Myglusveppur og sjúklingar á göngunum

Það er víðar en á Íslandi sem sjúkrahús eru í fréttum vegna þrengsla og lélegs viðhalds húsakostsins. Flest dönsku sjúkrahúsanna eru árið um kring yfirfull, hundruð sjúklinga neyðast til að liggja á göngunum og byggingarnar líða fyrir skort á viðhaldi.

Rigshospitalet
Rigshospitalet
Auglýsing

Sjúkra­húsin og sú þjón­usta sem þegn­arnir sækja þangað eru meðal horn­steina flestra evr­ópskra sam­fé­laga. Lang­flestir þurfa ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni að nýta sér þjón­ustu sjúkra­hús­anna og ekki þarf að fjöl­yrða um mik­il­vægi þess­ara stofn­ana.

Rík­is­spít­al­inn í Kaup­manna­höfn (eða Riget eins og Danir segja gjarna) er lang stærsti spít­ali Dan­merk­ur. Þar vinna, í fullu starfi, um 12 þús­und manns og á síð­asta ári voru sjúk­lingar sem dvöldu þar, eina nótt eða leng­ur, tæp­lega tvö hund­ruð þús­und. Á spít­al­anum eru um það bil fimmtán hund­ruð legu­pláss.

Rík­is­spít­al­inn var stofn­aður árið 1910 og var þá til húsa í nýreistum bygg­ingum á sömu slóðum og núver­andi spít­ala­bygg­ingar standa. Við stofnun Rík­is­spít­al­ans var Frið­riks­spít­al­anum við Bred­ga­de, fyrsta eig­in­lega sjúkra­húsi Dan­merk­ur, lok­að. Þar er nú til húsa hönn­un­ar­safn­ið, Design­mu­seum Dan­mark, sem til skamms tíma hét Kunstindustrimu­seet. 

Auglýsing

Rigshospitalet árið 1910.Fyrsti hluti núver­andi spít­ala var tek­inn í notkun árið 1958 en hann hefur marg­sinnis verið stækk­aður og því verk­efni langt í frá lok­ið. Eins og áður var getið er Rík­is­spít­al­inn stærsti spít­ali Dan­merkur og má með réttu kall­ast flagg­skip danskrar heil­brigð­is­þjón­ustu. Danir gera miklar kröfur til heil­brigð­is­kerf­is­ins og kann­anir sýna að það er ætíð í fyrsta sæti þegar lands­menn eru spurðir hvað skipti mestu máli í dönsku sam­fé­lagi. Þótt Danir kvarti gjarna yfir háum sköttum segj­ast þeir ekki sjá eftir þeim pen­ingum sem renna til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Öll almenn lækn­is­þjón­usta er inni­falin í skött­un­um, engin komu- eða skoð­un­ar­gjöld.

Kreppan

Dan­mörk fór ekki var­hluta af fjár­málakrepp­unni sem reið yfir heim­inn haustið 2008. Kreppan þýddi að fjöl­margar fram­kvæmdir sem voru í gangi stöðv­uð­ust, við­haldi opin­berra bygg­inga var skotið á frest og hætt var, tíma­bund­ið, við nýbygg­ingar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta bitn­aði harka­lega á sjúkra­hús­unum sem eru enn að súpa seyðið af þessum ákvörð­un­um.

Súper­sjúkra­húsin

Fyrir þing­kosn­ing­arnar árið 2007 kynnti rík­is­stjórn­in, sem þá var undir for­ystu And­ers Fogh Rasmus­sen, hug­mynd um það sem kallað var super­sy­gehuse, súper­sjúkra­hús. Hug­myndin var að styrkja veru­lega, og stækka, sjö sjúkra­hús, gera þau að eins konar höf­uð­sjúkra­húsum á til­teknum svæð­um. Þegar rík­is­stjórnin kynnti þessar hug­myndir var gert ráð fyrir að fram­kvæmdir gætu haf­ist árið 2012 og yrði lokið átta árum síð­ar, 2020. Kreppan varð til þess að seinka fram­kvæmdum og nú er miðað við að þeim verði að mestu lokið árið 2022. Miklum fjár­munum hefur verið varið til þess­ara fram­kvæmda en það hefur hins vegar bitnað á þeim sjúkra­húsum sem fyrir eru en þau hafa um margra ára skeið mátt sæta nið­ur­skurði.

Myglu­sveppur

l2. júlí árið 2011 gerði úrhelli í Kaup­manna­höfn. Á tveimur klukku­stundum féllu 150 milli­metrar regns og dag­inn eftir féll sömu­leiðis mikil úrkoma. Skemmdir af völdum úrkom­unnar urðu miklar, frá­veitu­kerfin réðu ekki við þetta gríð­ar­mikla vatns­magn. Ástandið var verst á nokkrum svæðum í mið­borg­inni en víða ann­ars staðar olli vatns­ag­inn miklum skemmd­um. Meðal ann­ars á Rík­is­spít­al­anum þar sem vatn flæddi inn í kjall­ara aðal­bygg­ing­ar­inn­ar. Skemmdir af völdum þess­arar miklu úrkomu komu ekki alls staðar fram fyrr en nokkru síð­ar. Þar á meðal á Rík­is­spít­al­an­um.

Árið 2016 greindi Ekstra Blaðið frá því að í aðal­bygg­ingu Rík­is­spít­al­anum væru veru­legar skemmdir af völdum myglu­svepps og mörgum Dönum brá í brún þegar þeir sáu myndir sem Ekstra Blaðið birti með umfjöllun sinni. Yfir­stjórn spít­al­ans við­ur­kenndi að myglu­sveppur væri vanda­mál, á til­teknum stöðum í spít­al­anum en lagði áherslu á að sjúk­lingum og starfs­fólki staf­aði ekki hætta af sveppn­um. Yfir­stjórnin sagði enn­fremur að unnið væri að því með mark­vissum aðgerð­um, eins og það var orð­að, að upp­ræta svepp­inn. Myglu­sveppur hefur fund­ist í fleiri sjúkra­húsum en ekki í sama mæli og á Rík­is­spít­al­an­um. En vanda­mál danskra spít­ala ein­skorð­ast ekki við myglu­svepp.

Myglusveppur í sjúkrahúsinu. Mynd: Ekstra-blaðið

Yfir­fullir spít­alar og sjúk­lingar á göng­unum

Eins og áður var á minnst hafa flest sjúkra­hús í Dan­mörku mátt sæta miklum nið­ur­skurði á síð­ustu árum. Nið­ur­skurð­ur­inn, sem stjórn­völd kalla gjarna sparn­að, hefur haft í för með sér að deildum hefur verið lokað og starfs­fólki fækk­að. Stjórn­endur sjúkra­hús­anna hafa marg­sinnis bent á að sífelldur nið­ur­skurður bitni á þeirri þjón­ustu sem sjúkra­húsin geti veitt, og beri í raun skylda til að veita. Nú er svo komið að flest sjúkra­hús í land­inu hafa ekki legu­pláss fyrir alla þá sjúk­linga og því orðið að bregða á það ráð að hafa sjúkra­rúm á göngum spít­al­anna. Á sama tíma hefur starfs­fólki verið fækkað og álagið þar af leið­andi auk­ist.

Í gögnum töl­fræði­deildar dönsku heil­brigð­is­þjón­ust­unnar kemur fram að árum saman hafa verið mun fleiri sjúk­lingar á flestum spít­ölum en í raun er pláss fyr­ir. Ástandið hefur aldrei verið verra en um þessar mundir og svo alvar­legt að danska vinnu­eft­ir­litið hefur marg­sinnis gert alvar­legar athuga­semdir við ástand­ið. Þær athuga­semdir lúta einkum að vinnu­á­lagi sem er að mati vinnu­eft­ir­lits­ins svo mikið að sjúk­lingum stafar hætta af. Undir það álit tekur danskur sér­fræði­lækn­ir, Flemm­ing Mad­sen að nafni. Hann hefur rann­sakað sam­hengi yfir­fullra deilda og dauðs­falla, á 18 ára tíma­bili. Nið­ur­staða hans er að dauðs­föllum á lyf­lækna­deildum fjölgar þegar sjúk­lingar á deildum eru fleiri en legu­plássin og starfs­fólk of fátt. ,,Ó­tíma­bær dauðs­föll við þessar aðstæður eru níu pró­sent, það er há tala“ sagði Flemm­ing Mad­sen í við­tali við danska sjón­varpið DR.

Slökkvi­liðs­menn undir álagi

Í reglum um bruna­varnir á sjúkra­húsum er tekið fram að séu rúm­liggj­andi sjúk­lingar á göngum sé skylda að hafa bruna­vörð á við­kom­andi gangi. Ástandið á spít­öl­unum und­an­farið hefur þýtt að fjöldi bruna­varða hefur orðið að standa „ganga­vakt­ina“. Slökkvi­liðs­menn eru lang­þreyttir á ástand­inu og „ganga­vakt­irn­ar“ kosta pen­inga, sem slökkvi­liðið telur að við­kom­andi spít­ali eigi að borga en yfir­stjórnir spít­al­anna eru á öðru máli. Einn slökkvi­liðs­stjóri sagði að ef ekki fynd­ist lausn á þessu máli myndi hann neita að senda fólk á „ganga­vakt­ina“.

Þing­menn krefj­ast við­bragða ráð­herra

Umfjöllun um ástandið á sjúkra­hús­unum hefur und­an­farið verið áber­andi í dönskum fjöl­miðl­um. Tals­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna í heil­brigð­is­málum á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, hafa á síð­ustu mán­uðum marg­sinnis setið fundi með Ellen Trane Nørby heil­brigð­is­ráð­herra og kraf­ist aðgerða. Ráð­herr­ann hefur tekið undir að ástandið sé óvið­un­andi en hefur sagt að það sé verk yfir­stjórnar hvers spít­ala að sjá til þess að rekst­ur­inn sé innan þess fjár­hags­ramma sem rík­is­stjórnin hefur sett.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar