Eftirlitslaust eftirlit eða beitt vopn

Víða í Kaupmannahöfn í Danmörku getur fólk vart farið hænufet án þess að það sé myndað í bak og fyrir.

Öryggismyndavél
Auglýsing

Maður sem gengur enda á milli á Strik­inu í Kaup­manna­höfn, tæp­lega hálfs ann­ars kíló­metra leið, má búast við að hann verði að minnsta kosti 400 sinn­um  „tek­inn upp“ á eft­ir­lits­mynda­vél. Þar sæist við hvaða búð­ar­glugga hann stað­næm­ist, við hverja hann tal­ar, hvar hann hendir papp­írnum utan af íspinn­an­um, já og hvar hann keypti ísinn. Þótt hér sé Strik­ið, sem svo margir þekkja, tekið sem dæmi er það síður en svo eins­dæmi. Víða getur fólk vart farið hænu­fet án þess að það sé myndað í bak og fyr­ir.

Í febr­úar árið 2015 skaut ungur mað­ur, Omar Hussein, tvo menn til bana í Kaup­manna­höfn. Annan þeirra við funda­hús á Aust­ur­brú síð­degis laug­ar­dag­inn 14. febr­úar og hinn við sam­komu­hús gyð­inga í gamla háskóla­hverf­inu um mið­nætti sama kvöld. Eftir fyrra til­ræðið hófst mikil leit. Vitni voru að morð­inu við funda­húsið á Aust­ur­brú og fjöldi fólks hafði sam­band við lög­reglu eftir að lýst hafði verið eftir upp­lýs­ingum og fljót­lega var vitað hver hann var. Ekki tókst þó að hafa hendur í hári hans fyrr en hann hafði í annað sinn látið til skarar skríða. Til­ræð­is­mað­ur­inn féll fyrir skotum lög­reglu skammt frá heim­ili sínu nokkrum klukku­stundum eftir síð­ara til­ræð­ið.

Lang mik­il­væg­ustu upp­lýs­ing­ar, sem lög­regla hafði á að byggja, þegar leit að til­ræð­is­mann­inum hóf­st, voru fjöl­margar upp­tökur úr eft­ir­lits­mynda­vélum og tals­maður lög­reglu sagði síðar að þær upp­lýs­ingar hefðu skipt sköp­um. En sagði jafn­framt að dýr­mætur tími hefði tap­ast því lög­reglan vissi ekk­ert hvar mynda­vélar væri að finna og enn síður hver ætti þær og hefði aðgang að upp­tök­un­um.  

Auglýsing

Engar upp­lýs­ingar um fjölda, né upp­lýs­ingar um eig­endur

Á síð­ustu tíu til tólf árum hefur eft­ir­lits­mynda­vél­um, í og við versl­anir og önnur  fyr­ir­tæki, á götum og torg­um, við fjöl­býl­is­hús, á lista­söfnum og í bíla­geymslum svo eitt­hvað sé nefnt. Úrvalið af slíkum mynda­vélum er mik­ið, verðið mis­mun­andi og gæðin líka. Hver sem er getur keypt svona tæki, engin skrán­ing fer fram. Eng­inn veit fjölda þeirra véla sem eru í notkun í Dan­mörku en fyr­ir­tæki sem sinna örygg­is­gæslu telja að þær séu að minnsta kosti hálf önnur millj­ón, fyrir utan þær vélar sem eru á heim­ilum lands­manna.  

Lög­reglan vill að mynda­vélar séu skráðar

Í kjöl­far ódæð­anna í febr­úar 2015, hófst mikil umræða í Dan­mörku um eft­ir­lits­mynda­vélar og nauð­syn þess að lög­regla geti, þegar þörf krefur haft hraðar hendur við að kom­ast yfir upp­lýs­ingar úr þeim. Þar er lyk­il­at­riði að lög­reglan viti hvar slíkar vélar eru og ekki síður hver eig­and­inn er og hvernig hægt sé að ná til hans á sem skemmstum tíma. Til þess þarf skrán­ingu.

Lögin frá 2007  

Í Dan­mörku eru í gildi lög um notkun eft­ir­lits­mynda­véla. Þar er ítar­lega til­greint hvar og hvernig leyfi­legt sé að nota slíkar vél­ar. Versl­unum sem nota þær er skylt að aug­lýsa það inn­an­dyra. Sjón­ar­horn mynda­vél­ar­innar skal ein­skorð­ast  við versl­un­ina sjálfa, má til dæmis ekki mynda götu eða gang­stétt fyrir fram­an. Mjög mik­il­væg ábend­ing um ferðir Omars Hussein 14. febr­úar 2015 kom frá versl­un­ar­eig­anda, en á upp­töku sást Omar Hussein ganga fram hjá búð­inni. Þessi mik­il­væga upp­taka var ólög­leg. Ákvæði um leigu­bíla var bætt við lögin árið 2010, þar segir að þeir skuli und­an­tekn­inga­laust vera með upp­töku­bún­að. Í lög­unum er hins­vegar ekki stakt orð um skrán­ing­ar­skyldu.

Lög­reglan fylgist nán­ast ekk­ert með notkun eft­ir­lits­mynda­vél­anna, til þess hefur hún hvorki mann­afla né fjár­muni.

Dóms­mála­ráð­herra skip­aði nefnd

Mynd: Birgir Þór Harðarson.Nokkru eftir voða­verkin í Kaup­manna­höfn í febr­úar 2015 skip­aði danski dóms­mála­ráð­herrann, Søren Pape Poul­sen, nefnd sem ætlað var að gera til­lögur um skrán­ingu eft­ir­lits­mynda­véla. Ráð­herr­ann nefndi  bar­áttu gegn hryðju­verkum sér­stak­lega í þessu sam­bandi. Í þeirri bar­áttu gætu mynda­vél­arnar reynst áhrifa­rík vopn. Nefndin setti í gang sér­stakt til­rauna­skrán­ing­ar­verk­efni, kallað POLCAM. Ætl­unin með því var, að sögn nefnd­ar­manna, að safna saman á einn stað upp­lýs­ingum um eft­ir­lits­mynda­vél­ar, hvar þær væru stað­sett­ar, hver hefði aðgang að þeim og svo fram­veg­is. Lög­reglu­þjónum var jafn­framt til­kynnt að ef þeir yrðu vitni að því að mynda­vél­arnar tækju upp meira en heim­ilt er (t.d gang­stétt fyrir framan versl­un­ina) bæri þeim að til­kynna það, senda tölvu­póst á sér­stakt net­fang.  Skemmst er frá því að segja að eng­inn lög­reglu­þjónn, ekki einn einasti, hefur hlýtt þessum fyr­ir­skip­un­um. Rann­sókn­ar­lög­reglu­m­aður í Kaup­manna­höfn seg­ist margoft hafa notað upp­lýs­ingar sem hann viti að séu ólög­leg­ar. „Ég get ekki notað upp­lýs­ing­arnar og svo á eftir til­kynnt að sá sem lét mér þær í té sé að brjóta lög. Það kemur bara ekki til greina. Þarna tog­ast hags­munir og sam­viska á.“

Vopn gegn hryðju­verka­mönnum

POLCAM skrán­ing­ar­verk­efn­ið, var í gangi allt síð­ast­liðið ár. Ekki er bein­línis hægt að segja að þeir sem eiga og nota eft­ir­lits­mynda­vélar hafi keppst við að skrá, í árs­lok voru skrán­ing­arnar átta þús­und.

Þótt skrán­ing­arnar hafi ekki verið fleiri telur dóms­mála­ráð­herr­ann að verk­efnið  hafi skilað þeim árangri sem að var stefnt. Í mars síð­ast­liðnum til­kynnti ráð­herr­ann að POLCAM yrði nú skrán­ing­ar­kerfi sem næði til alls lands­ins. Fyr­ir­tæki, opin­berar stofn­anir og ein­stak­lingar geti nú skráð eft­ir­lits­mynda­vél­ar, hvar þær séu stað­settar og hver sé til­gang­ur­inn með notkun þeirra. Ekki yrði hins­vegar gert að skyldu að skrá slíkar vélar í POLCAM kerf­ið.

Þyrfti að vera skyldu­skrán­ing

Á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, ríkir sátt um POLCAM kerfið sem slíkt. Margir þing­menn hafa hins­vegar gagn­rýnt að ekki skuli vera skylt að skrá eft­ilits­vél­arn­ar. „Ef hverjum og einum er í sjálfs­vald sett að skrá eft­ir­lits­vél­arnar er kerfið and­vana fætt“ sagði Trine Bram­sen tals­maður sós­í­alde­mókrata í dóms­mál­um. Skammt er síðan dóms­mála­ráð­herr­ann til­kynnti ákvörðun sína og tím­inn verður að leiða í ljós hvort kerfið verði lög­regl­unni það hald­reipi í bar­áttu við hryðju­verka­menn sem ráð­herr­ann von­ast til  eða hvort það er and­vana fætt. Hvort allur þessi ara­grúi mynda­véla um allar trissur verði eins og einn þing­maður orð­aði það „eft­ir­lits­laust eft­ir­lits­kerf­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar