Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína

Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.

Gamla ráðhúsið í Randers
Gamla ráðhúsið í Randers
Auglýsing

Kín­verjum sem leggja land undir fót fjölgar hratt þessi miss­er­in. Ástæð­urnar eru bættur efna­hagur almenn­ings þessa stóra ríkis í austri. Fyrir örfáum árum áttu fáir Kín­verjar þess kost að ferð­ast til ann­arra landa en nú er öldin önn­ur, Kín­verjar flykkj­ast til ann­arra landa þar sem þeir eru, að minnsta kosti víð­ast hvar, auð­fúsu­gest­ir. Dan­mörk er eitt þeirra landa sem Kín­verjar leggja leið sína til og hafa mik­inn áhuga á að kynn­ast. Ein helsta ástæða þessa áhuga er sú að sögur og ævin­týri H.C. And­er­sen hafa lengi verið vin­sæl í Kína og farið vax­andi á síð­ustu árum.

Danir lán­uðu Litlu haf­meyj­una á heims­sýn­ing­una í Sjang­haí árið 2010, þetta var í fyrsta, og eina, sinn sem hún hefur yfir­gefið stein­inn sinn á Löngu­línu þar sem hún hefur setið frá 1913. Kín­verjar kunnu vel að meta þetta vin­ar­bragð (eins og kín­verskir ráða­menn orð­uðu það) og Lars Lökke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur hefur margoft sagt að sú ákvörðun að lána Litlu haf­meyj­una á heims­sýn­ing­una sé albesta aug­lýs­ing sem Dan­mörk hafi nokkru sinni feng­ið.

Vilja sjá fæð­ing­arbæ skálds­ins

Í Óðins­véum þar sem H.C. And­er­sen fædd­ist og ólst upp er safn við hann kennt. Kín­verjum sem þangað koma hefur fjölgað mjög að und­an­förnu, það þýðir auknar tekjur og atvinnu fyrir bæj­ar­búa. Flestir kín­verskir ferða­menn, sem leggja leið sína til Dan­merkur koma með skipum eða flugi til Kaup­manna­hafnar og margir þeirra fara svo í dags­ferð til Óðins­véa.

Auglýsing

Fleiri renna hýru auga til þess­ara ferða­manna og það á ekki síst við um ferða­mála­yf­ir­völd á Jót­landi. Fyrir nokkru var til­kynnt að á næsta ári hefj­ist beint flug milli Beijing og Billund á Jót­landi og Jót­arnir búa sig nú undir að taka árlega á móti tug­þús­undum Kín­verja. Bæj­ar­yf­ir­völd í Vejle hafa komið á sér­stökum kína­nám­skeiðum „Gør dig Kina Klar“, fyrir starfs­fólk versl­ana og veit­inga­staða. Til­gang­ur­inn er að starfs­fólkið læri ýmsa siði og venjur sem, um sumt, eru ólíkar því sem Danir eiga að venj­ast. Kín­verjar eru, margir hverj­ir, móðg­un­ar­gjarnir og því mik­il­vægt að kunna að umgang­ast þá. Ef komið er fram við þá af kurt­eisi og á þann hátt sem þeir eiga að venj­ast hafa þeir áhuga á að kynn­ast því sem Dan­mörk hefur uppá að bjóða. Eig­andi veit­inga­staðar í Vejle segir kín­verska gesti hafa mik­inn áhuga á að prófa danskan mat, og bjór, ef þeir fái fræðslu og útskýr­ingar þjón­ustu­fólks­ins. Það komi þeim líka á óvart að Dan­mörk sé ekki bara Kaup­manna­höfn.

Rand­ers í Kína

Eins og minnst var á í upp­hafi þessa pistils stendur til að reisa í Kína nákvæma eft­ir­lík­ingu mið­bæj­ar­ins í Rand­ers. Verið er að ganga frá samn­ingum bæj­ar­yf­ir­valda í Rand­ers og kín­versks fyr­ir­tæk­is, sem starfar í umboði þar­lendra stjórn­valda. Verk­efnið gengur undir nafn­inu „Rand­ers Town“. End­an­leg stað­setn­ing „mið­bæj­ar­ins“ í Kína hefur ekki verið ákveðin en þrír stað­ir, allir í nágrenni Sjang­haí, koma til greina. Fyr­ir­tækið sem hyggst reisa ,,Rand­ers Town“ heitir And­er­sen Para­d­ise og opn­aði í fyrra skemmti­garð í Sjang­haí, kenndan við H.C. And­er­sen. Und­ir­bún­ingur H.C. And­er­sen garðs­ins hófst árið 2009 en ýmsar ástæður urðu til þess að tefja verk­ið. Kostn­að­ur­inn við að koma skemmti­garð­inum á lagg­irnar nam um hálfum millj­arði danskra króna (tæpa 26 millj­arða íslenska) og fyrstu áætl­anir gera ráð fyrir að kostn­að­ur­inn við að reisa „Rand­ers Town“ verði allt að þrisvar sinnum meiri.

Af hverju Rand­ers?

Rand­ers á Aust­ur-Jót­landi er ekki bein­línis nein heims­borg. Íbú­arnir eru rúm­lega 60 þús­und. Iðn­aður af ýmsu tagi hefur lengi verið helsti burða­rás atvinnu­lífs­ins þótt fyr­ir­tækjum á þessu svæði hafi fækkað nokkuð á síð­ustu árum. Í bænum er þekkt safn, Rand­ers Regn­skov, eins­konar hita­belt­is­garð­ur. Inn­an­dyra ríkir hita­belt­is­lofts­lag og þar má finna hita­belt­is­gróður og dýr sem að jafn­aði lifa ekki á svo norð­lægum slóð­um. Safnið dregur að sér fjölda gesta á ári hverju. Í Rand­ers er enn­fremur að finna safnið Memp­his Mansion, safn um Elvis Presley. Stofn­and­inn, Hen­rik Knud­sen hafði um langt skeið safnað öllu sem tengd­ist ævi og starfi rokkkóngs­ins og opn­aði safnið árið 2011. Safnið er í húsi sem Hen­rik Knud­sen lét byggja og er nákvæm eft­ir­lík­ing íbúð­ar­húss kóngs­ins, Graceland, að öðru leyti en því að húsið í Rand­ers er helm­ingi stærra en Graceland í Memp­his. Á lóð­inni er enn­fremur nákvæm eft­ir­lík­ing húss­ins í Tupelo Miss­issippi þar sem kóng­ur­inn fædd­ist. Á síð­asta ári heim­sóttu rúm­lega 180 þús­und manns Memp­his Mansion.

Randers Regnskov Mynd: Wiki Commons

Þetta sem hér hefur verið nefnt er ekki ástæða þess að Kín­verjar hafa ákveðið að byggja nákvæma eft­ir­lík­ingu mið­bæjar Rand­ers. Ástæð­una segja Kín­verjar þá að mið­bær Rand­ers sé einn sá heil­leg­asti sem fyr­ir­finnst í Dan­mörku, frá tíma H.C. And­er­sen. Þar að auki sé mið­bær­inn ein­stak­lega skemmti­leg­ur. „Rand­ers Town“ verður blanda íbúð­ar­hús­næðis og versl­ana. Eins og áður var nefnt er ekki end­an­lega búið að ákveða stað­setn­ingu „Rand­ers Town“ í Kína en ákvörðun verður tekin á næst­unni.

Þótt íbúar Rand­ers séu undr­andi yfir því að til skuli standa að reisa eft­ir­lík­ingu mið­bæj­ar­ins í Kína eru þeir jafn­framt bæði stoltir og glað­ir. Í við­tali við Rand­ers Amtsa­vis sögð­ust bæj­ar­búar sem rætt var við von­ast til að mun fleiri Kín­verjar muni leggja leið sína til ,,ekta Rand­ers“ og það muni líka koma öðrum stöðum á Jót­landi til góða. Þar sé nefni­lega margt að sjá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar