Hvað gerir hálf milljón krata?

Ný stjórn í Þýskalandi – eða þannig, kannski.

Angela Merkel og Martin Schulz eru mögulega að fara að mynda ríkisstjórn.
Angela Merkel og Martin Schulz eru mögulega að fara að mynda ríkisstjórn.
Auglýsing

Loks­ins, loks­ins … hefur eflaust ein­hverjum hrotið af munni þegar þrí­eykið Ang­ela Merkel, Mart­in Schulz og Hor­st Seehofer mættu heims­press­unni í and­dyri Kon­ra­d-A­denauer-Haus, höf­uð­stöðva Kristi­legra demókrata (CDU), skammt frá íslenska sendi­ráð­inu í Berlín, á mið­viku­dags­morg­un. Eftir marg­fram­lengdar samn­inga­við­ræður sem end­uðu á 27 klukku­stunda mara­þon­fundi gátu þau til­kynnt að nið­ur­staða væri fengin um stjórn­ar­mynd­un, Stóra banda­lag­ið, GroKo, yrði að veru­leika. Því til sönn­unar lögðu þau fram 177 blað­síðna sam­komu­lag.

Og þó, sýnd veiði en ekki gef­in. Þótt stjórn­ar­mynd­unin hafi nú varað í vel á fimmta mánuð verða Þjóð­verjar enn að bíða í þrjár vikur eftir að ný stjórn taki form­lega til starfa. Sam­komu­lagið sem lang­þreyttir leið­tog­arnir sýndu heim­inum stoltir bíður þess nú hvort tæp­lega hálf milljón félaga í flokki þýskra jafn­að­ar­manna, SPD, sam­þykki það eða felli í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu sem tekur sinn tíma. Það verður því kom­inn mars þegar þeir geta kvatt starfs­stjórn­ina sem stýrt hefur land­inu síðan í sept­em­ber.

Útkoman úr þess­ari atkvæða­greiðslu er síður en svo gef­in. Jafn­að­ar­menn hafa verið afskap­lega tví­stíg­andi eftir kosn­ing­arnar sem voru þeim ekki sér­lega hag­stæð­ar. Mart­in Schulz for­maður brást ókvæða við úrslit­unum og sagði best fyrir flokk­inn að sleikja sárin í stjórn­ar­and­stöðu og ná vopnum sínum fyrir næstu kosn­ing­ar. For­seta lýð­veld­is­ins tókst að hafa flokks­bróður sinn ofan af því, en þá tók við virk and­staða, ekki síst ungra jafn­að­ar­manna, gegn þátt­töku flokks­ins í því að end­ur­reisa stjórn Merkel. 600 manna flokks­stjórn kaus um áfram­hald við­ræðna fyrir tæpum mán­uði og sam­þykkti með sem­ingi.

Auglýsing

Um hvað var samið?

En hvað er það sem þýskir kratar þurfa nú að taka afstöðu til? Mér sýn­ist blaða­menn hér vera nokkuð sam­mála um að Schulz hafi upp­skorið meira en almennt var talið lík­legt að hann gerði. Margt í stefnu­skránni er kunn­ug­legt því rétt eins og á Íslandi ríkir hér hús­næð­is­vandi og heil­brigð­is­kerfið glímir við ásælni einka­rekstr­ar­ins. Í hús­næð­is­málum er uppi svipuð staða og heima: hægriöflin hafa engan áhuga á að aðstoða aðra en þá sem vilja kaupa sér hús­næði eða hagn­ast á að byggja það. Þess vegna telst það til tíð­inda að krötum tókst að þrýsta kristi­legum til þess að lofa fjár­fest­ingum í leigu­hús­næði og að styrkja stöðu leigj­enda. Hins vegar gekk þeim ekki eins vel að hamla gegn vexti einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga á kostnað þeirra opin­beru.

Í mál­efnum flótta­manna náð­ist sam­komu­lag um að setja þak á fjölda þeirra sem fá hæli og flokk­arnir gerðu mála­miðlun um sam­ein­ingu fjöl­skyldna flótta­manna. Hæng­ur­inn við það sam­komu­lag er að ráð­herr­ann sem á að fram­fylgja stefn­unni er for­maður flokks kristi­legra í Bæheimi, áður­nefndur Hor­st Seehofer, en hann hefur mjög lít­inn áhuga á að flótta­mönnum fjölgi í land­inu.

Það er þó einkum skipt­ing ráðu­neyta sem talin er jafn­að­ar­mönnum hag­stæð. Þeir fá tvö stór ráðu­neyti, halda utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og taka við fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Ljóst er að þeim tíð­indum verður tekið fagn­andi í Aþenu því Grikkir losna þar með við sinn helsta fjand­mann í fjár­mála­við­reisn sinn­i, Wolf­gang Schäu­ble sem lét af starfi fjár­mála­ráð­herra og var kos­inn for­seti þings­ins þess í stað. Jafn­að­ar­menn hafa aðra stefnu en hann, leggja meiri áherslu á jöfnuð og að halda uppi lífs­kjörum í Grikk­landi en að þýskir bankar end­ur­heimti hverja evru sem þeir telja sig eiga útistand­andi þar syðra.

Ekki lengur án umboðs

Kannski verður það þó feg­in­leik­inn yfir því að loks­ins sé ný stjórn í aug­sýn sem ræður ferð­inni hjá jafn­að­ar­mönnum eins og mörgum öðrum, bæði innan og utan Þýska­lands. Þýskir stjórn­mála­menn hafa ekki getað beitt sér eins og þeir vildu vegna stöð­unn­ar heima fyr­ir. Starfs­stjórn getur það ein­fald­lega ekki, hana skortir umboð. Þessa hefur séð stað í stjórn­málum álf­unnar og heims­ins, ekki síst á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem margir eldar hafa logað að und­an­förnu. Menn sakna Merkel í umræðum um flótta­manna­vand­ann. Lýð­ræð­is­þró­unin hefur líka verið öfug­snúin í næstu nágranna­ríkjum Þýska­lands í aust­ur­hluta álf­unn­ar, ekki síst í Pól­landi. Þjóð­verjar hafa eins og margir aðrir Evr­ópu­búar fylgst furðu lostnir með til­raunum Breta til þess að losa sig út úr ESB. Svo hef­ur Emmanuel Macron sætt lagi og stolið sen­unni í póli­tískri fjar­veru Þjóð­verja.

Það síð­ast­nefnda hefur ekki síst gert sig gild­andi eftir að franski for­set­inn setti fram til­lögur sínar um rót­tækar end­ur­bætur á stjórn­sýslu ESB og þó einkum Evru­svæð­is­ins. Þar hafa menn beðið eftir við­brögðum þýsku stjórn­ar­innar sem hafa látið á sér standa. En nú eru þau komin og ein­hver kall­aði þau Macron-Lite, þ.e. útþynnta útgáfu af fyr­ir­mynd­inni. Þýska stjórnin vill ekki ganga jafn­langt og Macron í því að setja Evru­svæð­inu strang­ari regl­ur, svo sem að aðild­ar­ríkjum þess verði gert að lúta sam­eig­in­legri fjár­laga­gerð. Þeir hafa hins vegar tekið vel í ýmsar til­lögur franska for­set­ans og segj­ast reiðu­búnir að leggja fram aukið fé til Evr­ópu­sam­starfs­ins. ­Jafn­fram­t hafa þeir tekið undir kröfur um auknar fjár­fest­ingar á vegum ESB og benda á að þær megi kosta með auk­inni skatt­lagn­ingu á hin vel stæðu og vell­auð­ugu tölvu­fyr­ir­tæki AppleGoogleFace­book og Amazon sem hafa gerst sek um að smeygja sér undan skatt­greiðslum í ríkjum ESB.

Nýir straumar í ESB

Í þessu sam­bandi verð ég að segja að umræðan um Evr­ópu­sam­starfið hér í Þýska­landi er ansi ólík því sem maður á að venj­ast uppi á Íslandi. Hér gera menn ýmsar athuga­semdir við ein­staka þætti í starf­semi Evr­ópu­sam­bands­ins en engum dettur í alvöru í hug að leggja það niður eða draga sig út úr því. Á Íslandi er oft talað um að ESB sé í kreppu út af þessu eða hinu mál­inu en menn átta sig ekki á því að til­gang­ur­inn með starf­semi þess er að takast á við kreppur og erf­ið­leika í sam­skiptum ríkja, fyr­ir­tækja og félaga. Þetta er ekki banda­lag um kyrr­stöðu og logn heldur um að takast á við veru­leik­ann í öllum hans mynd­um.

Þess vegna hefur það valdið ýmsum erf­ið­leikum að stærsta aðild­ar­ríkið skuli ekki geta beitt sér sem skyldi í þessu nauð­syn­lega sam­starfi. Þetta skilja meira að segja popúlist­arnir í Alt­ernativ für Deutschland sem nú eru orðnir stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn á þýska þing­inu. Þeim dettur ekki í hug að berj­ast gegn til­vist ESB þótt þeir vilji ýmsu breyta í sam­starf­inu. Umræðan hér í Þýska­landi snýst um það hversu þétt og náið sam­starfið eigi að vera eins og sást vel í grein eftir þýska fræði­konu sem birt­ist í The Guar­dian nú í vik­unni. Hér hefur hug­myndin um sam­bands­ríki Evr­ópu notið vin­sælda en þessi ágæta kona, Ulrike Guérot, vill ganga skref­inu lengra og stofna Lýð­veldið Evr­ópu.

En sumsé, nú er Merkel komin aftur á stjá og með henni verða tveir öfl­ugir Evr­ópu­krat­ar: Sig­mar Gabriel í utan­rík­is­mál­unum og Olaf Scholz frá Ham­borg sem að öllum lík­indum verður fjár­mála­ráð­herra. Saman geta þeir haft veru­leg áhrif á þróun ESB og Evru­svæð­is­ins í krafti emb­ætta sinna. Það má því vænta nýrra áherslna í ESB-póli­tík Þjóð­verja með þess­ari nýju sam­steypu­stjórn. 

Enn er þó óvissan nokkur því eftir að stjórn­ar­mynd­unin var í höfn kom upp ágrein­ingur inn­an SPD um þá ákvörðun Mart­in Schulz að taka við emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra. Hann var minntur á þá yfir­lýs­ingu sína að afloknum kosn­ingum að hann myndi aldrei framar taka sæti í stjórn undir for­ystu Merkel. Það end­aði með því að hann dró sig til baka og Sig­mar Gabriel heldur því emb­ætti eins og útlitið er núna. Hvort þessar deilur hafa áhrif á flokks­menn þegar þeir greiða atkvæði um fram­haldið skal ósagt lát­ið, en þó er ljóst að þær hafa ekki dregið úr and­ófi ung­krata gegn stjórn­ar­mynd­un­inni.

En þetta kemur allt í ljós og nú geta Þjóð­verjar hellt sér af krafti í karni­valið sem byrjar um helg­ina og endar á ösku­dag­inn. Þar verður mikið sungið af skelfi­legri tón­list.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar