Vilja opinbera þá sem stóðu að nafnlausum áróðri í Alþingiskosningum

Þingmenn úr fjórum flokkum vilja að forsætisráðherra láti gera skýrslu um aðkomu hulduaðila að kosningaáróðri í aðdraganda Alþingiskosninga. Þeir vilja að tengsl milli þeirra og stjórnmálaflokka verði könnuð.

skatta kata
Auglýsing

Þing­menn fjög­urra stjórn­mála­flokka hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um aðkomu og hlut­deild huldu­að­ila í kosn­ingum til Alþing­is. Þeir vilja meðal ann­ars að kom­ist verði að því hverjir stóðu að nafn­lausum áróðri í kringum alþing­is­kosn­ing­arnar 2016 og 2017 og kanna tengslin milli þeirra og stjórn­mála­flokk­anna sem buðu fram til Alþing­is.

Í beiðn­inni er farið fram á að skýrslan muni m.a. kanna hvort stjórn­mála­flokk­ar, sem buðu fram í kosn­ingum til Alþingis 2016, hafi gert grein fyrir fram­lögum til kosn­inga­bar­áttu sinnar í formi aug­lýs­inga­her­ferða á vef- og sam­fé­lags­miðlum sem kost­aðar voru af þriðja aðila. Einnig er beðið um að mat fari fram á verð­mæti þeirra fram­laga sem falli undir fram­an­greinda skil­grein­ingu og ekki var gerð grein fyrir í árs­reikn­ingum stjórn­mála­flokk­anna.

Þá vilja þing­menn­irnir að skýrslan fjalli um hvort og þá hvernig unnt sé að greina aðkomu og hlut­deild huldu­að­ila í síð­ustu tvennum kosn­ingum til Alþingis og hvort og þá hvernig komið verði í veg fyrir nafn­lausar kosn­inga­aug­lýs­ingar og áróð­ur.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. MYND: Birgir Þór Harðarson

Að lokum er þess óskað að for­sæt­is­ráð­herra taki afstöðu til þess hvernig komið verði í veg fyrir nafn­lausar kosn­inga­aug­lýs­ingar og áróður inn­lendra aðila og jafn­framt hvernig bregð­ast megi við hætt­unni á inn­gripi erlendra aðila í kosn­ingum á Íslandi.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar. Auk þessar eru þrír aðrir þing­menn Við­reisnar flutn­ings­menn ásamt þremur þing­mönnum Pírata, Loga Ein­ars­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og stjórn­ar­þing­mann­inum Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, sem situr á þingi fyrir Vinstri græna.

Mark­miðið að styrkja lýð­ræðið

Í grein­ar­gerð sem fylgir beiðn­inni segir að mark­mið hennar sé að styrkja lýð­ræðið á Íslandi með því að auka gegn­sæi í kosn­inga­bar­áttu og stuðla að því að öllum verði ljóst hverjir standi að baki kosn­inga­á­róðri, hverju nafni sem hann nefn­ist. Með huldu­að­ilum í skýrslu­beiðn­inni er átt við aðila sem fram­leiða og dreifa aug­lýs­ingum í þágu eða gegn til­teknum stjórn­mála­flokkum eða ein­stak­lingum í skjóli nafn­leynd­ar.

Auglýsing
Þar segir enn frem­ur: „Í alþing­is­kosn­ingum árin 2016 og 2017 var nafn­laus áróður gegn ákveðnum stjórn­mála­flokkum áber­andi á sam­fé­lags­miðl­um. Um var að ræða rætnar og and­lýð­ræð­is­legar her­ferðir sem eng­inn vill gang­ast við. Á skömmum tíma höfðu tug­þús­undir ein­stak­linga séð og dreift umræddum mynd­böndum og áróðri á sam­fé­lags­miðlum (einkum á Face­book og YouTube) þar sem veist var að póli­tískum and­stæð­ingum í skjóli nafn­leyndar og ráð­ist að þeim per­sónu­lega með ósann­indum og skrum­skæl­ingum án þess að kjós­endum væri ljóst hverjir stæðu á bak við áróð­ur­inn. Þær síður sem mest voru áber­andi voru ann­ars vegar Face­book-­síð­urnar Kosn­ingar 2016 og Kosn­ingar 2017, sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórn­mál­anna, og hins vegar Face­book-­síðan Kosn­inga­vaktin, sem beindi spjótum sínum að hægri væng stjórn­mál­anna.

Í skýrslu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu (ÖSE) í kjöl­far alþing­is­kosn­ing­anna árið 2017 kom m.a. fram að umboð eft­ir­lits­að­ila til eft­ir­lits með ólög­mætum og nafn­lausum kosn­inga­á­róðri á net­miðlum væri ófull­nægj­andi. Athuga­semdir ÖSE eru alvar­legar og renna stoðum undir mik­il­vægi þess­arar skýrslu­beiðn­i.“ Hér að neðan má sjá mynd­band sem Face­book-­síðan Kosn­ingar 2017 lét gera og birta fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar.

VG Hverjum treystir þú?

Ósvikin lof­orð eru nán­ast upp­seld hjá VG en þó er eitt eftir sem aldrei verður svik­ið.

Posted by Kosn­ingar on Thurs­day, Oct­o­ber 27, 2016


Þar segir að leggja þurfi mat á það hvort stjórn­mála­flokk­arnir sem hag höfðu af her­ferð­unum telj­ist hafa hlotið fram­lag sem nemur kostn­aði við fram­leiðslu og dreif­ingu þeirra og ef svo er, hvort gerð hafi verið grein fyrir þeim fram­lögum í árs­reikn­ingum stjórn­mála­flokk­anna. „Þá þarf að kom­ast að því hverjir stóðu að áróðr­inum og kanna tengslin milli þeirra og stjórn­mála­flokk­anna sem buðu fram til Alþing­is.“

Vilja líka skoða aðkomu erlendra aðila

Í grein­ar­gerð­inni er sagt að ekki þurfi ein­göngu að taka til­lit til athug­unar kosn­inga­á­róður inn­lendra huldu­að­ila. Fréttir hafi verið áber­andi víða um heim af áróðri huldu­að­ila og mögu­legum tengslum þeirra við vald­hafa utan þess ríkis sem áróðr­inum er beint að. Þar er verið að vísa til frétta um fyr­ir­tækið Cambridge ana­lyt­ica, sem opin­berað hefur verið að hafi beitt ýmsum póli­tískum brögðum gegn póli­­tískum and­­stæð­ingum þeirra sem fyr­ir­tækið væri að vinna fyr­ir, Þá hefur komið fram að fyr­ir­tækið beiti kerf­is­bund­inni dreif­ingu á umfjöll­unum og efni á sam­­fé­lags­mið­l­um, sem gæti náð til hópa sem gætu verið lík­­­legir til að kjósa þann sem unnið væri fyr­­ir. Auk þess nýtti Cambridge ana­lyt­ica sér per­­són­u­­upp­­lýs­ingar um 50 millj­­ónir not­endur Face­book sem aflað var í gegnum per­­són­u­­leika­­próf í ofan­greindum erinda­gjörð­um.

Þing­menn­irnir segja að full ástæða sé til þess að sam­hliða mati á hlut­deild og aðkomu inn­lendra aðila að þing­kosn­ingum á Íslandi að í skýrsl­unni verði lagt mat á hætt­una sem lýð­ræð­inu gæti stafað af slíkum her­ferðum erlendra aðila og tekin afstaða til fyr­ir­byggj­andi aðgerða gegn þeim. „Tján­ing­ar­frelsið er nauð­syn­legt allri lýð­ræð­isum­ræðu og er því rétt að við gerð skýrsl­unnar verði tekin afstaða til þess hvernig umræddar aug­lýs­inga­her­ferðir rúmist innan þess réttar og þeirra tak­mark­ana sem kveðið er á um í tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði 73. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þá er mik­il­vægt að Alþingi sýni frum­kvæði og stuðli að því að for­sæt­is­ráð­herra skoði þessi mál. Til þess verði m.a. fengnir sér­fræð­ingar sem geti greint stöð­una og lagt fram til­lögur sem styrkja opið og gegn­sætt lýð­ræð­is­sam­fé­lag.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar