20 leigufélög krafin skýringa á hækkun á húsaleigu

Íbúðalánasjóður er stærsti lánveitandi hagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi. Hann hefur sent 20 slíkum bréf þar sem kallað er eftir upplýsingum um miklar hækkanir á húsaleigu.

7DM_3141_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður sendi í síð­ustu viku 20 leigu­fé­lögum sem eru með lán frá sjóðnum bréf þar sem kallar er eftir upp­lýs­ingum um verð­lagn­ingu leigu­í­búða í þeirra eigu, og eftir atvikum um hækk­anir á húsa­leigu þeirra til leigu­taka. Í bréf­inu er kallað eftir svörum um hvort og þá hvernig skil­yrðum reglu­gerðar um lán sjóðs­ins séu upp­fyllt. Á meðal þeirra sem hafa fengið lán frá sjóðnum eru hagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög.

­Leigu­verð íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 96 pró­sent á átta árum. Á síð­ustu tveimur árum hefur það hækkað um 30 pró­sent. Í nýlegri könnun sem gerð var fyrir Íbúða­lána­sjóð kom fram að þriðji hver leigj­andi borgi meira en helm­ing af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu og fáir þeirra geta safnað sér sparifé vegna hás leigu­kostn­að­ar. Ein­ungis 14 pró­sent þeirra sem eru á leigu­mark­aði vilja vera þar.

Auglýsing
Stærstu hagn­að­ar­drifnu leigu­fé­lög lands­ins hafa varið hækk­anir sínar með þeim rökum að þau hafi ein­göngu verið að „að­laga“ leigu­samn­inga fast­eigna­safna sem þau hafi keypt af rík­inu að mark­aðs­verði.

Lán til hagn­að­ar­drif­inna félaga sem eiga ekki að fara til slíkra

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Heima­vell­ir, stærsta hagn­að­ar­drifna leigu­fé­lag lands­ins sem á um tvö þús­und íbúð­ir, sé að stærstum hluta fjár­magnað með lánum frá Íbúða­lána­sjóði. Íbúða­lána­sjóður og Kadeco, annað félag í eigu rík­is­ins, eru líka þeir aðilar sem hafa selt Heima­völlum flestar eign­ir.

Heimavellir voru skráðir á markað í síðustu viku. MYND: Nasdaq IcelandLánin eru að hluta til veitt í sam­ræmi við reglu­gerð Íbúða­lána­sjóðs frá árinu 2013 til sveit­ar­fé­laga, félaga og félaga­sam­taka sem ætl­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leigu­í­búð­um. Mark­mið þeirrar reglu­gerðar er að „stuðla að fram­boði á leigu­í­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­legum kjöru­m“.

Til að upp­fylla skil­yrði reglu­gerð­ar­innar mega félög sem fá slík lán ekki vera rekin í hagn­að­ar­skyni né má greiða úr þeim arð. Heima­vellir voru skráðir á markað í síð­ustu viku og ætla sér í kjöl­farið að end­ur­fjár­magna lán sín hjá Íbúða­lána­sjóði, sem nema 18,6 millj­örðum króna og eru rúm­lega helm­ingur af skuldum félags­ins, svo það geti greitt út arð.

Frá því að Heima­vellir voru stofn­aðir í febr­úar 2015 hefur leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 40 pró­sent.

Eign­ar­hlutir skipt hratt um hendur

Í svari Íbúða­lána­sjóðs við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um lán til Heima­valla kom fram að um átta millj­arðar króna af lánum til félags­ins séu sam­kvæmt reglu­gerð­inni sem sam­þykkt var árið 2013. Rest­in, um 10,6 millj­arðar króna, séu svokölluð almenn leigu­í­búða­lán en um þær lán­veit­ingar hafi gilt mun rýmri reglur en gildi í dag. Þegar þeim hafi verið breytt með lögum hafi verið  „sett sem skil­yrði að rekstur félaga sem tækju leigu­í­búða­lán væri með hags­muni leigu­taka að leið­ar­ljósi og skorður settar fyrir því með hvaða hætti heim­ilt væri að ráð­stafa hagn­að­i“.

Í upp­lýs­ingum frá Íbúða­lána­sjóði sem Kjarn­anum bár­ust í dag kemur fram að vegna mik­illa hækk­ana á fast­eigna­mark­aði hafi eign­ar­hlutir í leigu­fé­lögum skipt hraðar um hendur á síð­ustu miss­er­um. „Stór hagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög, sem stofnuð hafa verið af fjár­fest­um, hafa sópað upp minni leigu­fé­lögum á lands­byggð­inni og í kjöl­farið skráð sig á hluta­bréfa­markað eða hafa uppi slík áform. Leigu­fé­lögin hafa lýst því yfir að þau hygg­ist greiða upp lán sem sum hinna yfir­teknu félaga eru með hjá Íbúða­lána­sjóði og losna þannig undan þeim kvöðum sem lán­unum fylgja; svo sem kröfum um hag­kvæma leigu, tak­mörk­unum á greiðslu kostn­aðar til eig­enda og banni við arð­greiðsl­um. Greiði félögin lánin upp getur sjóð­ur­inn ekki lengur haft uppi neinar kröfur um hvernig félögin haga starf­semi sinn­i.“

Aug­ljóst er að þarna m.a. átt við Heima­velli, sem skráð voru á markað í síð­ustu viku.

Ráð­herra ætlar að end­ur­skoða regl­urnar

Íbúða­lána­sjóður segir fulla ástæðu til þess að end­ur­skoða þann lag­ara­mma sem leigu­fé­lög starfa eft­ir. Sjóð­ur­inn óskaði eftir því fyrr á þessu ári við Ásmund Einar Daða­son, ráð­herra hús­næð­is­mála, að heim­ildir Íbúða­lána­sjóðs til að veita lán vegna leigu­í­búða verði end­ur­skoð­aðar þannig að þær upp­fylli betur til­gang laga um hús­næð­is­mál. „Í lög­unum er Íbúða­lána­sjóði falið að stuðla að því með lán­veit­ingum og skipu­lagi hús­næð­is­mála að lands­menn geti búið við öryggi og jafn­rétti í hús­næð­is­málum og að fjár­munum verði sér­stak­lega varið til þess að auka mögu­leika fólks til að eign­ast eða leigja hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um. Hefur félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra boðað að lagt verði fram frum­varp á haust­þingi þar sem lána­heim­ildir sjóðs­ins verða teknar til end­ur­skoð­un­ar, með það fyrir augum að styrkja félags­legt hlut­verk hans.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar