Bára Huld Beck

Karnival-stemning út á Granda – Margra ára hugmynd orðin að veruleika

Grandi Mathöll hefur nú göngu sína en markmiðið með henni er að búa til svokallaða „street-food-menningu“ á Íslandi. Kjarninn leit við í vikunni sem leið en þá voru iðnaðarmenn í óða önn við að klára undirbúning fyrir opnun mathallarinnar.

Grandi Mat­höll er stað­sett út á Granda en það er Sjáv­ar­klas­inn sem heldur utan um verk­efn­ið. Aug­lýst var eftir umsóknum og sótti gríð­ar­legur fjöldi veit­inga­að­ila um. Mörg hund­ruð umsóknir bárust, frá inn­lendum aðilum og erlend­um, og úr þeim voru átta valdir til að fá rými. Til við­bótar við þessi átta rými er einn pop-up vag á staðnum en þar gefst frum­kvöðlum tæki­færi til að prófa rétti sína og veit­inga­þjón­ustu án þess að þurfa að leggja í umtals­verðan kostnað við upp­setn­ingu veit­inga­stað­ar. Hver veit­inga­maður fær 1 til 2 mán­uði til umráða en svo er skipt út og eru reglu­lega nýja veit­inga­menn fengnir til að prófa.

Hver og einn setur upp sinn bás en stað­irnir sem um ræðir eru Fjár­hús­ið, Fusion Fish & Chips, Kore, Lax, Pop-up vagn, Micro Roast - Vín­bar, Rabbar Bar­inn, The Gastro Truck og Víetnam. Boðið er upp á götu­fæði frá Víetnam og Kóreu, nýja upp­skeru af græn­meti, fisk, kjöt og kaffi og aðra drykki.

„Hver hefur sinn hátt­inn á. Við erum ekk­ert að setja neinar línur eða reglur hvernig lúkkið á að vera. Við viljum frekar að hver komi með sínar hug­myndir sem skilar sér í karni­val-­rým­i,“ segir Franz Gunn­ars­son við­burða­stjóri verk­efn­is­ins. Þannig séu stað­irnir fjöl­breyti­leg­ir.

Franz Gunnarsson viðburðastjóri mathallarinnar.
Bára Huld Beck
Mathöllin opnaði núna um helgina.
Bára Huld Beck

Hug­myndin búin að gerj­ast lengi

Veit­inga­að­il­arnir sjá um sig og sitt rými en að sögn Franz er mikil sam­vinna á milli þeirra og Sjáv­ar­kla­s­ans. Til að mynda sitji veit­inga­að­il­arnar í mark­aðs­ráði þar sem teknar séu ákvarð­anir um hvernig hlut­unum er háttað o.s.frv. „Hér á ekki bara að vera borð­að, heldur á líka að vera líf. Þetta er lítið sam­fé­lag, þar sem allir sitja við sama borð,“ segir Franz.

Hug­myndin er búin að gerj­ast lengi. Aðilar innan Sjáv­ar­kla­s­ans byrj­uðu fyrir 10 árum að stunda mat­hallir víða um Evr­ópu og ann­ars staðar í heim­in­um. Þar sáu þau þessa menn­ingu spretta upp og í fram­hald­inu fædd­ist hug­mynd­in. Árið 2012 var erindi sent inn til Reykja­vík­ur­borgar varð­andi það að starf­rækja starf­semi sem þessa en að sögn Franz hefur verk­efnið verið í vinnslu síð­ast­liðin fjögur ár. Þannig hafi það verið í gerjum í langan tíma og allt síð­asta ár fram til dags­ins í dag þá hafi verið unnið stað­fast­lega að þessu.

Grandi Mathöll
Bára Huld Beck
Það skipti miklu máli þegar þeir voru valdir, í staðinn fyrir að opna enn einn hamborgarastaðinn eða pizzastaðinn sem eru út um allt. Þannig vildum við frekar fá nýja og ferska strauma hérna inn í þetta rými.

Fengnir voru aðilar til að vega og meta umsókn­irnar sem bár­ust. „Leitað var eftir ákveðnu frum­kvæði og nýj­ung­um. Og þar sem Sjáv­ar­klas­inn er frum­kvöðla­setur í grunn­inn þá vildum við að stað­irnir myndu rýma við það og þau gild­i,“ segir Franz.

Vildu nýja og ferska strauma

Þeir aðilar sem fengu aðstöðu í Granda Mat­höll eru að mestu að vinna með íslensk hrá­efni og nýj­ungar í mat­ar­gerð. „Það skipti miklu máli þegar þeir voru vald­ir, í stað­inn fyrir að opna enn einn ham­borg­ara­stað­inn eða pizza­stað­inn sem eru út um allt. Þannig vildum við frekar fá nýja og ferska strauma hérna inn í þetta rým­i,“ segir hann.

Stað­ur­inn var opn­aður um helg­ina en iðn­að­ar­menn hafa unnið baki brotnu síð­ustu daga og vikur til að klára verkið fyrir opn­un. Hátíð hafs­ins er um helg­ina og segir Franz að þau á þessum stað séu svo tengd við hafið að það hafi rímað vel við opn­un­ina.

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Nóg var að gera í vikunni við undirbúning.
Bára Huld Beck

Ekki bara fiskur

Franz segir að þau hafi verið að leita eftir þess­ari svoköll­uðu „street-­food-­menn­ing­u“. Í því hug­taki liggur að baki mikið frum­kvöðla­starf, að hans sögn. Hann bendir á að lítið hafi verið um slíka menn­ingu hér á landi, þannig að aug­ljós­lega hafi verið vöntun á henni.

Á þró­un­ar­stig­inu komu fram þær hug­myndir að hafa ein­ungis veit­inga­staði með sjáv­ar­fang en svo komust þau að þeirri nið­ur­stöðu að þá væri þetta ekki alvöru mat­höll. „„Street-­food-­mat­ur“ er þannig að þú ert að fá eitt­hvað út öllum átt­um. Við erum auð­vitað með staði sem bjóða upp á fisk­inn en við viljum ekki ein­skorða okkur við það. Við viljum að fleiri komi að borð­in­u,“ segir Franz. Til dæmis sé staður hjá þeim sem selur íslenska lamba­kjötið og telur hann að það eigi alveg jafn mikið heima þarna eins og fisk­ur­inn.

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

„Boðið er upp á góða rétti sem eru samt ekki að kosta af þér hand­legg­inn,“ segir Franz. Hægt er að kíkja við og kaupa nokkra rétti og er mat­höll sem þessi eitt­hvað sem hefur vantað á Íslandi, að hans mati.

Bára Huld Beck

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar