Trump rekst á kínverskan múr

Tollastríði Bandaríkjanna og Kína hefur verið frestað í bili. Mikill vöxtur í Kína vinnur með Bandaríkjunum.

Trump og Xi
Auglýsing

Banda­ríkin og Kína hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að leggja til hliðar - í það minnsta í bili - ágrein­ing vegna við­skipta­sam­bands ríkj­anna. 

Eitt af stóru lof­orðum Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta í for­seta­fram­boði hans var að end­ur­semja um við­skipta­sam­bandið við Kína, og beita til þess tollum til að örva hag­kerfið heima fyr­ir. „Tölum um Kína!“ (Let's talk about China) var algengur frasi hjá honum á fram­boðs­fund­um.

Eftir mán­að­ar­langar samn­inga­við­ræð­ur, þar sem hátt­settir emb­ætt­is­menn frá lönd­unum tveimur leiddur við­ræð­urn­ar, er það nið­ur­staðan að þessi mál verði ekki tekin til end­ur­skoð­unar í bili, og að engir nýir tollar verði settir á vörur frá Banda­ríkj­unum til Kína eða frá Kína til Banda­ríkj­anna.

Auglýsing

Steve Mnuchin, fjár­mála­ráð­herra, greindi frá þess­ari nið­ur­stöðu í til­kynn­ingu, en í stuttu máli þýðir hún að Kín­verjar fengu sínu fram, þar sem þeir vildu helst engar breyt­ing­ar, ólíkt Trump og hans stjórn. 

Í umfjöllun Vanity Fair segir að til­kynn­ing banda­rískra yfir­valda sé í raun full­kom­inn ósig­ur, og að orðin í henni þýði í sjálfu sér lítið annað en óbreytt ástand. En fyrir hinn alþjóða­vædda við­skipta­heim, þar sem banda­rísk fyr­ir­tæki, lítil og stór, eru stað­sett, þá séu það góð tíð­indi.

Vöxt­ur­inn í Kína, sem hefur verið stan­laust á bil­inu 6 til 10 pró­sent á ári í meira en tutt­ugu ár, þýðir það að Kína mun auka verslun sína við banda­rískt hag­kerfi, alveg sama um hvað er samið. Brad Setser, sér­fræð­ingur í kín­verskum við­skipt­um, sem Vanity Fair ræðir við, segir að banda­rísk stjórn­völd séu að túlka þessa stað­reynd sér í vil, í þess­ari samn­inga­lotu, en í reynd sé þetta ein­fald­lega stað­reynd sem alltaf hefði orðið að veru­leika. 

Mik­ill halli

Mál­flutn­ingur Trumps hefur verið á þá leið, að Kína sé að soga störf frá Banda­ríkj­unum en það hallar á Banda­ríkin um 375 millj­arða Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 40 þús­und millj­arða króna, í við­skiptum milli land­anna.

Fyrstu hót­anir Trumps væru þær, að leggja sér­tæka tolla á ál og stál. Um 25 pró­sent á ál og 10 pró­sent á stál, sem inn­flutt væri til Banda­ríkj­anna. Þá voru einnig fyr­ir­hug­aðir háir tollar á margar aðrar vörur sem voru fluttar til Banda­ríkj­anna frá Kína, meðal ann­ars heim­il­is­tæki. 

Kín­verjar voru til­búnir að svara þessu, meðal ann­ars með háum tollum á mat og fatnað sem kemur til Kína frá Banda­ríkj­un­um. Sér­stak­lega var það mat­væla­fram­leiðsla sem hefði fengið á sig mikið högg, og heyrð­ust strax rama­kvein úr ranni bænda og fyr­ir­tækja í mat­væla­fram­leiðslu vegna þess­ara áforma.

Trump segir núna - þvert á það sem hann hefur haldið fram til þessa - og nú geti bændur fram­leitt mat­væli og selt til Kína, eins og mikið og þeir mögu­lega hafi tíma til.Ráð­gjaf­inn hætti

Einn þeirra sem var algjör­lega mót­fall­inn stefnu Trumps í mál­inu var Gary Cohn, ráð­gjafi hans í efna­hags­mál­um. Hann hætti vegna ágrein­ings um tolla­stríðið og sagði ein­fald­lega alveg mót­fall­inn þeirri stefnu sem Trump vildi tala fyr­ir.

Scott Paul, sem leiðir hags­muna­sam­tökin Alli­ance for Amer­ican Manu­fact­uring, segir að nið­ur­staðan sé mikil von­brigði fyrir Banda­rík­in. Í raun sé þetta algjör ósig­ur, á meðan Kín­verjar séu sáttir með stöð­una. Paul hefur til þessa verið mik­ill stuðn­ings­maður Trumps og talað fyrir stefnu hans um að tolla­stríð sé rétta leiðin til að end­ur­vekja verk­smiðju­bú­skap­inn í Banda­ríkj­un­um. Hann hefur gengið gegnum erf­iða tíma, á und­an­förnum árum, einkum mörg af eldri fyr­ir­tækjum Banda­ríkj­anna í mið- og suð­ur­ríkj­un­um.

Kína er orðið að risaefnahagsveldi, sem Bandaríkin selja vörur til í vaxandi mæli. Þessi náttúrulegi vöxtur er það sem helst mun styrkja viðskiptasamband landanna, segja sérfræðingar sem fagna því að tollastríðið hafi ekki orðið að veruleika.

Ekki öll nótt úti enn

En þrátt fyrir að ekk­ert tolla­stríð sé skollið á, þá er ekki þar með sagt að það geti ekki skollið á. Í til­kynn­ing­unni er sér­stak­lega tekið fram að það sé aðeins verið að slá aðgerðum á frest, og að ekk­ert verið gert að sinni. Nán­ari við­ræður muni halda áfram með það að mark­miði að styrkja við­skipta­sam­band milli ríkj­anna - eins og það er orð­að. Sjálfur hefur Trump kennt Obama, og slæmri samn­inga­tækni hans, um hvernig fór. Það er ekki í fyrsta skipti sem hann grípur til þess að kenna for­vera sínum um það, þegar eitt­hvað ger­ist sem ekki er honum að skapi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar