Jólasveinar klóra sér í skegginu

Danir íhuga að setja lög sem hafa áhrif á konur sem vilja ganga með búrkur. Löggjöfin gæti einnig haft áhrif á jólasveina og mótorhjólakappa.

topshots-iraq-vote_13896478780_o.jpg
Auglýsing

Danskir þing­menn eru þessa dag­ana með til skoð­unar frum­varp sem óhætt er að full­yrða að eigi sér fáar hlið­stæð­ur. Það snýr að klæðn­aði, nánar til­tekið klæðn­aði sem hylur and­lit. Þótt þetta frum­varp sé bein­línis sett fram til höf­uðs til­teknum höf­uð­bún­aði og and­lits­gervi snertir það marga, til dæmis jóla­svein­inn.

Ef íbúar Norð­ur­landa og kannski fleiri hefðu verið spurð­ir, fyrir tveimur ára­tugum eða svo, um merk­ingu orð­anna búrka (burka) og niqab er lík­leg­ast að flestir hefðu hváð. Þeim sem tala sænsku hefði kannski dottið í hug bjór­dós, þegar þeir heyrðu fyrra orðið en ekki haft grænan grun um merk­ingu þess síð­ar­nefnda, kannski ímyndað sér eitt­hvað mat­ar­kyns.

En heims­myndin hefur breyst, í dag vita flestir að búrka er ekki bjór­dós og niqab er ekki mat­vara, þessi tvö orði merkja skó­síðan fatnað múslímskra kvenna. Niqab teng­ist einkum Sádi- Arabíu og löndum umhverfis Persaflóa, upp­haf­lega vörn gegn sól og sandi, búrkan er hins­vegar útbreidd­ust í Afganistan og Pakist­an. Búrkan, sem oft­ast er blá að lit, hylur allar lík­amann en fyrir aug­unum er eins­konar net. Á niqab, sem er svart að lit, er ein­ungis smá rifa í kringum aug­un, að öðru leyti er lík­am­inn hul­inn.

Auglýsing

Mikil fjölgun múslima

Í mörgum Evr­ópu­löndum hefur múslímum fjölgað tals­vert á síð­ustu árum. Eins og títt er um fólk sem sest að fjarri heima­land­inu vilja múslím­arnir gjarna halda sínum siðum og venjum sem oft á tíðum eru mjög frá­brugðnir því sem tíðkast í ,,nýja“ land­inu. Þetta gildir um matar­æði, fjöl­skyldusiði, trú­ar­iðkun og klæðn­að, einkum kvenna. Hið síð­ast­nefnda hefur valdið stjórn­völdum í mörgum Evr­ópu­löndum miklum höf­uð­verk. Sam­kvæmt trú­ar­siðum múslíma er konum sem klæð­ast skó­síðum búrkum eða niqab und­an­tekn­inga­laust bannað að sýna ókunn­ugum and­lit sitt. Gildir einu hver á í hlut.

Árekstrar og bönn

Árið 1931 settu Ítalir lög sem bönn­uðu klæðnað sem hylur and­lit að hluta eða öllu leyti. Sam­kvæmt lög­unum geta yfir­völd á til­teknu svæði þó heim­ilað ákveðnar und­an­tekn­ingar frá lög­un­um. Árið 2011 tóku gildi í Frakk­landi lög sem banna, að viðlagri sekt, að and­lit sé hulið á almanna­færi. Þessi lög voru mjög umdeild en rök frönsku stjórn­ar­innar voru meðal ann­ars þau að ekki gæti gengið að t.d. lög­regla og kenn­arar gætu ekki vitað hver væri á bak við ,,grímuna“. Margir franskir þing­menn full­yrtu að konur hyldu iðu­lega and­lit sitt að skipan eig­in­manna sinna,eða feðra, ,,grím­an“ væri tákn und­ir­ok­un­ar.  Sama ár og Frakkar settu þessi lög fylgdu Belgar í kjöl­farið og síðar Hol­lend­ing­ar, Aust­ur­rík­is­menn, Lettar, Búlgarar og fleiri þjóð­ir.

Danir íhuga bann

Í Dan­mörku býr tals­verður fjöldi múslima og hefur fjölgað nokkuð á síð­ustu árum. Fyrir um það bil þremur árum var á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, tals­vert rætt um það sem Danir kalla búrku­bann en orðið gildir um hvers kyns klæðnað sem hylur stóran hluta and­lits­ins. Síðan hefur lítið verið um þetta tal­að, fyrr en nú. Danska útvarp­ið, DR, birti fyrir nokkrum dögum hluta úr minn­is­blaði sem emb­ætt­is­menn í dóms­mála­ráðu­neyt­inu höfðu samið varð­andi hugs­an­legt búrku­bann. Í minn­is­blað­inu kemur fram að slíkt bann myndi ekki ein­ungis gilda um búrkur og niqab, það myndi stríða gegn lögum um trú­frelsi. Bannið myndi því gilda um hvers konar höf­uð­bún­að, sem hylur and­lit að því marki að erfitt sé að bera kennsl á þann sem bún­að­inn ber.

Ef bannað verður að hylja andlit gætu þeim sem er gert að nota hjálma, líkt og mótorhjólakappar, verið í vandræðum.Lamb­hús­hett­ur, grím­ur, jóla­sveina­gervi  

Danskir fjöl­miðlar hafa síð­ustu daga fjallað mikið um búrku­bann­ið. Þeir hafa ekki síst velt því fyrir sér hvernig eigi að fram­fylgja þessu banni. Spurn­ing­arnar eru ótal­marg­ar: verður bannað að ganga með lamb­hús­hettu (sem Danir kalla elef­ant­hue)? Slík höf­uð­föt fást í öllum úti­vist­ar­búð­um, og mörgum öðrum, og eru vin­sæl meðal hjól­reiða­fólks. Hvað með grím­ur? Á Strik­inu í Kaup­manna­höfn má iðu­lega sjá grímu­k­lætt fólk stand­andi hreyf­ing­ar­laust á kassa með söfn­un­ar­bauk við fætur sér. Sam­kvæmt lög­unum yrði þetta óleyfi­legt. Hvað með mót­or­hjóla­hjálma (sem lög­bundið er að nota) þeir hylja stóran hluta and­lits­ins. Í minn­is­blað­inu kemur fram að hægt sé að víkja frá lög­un­um, en varð­andi slíkar und­an­tekn­ingar er ekki nán­ari útlistun að finna. Þing­maður sem rætt var við spurði hvort lög­reglu­þjónn sem mætti gang­andi manni, með lamb­hús­hettu, ætti kannski að meta hvort hita­stigið væri of hátt til að vera þannig klædd­ur.

Lög­reglan vill skýrar vinnu­reglur

Í löngu blaða­við­tali, fyrir nokkrum dög­um, sagði for­maður félags danskra lög­reglu­manna brýnt, ef búrku­bannið verður leitt í lög, að lög­reglan fái mjög skýrar vinnu­regl­ur. Það geti ekki gengið að ein­stakir lög­reglu­þjónar eigi að meta hvort sjá eigi í gegnum fingur varð­andi lög­in. ,,Slíkt kallar á mis­munun og vand­ræð­i“.

Danskir jólasveinar hafa áhyggjur af hugsanlegri lagasetningu vegna misjafns skeggvaxtar.Jóla­sveinar hafa áhyggjur

Eitt dönsku dag­blað­anna ræddi við for­mann félags danskra jóla­sveina um búrku­bann­ið. Í við­tal­inu, sem var á gam­an­sömum nót­um, sagði for­mað­ur­inn að þeir svein­arnir hefðu nokkrar áhyggjur af þess­ari hugs­an­legu laga­setn­ingu. ,,Eins og hjá öllum öðrum er skegg­spretta okkar jóla­svein­anna mis­jöfn og þess vegna hafa margir úr okkar hópi orðið að grípa til hjálp­ar­tækja, í formi gervi­skeggs.“ For­mað­ur­inn bætti við að ef hug­myndin um búrku­bann yrði að lögum væri bót í máli ef það gerð­ist fljót­lega ,,við höfum þá all­marga mán­uði til að safna. Þeir okkar sem glíma við sprettu­leysi verða svo ann­að­hvort að fá sér­stakt gervi­skegg­burð­ar­leyfi hjá lög­regl­unni, eða treysta á guð og lukk­una“ sagði for­mað­ur­inn.

For­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna hitt­ast í Hern­ing á Jót­landi í dag, sunnu­dag­inn 28. jan­ú­ar. Meðal þess sem þar er á dag­skrá er búrku­bann­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar