Afþreyingarefni framtíðarinnar

Með auknum tækniframförum kemur líkast til meiri frítími. Áhrifavaldar eða samfélagsmiðlastjörnur á Íslandi njóta síaukinna vinsælda og eru í raun fjölmiðlar hvert og eitt.

Samfélagsmiðlar
Auglýsing

Eitt af því sem rík­is­stjórn Íslands, og flestar aðr­ar, ræða hvað helst um þessar mundir er fjórða iðn­bylt­ingin og hvernig sé best að und­ir­búa sam­fé­lögin fyrir ótrú­lega hraðar breyt­ing­ar. Heim­ur­inn breyt­ist og við með. Fjórða iðn­bylt­ingin er núna. Eitt af því sem tekur hröðum breyt­ingum er neysla á afþrey­ing­ar­efni.

Þessi neysla hefur nú þegar tekið stakka­skiptum und­an­farna ára­tugi. Ennþá eru á lífi kyn­slóðir sem muna eftir því þegar tækni­leg afþrey­ing fólst ein­ungis í hlustun á útvarp. Síðar kom sjón­varp­ið, fyrst svart hvítt, síðar í lit og alla daga vik­unnar og núna ekki aðeins með ótelj­andi stöðvum í línu­legri dag­skrá heldur með efn­isveitum sem veita hverjum og einum aðgang að hverju því efni sem hentar þá stund­ina sam­stund­is. Og nú hefur hver og einn að auki sitt eigið afþrey­ing­ar­tæki í lóf­anum allan sól­ar­hring­inn þar sem hægt er að nálg­ast bæði hágæða fram­leiðslu á afþrey­ing­ar­efni, heima­fram­leiðslu á miðlum á borð við Snapchat, Instagram og fleiri miðla, útvarps­efni og fræðslu hvers kyns. Mögu­leik­arnir eru end­laus­ir.

Helstu spá­menn og fram­tíð­ar­fræð­ingar gera ráð fyrir að með fækkun starfa vegna auk­innar tækni­væð­ingar muni vinnu­vikan stytt­ast í vest­rænum sam­fé­lög­um. Og sam­hliða því munu þeir sem fram­leiða afþrey­ing­ar­efni til neyslu fyrir almenn­ing hafa úr enn meiri tíma að moða til að kepp­ast um.

Auglýsing

Áhrifa­vald­arnir verða til

Hingað til hefur lítið verið um duldar aug­lýs­ingar í íslensku sjón­varpi eða efn­is­fram­leiðslu. Sjón­varps­efni hefur almennt ein­fald­lega inni­haldið hefð­bundin aug­lýs­inga­hlé og þannig aðgreint efn­is­inni­haldið skýr­lega frá aug­lýs­ing­um. En nýjar miðl­un­ar­leiðir bjóða upp á nýja mögu­leika. Og íslensk ung­menni hafa nýtt sér tæki­fær­in.

Á Íslandi hafa svo­kall­aðir áhrifa­valdar farið fremstir í flokki við  því sem er í raun ekk­ert annað en fram­leiðsla á afþrey­ing­ar­efni. Og margir þeirra lifa á því. Þau eru nokkuð mörg sem nú reyna að hasla sér völl á þessum miðl­um, og tekst mis vel til.

Sól­rún Diego komst eins og frægt er orðið með þrifatil­burði sína alla leið í ára­mótaskaupið og hefur þús­undir fylgj­enda. Hún á í ýmsu sam­starfi við mis­mun­andi fyr­ir­tækjum þar sem hún kynnir fyrir áhorf­endum sínum vör­ur, fatn­að, heim­il­is­tæki, þrifn­að­ar- og barna­vörur og svo mætti lengi telja. Guð­rún Veiga, eða Gveiga eins og hún kallar sig, er önnur með þús­undir fylgj­enda sem sýnir raun­sæja mynd af lífi tveggja barna móð­ur. RVK fit eru hópur kvenna sem deila áhuga á heil­brigðum lífs­stíl og hreyf­ingu og deila venjum sínum og dag­skrá með áhorf­end­um. Alda Karen Hjalta­lín, sem er 23 ára, fyllti á dög­unum Eld­borg­ar­sal Hörpu á fyr­ir­lestri sínum Leynd­ar­málin mín, þar sem hún miðl­aði í raun jákvæðri sál­fræði sem hún hefur komið sér upp. Hún deilir „li­fehack“ eða ráði dags­ins dag­lega á sínum miðli þar sem hún veitir áhorf­endum inn­blástur og ráð til að takast á við erf­ið­leika sem flestir nútíma samfé­lagi þurfa að takast á við.

Þau eru miklum mun fleiri áhrifa­vald­arn­ir, bæði karl­kyns og kven­kyns, sem hafa náð vin­sældum á síð­ustu árum.

Nær til nýrra kyn­slóða

Unga fólk­ið, sem les dag­blöðin minna en eldri kyn­slóðir og eyðir minni tíma yfir línu­legri dag­skrá sjón­varps­stöðv­anna, er aug­ljós mark­hópur í gegnum þessa miðla. Fyr­ir­tæki leita í auknum mæli í mark­aðs­setn­ing­ar­til­gangi til þess­ara sam­fé­lags­miðla­stjarna, sem fá gríð­ar­lega mikið áhorf, sér­stak­lega hjá yngri kyn­slóðum en sumir hjá áhorf­endum á öllum aldri.

Sér­stök fyr­ir­tæki hafa þegar orðið til sem sér­hæfa sig í mark­aðs­setn­ingu með þessum hætti, það er að segja, tengja saman aug­lýsendur og áhrifa­valda. Má þar nefna fyr­ir­tækið Ghost­lamp, Zahara og Eylenda og gera má ráð fyrir að þeim eigi aðeins eftir að fjölga. Talið er að mark­aðs­setn­ing af þessu tagi hafi velt um 1,6 millj­­örðum Banda­­ríkja­dala árið 2016 sem jafn­­­gilda 167 millj­­örðum króna.

Mark­aðs­stjóri í tækni­fyr­ir­tæki seg­ist aðspurður greiða 50 þús­und fyrir hvert til­efni þar sem vara fyr­ir­tæk­is­ins er nefnd af þeim áhrifa­völdum sem það starfar með. Alls um 150 til 200 þús­und krónur eftir atvik­um. Þannig er ljóst að áhrifa­valdur þarf ekki að starfa með mjög mörgum fyr­ir­tækjum í hverjum mán­uði til að ná með­al­laun­um.

Jafn­væg­is­dans afþreyt­ingar og aug­lýs­inga

En málið er ekki svo ein­falt að hver sem er geti opnað sam­fé­lags­miðil sinn öllum og þar með farið að raka inn fjár­mun­um. Sem dæmi má nefna að til að vera áhrifa­valdur í augum fyr­ir­tæk­is­ins Ghost­lamp þarf við­kom­andi að vera með þús­und fylgj­endur á sam­fé­lags­miðl­um.

Og dans­inn milli mark­aðs­setn­ingar og fram­leiðslu á áhuga­verðu afþrey­ing­ar­efni sem fær áhorf­endur til að velja það að halda áfram að horfa er list­grein. Of mikið af aug­lýs­ingum er lík­legt til að þreyta áhorf­end­ur, með sama hætti og of löng aug­lýs­inga­hlé í sjón­varpi eða vef­síður með of mörgum eða áber­andi aug­lýs­inga­borð­um. Lyk­ill­inn virð­ist vera að gefa nægi­lega af sér á milli þess sem að hvers kyns vörur eru aug­lýst­ar. Sumir ein­fald­lega hafa það sem til þarf, aðrir ekki og upp­skriftin að vel­gengni á þessu miðlum mun aldrei liggja ljós fyrir og fer ein­fald­lega eftir per­sónu­leika hvers og eins.

Sam­fé­lags­á­byrgð

Sam­fé­lags­miðla­stjörnur og vin­sældir þeirra hafa und­an­farin miss­eri rokið upp. Mikið af því sem þar má sjá er glans­mynd sem á sér litla stoð í raun­veru­leik­anum og sýnir mjög bjag­aða mynd af lífi hvers og eins. Áhrifin geta þannig verið nei­kvæð og hafa nú þegar verið tengd kvíða og þung­lyndi hjá ung­ling­um.

Ábyrgð sam­fé­lags­miðla­stjarn­anna er þannig mik­il. Ekki aðeins ber þeim að fylgja öllum lögum og reglum sem gilda um neyt­enda­vernd og aug­lýs­ing­ar, heldur einnig sam­fé­lags­leg. Sú ábyrgð og hvernig ber að umgang­ast hana er enn í mótun og gera má ráð fyrir að lagaum­hverfið muni slíp­ast til sam­hliða áfram­hald­andi hröðum tækni­legum breyt­ing­um.

En það má vel segja að íslenskir áhrifa­vald­ar, konur í miklum meiri­hluta, séu á undan sinni sam­tíð og nú þegar byrj­aðar að nýta tæki­færin sem fjórða iðn­bylt­ingin og þannig auknir mögu­leikar á fram­leiðslu og hvers kyns sölu afþrey­ing­ar­efnis mun hafa í för með sér. Áhorf­end­urnir virð­ast vera til staðar og þeim fer fjölg­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar