Á fjórða þúsund borguðu 1,6 milljarð til að losna frá Íbúðalánasjóði

Þúsundir Íslendinga völdu að greiða há uppgreiðslugjöld til að flytja húsnæðisfjármögnun sína frá Íbúðalánasjóði á árunum 2016 og 2017. Rekstur sjóðsins gæti ekki staðið undir því að fella niður uppgreiðslugjöld.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Á árunum 2016 og 2017 ákváðu sam­tals 3.449 ein­stak­lingar að greiða upp­greiðslu­gjald til Íbúða­lána­sjóðs og færa hús­næð­is­fjár­mögnun sína ann­að. Þessi hópur greiddi rúm­lega 1.600 millj­ónir króna í upp­greiðslu­þókn­anir fyrir þetta til sjóðs­ins. Það þýðir að með­al­greiðsla þess hóps sem ákvað að greiða upp­greiðslu­gjaldið á þessu tíma­bili var 466 þús­und krón­ur. Þetta kemur fram í svari félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Ólafi Ísleifs­syni, þing­manni Flokks fólks­ins, sem var birt á Alþingi í dag.

Hægt hefur verið að taka lán hjá Íbúð­ar­lána­sjóði með skil­málum um upp­greiðslu­gjöld frá árinu 2000. Mikil aukn­ing varð í töku slíkra lána á árunum 2006 til 2008, þegar gríð­ar­legur efna­hags­legur upp­gangur var á Íslandi og sjóð­ur­inn veitti lán fyrir allt að 90 pró­sent af kaup­verði fast­eigna. Á þeim þremur árum tóku sam­tals 9.541 ein­stak­lingar lán hjá Íbúða­lána­sjóði með upp­greiðslu­gjaldi. Til sam­an­burðar tók 165 ein­stak­lingar slík lán árið 2005.

Staða Íbúða­lána­sjóðs breytt­ist mikið við hrunið og hann hefði farið í greiðslu­þrot ef íslenska ríkið hefði ekki lagt honum til tugi millj­arða króna. Í dag er hlut­verk hans fyrst og síð­ast félags­legt og sjóð­ur­inn býður ekki upp á sam­keppn­is­hæf hús­næð­is­lán. Hámarks­lán hjá sjóðnum er 30 millj­ónir króna, lánið getur numið allt að 80 pró­sent af verð­mæti fast­eignar og kjörin eru 4,2 pró­sent fastir verð­tryggðir vext­ir. Þetta eru ein lök­ustu láns­kjör sem bjóð­ast á hús­næð­is­lána­mark­aðnum í dag og eru auk þess eðlis að þau nýt­ast t.d. ekki kaup­endum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem hús­næð­is­verð hefur tvö­fald­ast frá byrjun árs 2011 og íbúðir sem kosta undir 30 millj­ónum telj­andi á fingrum ann­arrar hand­ar.

Þús­undir greiddu upp lán sín

Það breytir því ekki að fjöldi Íslend­inga er nú þegar með lánin sín hjá Íbúð­ar­lána­sjóði frá gam­alli tíð. Haustið 2015 hófu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins end­ur­komu sína inn á hús­næð­is­lána­markað með miklum hvelli. Þeir buðu betri kjör en bæði bankar og lána­stofn­an­ir, hækk­uðu láns­hlut­fall sitt og lækk­uðu veru­lega lán­töku­gjöld. Þessi breyt­ing hleypti nýju lífi í hús­næð­is­mark­að­inn. Í dag eru til dæmis þeir líf­eyr­is­sjóðir sem bjóða upp á hag­stæð­ustu lána­kjörin upp á verð­tryggð lán með breyti­legum 2,67 pró­sent vöxtum. Það eru miklu lægri hús­næð­is­lána­vextir en hafa áður þekkst á Íslandi.

Auglýsing
Þessi eðl­is­breyt­ing á mark­aðnum varð til þess að fjöld­inn allur af við­skipta­vinum Íbúða­lána­sjóðs hefur ákveðið að greiða upp lán sín hjá sjóðnum og færa fjár­mögnun sína ann­að. Á árunum 2008 og út 2015 greiddu sam­tals 2.743 ein­stak­lingar upp­greiðslu­gjaldið hjá Íbúða­lána­sjóði til að losna út úr lánum sínum hjá hon­um. Á árinu 2016, því fyrsta eftir að líf­eyr­is­sjóð­irnir komu aftur inn á hús­næð­is­lána­mark­að­inn og verð­hækk­anir á honum tóku mik­inn kipp, greiddu alls 2.056 ein­stak­lingar upp­greiðslu­gjald­ið. Í fyrra voru þeir 1.393. Sam­tals greiddu því 3.449 ein­stak­lingar gjaldið á tveimur árum. Og sam­tals greiddu þeir sjóðnum rúm­lega 1,6 millj­arð króna í upp­greiðslu­þóknun fyr­ir.

Rík­is­sjóður þyrfti að leggja til við­bót­ar­fjár­magn

Í svari ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs segir að enn séu útistand­andi 7.533 lán með upp­greiðslu­þóknun sem hafi ekki verið greidd upp. Ógjald­fallin upp­greiðslu­gjöld á lánum séu 5,5 millj­arðar króna vegna útlána sem séu alls 93 millj­arða króna virði. Í svar­inu seg­ir: „Væri upp­greiðslu­gjald fellt niður mundi sjóð­ur­inn verða af þeim tekj­um. Að auki hefði slík ákvörðun vænt­an­lega for­dæm­is­gildi og mætti því gera ráð fyrir að end­ur­greiða þyrfti þegar greidd upp­greiðslu­gjöld með vöxt­um. Sam­tals má því ætla að beinn kostn­aður sjóðs­ins vegna nið­ur­fell­ingar upp­greiðslu­gjalds yrði að lág­marki átta millj­arðar króna. Því til við­bótar yrði óbeint tjón vegna þess að sjóð­ur­inn gæti ekki ávaxtað féð með þeim hætti sem útreikn­ingur upp­greiðslu­gjalds­ins á skað­leysi gerir í raun ráð fyr­ir, þ.e. með útlánum á 4,2 pró­sent verð­tryggðum vöxt­um. Útlán sjóðs­ins í dag eru óveru­leg og má gera ráð fyrir að upp­greiðslur yrðu að mestu ávaxtaðar á skulda­bréfa­mark­aði þar sem vart er hægt að gera ráð fyrir meira en 2,5 pró­sent með­al­raun­á­vöxt­un. Óbeint tjón vegna upp­greiðslna nemur því um 1,7 pró­sent af upp­greiddum lánum á ári.“

Miðað við heild­ar­fjár­hæð lána sem bera upp­greiðslu­gjöld væri árlegt tjón því um 1,6 millj­arðar króna­þegar lánin væru að fullu upp­greidd. Beint og óbeint tap sjóðs­ins næstu fimm árin miðað við stöð­una á mark­aði í dag yrði því um 16 millj­arðar króna.

Því sé „ljóst að rekstur Íbúða­lána­sjóðs gæti ekki staðið undir fram­an­greindum kostn­aði og þar sem Íbúða­lána­sjóður nýtur rík­is­á­byrgðar þyrfti tjónið með einum eða öðrum hætti að greið­ast af rík­is­sjóð­i.“

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­ráð­herra, segir í svari sínu að hann hafi ekki tekið það til skoð­unar hvort afnema eigi upp­greiðslu­gjöld af veittum lánum Íbúða­lána­sjóðs. Það sé ljóst að einn af stærstu áhættu­þáttum í rekstri Íbúða­lána­sjóðs séu upp­greiðslur lána og með því að afnema upp­greiðslu­gjöldin myndi sú áhætta aukast og lík­legra yrði að rík­is­sjóður yrði að leggja sjóðnum til við­bót­ar­fjár­magn.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar