Hefur lánað 18,4 milljarða til félaga sem eiga ekki að vera rekin í hagnaðarskyni

Íbúðalánasjóður hefur lánað 25 félögum vel á annað tug milljarða á grundvelli reglugerðar sem heimilar bara lán til aðila sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni. Þorri þeirra lána fór til Heimavalla, sem var skráð á markað í maí og ætlar sér að greiða arð.

Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í síðasta mánuði.
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í síðasta mánuði.
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður hefur sam­tals lánað 18,4 millj­arða króna til kaupa eða bygg­inga á 1.325 íbúðum á grund­velli reglu­gerðar sem ætlað er að tryggja að lán­veit­ing­arnar fari ein­ungis til aðila sem ekki eru reknir í hagn­að­ar­skyni.

Þar af eru um tólf millj­arðar króna lán til hluta­fé­laga eða einka­hluta­fé­laga. Um átta millj­arðar króna af þeirri upp­hæð eru lán til Heima­valla, stærsta leigu­fé­lags lands­ins sem starfar á almennum mark­aði. Því eru 43,4 pró­sent allra útistand­andi lána Íbúða­lána­sjóðs sem veitt hafa verið í sam­ræmi við skil­yrði reglu­gerð­ar­innar til Heima­valla. Alls skuldar félagið Íbúða­lána­sjóði 18,6 millj­arða króna, en hluti þeirra lána eru svokölluð almenn leigu­í­búð­ar­lán sem um gilda mun rýmri regl­ur.

Heima­vellir voru skráðir á markað í síð­asta mán­uði og stefna að því að end­ur­fjár­magna lánin frá Íbúða­lána­sjóði svo félagið geti losnað undan þeim kvöðum sem þau setja um að þiggj­endur lán­anna megi ekki greiða út arð.

Mega ekki greiða arð

Reglu­gerð 1042/2013 snýst um að Íbúða­lána­sjóð­ur, sem er í eigu rík­is­ins, veiti lán til sveit­ar­fé­laga, félaga og félaga­sam­taka sem ætl­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leigu­í­búð­um. Mark­mið reglu­gerð­ar­innar var að „stuðla að fram­boði á leigu­í­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­legum kjöru­m“.  

Auglýsing
Reglugerðin setur þau skil­yrði að allir sem fái lán undir hatti hennar megi ekki vera reknir í hagn­að­ar­skyni „og úr þeim má hvorki greiða arð né arðs­gild­i“.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Íbúða­lána­sjóði hefur hann lánað til alls 25 félaga og félaga­sam­taka á grund­velli heim­ild­ar­inn­ar. Þar af er eitt hluta­fé­lag, 17 einka­hluta­fé­lög, þrjár sjálfs­eign­ar­stofn­an­ir, tvö hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög, eitt byggða­sam­lag og ein félaga­sam­tök.

Lánin eru tvenns kon­ar. Ann­ars svokölluð leigu­í­búð­ar­lán sem eru ekki félags­leg. Umfang þeirra er sam­tals 12,2 millj­arðar króna og lán­tak­end­urnir 20 tals­ins. Kjarn­inn hefur kallað eftir upp­lýs­ingum um hverjir þeir séu og er unnið að því innan Íbúða­lána­sjóðs að kanna hvort hægt sé að veita þær upp­lýs­ingar án þess að brjóta gegn trún­að­ar­á­kvæðum sem eru í lána­samn­ing­un­um.

Til við­bótar hafa verið veitt svokölluð félags­leg íbúð­ar­lán að fjár­hæð 6,1 millj­arður króa til alls sex félaga. Kjarn­inn hefur einnig kallað eftir upp­lýs­ingum um hvaða félög er þar um að ræða. Félags­legu íbúð­ar­lánin eru bundin sömu skil­yrðum og almennu leigu­í­búð­ar­lánin auk þess sem að við­bót­ar­skil­yrði eru um að íbúð­irnar sem lánað er til má ein­göngu leigja til þeirra ein­stak­lingar og fjöl­skyldna sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­ar­mörk­um. Þau lán eru auk þess veitt á nið­ur­greiddum vöxt­um. Heim­ild til að veita slík lán féll úr gildi um síð­ustu ára­mót.

Ríkið selur og ríkið lánar

Kjarn­inn greindi frá því 25. maí síð­ast­lið­inn að ein stærsti ein­staki lán­tak­andi Íbúða­lána­sjóðs sé Heima­vell­ir, stærsta almenna leigu­fé­lag lands­ins sem á um tvö þús­und leigu­í­búð­ir, sem skuldar sjóðnum 18,6 millj­arða króna. Það eru rúm­lega helm­ingur af öllum vaxta­ber­andi skuldum Heima­valla. Á meðal ann­arra lán­veit­enda Heima­valla eru rík­is­bank­inn Lands­bank­inn.

Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans kom líka fram að langstærsti selj­andi þeirra íbúða sem Heima­vellir hafa viðað að sér frá því að félagið var stofnað í febr­úar 2015 er íslenska rík­ið, ann­ars vegar í gegnum Íbúða­lána­sjóð og hins vegar í gegnum félagið Kadeco.

Heima­vellir hafa aldrei borgað út arð, enda væri það í and­stöðu við skil­yrði hluta þeirra lána sem félagið hefur fengið hjá Íbúða­lána­sjóði. Félagið stefnir þó á, sam­kvæmt skrán­ing­ar­lýs­ingu þess, að gera það „þegar rekstur félags­ins er kom­inn í jafn­væg­i“. Því jafn­vægi verður náð þegar að Heima­vellir hafa náð því yfir­lýstu mark­miði sínu að „end­ur­fjár­magna þessi lán á næstu miss­erum enda telja stjórn­endur að félag­inu muni bjóð­ast betri kjör og skil­málar á mark­aði. Ekki er á þessu stigi hægt að segja til um hvenær slíkri end­ur­fjár­mögnun mun ljúka né á hvaða kjörum hún mun bjóð­ast. Sú hætta er fyrir hendi að félag­inu tak­ist ekki að end­ur­fjár­magna lánin á kjörum sem það telur ásætt­an­leg. Komi til þess, og félagið ákveður að eiga eign­irnar áfram, munu við­kom­andi dótt­ur­fé­lög áfram þurfa að lúta skil­yrðum Reglu­gerð­ar­inn­ar, þ.m.t. banni við greiðslu arðs eða arðsí­gildis.“

Greiddu eig­endum og stjórn­endum þókn­anir fyrir umsýslu

Annað skil­yrði sem er sett í reglu­gerð­inni er að greiðslur til eig­enda megi „að­eins fela í sér eðli­legt end­ur­gjald fyrir þá vinnu eða þjón­ustu sem þeir hafa veitt félag­in­u“.

Í til­felli Heima­valla kom þetta skil­yrði ekki í veg fyrir að Eign­ar­halds­fé­lag­inu Heima­vellir GP, sem sá um umsýslu eigna fyrir Heima­velli, hafði fengið sam­tals 480 millj­ónir króna í þóknana­greiðsl­ur. Sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins um málið í mars fékk félagið greitt 270 millj­ónir króna á árinu 2017 einu saman vegna þókn­ana fyrir grein­ingu og fram­kvæmdar fjár­fest­inga. Þar kom fram að helstu hlut­hafar Heima­valla GP í byrjun árs 2017 hafi verið félög í eigu Magn­úsar Pálma Örn­ólfs­son­ar, fjár­festis og fyrr­ver­andi starfs­manns Glitn­is, Magn­úsar Magn­ús­son­ar, fjár­festis og stjórn­ar­for­manns Heima­valla, Hall­dórs Krist­jáns­son­ar, stjórn­ar­manns í Heima­völl­um, og Sturlu Sig­hvats­son­ar, athafna­manns og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Heima­valla. Auk þess áttu Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unnar og stjórn­ar­maður í Heima­völl­um, og Arnar Gauti Reyn­is­son, fjár­mála­stjóri Heima­valla, báðir 2,5 pró­senta hlut í félag­inu.

Þessar greiðslur voru mögu­legar vegna þess að lán Íbúða­lána­sjóðs eru til dótt­ur­fé­laga Heima­valla hf., félags­ins sem skráð var á mark­að. Það félag var nán­ast að öllu leyti í eigu fag­fjár­festa­sjóðs­ins Heima­valla leigu­fé­lags slhf. um síð­ustu ára­mót. Sá sjóður greiddi þóknana­greiðsl­urn­ar.

Leigu­verð hækkar þrátt fyrir lægri vexti

Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 96 pró­sent á átta árum. Á síð­ustu tveimur árum hefur það hækkað um 30 pró­­sent. Í nýlegri könnun sem gerð var fyrir Íbúða­lána­­sjóð kom fram að þriðji hver leigj­andi borgi meira en helm­ing af ráð­­stöf­un­­ar­­tekjum sínum í leigu og fáir þeirra geta safnað sér sparifé vegna hás leigu­kostn­að­ar. Ein­ungis 14 pró­­sent þeirra sem eru á leig­u­­mark­aði vilja vera þar.

Í morgun var greint frá því, í mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs, að leigu­verð hafi hækkað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þrátt fyrir að vextir á íbúða­lánum hafi haldið áfram að lækka.

Í lok maí sendi Íbúða­lána­sjóður 20 leigu­fé­lögum sem eru með lán hjá sjóðnum bréf þar sem kallað var eftir upp­lýs­ingum um verð­lagn­ingu leigu­í­búða í þeirra eigu, og eftir atvikum um hækk­anir á húsa­leigu þeirra til leigu­taka.

Skömmu áður sagði Una Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri leigu­mark­aðs­deildar Íbúða­lána­sjóðs, að hann hefði áhyggjur af því að „ við­skipta­vinir hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga séu að hluta til ein­stak­lingar og fjöl­skyldur sem ráða ekki við aðstæð­urnar á mark­aðnum eins og hann er í dag. Stór hópur fólks ræður ekki við að greiða svo háa leigu en á ekki í önnur hús að venda og því má segja að mark­að­ur­inn sé að bregð­ast þessum hóp­um. Við slíkar aðstæður er æski­legt að ríki og sveit­ar­fé­lög grípi inn í.“ Þessi ummæli félli í til­efni þess að sjóð­ur­inn afhenti Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, inn­legg sjóðs­ins þar sem fjallað var um erf­iðar aðstæður leigj­enda hér­lend­is.

Fyrrverandi aðstoðarmaður tekur lán

Þegar reglu­gerðin sem heim­ilar lán til félaga sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni, að minnsta kosti þegar lánin er tek­in, var sett var Eygló Harð­ar­dóttir ráð­herra hús­næð­is­mála. Íbúða­lána­sjóður heyrði undir hana á þeim tíma.

Aðstoð­ar­maður hennar var Matth­ías Ims­land. Félag í hans eigu hefur að und­an­förnu tekið mikið af lánum hjá Íbúða­lána­sjóði undir hatti reglu­gerð­ar­innar til að kaupa alls ell­efu íbúðir í Vest­manna­eyj­um. Sam­kvæmt umfjöll­unar Stund­ar­innar um málið nema heild­ar­lán­veit­ingar til félags Matth­í­asar um 140 millj­ónum króna.

Í svörum Matth­í­asar við fyr­ir­spurnum Stund­ar­innar kom fram að hann hafi engin áform um að selja íbúð­irnar sem hann hafi keypt og að hann hafi hafið „leigu­rekstur minn í Vest­manna­eyjum nokkrum mán­uðum eftir að ég lauk störfum sem aðstoð­ar­maður og eftir að sú rík­is­stjórn var far­inn frá völd­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar