Mynd: EPA Fundur Kim Jong-Un og Moon Jae-in

Allt sem þú vildir vita um Kóreufundinn

Kim Jong-un og Moon Jae-in hittust á hlutlausa svæðinu á landamærum Kóreuríkjanna tveggja í gær. Undirrituðu þeir Panmunjeom-sáttmálann sem felur í sér að eyða kjarnavopnum af Kóreuskaganum. Fundurinn hafði mikið táknrænt gildi.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, undirrituðu sáttmála um eyðingu kjarnavopna á Kóreuskaganum við lok fundarins sem haldinn var í gær. Sáttmálinn hefur verið nefndur í höfuðið á borginni sem leiðtogarnir funduðu í, Panmunjeom. Kjarninn fjallaði um sögu Kóreu ríkjanna tveggja áður en fundurinn hófst.

Samningurinn er hálfkveðin vísa að mati sérfræðinga og að vísvitandi hafi verið skilið eftir pólitískt svigrúm fyrir Kim. Kim Jong-un mun hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta snemmsumar og munu þeir einnig ræða afkjarnavopnavæðingu. Í sáttmálanum er enn fremur kveðið á um að ríkin muni vinna að því ásamt Bandaríkjunum að binda enda á Kóreustríðið.

Sérfræðingar í alþjóðastjórnmálum segja það vera erfitt fyrir forseta Suður-Kóreu að skuldbinda ríkið til athafna hvað varðar vopn og herlið án þess að Bandaríkjamenn komi að því. Allt frá Kóreustríðinu hefur Bandaríkjaher haft viðveru í Suður-Kóreu. Í kring um kjarnavopnabrölt norðanmanna í fyrra bættu Bandaríkjamenn við herlið sitt sunnan megin við landamærin. Trump er búinn að tísta um fundinn og fagnar hann því að leiðtogarnir hafi komið saman. 

Leikhús ráðkænsku

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, undirrituðu sáttmála um eyðingu kjarnavopna á Kóreuskaganum við lok fundarins sem haldinn var í gær. Sáttmálinn hefur verið nefndur í höfuðið á borginni sem leiðtogarnir funduðu í, Panmunjeom.

Samningurinn er hálfkveðin vísa að mati sérfræðinga og að vísvitandi hafi verið skilið eftir pólitískt svigrúm fyrir Kim. Kim Jong-un mun hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta snemmsumar og munu þeir einnig ræða afkjarnavopnavæðingu. Í sáttmálanum er einnig kveðið á um að ríkin muni vinna að því ásamt Bandaríkjunum að binda enda á Kóreustríðið.

Sérfræðingar í alþjóðastjórnmálum segja það vera erfitt fyrir forseta Suður-Kóreu að skuldbinda ríkið til athafna hvað varðar vopn og herlið án þess að Bandaríkjamenn komi að því. Allt frá Kóreustríðinu hefur Bandaríkjaher haft viðveru í Suður-Kóreu. Í kring um kjarnavopnabrölt norðanmanna í fyrra bættu Bandaríkjamenn við herlið sitt sunnan megin við landamærin. Trump er búinn að tísta um fundinn og fagnar hann því að leiðtogarnir hafi komið saman. 

Það fór vel á með þeim Kim og Moon á fundinum. Í upphafi fundarins gékk Kim skælbrosandi yfir landamærin og bauð svo kollega sínum í suðri að stíga í stutta stund yfir í norðurhlutann.

Tímamótafundur leiðtoga Kóreuríkjanna var hlaðinn táknrænum skilaboðum og var gefið upp mikið af nákvæmum smáatriðum, allt frá hversu langt bil var á milli leiðtoganna á fundinum til þess hvað sendinefndir ríkjanna snæddu í kvöldverð.

Stærðin á borðinu sem leiðtogarnir funduðu við er 2018 millimetrar á breidd og 1953 millimetrar á lengd. Breiddin er fyrir árið sem er núna 2018 og lengdin vísar til ársins sem Kóreustríðinu lauk og vopnahléssamningar milli ríkjanna undirritaðir.

Áform um að reisa sameiginlega skrifstofu Kóreuríkjanna voru rædd á fundinum og komist að samkomulagi að hún verði staðsett í borginni Kaesong í Norður-Kóreu. Moon sagði að hann myndi heimsækja til Pyongyang í haust og Kim sagði að ef honum yrði boðið í heimsókn til Seoul myndi hann þiggja boðið. 

Eftirrétturinn alræmdi.
Yfirvöld Suður-Kóreu

Þýðingarmikill matseðill

Matseðillinn var ansi glæsilegur og var gefinn út með tveggja daga fyrirvara. Á honum voru réttir sem innihald og uppruni tengdir voru við uppruna þeirra á fundinum og sögu ríkjanna. Meðal annars var svissneskur kartöfluréttur til heiðurs skólaveru Kim Jong-un í Sviss og fiskur veiddur fyrir utan bæinn sem Moon Jae-in ólst upp í. Það sem vakti hvað mesta athygli var eftirrétturinn, mangómús. Bjartur litur mangómúsarinnar táknar komu vorsins og skírskotar í að sátta sé að vænta á Kóreuskaganum eftir langt kalt stríð. Ofan á mangómúsina var lögð mynd með útlínum Kóreuskagans í bláum lit.

Suður-Kóreumenn eru reyndar þekktir fyrir að senda skilaboð í gegnum mat. Í heimsókn Donald Trump voru send köld skilaboð til Japans. Á matseðlinum var rækjuréttur sem ber heitið Dokdo í Suður-Kóreu og er upprunninn í Suður-Kóreu. Japanar neita að kalla réttinn því nafni og kallast hann Takeshima. Viðstödd kvöldverðinn var kona sem neydd var í kynlífsánuð japanska hersins í síðari heimstyrjöldinni. 

Yfirvöld í Japan sendu út opinber mótmæli vegna eftirréttarins sem var framreiddur á fundinum í gær. Maturinn sem leiðtogarnir snæddu fékk því mikla athygli.

Fréttum af fundinum var sjónvarpað um alla Suður-Kóreu og í Norður-Kóreu var sjónvarpað frétt af því að leiðtoginn væri að halda á fundinn. Fyrir utan ráðhúsið í hjarta Seoul var Kóreuskaginn mótaður úr blómum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af honum.


Það væri líklegast fljótlegra að telja upp það sem hafði ekki táknræna merkingu á fundinum. Blái liturinn var alls ráðandi en hann er litur fána sameinaðrar Kóreu. Gólfið í salnum sem leiðtogarnir hittust var blátt og var bindi Moon blátt. Kim var jakkafötum í anda Maós til að senda skilaboð til þjóðar sinnar, að þó hann sé í landi óvinarins sé hann enn þá trúr þjóð sinni.

Eftir hádegisverðinn, sem sendinefndir ríkjanna snæddu ekki saman, mokuðu leiðtogarnir mold í beðið við tré á landamærunum í hlutlausabeltinu. Tréð var gróðursett árið 1953, þegar vopnahlé var undirritað og Kóreustríðinu lauk. Moldin sem Kim mokaði er frá Norður-Kóreu og moldin sem Moon mokaði er frá Suður-Kóreu. 

Er verið að plata Trump?
EPA

Tálsýn Kim

Trump tístir um tímamót og góðar fréttir en samt sem áður er aðstoðarfólk hans á varðbergi. Þrátt fyrir að Kim segi að Norður-Kórea muni hætta tilraunum með kjarnavopn vantar í sáttmálann skuldbindingu fyrir Norður-Kóreu að standa við orð sín. Aðstoðarfólk Trump Í Hvíta húsinu grunar Kim um að vera að villa um fyrir Trump og að ekkert verði gefið í samningaviðræðum milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. 

Þau telja Kim vera að skapa þá tálmynd að hann sé sanngjarn og tilbúinn til að gera málamiðlanir. Ef sérfræðingum í Hvíta húsinu lýst ekki á þá samninga sem Kim leggur á borðið á fundinum í sumar getur það orðið erfitt fyrir Trump að neita honum eða gera breytingar, stjórnmálalega séð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSonja Sif Þórólfsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar