Trump rekst á kínverskan múr

Tollastríði Bandaríkjanna og Kína hefur verið frestað í bili. Mikill vöxtur í Kína vinnur með Bandaríkjunum.

Trump og Xi
Auglýsing

Banda­ríkin og Kína hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að leggja til hliðar - í það minnsta í bili - ágrein­ing vegna við­skipta­sam­bands ríkj­anna. 

Eitt af stóru lof­orðum Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta í for­seta­fram­boði hans var að end­ur­semja um við­skipta­sam­bandið við Kína, og beita til þess tollum til að örva hag­kerfið heima fyr­ir. „Tölum um Kína!“ (Let's talk about China) var algengur frasi hjá honum á fram­boðs­fund­um.

Eftir mán­að­ar­langar samn­inga­við­ræð­ur, þar sem hátt­settir emb­ætt­is­menn frá lönd­unum tveimur leiddur við­ræð­urn­ar, er það nið­ur­staðan að þessi mál verði ekki tekin til end­ur­skoð­unar í bili, og að engir nýir tollar verði settir á vörur frá Banda­ríkj­unum til Kína eða frá Kína til Banda­ríkj­anna.

Auglýsing

Steve Mnuchin, fjár­mála­ráð­herra, greindi frá þess­ari nið­ur­stöðu í til­kynn­ingu, en í stuttu máli þýðir hún að Kín­verjar fengu sínu fram, þar sem þeir vildu helst engar breyt­ing­ar, ólíkt Trump og hans stjórn. 

Í umfjöllun Vanity Fair segir að til­kynn­ing banda­rískra yfir­valda sé í raun full­kom­inn ósig­ur, og að orðin í henni þýði í sjálfu sér lítið annað en óbreytt ástand. En fyrir hinn alþjóða­vædda við­skipta­heim, þar sem banda­rísk fyr­ir­tæki, lítil og stór, eru stað­sett, þá séu það góð tíð­indi.

Vöxt­ur­inn í Kína, sem hefur verið stan­laust á bil­inu 6 til 10 pró­sent á ári í meira en tutt­ugu ár, þýðir það að Kína mun auka verslun sína við banda­rískt hag­kerfi, alveg sama um hvað er samið. Brad Setser, sér­fræð­ingur í kín­verskum við­skipt­um, sem Vanity Fair ræðir við, segir að banda­rísk stjórn­völd séu að túlka þessa stað­reynd sér í vil, í þess­ari samn­inga­lotu, en í reynd sé þetta ein­fald­lega stað­reynd sem alltaf hefði orðið að veru­leika. 

Mik­ill halli

Mál­flutn­ingur Trumps hefur verið á þá leið, að Kína sé að soga störf frá Banda­ríkj­unum en það hallar á Banda­ríkin um 375 millj­arða Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 40 þús­und millj­arða króna, í við­skiptum milli land­anna.

Fyrstu hót­anir Trumps væru þær, að leggja sér­tæka tolla á ál og stál. Um 25 pró­sent á ál og 10 pró­sent á stál, sem inn­flutt væri til Banda­ríkj­anna. Þá voru einnig fyr­ir­hug­aðir háir tollar á margar aðrar vörur sem voru fluttar til Banda­ríkj­anna frá Kína, meðal ann­ars heim­il­is­tæki. 

Kín­verjar voru til­búnir að svara þessu, meðal ann­ars með háum tollum á mat og fatnað sem kemur til Kína frá Banda­ríkj­un­um. Sér­stak­lega var það mat­væla­fram­leiðsla sem hefði fengið á sig mikið högg, og heyrð­ust strax rama­kvein úr ranni bænda og fyr­ir­tækja í mat­væla­fram­leiðslu vegna þess­ara áforma.

Trump segir núna - þvert á það sem hann hefur haldið fram til þessa - og nú geti bændur fram­leitt mat­væli og selt til Kína, eins og mikið og þeir mögu­lega hafi tíma til.Ráð­gjaf­inn hætti

Einn þeirra sem var algjör­lega mót­fall­inn stefnu Trumps í mál­inu var Gary Cohn, ráð­gjafi hans í efna­hags­mál­um. Hann hætti vegna ágrein­ings um tolla­stríðið og sagði ein­fald­lega alveg mót­fall­inn þeirri stefnu sem Trump vildi tala fyr­ir.

Scott Paul, sem leiðir hags­muna­sam­tökin Alli­ance for Amer­ican Manu­fact­uring, segir að nið­ur­staðan sé mikil von­brigði fyrir Banda­rík­in. Í raun sé þetta algjör ósig­ur, á meðan Kín­verjar séu sáttir með stöð­una. Paul hefur til þessa verið mik­ill stuðn­ings­maður Trumps og talað fyrir stefnu hans um að tolla­stríð sé rétta leiðin til að end­ur­vekja verk­smiðju­bú­skap­inn í Banda­ríkj­un­um. Hann hefur gengið gegnum erf­iða tíma, á und­an­förnum árum, einkum mörg af eldri fyr­ir­tækjum Banda­ríkj­anna í mið- og suð­ur­ríkj­un­um.

Kína er orðið að risaefnahagsveldi, sem Bandaríkin selja vörur til í vaxandi mæli. Þessi náttúrulegi vöxtur er það sem helst mun styrkja viðskiptasamband landanna, segja sérfræðingar sem fagna því að tollastríðið hafi ekki orðið að veruleika.

Ekki öll nótt úti enn

En þrátt fyrir að ekk­ert tolla­stríð sé skollið á, þá er ekki þar með sagt að það geti ekki skollið á. Í til­kynn­ing­unni er sér­stak­lega tekið fram að það sé aðeins verið að slá aðgerðum á frest, og að ekk­ert verið gert að sinni. Nán­ari við­ræður muni halda áfram með það að mark­miði að styrkja við­skipta­sam­band milli ríkj­anna - eins og það er orð­að. Sjálfur hefur Trump kennt Obama, og slæmri samn­inga­tækni hans, um hvernig fór. Það er ekki í fyrsta skipti sem hann grípur til þess að kenna for­vera sínum um það, þegar eitt­hvað ger­ist sem ekki er honum að skapi.

Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
Kjarninn 23. júní 2018
HB Grandi
Ekkert verðmat á HB Granda í kjölfar tilboðs
Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson keypti stóran hlut í félaginu, samkvæmt fréttum Morgunblaðsins.
Kjarninn 23. júní 2018
Ahmed Musa, leikmaður nígeríska karlalandsliðsins í fótbolta
Nígeríumenn í skýjunum og Argentínubúar vongóðir
Nígerískir miðlar eru hæstánægðir með landsliðsmanninn sinn Ahmed Musa og vonarglæta hefur kviknað hjá Argentínumönnum um að komast upp úr riðlinum í eftir tap strákanna okkar fyrr í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Hæðir og lægðir á Twitter - Stemmningin snerist úr ofsagleði í angist
Twitter lætur sitt aldrei eftir liggja þegar þjóðin horfir saman á sjónvarpið, hvort sem um er að ræða íþróttaviðburði, söngvakeppnir eða íslenskar bíómyndir eða þáttaseríur. Mínúturnar 90 voru erfiðar þjóðarsálinni í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Ísland tapaði fyrir Nígeríu - Verðum að vinna Króatíu
Svekkjandi tap í Volgograd hjá strákunum okkar gegn Nígeríu 2-0. Íslenska liðið, sem náði sér aldrei á strik í leiknum, verður því að vinna Króatíu á þriðjudag. Annars er þetta búið spil.
Kjarninn 22. júní 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar