Eftirlitslaust eftirlit eða beitt vopn

Víða í Kaupmannahöfn í Danmörku getur fólk vart farið hænufet án þess að það sé myndað í bak og fyrir.

Öryggismyndavél
Auglýsing

Maður sem gengur enda á milli á Strikinu í Kaupmannahöfn, tæplega hálfs annars kílómetra leið, má búast við að hann verði að minnsta kosti 400 sinnum  „tekinn upp“ á eftirlitsmyndavél. Þar sæist við hvaða búðarglugga hann staðnæmist, við hverja hann talar, hvar hann hendir pappírnum utan af íspinnanum, já og hvar hann keypti ísinn. Þótt hér sé Strikið, sem svo margir þekkja, tekið sem dæmi er það síður en svo einsdæmi. Víða getur fólk vart farið hænufet án þess að það sé myndað í bak og fyrir.

Í febrúar árið 2015 skaut ungur maður, Omar Hussein, tvo menn til bana í Kaupmannahöfn. Annan þeirra við fundahús á Austurbrú síðdegis laugardaginn 14. febrúar og hinn við samkomuhús gyðinga í gamla háskólahverfinu um miðnætti sama kvöld. Eftir fyrra tilræðið hófst mikil leit. Vitni voru að morðinu við fundahúsið á Austurbrú og fjöldi fólks hafði samband við lögreglu eftir að lýst hafði verið eftir upplýsingum og fljótlega var vitað hver hann var. Ekki tókst þó að hafa hendur í hári hans fyrr en hann hafði í annað sinn látið til skarar skríða. Tilræðismaðurinn féll fyrir skotum lögreglu skammt frá heimili sínu nokkrum klukkustundum eftir síðara tilræðið.

Lang mikilvægustu upplýsingar, sem lögregla hafði á að byggja, þegar leit að tilræðismanninum hófst, voru fjölmargar upptökur úr eftirlitsmyndavélum og talsmaður lögreglu sagði síðar að þær upplýsingar hefðu skipt sköpum. En sagði jafnframt að dýrmætur tími hefði tapast því lögreglan vissi ekkert hvar myndavélar væri að finna og enn síður hver ætti þær og hefði aðgang að upptökunum.  

Auglýsing

Engar upplýsingar um fjölda, né upplýsingar um eigendur

Á síðustu tíu til tólf árum hefur eftirlitsmyndavélum, í og við verslanir og önnur  fyrirtæki, á götum og torgum, við fjölbýlishús, á listasöfnum og í bílageymslum svo eitthvað sé nefnt. Úrvalið af slíkum myndavélum er mikið, verðið mismunandi og gæðin líka. Hver sem er getur keypt svona tæki, engin skráning fer fram. Enginn veit fjölda þeirra véla sem eru í notkun í Danmörku en fyrirtæki sem sinna öryggisgæslu telja að þær séu að minnsta kosti hálf önnur milljón, fyrir utan þær vélar sem eru á heimilum landsmanna.  

Lögreglan vill að myndavélar séu skráðar

Í kjölfar ódæðanna í febrúar 2015, hófst mikil umræða í Danmörku um eftirlitsmyndavélar og nauðsyn þess að lögregla geti, þegar þörf krefur haft hraðar hendur við að komast yfir upplýsingar úr þeim. Þar er lykilatriði að lögreglan viti hvar slíkar vélar eru og ekki síður hver eigandinn er og hvernig hægt sé að ná til hans á sem skemmstum tíma. Til þess þarf skráningu.

Lögin frá 2007  

Í Danmörku eru í gildi lög um notkun eftirlitsmyndavéla. Þar er ítarlega tilgreint hvar og hvernig leyfilegt sé að nota slíkar vélar. Verslunum sem nota þær er skylt að auglýsa það innandyra. Sjónarhorn myndavélarinnar skal einskorðast  við verslunina sjálfa, má til dæmis ekki mynda götu eða gangstétt fyrir framan. Mjög mikilvæg ábending um ferðir Omars Hussein 14. febrúar 2015 kom frá verslunareiganda, en á upptöku sást Omar Hussein ganga fram hjá búðinni. Þessi mikilvæga upptaka var ólögleg. Ákvæði um leigubíla var bætt við lögin árið 2010, þar segir að þeir skuli undantekningalaust vera með upptökubúnað. Í lögunum er hinsvegar ekki stakt orð um skráningarskyldu.

Lögreglan fylgist nánast ekkert með notkun eftirlitsmyndavélanna, til þess hefur hún hvorki mannafla né fjármuni.

Dómsmálaráðherra skipaði nefnd

Mynd: Birgir Þór Harðarson.Nokkru eftir voðaverkin í Kaupmannahöfn í febrúar 2015 skipaði danski dómsmálaráðherrann, Søren Pape Poulsen, nefnd sem ætlað var að gera tillögur um skráningu eftirlitsmyndavéla. Ráðherrann nefndi  baráttu gegn hryðjuverkum sérstaklega í þessu sambandi. Í þeirri baráttu gætu myndavélarnar reynst áhrifarík vopn. Nefndin setti í gang sérstakt tilraunaskráningarverkefni, kallað POLCAM. Ætlunin með því var, að sögn nefndarmanna, að safna saman á einn stað upplýsingum um eftirlitsmyndavélar, hvar þær væru staðsettar, hver hefði aðgang að þeim og svo framvegis. Lögregluþjónum var jafnframt tilkynnt að ef þeir yrðu vitni að því að myndavélarnar tækju upp meira en heimilt er (t.d gangstétt fyrir framan verslunina) bæri þeim að tilkynna það, senda tölvupóst á sérstakt netfang.  Skemmst er frá því að segja að enginn lögregluþjónn, ekki einn einasti, hefur hlýtt þessum fyrirskipunum. Rannsóknarlögreglumaður í Kaupmannahöfn segist margoft hafa notað upplýsingar sem hann viti að séu ólöglegar. „Ég get ekki notað upplýsingarnar og svo á eftir tilkynnt að sá sem lét mér þær í té sé að brjóta lög. Það kemur bara ekki til greina. Þarna togast hagsmunir og samviska á.“

Vopn gegn hryðjuverkamönnum

POLCAM skráningarverkefnið, var í gangi allt síðastliðið ár. Ekki er beinlínis hægt að segja að þeir sem eiga og nota eftirlitsmyndavélar hafi keppst við að skrá, í árslok voru skráningarnar átta þúsund.

Þótt skráningarnar hafi ekki verið fleiri telur dómsmálaráðherrann að verkefnið  hafi skilað þeim árangri sem að var stefnt. Í mars síðastliðnum tilkynnti ráðherrann að POLCAM yrði nú skráningarkerfi sem næði til alls landsins. Fyrirtæki, opinberar stofnanir og einstaklingar geti nú skráð eftirlitsmyndavélar, hvar þær séu staðsettar og hver sé tilgangurinn með notkun þeirra. Ekki yrði hinsvegar gert að skyldu að skrá slíkar vélar í POLCAM kerfið.

Þyrfti að vera skylduskráning

Á danska þinginu, Folketinget, ríkir sátt um POLCAM kerfið sem slíkt. Margir þingmenn hafa hinsvegar gagnrýnt að ekki skuli vera skylt að skrá eftilitsvélarnar. „Ef hverjum og einum er í sjálfsvald sett að skrá eftirlitsvélarnar er kerfið andvana fætt“ sagði Trine Bramsen talsmaður sósíaldemókrata í dómsmálum. Skammt er síðan dómsmálaráðherrann tilkynnti ákvörðun sína og tíminn verður að leiða í ljós hvort kerfið verði lögreglunni það haldreipi í baráttu við hryðjuverkamenn sem ráðherrann vonast til  eða hvort það er andvana fætt. Hvort allur þessi aragrúi myndavéla um allar trissur verði eins og einn þingmaður orðaði það „eftirlitslaust eftirlitskerfi“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar