Það helsta hingað til: Vantraust á dómsmálaráðherra

Kjarninn tekur saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu.

Sigríður Á. Andersen
Auglýsing

Hvað?

Um mið­nætti 5. mars lögðu tveir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar, Píratar og Sam­fylk­ing, fram van­traust­s­til­lögu á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Sú gjörð á rætur sínar að rekja í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða, sem snýst um að mats­­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti við Lands­rétt, nýtt milli­­­dóm­­stig, lagði fram til­­lögu um 15 hæf­­ustu ein­stak­l­ing­anna í fyrra­vor til að taka við 15 stöð­­um. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­­lögu og færa fjóra af lista mats­­nefnd­­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. Í des­em­ber 2017 komst Hæst­i­­réttur að þeirri nið­­ur­­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­­anum höfð­uðu. Hinir tveir hafa síðan höfðað bóta­­mál á hendur rík­­inu.

Í könnun sem Mask­ína vann fyrir Stund­ina kom fram að 72,5 pró­­­sent lands­­­manna vildu að Sig­ríður segi af sér emb­ætti.  Spurt var „Finnst þér að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­­mála­ráð­herra eigi að segja af sér ráð­herra­­­dómi eða á hún að sitja áfram sem dóms­­­mála­ráð­herra?“

Af hverju?

Van­traust­s­til­lagan kom í kjöl­far þess að umboðs­maður Alþingis sendi bréf til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar. Þar kom fram að hann myndi ekki hefja frum­­­kvæð­is­rann­­­sókn á mál­inu í ljósi yfir­­­stand­andi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um mál­ið. Hann gerði hins vegar nokkrar veiga­­­miklar athuga­­­semdir við máls­­­með­­­­­ferð­ina, meðal ann­­­ars þá að hann teldi að sá tveggja vikna frest­­­ur, sem ráð­herra hefur ítrekað borið við að hafi haft áhrif á mög­u­­­leika hennar til að rann­saka mál­ið, hafi ekki átt við í því til­­­­­felli.

Auglýsing

Að auki benti hann sér­­­stak­­­lega á skyldu sér­­­fræð­inga ráðu­­­neyt­is­ins til að veita ráð­herra ráð­­­gjöf, til að tryggja að ákvarð­­­anir hans séu lögum sam­­­kvæmt og að öll stjórn­­­­­sýsla ráð­herra og ráðu­­­neytis sé í sam­ræmi við ólög­­­festa rétt­­­mæt­is­­­reglu stjórn­­­­­sýslu­rétt­­­ar. Ráð­herra hafi í þessu til­­­viki verið veitt sú ráð­­­gjöf, en minnst þrír sér­­­fræð­ingar ráðu­­­neyt­is­ins ráð­lögðu  Sig­ríði ítrekað við því að breyt­ingar á lista Lands­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara og sá ófull­nægj­andi rök­­­stuðn­­­ingur sem þeim breyt­ingum fylgdi gæti verið brot á stjórn­sýslu­lögum, eins og síðar kom á dag­inn.

Hver varð nið­ur­stað­an?

Til­lagan var tekin fyrir á Alþingi 6. mars. Þar var hún felld. Atkvæði féllu þannig að 33 voru á móti til­­lög­unni, 29 með­­­fylgj­andi og einn sat hjá, Berg­þór Óla­­son Mið­­flokki.

Tveir þing­­menn Vinstri grænna, Rósa Björk Brynj­­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­­son, studdu til­­lögu um van­­traust, en aðrir stjórn­­­ar­­þing­­menn voru á mót­i.

Í kjöl­farið hefur því verið haldið fram, meðal ann­ars af vara­for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að stjórn­ar­meiri­hlut­inn telji nú 33 þing­menn en ekki þá 35 sem sitja á þingi fyrir stjórn­mála­flokk­anna þrjá sem mynda rík­is­stjórn.

Það helsta hingað til: Órói á vinnu­mark­aði

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar