það er alveg hægt. Þú átt ekki að láta for­dómana stjórna þér en það er eðli­legt að þeir veki for­vitni og til verði spurn­ing­ar. Það á að vera rými til að spyrja þess­ara spurn­inga.

Það er aldrei hægt að nálg­ast for­dóma fólks nema það hafi rými til að velta upp áhyggjum sínum og fræð­ast án þess að upp­lifa sig nið­ur­lægt. Þá er ég auð­vitað ekki að hvetja til ein­hverrar hat­urs­orð­ræðu heldur að við reynum að horfast í augu við að það ger­ist aldrei neitt gott nema við tölum sam­an. For­dómar eru ýmist byggðir á van­þekk­ingu og/eða raun­veru­legum áhyggjum og ef ekk­ert er gert til að vinna á þeim þró­ast þær oft út í eitt­hvað alvar­legra en bara vanga­veltur og það viljum við alls ekki. Þær áhyggjur sem ég heyri stundum fólk lýsa gagn­vart flótta­fólki eru yfir­leitt óþarfar en í sumum til­fellum skilj­an­leg­ar, í ljósi þeirra nei­kvæðu umræðu og rang­færslna sem dynja á okkur dag­lega. Eftir því sem við skiljum mann­lífið og fjöl­breyti­leik­ann betur því örugg­ari hljótum við að upp­lifa okk­ur. Þess vegna þurfum við að tala sam­an, en slíkt sam­tal krefst auð­vitað virð­ingar og vilja til þess að læra og skilja.

Ég er til­búin til að setj­ast niður með fólki sem hefur áhyggjur af þessum mála­flokki og ræða mál­in. Mér finnst það vera partur af því að leysa þessar aðstæð­ur. Ég er viss um að margir ein­stak­lingar sem hafa flúið og verið í þessum sporum myndu gjarnan vilja fá tæki­færi til að segja sína hlið. Það er mikið af orðrómi í gangi um flótta­fólk og það er mjög ósann­gjarnt að alhæfa um það, fólk sem er oft ekki í aðstöðu til að svara því. Við búum við for­rétt­indi, fólk segir sögu sína og við heyrum hana og við getum verið fram­leng­ing á rödd þeirra. Það er mikil hjálp í að miðla sög­unum áfram og sjá til þess að þær fái pláss og vægi í okkar nán­ast umhverfi.

RÁÐ 6: Skapa fram­tíð­ar­sýn

Sam­fé­lagið okkar er að breyt­ast. Ekki bara sam­fé­lagið okkar heldur heim­ur­inn all­ur. Við höfum ekk­ert val um það hvort við tökum þátt í þeim breyt­ingum en höfum ein­stakt tæki­færi til að ákveða hvernig við ætlum að taka á móti þeim. Við erum með frekar óskrifað blað í þessum mála­flokki. Við getum byrjað núna að taka vel á móti flótta­fólki og reynt þannig að við­halda þeirri frið­sæld og vel­megun sem við búum við. Ef við skiptum henni ekki á milli okkar skap­ast tog­streita um hana. Hún á ekki að vera bundin upp­runa heldur vera eitt­hvað sem við eigum og sköpum sam­an.

Hingað kemur fólk með alls­konar hæfi­leika, þekk­ingu og áhuga­mál, margt á börn og annað á eftir að eiga börn – og það er allt við­bót við sam­fé­lagið okk­ar. Ef við spilum rétt úr aðstæð­unum getum við orðið það skjól sem fólk þarf til þess að halda áfram með líf sitt. Mót­töku flótta­fólks á að mínu mati ekki að rétt­læta með efna­hags­legum rök­um, heldur snýst þetta um sammann­lega ábyrgð. Það er hins vegar öllum í hag að hingað flytj­ist fleira fólk, hvort sem talað er út frá menn­ing­ar­legum sjón­ar­miðum eða efna­hags­leg­um. Við eigum við eftir að læra hell­ing af því.

Sem dæmi má nefna að áhugi á Mið-Aust­ur­lönd­um, arab­ískri mat­ar­gerð, tungu­máli og menn­ingu hefur auk­ist mjög á und­an­förnum árum. Ég fagna því mjög og finnst fal­legt að eitt­hvað jafn hrika­legt og stríð geti kveikt áhuga heils sam­fé­lags á því sammann­lega – menn­ing­unni. Flótta­fólk kemur kannski hingað tóm­hent, en menn­ing­in, sagan og þekk­ingin sem það kemur með í fartesk­inu getur hvorki stríð né fátækt tekið frá því. Það megum við heldur ekki gera.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnAuður Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar