Um hvað er kosið í Reykjavík?

Sautján listar hafa boðað framboð í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ótrúlegur fjöldi fólks gefur kost á sér. Kosningarnar virðast ætla að snúast mest megnis um samgöngu- og húsnæðismál, auk skólamálanna og síðan einstökum áherslum flokkanna sjálfra.

7DM_9723_raw_1789.JPG
Auglýsing

Sautján listar hafa boðað fram­boð í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í Reykja­vík sem fram fara þann 26. maí næst­kom­andi.

Átta fram­boð, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna, Við­reisn­ar, Alþýðu­fylk­ing­ar­inn­ar, Höf­uð­borg­ar­list­ans, Sósa­lista­flokk­ur­inn og Frels­is­flokks­ins, hafa kynnt full­mann­aða lista. Sjö til við­bótar hafa kynnt fólk á efstu sætum lista sinna, en það eru Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Pírat­ar, Mið­flokk­ur­inn, Íslenska þjóð­fylk­ing­in, Flokkur fólks­ins, Borgin okkar - Reykja­vík og Kalla­list­inn. Bæði Kvenna­fram­boðið hefur boðað komu sína sem og Karla­fram­boð.

Fari svo að allir þessir flokkar eða hópar bjóði fram verður áður óséður fjöldi í fram­boði. Borg­ar­full­trúum verður fjölgað úr 15 eftir kom­andi kosn­ingar í 23 og verða þá rúm­lega 5.000 kjós­endur á bak við hvern borg­ar­full­trúa í stað rúm­lega 8.000. Alls eru að lág­marki 23 og að hámarki 46 á lista hvers fram­boðs í Reykja­vík. Sautján fram­boð gera þannig minnst 391 fram­bjóð­endur og mest 782 fram­bjóð­end­ur. Til sam­an­burðar má nefna að í 36 af 74 sveit­ar­fé­lögum á land­inu eru íbúar færri en 782. Í 19 sveit­ar­fé­lögum búa færri en 391.

Auglýsing

Ekki er hörgull á val­kostum fyrir borg­ar­búa í kom­andi kosn­ing­um. En um hvað snýst þessi kosn­inga­bar­átta? Hvað eru fram­bjóð­endur að bjóða upp á til að veiða til sín atkvæði og af hverju?

Sam­göngu­mál

Umferð­ar­málin vega þungt í umræðu um skipu­lags­mál fyrir þessar kosn­ingar og þá fyrst og síð­ast afstaða flokk­anna til borg­ar­lín­unnar svoköll­uðu. Um er að ræða nýtt og afkasta­mikið kerfi almenn­ings­sam­gangna sem sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­ir­búa í sam­ein­ingu. Borg­ar­línan mun ganga eftir sam­göngu- og þró­unar­ásum sem verið er að festa í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Flokk­arnir eru með mjög mis­mun­andi afstöðu til borg­ar­línu. Þeir flokkar sem mynda núver­andi meiri­hluta, auk Við­reisn­ar, eru allir fylgj­andi áfram­hald­andi þróun og lagn­ingu borg­ar­línu, á kostnað áfram­hald­andi upp­bygg­ingar vega­kerf­is­ins í þágu einka­bíls­ins. Aðrir flokkar eru annað hvort á móti borg­ar­lín­unni og fylgj­andi upp­bygg­ingu breið­ari vega og mis­lægra gatna­móta eða hafa ekki kynnt stefnu sína í sam­göngu­mál­um. Þó er það þannig að flestir flokkar hafa efl­ingu almenn­is­sam­gangna á stefnu­skrám sín­um, sem þeir aðgreina frá borg­ar­línu.

Hús­næð­is­mál

Hús­næð­is­skortur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur umtals­verð áhrif á umræðu í aðdrag­anda borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna.

Þétt­ing byggðar eða áfram­hald­andi upp­bygg­ing í úthverfum borg­ar­innar skipt­ist nokkurn veg­inn á svip­aðan hátt á milli flokka. Meiri­hlut­inn auk Við­reisnar vilja leggja alla áherslu á áfram­hald­andi þétt­ingu byggð­ar, auk þess að færa flug­völl­inn til að koma þar fyrir íbúa­byggð. Aðrir flokkar sem hyggja á fram­boð og hafa áþreif­an­lega stefnu í skipu­lags­málum vilja hægja á þétt­ing­unni og bjóða upp á nýjar lóðir og íbúðir í úthverfum líkt og í Keld­um, Úlf­arsár­dal, Norð­linga­holti, Kjal­ar­nesi og í Örfiris­ey.

Flokk­arnir kepp­ast við að lofa hraðri upp­bygg­ingu á kom­andi kjör­tíma­bili. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur lofað 2.000 nýjum íbúðum að jafn­aði á ári, Höf­uð­borg­ar­list­inn býður betur og ætlar að byggja 10.000 íbúðir á kjör­tíma­bil­inu. Aðrir flokkar lofa einnig auknu fram­boðið á hag­kvæmu hús­næði fyrir ungt og efna­m­inna fólk.

Skóla- og dag­gæslu­mál

Biðlistar í grunn- og leik­skól­um, frí­stunda­heim­il­um, auk dag­gæslu­úr­ræða til að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla hafa vin­sælt umkvört­un­ar­efni for­eldra í borg­inni á kjör­tíma­bil­inu. Síð­asta haust vant­aði um 80 stöðu­gildi í grunn­skóla borg­ar­inn­ar.

Þeir flokkar sem hafa kynnt stefnu sína sér­stak­lega í skóla­málum vilja allir brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla, annað hvort með upp­bygg­ingu dag­for­eldra­kerf­is­ins eða bjóða leik­skóla­pláss fyrir börn frá 12 mán­aða aldri.

Flokk­arnir ætla að styrkja stöðu kenn­ara og bæta kjör þeirra og starfs­að­stæð­ur, bæði á leik- og grunn­skóla­stigi.

Lít­ill munur virð­ist vera á stefnu flokk­anna þegar kemur að þessum mál­um, lík­legt má telja að trú­verð­ug­leiki ein­stakra flokka eða fram­bjóð­enda muni ráða atkvæðum fólks í þessum mála­flokki frekar en stefnu­málin sjálf.

Önnur mál

Tölu­vert er um svo­kall­aða eins máls flokka í þessum kosn­ing­un­um. Þó að flestir hinna nýju flokka hafi ágæt­lega breiðar stefnu­skrár er ljóst að margir þeirra verða til vegna eins ákveð­ins máls sem þeir munu leggja alla áherslu á kom­ist þeir til valda.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er með skýrar sós­íal­ískar áhersl­ur, rétt­indi hinna vinn­andi stétta í borg­inni verða þar fremst í flokki. Fleiri úrræði fyrir efna­m­inna fólk, launa­hækk­anir hjá starfs­mönnum borg­ar­inn­ar, upp­bygg­ing félags­legs hús­næðis og frek­ari völd til fólks­ins. Alþýðu­fylk­ingin rær einnig á svipuð mið og vill félags­legan rekstur á öllum innviðum borg­ar­inn­ar. Flokkur fólks­ins sem náði manni inn á Alþingi í fyrra er með afar svip­aðar áherslur og hefur einnig ein­blínt tölu­vert á rétt­indi barna í borg­inni og eldra fólks. Mun­ur­inn á Flokki fólks­ins og hinum tveimur virð­ist þó helst vera skortur á skýrri hug­mynda­fræði­legri stefnu, eins og sést bæði hjá Sós­í­alista­flokknum og Alþýðu­fylk­ing­unni.

Íslenska þjóð­fylk­ingin og Frels­is­flokk­ur­inn leggja báðir áherslu á þjóð­ern­is­hyggju, og berj­ast gegn alþjóða­væð­ingu og fjöl­menn­ing­ar­stefnu.

Kvenna­fram­boðið leggur eðli máls­ins sam­kvæmt allar sínar áherslur á femínísk gildi, án þess að hafa stefnu í mál­efnum aðskildra hópa. Gera má ráð fyrir að Karla­fram­boð muni hafa þver­öf­ugar áhersl­ur, en flokk­ur­inn var stofn­aður út frá ósætti við mál­efni frá­skyldra feðra.

Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans eiga átta flokkar mesta mögu­leika á að ná manni inn í borg­ar­stjórn eins og staðan er núna. Það eru Sam­fylk­ing­in, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Vinstri græn, Pírat­ar, Við­reisn, Mið­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, það er að segja sömu flokkar og eiga full­trúa á Alþingi. Sú staða gæti auð­vitað breyst enda enn um mán­uður í kosn­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar