Trump rekst á kínverskan múr

Tollastríði Bandaríkjanna og Kína hefur verið frestað í bili. Mikill vöxtur í Kína vinnur með Bandaríkjunum.

Trump og Xi
Auglýsing

Banda­ríkin og Kína hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að leggja til hliðar - í það minnsta í bili - ágrein­ing vegna við­skipta­sam­bands ríkj­anna. 

Eitt af stóru lof­orðum Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta í for­seta­fram­boði hans var að end­ur­semja um við­skipta­sam­bandið við Kína, og beita til þess tollum til að örva hag­kerfið heima fyr­ir. „Tölum um Kína!“ (Let's talk about China) var algengur frasi hjá honum á fram­boðs­fund­um.

Eftir mán­að­ar­langar samn­inga­við­ræð­ur, þar sem hátt­settir emb­ætt­is­menn frá lönd­unum tveimur leiddur við­ræð­urn­ar, er það nið­ur­staðan að þessi mál verði ekki tekin til end­ur­skoð­unar í bili, og að engir nýir tollar verði settir á vörur frá Banda­ríkj­unum til Kína eða frá Kína til Banda­ríkj­anna.

Auglýsing

Steve Mnuchin, fjár­mála­ráð­herra, greindi frá þess­ari nið­ur­stöðu í til­kynn­ingu, en í stuttu máli þýðir hún að Kín­verjar fengu sínu fram, þar sem þeir vildu helst engar breyt­ing­ar, ólíkt Trump og hans stjórn. 

Í umfjöllun Vanity Fair segir að til­kynn­ing banda­rískra yfir­valda sé í raun full­kom­inn ósig­ur, og að orðin í henni þýði í sjálfu sér lítið annað en óbreytt ástand. En fyrir hinn alþjóða­vædda við­skipta­heim, þar sem banda­rísk fyr­ir­tæki, lítil og stór, eru stað­sett, þá séu það góð tíð­indi.

Vöxt­ur­inn í Kína, sem hefur verið stan­laust á bil­inu 6 til 10 pró­sent á ári í meira en tutt­ugu ár, þýðir það að Kína mun auka verslun sína við banda­rískt hag­kerfi, alveg sama um hvað er samið. Brad Setser, sér­fræð­ingur í kín­verskum við­skipt­um, sem Vanity Fair ræðir við, segir að banda­rísk stjórn­völd séu að túlka þessa stað­reynd sér í vil, í þess­ari samn­inga­lotu, en í reynd sé þetta ein­fald­lega stað­reynd sem alltaf hefði orðið að veru­leika. 

Mik­ill halli

Mál­flutn­ingur Trumps hefur verið á þá leið, að Kína sé að soga störf frá Banda­ríkj­unum en það hallar á Banda­ríkin um 375 millj­arða Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 40 þús­und millj­arða króna, í við­skiptum milli land­anna.

Fyrstu hót­anir Trumps væru þær, að leggja sér­tæka tolla á ál og stál. Um 25 pró­sent á ál og 10 pró­sent á stál, sem inn­flutt væri til Banda­ríkj­anna. Þá voru einnig fyr­ir­hug­aðir háir tollar á margar aðrar vörur sem voru fluttar til Banda­ríkj­anna frá Kína, meðal ann­ars heim­il­is­tæki. 

Kín­verjar voru til­búnir að svara þessu, meðal ann­ars með háum tollum á mat og fatnað sem kemur til Kína frá Banda­ríkj­un­um. Sér­stak­lega var það mat­væla­fram­leiðsla sem hefði fengið á sig mikið högg, og heyrð­ust strax rama­kvein úr ranni bænda og fyr­ir­tækja í mat­væla­fram­leiðslu vegna þess­ara áforma.

Trump segir núna - þvert á það sem hann hefur haldið fram til þessa - og nú geti bændur fram­leitt mat­væli og selt til Kína, eins og mikið og þeir mögu­lega hafi tíma til.Ráð­gjaf­inn hætti

Einn þeirra sem var algjör­lega mót­fall­inn stefnu Trumps í mál­inu var Gary Cohn, ráð­gjafi hans í efna­hags­mál­um. Hann hætti vegna ágrein­ings um tolla­stríðið og sagði ein­fald­lega alveg mót­fall­inn þeirri stefnu sem Trump vildi tala fyr­ir.

Scott Paul, sem leiðir hags­muna­sam­tökin Alli­ance for Amer­ican Manu­fact­uring, segir að nið­ur­staðan sé mikil von­brigði fyrir Banda­rík­in. Í raun sé þetta algjör ósig­ur, á meðan Kín­verjar séu sáttir með stöð­una. Paul hefur til þessa verið mik­ill stuðn­ings­maður Trumps og talað fyrir stefnu hans um að tolla­stríð sé rétta leiðin til að end­ur­vekja verk­smiðju­bú­skap­inn í Banda­ríkj­un­um. Hann hefur gengið gegnum erf­iða tíma, á und­an­förnum árum, einkum mörg af eldri fyr­ir­tækjum Banda­ríkj­anna í mið- og suð­ur­ríkj­un­um.

Kína er orðið að risaefnahagsveldi, sem Bandaríkin selja vörur til í vaxandi mæli. Þessi náttúrulegi vöxtur er það sem helst mun styrkja viðskiptasamband landanna, segja sérfræðingar sem fagna því að tollastríðið hafi ekki orðið að veruleika.

Ekki öll nótt úti enn

En þrátt fyrir að ekk­ert tolla­stríð sé skollið á, þá er ekki þar með sagt að það geti ekki skollið á. Í til­kynn­ing­unni er sér­stak­lega tekið fram að það sé aðeins verið að slá aðgerðum á frest, og að ekk­ert verið gert að sinni. Nán­ari við­ræður muni halda áfram með það að mark­miði að styrkja við­skipta­sam­band milli ríkj­anna - eins og það er orð­að. Sjálfur hefur Trump kennt Obama, og slæmri samn­inga­tækni hans, um hvernig fór. Það er ekki í fyrsta skipti sem hann grípur til þess að kenna for­vera sínum um það, þegar eitt­hvað ger­ist sem ekki er honum að skapi.

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar