Tollastríð og efasemdir um meðferð gagna grafa undan mörkuðum

Óhætt er að segja að hugmyndir um tollstríð séu nú farnar að grafa undan tiltrú fjárfesta á því sem gengur á í Bandaríkjunum. Tæknifyrirtækin eru einnig undir smásjánni, og gætu þurft að takast á við þyngra regluverk.

Trump
Auglýsing

Hluta­bréfa­mark­aðir um allan heim hafa lækkað að und­an­förnu og hafa tæknirisar heims­ins leitt lækk­an­irn­ar.

Í umfjöllun Wall Street Journal kemur fram að fimm af stærstu tækni­fyr­ir­tækj­un­um, sem nefnd hafa verið FAANG-hluta­bréf (FA­ANG-­stocks), hafi lækkað um 397 millj­arða Banda­ríkja­dala sam­an­lagt á um þremur vik­um, eða sem nemur um 40 þús­und millj­arða króna. Face­book, Amazon, App­le, Net­fl­ix, og Google (Alp­habet) eru félögin sem telj­ast til hina svo­nefndu FAANG-hluta­bréfa. Þrátt fyrir lít­ils háttar hækk­anir í dag, þá virð­ist sem áhyggjur fari vax­andi.

En hvað veld­ur?

Auglýsing

Face­book-á­hrifin

Þó aldrei sé hægt að segja með vissu til um ástæður lækk­ana hluta­bréfa, þar sem for­sendur við­skipta hverju sinni eru marg­breyti­leg­ar, þá nefnir Wall Street Journal einkum tvær ástæð­ur.

Ann­ars vegar eru það vax­andi áhyggjur fjár­festa vegna starf­semi tækni­fyr­ir­tækja þar sem gögn eru með­höndl­uð. Þar hafa spjótin ekki síst beinst að Face­book.

Eftir að fjallað var um hvernig fyr­ir­tækið Cambridge Ana­lyt­ica komst fyrir upp­lýs­ingar um 50 millj­ónir not­enda, og nýtti í þau í vinnu sinni fyrir kosn­ing­ar, meðal ann­ars í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, þá hefur mikið vatn runnið til sjáv­ar. Og verð­mið­inn á Face­book hefur lækkað um 100 millj­arða Banda­ríkja­dala, um 10 þús­und millj­arða króna, á innan við þremur vik­um. Það er um 20 pró­sent lækk­un.

Svip­aða sögu má segja af öðrum tæknirisum, eins og Amazon og Apple. Þar hefur verð­mið­inn lækkað mikið og greini­legt að efa­semdir eru nú komnar inn í hug fjár­festa, enda hefur hækk­unin á þessum félög­um, einkum allt árið 2017, verið ævin­týri lík­ust.

Ótt­inn er ekki síst sá, að breytt reglu­verk, þegar kemur að með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga, muni hefta starf­semi fyr­ir­tækj­anna, en þó einkum og sér í lagi Face­book. Þrátt fyrir að Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, hafi boð­ist afsök­unar á því að fyr­ir­tækið hafi ekki staðið sig nægi­lega vel, þá segir hann að ekk­ert sé að óttast, og að ávinn­ing­ur­inn af því að tengja fólk saman um allan heim sé óum­deil­an­leg­ur.

Verður gagnasöfnun Facebook hugsanlega heft með nýju regluverki? Fjárfestar búast margir hverjir við miklum breytingum.

Trump-á­hrifin



Hin ástæðan sem fjallað hefur verið ítar­lega um í helstu við­skipta­fjöl­miðl­unum heims­ins, und­an­farin miss­eri, er það sem kalla má Trump-á­hrif­in. Þeim má skipta í tvennt. Ann­ars vegar eru það tolla-á­hrifin á mark­að­inn, en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur beitt sér fyrir því að Banda­ríkin verji störf á heima­mark­aði með því að beita tollum á inn­flutn­ing vara.





Á það meðal ann­ars við um stál og ál, en fyrstu hug­myndir eru uppi um 25 pró­sent toll á inn­flutt stál og 10 pró­sent á ál. Und­an­þágur verða þó vega­miklar, meðal ann­ars og of snemmt að segja til um hvernig þetta verður útfært. Gary Cohn hætti sem efna­hags­ráð­gjafi Trumps vegna ágrein­ings um tolla­stefn­una, en Trump hefur þegar boðað mun víð­tæk­ari tolla á ýmsar vör­ur, ekki síst þær sem fluttar eru til Banda­ríkj­anna frá Asíu, Kína þar helst. Þessu hafa Kín­verjar svar­að, og ótt­ast fjár­festar að tolla­stríð - versta martröð hins alþjóða­vædda við­skipta­heims - sé skollið á.



Kín­verjar og Evr­ópu­sam­bandið hafa þó varað við því að horfið verði frá þeim við­skipta­samn­ingum sem þegar eru í gildi, og hafa hvatt Trump til þess að fara var­lega. Óhætt er að segja fjár­festar hafi af þessu áhyggj­ur. Við­skipti með allar mögu­legar vörur - fatn­að, heim­il­is­tæki, mat­vör­ur, hús­gögn og bíla þar á meðal - eru undir í þeim aðgerðum sem þegar hefur verið gripið til.



Einn þeirra sem viðr­aði áhyggjur sínar við fjár­festa, af því að Trump myndi fara í „tolla­stríð“ til að skapa störf heima fyrir - með þeim afleið­ingum að allir myndu tapa - var Seth Klar­man, stofn­andi og for­stjóri Baupost Group, sem meðal ann­ars hefur hagn­ast veru­lega á end­ur­reisn íslenska fjár­mála­kerf­is­ins. Í bréfi sem hann sendi fjár­festum í febr­úar í fyrra, skömmu eftir að Trump hafði tekið við sem for­seti, sagði hann að tolla­stríð væru dæmd til að enda illa. Það væri raun­veru­leg hætta á því hag­kerfi heims­ins myndi sog­ast inn í erf­ið­leika vegna þess­arar póli­tísku stefnu for­set­ans.



Spjót­unum beint að Amazon



Hins vegar eru það síðan Trump-á­hrifin af óvild for­set­ans í garð tækni­fyr­ir­tækja, eins og t.d. Amazon. Hún hefur birst í beinum árásum for­set­ans á fyr­ir­tækið í Twitt­er-­færsl­um, þar sem hann sakar það um að stunda ómerki­lega við­skipta­hætti og mis­nota banda­ríska póst­inn, UPS. Þá hefur hann sagt að fyr­ir­tækið reyni allt til að borga ekki skatt, og að áróður stofn­and­ans og for­stjór­ans, Jeff Bezos, birt­ist síðan á síðum Was­hington Post, sem Bezos á. Þá hefur hann sagt einnig að Amazon sé að stuðla að því að margar búðir séu að loka víða um Banda­rík­in.





Frá því að Trump hóf að beina spjótum sínum að Amazon, hefur virði félags­ins fallið um 100 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 10 þús­und millj­örðum króna. Jeff Bezos, sem er rík­asti maður heims, er með eignir sínar að miklu leyti bundnar í bréfum í Amazon en hann á ennþá um 17 pró­sent hlut í félag­inu. Eignir hans hafa rýrnað um 17 millj­arða Banda­ríkja­dala, um 1.700 millj­arða króna, frá því að Trump hóf að beina spjótum sínum að Amazon. Bezos hefur ekki viljað tjá sig um gagn­rýn­ina á fyr­ir­tæk­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar