Helstu tillögur - Skilvirkt eftirlit, áhættumat og varnarlínur á réttum stöðum

Í skýrslu um bankastarfsemi og tillögur til úrbóta á fjármálamarkaði er fjallað ítarleg um ýmsa þætti í regluverki fjármálamarkaða.

peningar
Auglýsing

Í skýrslu starfs­hóps­ins um end­ur­skoðun á banka­kerf­inu er fjallað ítar­lega um hinar ýmsu leiðir sem farnar hafa verið á alþjóða­vett­vangi, við end­ur­skoðun á reglu­verki fjár­mála­mark­aða eftir hremm­ing­arnar á fjár­mála­mörk­uðum 2007 til 2009. 

Í lok yfir­grips­mik­illar skýrslu hóps­ins er farið yfir til­lögur hans og ábend­ingar um það sem þarf að huga sér­stak­lega að. 

Í hópnum áttu sæti Guð­jón Rún­­­ar­s­­son, for­­mað­­ur, Sig­­urður B. Stef­áns­­son, Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, Frosti Sig­­ur­jóns­­son, og Hjör­­dís Dröfn Vil­hjálms­dótt­­ir.

Auglýsing

Helstu til­lögur og ábend­ingar hóps­ins fara hér að neð­an, eins og þær koma fyrir í skýrsl­unni.

Varn­ar­lína um áhættu­meiri starf­semi 



Nefndin leggur til að ef ein­hver af kerf­is­lega mik­il­vægu bönk­unum hefur í hyggju að auka þá fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi sem felst í beinni og óbeinni stöðu­töku umfram sem nemur 10-15% eig­in­fjár­bind­ingu af eig­in­fjár­grunni, sé þeim banka frjálst að gera það enda verði stofnað sér­stakt félag um fjár­fest­ing­ar­banka­starf­sem­ina. Félögin geta verið hluti af sömu sam­stæðu, en þau verði með óháða stjórn, stjórn­endur og fjár­hag. Slík breyt­ing á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki verði í anda þeirra laga­breyt­inga sem gerðar hafa verið í Bret­landi á grunni Vickers-­skýrsl­unnar frá 2011. 



Til vara leggur nefndin til að lög­gjaf­inn veiti Fjár­mála­eft­ir­lit­inu skýra heim­ild og skyldu til að grípa til aðgerða ef eft­ir­litið telur að fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi til­tek­ins banka sé orðin það viða­mikil að hún skapi áhættu fyrir við­skipta­bank­ann. Í þeim efnum skal haft í huga að eft­ir­litið hefur í dag heim­ildir til að grípa inn í rekstur banka, en þær eru mjög almennar og því hætta á að hart yrði deilt um lög­mæti slíkrar ákvörð­unar og inn­grip gætu dreg­ist um of. Þá kallar nefndin eftir því að eft­ir­lits­að­ilar skil­greini þá hluta af starf­semi við­skipta­bank­anna sem verður ávallt að vera uppi til að þjóna almenn­ingi og rekstri fyr­ir­tækja í land­inu. Mik­il­vægt er að eng­inn vafi leiki á því hvaða starfs­þættir það eru. 



Aðrar ábend­ingar



Standa vörð um eig­in­fjár­kröfur



Nefndin leggur áherslu á að staðið verði vörð um nauð­syn­legar eig­in­fjár­kröf­ur, ekki síst á kerf­is­lega mik­il­væga banka. Fjár­mála­eft­ir­litið þarf að stand­ast þrýst­ing til veru­legrar lækk­unar á þeim kröf­um, sem lík­legt er að fari vax­andi á kom­andi árum. Það er rauður þráður í skrifum fræði­manna um fjár­málakreppur að sterkt eigið fé verði ávallt einn mik­il­væg­asti örygg­is­ventill­inn til að vega á móti áhættu í banka­starf­semi og draga úr líkum á falli banka. Sam­hliða er mik­il­vægt að inn­leiða sem fyrst nýjar reglur um við­bún­að­ar- og skila­með­ferð til að tryggja skil­virka úrlausn mála og lág­marka kostnað ef banki lendir í vanda.



Hem­ill á öran útlána­vöxt



Nefndin telur ástæðu til að skoða að Fjár­mála­eft­ir­litið taki upp sam­bæri­leg við­mið í árlegu könn­un­arog mats­ferli sínu til að slá á öran útlána­vöxt og tíðkast í Nor­egi. Við slíka útfærslu yrði horft sam­spils við þau úrræði sem eft­ir­lits­að­ilar hafa þegar í dag í þeim efn­um.



Áhættu­vilji skiptir máli



Nefndin leggur áherslu á að eft­ir­lits­að­ilar hafi vak­andi auga með þróun áhættu­vilja stjórn­enda og lyk­il­starfs­manna í fjár­mála­geir­an­um. Einn þáttur í að vekja starfs­menn reglu­lega til umhugs­unar um þau mál væri árleg við­laga­æf­ing sem Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­bank­inn stæðu að sam­eig­in­lega. Á slíkri æfingu væru ekki ein­ungis æfð við­brögð við vá, heldur einnig rifjuð upp fjár­mála­á­föll for­tíð­ar, orsök þeirra og afleið­ing­ar. Jafn­framt telur nefndin að mætti útfæra slíkt í end­ur­menntun af hálfu bank­anna sjálfra, mögu­lega gegnum sam­eig­in­legan vett­vang sinn. 



Öfl­ugt eft­ir­lit



Nefndin fagnar þróun í átt að áhættu­mið­uðu eft­ir­liti og leggur áherslu á að staðið verði vörð um öfl­ugt og skil­virkt Fjár­mála­eft­ir­lit á Íslandi. Mik­il­vægt er að eft­ir­litið sinni jafnt hlut­verki sínu sem leið­bein­andi og lög­regla á fjár­mála­mark­aði. Þá er mik­il­vægt að tíðni eft­ir­lits sé með þeim hætti að unnt sé að greina þróun á áhættu­töku í banka­kerf­inu yfir skemmri tíma­bil. Þá veltir nefndin upp hvort ástæða geti verið til að styrkja neyt­enda­mál á fjár­mála­mark­aði með því að skilja þau frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.



Gagn­sæi



Nefndin fagnar auk­inni upp­lýs­inga­gjöf á fjár­mála­mark­aði, en telur að gera megi enn bet­ur, ekki síst af hálfu þeirra sem sinna eft­ir­liti með mark­aðn­um, til að auka gagn­sæi. Nefndin leggur til að eft­ir­lits­að­ilar mat­reiði lykil­upp­lýs­ingar um fjár­mála­kerfið og birti þær 3-4 sinnum á ári. Ekki verði látið nægja að birta nýút­komnar skýrslur í heild sinni, heldur séu dregin fram helstu atriði sem eft­ir­lits­að­ilar vilja leggja áherslu á hverju sinni og sett fram á formi sem er auð­skilið bæði fyrir fjöl­miðla­menn og almenn­ing. Æski­legt er að eft­ir­lits­að­ilar eigi í góðu sam­starfi við fjöl­miðla um reglu­lega birt­ingu slíkra upp­lýs­inga, í þeim til­gangi að auka aðhald í kerf­inu í heild. Þá leggur nefndin til að gagn­sæi verði aukið varð­andi skuld­setn­ingu við­skipta­manna.



Fyr­ir­byggja hags­muna­á­rekstra



Nefndin beinir því til stjórn­valda að skoða nánar leiðir til að fyr­ir­byggja hags­muna­á­rekstra, m.a. í þeim til­gangi að arms­lengd­ar­sjón­ar­mið séu ávallt við­höfð í við­skiptum milli starfs­sviða. Þá getur verið ástæða til að skoða sér­stak­lega rekstur á sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum innan veggja fjár­mála­fyr­ir­tækja með það að mark­miði að skerpa á óhæði slíkra félaga.



Fjár­tækni



Nefndin fagnar auk­inni umræðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði um fjár­tækni (e. fin-tech). Til að und­ir­búa sig undir slíka sam­keppni geta bankar tekið frum­kvæði í að inn­leiða nýja tækni, eins og merkja má nú þeg­ar. Þá er mik­il­vægt að reglu­verkið skapi eðli­legt svig­rúm fyrir nýja aðila á því sviði, án þess að missa sjónar á fjár­mála­stöð­ug­leik­an­um.



Tak­mörkun hátíðni­við­skipta



Nefndin telur ástæðu til að setja í íslensk lög ákvæði um tak­mörkun hátíðni­við­skipta hér á landi.



Fjár­mála­mark­aður og sam­keppn­is­lög



Nefndin leggur til að í næstu heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki verði hugað sér­stak­lega að sam­spili þeirra við sam­keppn­is­lög, með það að mark­miði að stuðla að virkri sam­keppni og auka sam­keppn­is­hæfni fjár­mála­mark­að­ar­ins

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent