Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína

Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.

Gamla ráðhúsið í Randers
Gamla ráðhúsið í Randers
Auglýsing

Kínverjum sem leggja land undir fót fjölgar hratt þessi misserin. Ástæðurnar eru bættur efnahagur almennings þessa stóra ríkis í austri. Fyrir örfáum árum áttu fáir Kínverjar þess kost að ferðast til annarra landa en nú er öldin önnur, Kínverjar flykkjast til annarra landa þar sem þeir eru, að minnsta kosti víðast hvar, auðfúsugestir. Danmörk er eitt þeirra landa sem Kínverjar leggja leið sína til og hafa mikinn áhuga á að kynnast. Ein helsta ástæða þessa áhuga er sú að sögur og ævintýri H.C. Andersen hafa lengi verið vinsæl í Kína og farið vaxandi á síðustu árum.

Danir lánuðu Litlu hafmeyjuna á heimssýninguna í Sjanghaí árið 2010, þetta var í fyrsta, og eina, sinn sem hún hefur yfirgefið steininn sinn á Löngulínu þar sem hún hefur setið frá 1913. Kínverjar kunnu vel að meta þetta vinarbragð (eins og kínverskir ráðamenn orðuðu það) og Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hefur margoft sagt að sú ákvörðun að lána Litlu hafmeyjuna á heimssýninguna sé albesta auglýsing sem Danmörk hafi nokkru sinni fengið.

Vilja sjá fæðingarbæ skáldsins

Í Óðinsvéum þar sem H.C. Andersen fæddist og ólst upp er safn við hann kennt. Kínverjum sem þangað koma hefur fjölgað mjög að undanförnu, það þýðir auknar tekjur og atvinnu fyrir bæjarbúa. Flestir kínverskir ferðamenn, sem leggja leið sína til Danmerkur koma með skipum eða flugi til Kaupmannahafnar og margir þeirra fara svo í dagsferð til Óðinsvéa.

Auglýsing

Fleiri renna hýru auga til þessara ferðamanna og það á ekki síst við um ferðamálayfirvöld á Jótlandi. Fyrir nokkru var tilkynnt að á næsta ári hefjist beint flug milli Beijing og Billund á Jótlandi og Jótarnir búa sig nú undir að taka árlega á móti tugþúsundum Kínverja. Bæjaryfirvöld í Vejle hafa komið á sérstökum kínanámskeiðum „Gør dig Kina Klar“, fyrir starfsfólk verslana og veitingastaða. Tilgangurinn er að starfsfólkið læri ýmsa siði og venjur sem, um sumt, eru ólíkar því sem Danir eiga að venjast. Kínverjar eru, margir hverjir, móðgunargjarnir og því mikilvægt að kunna að umgangast þá. Ef komið er fram við þá af kurteisi og á þann hátt sem þeir eiga að venjast hafa þeir áhuga á að kynnast því sem Danmörk hefur uppá að bjóða. Eigandi veitingastaðar í Vejle segir kínverska gesti hafa mikinn áhuga á að prófa danskan mat, og bjór, ef þeir fái fræðslu og útskýringar þjónustufólksins. Það komi þeim líka á óvart að Danmörk sé ekki bara Kaupmannahöfn.

Randers í Kína

Eins og minnst var á í upphafi þessa pistils stendur til að reisa í Kína nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. Verið er að ganga frá samningum bæjaryfirvalda í Randers og kínversks fyrirtækis, sem starfar í umboði þarlendra stjórnvalda. Verkefnið gengur undir nafninu „Randers Town“. Endanleg staðsetning „miðbæjarins“ í Kína hefur ekki verið ákveðin en þrír staðir, allir í nágrenni Sjanghaí, koma til greina. Fyrirtækið sem hyggst reisa ,,Randers Town“ heitir Andersen Paradise og opnaði í fyrra skemmtigarð í Sjanghaí, kenndan við H.C. Andersen. Undirbúningur H.C. Andersen garðsins hófst árið 2009 en ýmsar ástæður urðu til þess að tefja verkið. Kostnaðurinn við að koma skemmtigarðinum á laggirnar nam um hálfum milljarði danskra króna (tæpa 26 milljarða íslenska) og fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að kostnaðurinn við að reisa „Randers Town“ verði allt að þrisvar sinnum meiri.

Af hverju Randers?

Randers á Austur-Jótlandi er ekki beinlínis nein heimsborg. Íbúarnir eru rúmlega 60 þúsund. Iðnaður af ýmsu tagi hefur lengi verið helsti burðarás atvinnulífsins þótt fyrirtækjum á þessu svæði hafi fækkað nokkuð á síðustu árum. Í bænum er þekkt safn, Randers Regnskov, einskonar hitabeltisgarður. Innandyra ríkir hitabeltisloftslag og þar má finna hitabeltisgróður og dýr sem að jafnaði lifa ekki á svo norðlægum slóðum. Safnið dregur að sér fjölda gesta á ári hverju. Í Randers er ennfremur að finna safnið Memphis Mansion, safn um Elvis Presley. Stofnandinn, Henrik Knudsen hafði um langt skeið safnað öllu sem tengdist ævi og starfi rokkkóngsins og opnaði safnið árið 2011. Safnið er í húsi sem Henrik Knudsen lét byggja og er nákvæm eftirlíking íbúðarhúss kóngsins, Graceland, að öðru leyti en því að húsið í Randers er helmingi stærra en Graceland í Memphis. Á lóðinni er ennfremur nákvæm eftirlíking hússins í Tupelo Mississippi þar sem kóngurinn fæddist. Á síðasta ári heimsóttu rúmlega 180 þúsund manns Memphis Mansion.

Randers Regnskov Mynd: Wiki Commons

Þetta sem hér hefur verið nefnt er ekki ástæða þess að Kínverjar hafa ákveðið að byggja nákvæma eftirlíkingu miðbæjar Randers. Ástæðuna segja Kínverjar þá að miðbær Randers sé einn sá heillegasti sem fyrirfinnst í Danmörku, frá tíma H.C. Andersen. Þar að auki sé miðbærinn einstaklega skemmtilegur. „Randers Town“ verður blanda íbúðarhúsnæðis og verslana. Eins og áður var nefnt er ekki endanlega búið að ákveða staðsetningu „Randers Town“ í Kína en ákvörðun verður tekin á næstunni.

Þótt íbúar Randers séu undrandi yfir því að til skuli standa að reisa eftirlíkingu miðbæjarins í Kína eru þeir jafnframt bæði stoltir og glaðir. Í viðtali við Randers Amtsavis sögðust bæjarbúar sem rætt var við vonast til að mun fleiri Kínverjar muni leggja leið sína til ,,ekta Randers“ og það muni líka koma öðrum stöðum á Jótlandi til góða. Þar sé nefnilega margt að sjá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar