Friðrik krónprins fimmtugur

Á örfáum árum hefur danska ríkisarfanum tekist að gjörbreyta ímynd sinni í huga dönsku þjóðarinnar. Danir eru stoltir af prinsinum og telja hann fullkomlega færan um að taka við krúnunni, þegar þar að kemur. Friðrik varð fimmtugur í gær, 26. maí.

Friðrik danaprins.
Friðrik danaprins.
Auglýsing

Mar­grét Þór­hildur drottn­ing nýtur mik­illa vin­sælda meðal landa sinna. Hún var aðeins 32 ára þegar hún varð þjóð­höfð­ingi Dana í jan­úar 1972, eftir að faðir henn­ar, Frið­rik IX, lést eftir skamm­vinn veik­indi. Fimm árum áður hafði Mar­grét Þór­hildur gifst hinum franska Hen­ri-Mari­e-Jean André, eins og hann hét fullu nafni, sem eftir gift­ing­una var nefndur Hen­rik prins. Þau eign­uð­ust tvo syni, Frið­rik f. 26. maí 1968 og Jóakim 7. júní 1969. Mar­grét Þór­hildur er mjög list­hneigð og sama gilti um Hen­rik prins, sem lést 13. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Danir hafa alla tíð haft mik­inn áhuga á kon­ungs­fjöl­skyld­unni og fylgst grannt með nán­ast öllu sem hún tekur sér fyrir hend­ur. Smá­vægi­leg atvik verða upp­slátt­ar­efni á for­síðum viku­blaða og fjöl­skyldan getur vart brugðið sér af bæ án þess að ljós­mynd­arar og blaða­menn elti hana á rönd­um. Frá­sagnir af fjöl­skyld­unni tryggja söl­una. Þeir bræð­ur, Frið­rik krón­prins og Jóakim prins, voru vart farnir að stíga í fæt­urna þegar fjöl­miðlar fóru að fylgj­ast með hverju fót­máli þeirra. Athyglin beind­ist frá upp­hafi einkum að eldri bróð­urnum Frið­riki, rík­is­arf­an­um.

Ólíkur for­eldr­unum

Snemma kom í ljós að Frið­rik væri á margan hátt ólíkur for­eldr­un­um. Hann væri ekki jafn áhuga­samur um mynd­list og bók­menntir en hefði hins­vegar mik­inn áhuga dæg­ur­tón­list. Snemma kom í ljós áhugi hans á íþróttum og heilsu­rækt, áhuga sem for­eldr­arnir hafa alla tíð verið lausir við. Frið­rik gekk í Krebs grunn­skól­ann á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn, fékk einka­kennslu á Amali­en­borg og var um eins árs skeið (1982-83) í heima­vist­ar­skóla í Frakk­landi og lauk stúd­ents­prófi frá Øregaard mennta­skól­anum í Hell­erup árið 1986. Hann lauk prófi í stjórn­mála­fræði frá Háskól­anum í Árósum árið 1995, loka­rit­gerð hans fjall­aði um stefnu Eystra­salts­ríkj­anna í utan­rík­is­mál­um. Skóla­árið 1992-93 var krón­prins­inn í námi við Harvard háskóla í Cambridge Massachu­setts. Gekk þar undir nafn­inu Frederik Hen­rik­sen.

Auglýsing

Margrét Þórhildur danadrottning heldur ræðu í fimmtugs-afmæli Friðriks. Mynd: EPA

Í þjón­ustu hers­ins

Her­inn hefur gegnt mik­il­vægu hlut­verki í lífi krón­prins­ins. Hann hefur þjón­aði í Land­hern­um, Flug­hernum og Sjó­hern­um. Af þessum þremur deildum er það sjó­her­inn sem Frið­rik hefur mest dálæti á, í þeim efnum lík­ist hann móð­urafa sín­um, sem hafði mikið yndi af sigl­ing­um. Frið­rik hefur sagt að vera sín í Frosk­manns­deild sjó­hers­ins hafi breytt sér og gert sig að þeim sem hann sé í dag. Þetta útskýrir hann í bók­inni „Under bjæl­ken“ sem kom út árið 2017. Rit­höf­und­ur­inn, Jens And­er­sen, ræddi margoft við krón­prins­inn og marga sem til hans þekkja meðan hann vann að gerð bók­ar­inn­ar.

„Under bjæl­ken“ hlaut mjög góða dóma gagn­rýnenda, nafn bók­ar­innar teng­ist frá­sögn Frið­riks af verk­efni í Frosk­manns­deild­inni, sem er eins konar sér­sveit innan sjó­hers­ins. Frið­rik lýsti því hvernig hann og félagar hans, hver í sínu lagi, hefðu átt að leysa af hendi sér­lega erfitt verk­efni sem lauk á því að kom­ast undir „bjæl­ken“, stór­eflis bita á nokk­urra metra dýpi í sjón­um. „Ég var við það að gef­ast upp,“ sagði Frið­rik „en mér tókst að ljúka verk­efn­inu og það breytti mér, gerði mig að mann­i.“ Bókin þykir mjög vel skrifuð og gagn­rýnendur segja hana lang bestu bók sem skrifuð hafi verið um fjöl­skyld­una á Amali­en­borg. Hún birti skýra mynd af krón­prins­in­um, bæði dregna upp af honum sjálfum og vin­um, fjöl­skyldu og sam­starfs­fólki.

Önnum kafnir for­eldrar

Í áður­nefndri bók segir Frið­rik að þeir bræður hafi nán­ast alist upp sem tví­burar, gengu til dæmis í nákvæm­lega eins fötum fram að lokum grunn­skóla. For­eldr­arnir voru önnum kafn­ir, einkum móð­ir­in, og fað­ir­inn aðhyllt­ist gam­al­dags upp­eld­is­að­ferð­ir. Krón­prins­inn minnt­ist á þetta í ræðu sem hann hélt í silf­ur­brúð­kaupi for­eldra sinna árið 1992, þar sagði hann „Papa, man siger, at den man tugter, elsker man. Vi har aldrig tvi­v­let paa din kær­lig­hed.“ Löngu síðar var hann beð­inn að útskýra þetta, hvort Hen­rik hefði t.d. flengt þá bræð­ur. „Nei, það hefði aldrei hvarflað að hon­um, en hann hvessti sig þegar honum þótti ástæða til og við höfðum gert eitt­hvað sem honum fannst ekki í lag­i.“

Bræð­urnir hafa báðir margoft lýst því að þegar þeir voru ungir hefðu þeir gjarna viljað verja meiri tíma með for­eldr­un­um. Þau Mar­grét og Hen­rik hafa líka iðu­lega talað á sömu nót­um.

Dönsku glans­mynda­tíma­ritin voru á sínum tíma óþreyt­andi við að greina frá öllu, stóru og smáu, varð­andi prinsana. Grannt var fylgst með hverja þeir umgeng­ust, ekki síst eftir að þeir komust á þann aldur að geta farið út að skemmta sér. Þegar litið er yfir sam­an­tekt á umfjöllun fjöl­miðla sést að iðu­lega hafa þeir „gert úlf­alda úr mýflugu“ varð­andi þá bræð­ur. Áður en krón­prins­inn kynnt­ist Mary, eig­in­konu sinni, hafði hann átt nokkrar danskar vin­konur „kærester“.

Vin­kon­urnar bera krón­prins­inum vel sög­una en þau Mar­grét og Hen­rik fylgd­ust grannt með kvenna­stússi þeirra bræðra og náinn fjöl­skyldu­vinur hefur sagt að aldrei hafi komið til greina að þeir myndi gift­ast dönskum stúlk­um. Ekstra­blaðið sá einu sinni ástæðu til að nefna það að kannski ætti krón­prins­inn að afsala sér krúnu­arf­in­um, þá hafði hann verið far­þegi í bíl sem vin­kona hans ók og þegar lög­reglan stöðv­aði bíl­inn reynd­ist vin­konan vera með áfengi í blóð­inu. Báðir bræð­urnir hafa verið teknir fyrir of hraðan akst­ur, oftar en einu sinni.

Mary kemur til sög­unnar

Á Olymp­íu­leik­unum í Sydney í Ástr­alíu árið 2000 kynnt­ist Frið­rik stúlku, Mary Don­ald­son að nafni. Þau kynnt­ust fyrir til­stilli vina, án þess að blaða­menn vissu af. Mary er fædd árið 1972 í Hobart á Tasman­íu, hún er með háskóla­próf í við­skiptum og lögum og hefur einnig lagt stund á aug­lýs­inga­sál­fræði. Þessi fyrsti fundur þeirra Mary og Frið­riks á Slip Inn barnum í Sydney reynd­ist afdrifa­ríkur og mán­uð­ina á eftir hitt­ust þau nokkrum sinn­um. Danska blaðið BT greindi frá því í nóv­em­ber 2001, og Billed Bla­det skömmu síð­ar, að þau Mary og Frið­rik væru kærustupar en fjöl­miðla­full­trúar Amali­en­borgar þvertóku fyrir allt slíkt. En blaða­menn­irnir vissu hvað klukkan sló og eftir að Mary flutti til Kaup­manna­hafnar fór ekk­ert milli mála. Í októ­ber árið 2003 til­kynntu þau Mary og Frið­rik um trú­lofun sína, þá höfðu drottn­ingin og Hen­rik lagt blessun sína yfir ráða­hag­inn.

Mary og Frið­rik voru gefin saman í Frú­ar­kirkj­unni í Kaup­manna­höfn 14. maí 2004. Skemmst er frá því að segja að Mary krón­prinsessa, eins og hún nefn­ist, hefur tekið dönsku þjóð­ina, og alla sem hafa kynnst henni, með trompi. Þykir ein­stak­lega aðlað­andi, talar nær lýta­lausa dönsku og vekur athygli hvar sem hún fer. Mál­efni barna og kvenna eru henni mjög hug­leikin og hún vinnur mikið að alls kyns hjálp­ar­starfi, bæði heima í Dan­mörku og erlend­is. Þau Frið­rik eiga fjögur börn, elstur er Christ­ian fæddur 2005.

Friðrik, Mary og börnin þeirra fjögur. Mynd: EPA

Frið­rik hefur náð kon­ungs­þroska

Í til­efni fimm­tugs­af­mælis Frið­riks krón­prins hafa danskir fjöl­miðl­ar, og hirð­sér­fræð­ing­ar, fjallað ítar­lega um ævi hans og það hlut­verk sem bíður hans þegar Mar­grét Þór­hildur „falder af pinden“ eins og hún orðar það. Nið­ur­staða er sú að krón­prins­inn hafi nú náð „kon­ungs­þroska“. Hann þykir ekki til­þrifa­mik­ill ræðu­maður og á ekki auð­velt með að tala óund­ir­búið en skrif­aðar ræður hans þykja góðar og hann hitti þar á réttu nót­urn­ar. Hann verður hins­vegar allt öðru­vísi þjóð­höfð­ingi en móðir hans. Eins og áður var getið er hann ekki jafn áhuga­samur um mynd­list og bók­menntir og Mar­grét Þór­hildur en áhugi hans á heil­brigðum lífs­stíl og íþróttum af öllu tagi hefur síður en svo dvínað með árun­um. Krón­prins­inn er mjög áhuga­samur um dæg­ur­tón­list, og það gildir jafnt um nýtt og gam­alt.

Þau hjón­in, Mary og Frið­rik þykja alþýð­leg „með báða fætur á jörð­inni“ og það fellur í kramið hjá dönsku þjóð­inni.

Afmæl­isvikan

Hálfrar aldar afmæl­is­ins hefur verið minnst með marg­vís­legum hætti. Áður hefur verið minnst á íþrótta­á­huga krón­prins­ins og afmæl­isvikan byrj­aði sl. mánu­dag með því að hann tók þátt í fjölda­hlaupi í Ála­borg, Árósum, Esbjerg og Óðins­véum, þar sem Frið­rik hljóp eina enska mílu 1.609 metra) á hverjum stað og hljóp svo sam­tals 10 kíló­metra á Frederiks­bergi og í Kaup­manna­höfn. Allt án þess að blása úr nös enda hefur hann margoft hlaupið mara­þon og reyndar marg­falt lengri hlaup. Um 70 þús­und Danir tóku þátt í þessu afmæl­is­hlaupi.

Í lið­inni viku hafa síðan verið fjöl­margir við­burðir í til­efni afmæl­is­ins. Klukkan tólf á hádegi á afmæl­is­deg­inum (kjör­dagur á Íslandi) kom krón­prins­inn ásamt fjöl­skyldu sinni og Mar­gréti Þór­hildi út á svalir Amali­en­borgar þar sem þús­undir voru sam­an­komnar og drottn­ingin stjórn­aði níföldu húrra­hrópi. Um kvöldið var hátíð­ar­veisla á Krist­jáns­borg og vik­unni lýkur svo að kvöldi sunnu­dags (27. maí) með skemmtun í Royal Arena sam­komu­höll­inni á Ama­ger í Kaup­manna­höfn. Þar verður fullt út úr dyrum en höllin rúmar 15 þús­und manns.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar