Mynd: EPA Fundur Kim Jong-Un og Moon Jae-in
Mynd: EPA

Allt sem þú vildir vita um Kóreufundinn

Kim Jong-un og Moon Jae-in hittust á hlutlausa svæðinu á landamærum Kóreuríkjanna tveggja í gær. Undirrituðu þeir Panmunjeom-sáttmálann sem felur í sér að eyða kjarnavopnum af Kóreuskaganum. Fundurinn hafði mikið táknrænt gildi.

Kim Jong-un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu og Moon Jae-in, for­seti Suð­ur­-Kóreu, und­ir­rit­uðu sátt­mála um eyð­ingu kjarna­vopna á Kóreu­skag­anum við lok fund­ar­ins sem hald­inn var í gær. Sátt­mál­inn hefur verið nefndur í höf­uðið á borg­inni sem leið­tog­arnir fund­uðu í, Pan­munjeom. Kjarn­inn fjall­aði um sögu Kóreu ríkj­anna tveggja áður en fund­ur­inn hófst.

Samn­ing­ur­inn er hálf­kveðin vísa að mati sér­fræð­inga og að vís­vit­andi hafi verið skilið eftir póli­tískt svig­rúm fyrir Kim. Kim Jong-un mun hitta Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta snemm­sumar og munu þeir einnig ræða afkjarna­vopna­væð­ingu. Í sátt­mál­anum er enn fremur kveðið á um að ríkin muni vinna að því ásamt Banda­ríkj­unum að binda enda á Kóreu­stríð­ið.

Sér­fræð­ingar í alþjóða­stjórn­málum segja það vera erfitt fyrir for­seta Suð­ur­-Kóreu að skuld­binda ríkið til athafna hvað varðar vopn og her­lið án þess að Banda­ríkja­menn komi að því. Allt frá Kóreu­stríð­inu hefur Banda­ríkja­her haft við­veru í Suð­ur­-Kóreu. Í kring um kjarna­vopna­brölt norð­an­manna í fyrra bættu Banda­ríkja­menn við her­lið sitt sunnan megin við landa­mær­in. Trump er búinn að tísta um fund­inn og fagnar hann því að leið­tog­arnir hafi komið sam­an. 

Leik­hús ráð­kænsku

Kim Jong-un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu og Moon Jae-in, for­seti Suð­ur­-Kóreu, und­ir­rit­uðu sátt­mála um eyð­ingu kjarna­vopna á Kóreu­skag­anum við lok fund­ar­ins sem hald­inn var í gær. Sátt­mál­inn hefur verið nefndur í höf­uðið á borg­inni sem leið­tog­arnir fund­uðu í, Pan­munjeom.

Samn­ing­ur­inn er hálf­kveðin vísa að mati sér­fræð­inga og að vís­vit­andi hafi verið skilið eftir póli­tískt svig­rúm fyrir Kim. Kim Jong-un mun hitta Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta snemm­sumar og munu þeir einnig ræða afkjarna­vopna­væð­ingu. Í sátt­mál­anum er einnig kveðið á um að ríkin muni vinna að því ásamt Banda­ríkj­unum að binda enda á Kóreu­stríð­ið.

Sér­fræð­ingar í alþjóða­stjórn­málum segja það vera erfitt fyrir for­seta Suð­ur­-Kóreu að skuld­binda ríkið til athafna hvað varðar vopn og her­lið án þess að Banda­ríkja­menn komi að því. Allt frá Kóreu­stríð­inu hefur Banda­ríkja­her haft við­veru í Suð­ur­-Kóreu. Í kring um kjarna­vopna­brölt norð­an­manna í fyrra bættu Banda­ríkja­menn við her­lið sitt sunnan megin við landa­mær­in. Trump er búinn að tísta um fund­inn og fagnar hann því að leið­tog­arnir hafi komið sam­an. 

Það fór vel á með­ þeim Kim og Moon á fund­in­um. Í upp­hafi fund­ar­ins gékk Kim skæl­bros­andi yfir landa­mær­in og bauð svo kollega sínum í suðri að stíga í stutta stund yfir í norð­ur­hlut­ann.

Tíma­móta­fund­ur ­leið­toga Kóreu­ríkj­anna var hlað­inn tákn­rænum skila­boðum og var gefið upp mik­ið af nákvæmum smá­at­rið­um, allt frá hversu langt bil var á milli leið­tog­anna á fund­inum til þess hvað sendi­nefndir ríkj­anna snæddu í kvöld­verð.

Stærðin á borð­in­u ­sem leið­tog­arnir fund­uðu við er 2018 milli­metrar á breidd og 1953 milli­metrar á lengd. Breiddin er fyrir árið sem er núna 2018 og lengdin vísar til árs­ins sem Kóreu­stríð­inu lauk og vopna­hléssamn­ingar milli ríkj­anna und­ir­rit­að­ir.

Áform um að reisa ­sam­eig­in­lega skrif­stofu Kóreu­ríkj­anna voru rædd á fund­inum og kom­ist að ­sam­komu­lagi að hún verði stað­sett í borg­inni Kaesong í Norð­ur­-Kóreu. Moon sagð­i að hann myndi heim­sækja til Pyongyang í haust og Kim sagði að ef honum yrð­i ­boðið í heim­sókn til Seoul myndi hann þiggja boð­ið. 

Eftirrétturinn alræmdi.
Yfirvöld Suður-Kóreu

Þýð­ing­ar­mik­ill mat­seð­ill

Mat­seð­ill­inn var ansi glæsi­legur og var gef­inn út með tveggja daga fyr­ir­vara. Á honum voru réttir sem inni­hald og upp­runi tengdir voru við upp­runa þeirra á fund­inum og sögu ríkj­anna. Meðal ann­ars var sviss­neskur kart­öflu­réttur til heið­urs skóla­veru Kim Jong-un í Sviss og fiskur veiddur fyrir utan bæinn sem Moon Jae-in ólst upp í. Það sem vakti hvað mesta athygli var eft­ir­rétt­ur­inn, mangómús. Bjartur litur mangómús­ar­innar táknar komu vors­ins og skír­skotar í að sátta sé að vænta á Kóreu­skag­anum eftir langt kalt stríð. Ofan á mangómús­ina var lögð mynd með útlínum Kóreu­skag­ans í bláum lit.

Suð­ur­-Kóreu­menn eru reyndar þekktir fyrir að senda skila­boð í gegnum mat. Í heim­sókn Don­ald Trump voru send köld skila­boð til Jap­ans. Á mat­seðl­inum var rækju­réttur sem ber heitið Dokdo í Suð­ur­-Kóreu og er upp­runn­inn í Suð­ur­-Kóreu. Jap­anar neita að kalla rétt­inn því nafni og kall­ast hann Takes­hima. Við­stödd kvöld­verð­inn var kona sem neydd var í kyn­lífs­ánuð jap­anska hers­ins í síð­ari heim­styrj­öld­inn­i. 

Yfir­völd í Japan sendu út opin­ber mót­mæli vegna eft­ir­rétt­ar­ins sem var fram­reiddur á fund­inum í gær. Mat­ur­inn sem leið­tog­arnir snæddu fékk því mikla athygli.

Fréttum af fund­inum var sjón­varpað um alla Suð­ur­-Kóreu og í Norð­ur­-Kóreu var sjón­varpað frétt af því að leið­tog­inn væri að halda á fund­inn. Fyrir utan ráð­húsið í hjarta Seoul var Kóreu­skag­inn mót­aður úr blóm­um. Hér fyrir neðan má sjá mynd­band af hon­um.



Það væri lík­leg­ast fljót­legra að telja upp það sem hafði ekki tákn­ræna merk­ingu á fund­in­um. Blái lit­ur­inn var alls ráð­andi en hann er litur fána sam­einaðrar Kóreu. Gólfið í salnum sem leið­tog­arnir hitt­ust var blátt og var bindi Moon blátt. Kim var jakka­fötum í anda Maós til að senda skila­boð til þjóðar sinn­ar, að þó hann sé í landi óvin­ar­ins sé hann enn þá trúr þjóð sinni.

Eftir hádeg­is­verð­inn, sem sendi­nefndir ríkj­anna snæddu ekki sam­an, mok­uðu leið­tog­arnir mold í beðið við tré á landa­mær­unum í hlut­lausa­belt­inu. Tréð var gróð­ur­sett árið 1953, þegar vopna­hlé var und­ir­ritað og Kóreu­stríð­inu lauk. Moldin sem Kim mok­aði er frá Norð­ur­-Kóreu og moldin sem Moon mok­aði er frá Suð­ur­-Kóreu. 

Er verið að plata Trump?
EPA

Tál­sýn Kim

Trump tístir um tíma­mót og góðar fréttir en samt sem áður er aðstoð­ar­fólk hans á varð­bergi. Þrátt fyrir að Kim segi að Norð­ur­-Kórea muni hætta til­raunum með kjarna­vopn vantar í sátt­mál­ann skuld­bind­ingu fyrir Norð­ur­-Kóreu að standa við orð sín. Aðstoð­ar­fólk Trump Í Hvíta hús­inu grunar Kim um að vera að villa um fyrir Trump og að ekk­ert verði gefið í samn­inga­við­ræðum milli Banda­ríkj­anna og Norð­ur­-Kóreu. 

Þau telja Kim vera að skapa þá tál­mynd að hann sé sann­gjarn og til­bú­inn til að gera mála­miðl­an­ir. Ef sér­fræð­ingum í Hvíta hús­inu lýst ekki á þá samn­inga sem Kim leggur á borðið á fund­inum í sumar getur það orðið erfitt fyrir Trump að neita honum eða gera breyt­ing­ar, stjórn­mála­lega séð. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSonja Sif Þórólfsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar