Deila um uppbyggingu við Elliðaárdal - Er dalurinn friðaður eða ekki?

Minnihluti borgarstjórnar leggst gegn breytingu á deiliskipulagi við Elliðaárdal vegna uppbyggingar í Vogabyggð og Stekkjarbakka. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir um freistnivanda að ræða vegna húsnæðisskorts. Vernda þurfi græn svæði í borginni.

Hildur Björnsdóttir Elliðaárdalur
Auglýsing

Meiri- og minni­hluta borg­ar­stjórnar Reykja­víkur greinir á um friðun Elliða­ár­dals­ins, það er að segja hvort þau úrræði sem standa borg­inni til boða og gripið hefur verið til sé nægi­leg friðun á svæð­inu eða hvort grípa þurfi til ítr­ustu úrræða með því að friða svæðið alfarið sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Nánar til­tekið vill meiri­hlut­inn byggja í jaðri dals­ins, sem telst ekki falla innan svo­kall­aðs borg­ar­garðs og nýtur þannig ekki hverf­is­vernd­ar. Minni­hlut­inn telur hins vegar að frið­lýsa eigi Elliða­ár­dal­inn, í sam­ráði við umhverf­is­ráð­herra, sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum til að standa vörð um græn svæði í borg­inni.

Bók­anir þvers og krus

Á fundum skipu­lags- og sam­göngu­ráðs og borg­ar­ráðs í byrjun júlí voru lagðar fram til­lögur um nýtt deiliskipu­lag í nágrenni Elliða­árs­dals­ins, auk breyt­inga á deiliskipu­lags dals­ins sjálfs.

Auglýsing

Í fyrsta lagi lagði meiri­hlut­inn til að mörk deiliskipu­lags fyrir Elliða­ár­dal­inn yrðu færð til að koma fyrir svo­kall­aðri Voga­byggð. Að auki var lagt fram deiliskpu­lag fyrir umrædda Voga­byggð sem og Stekkj­ar­bakka, þar sem skil­greindar eru nýjar lóð­ir, bygg­ing­areitir og hámarks bygg­inga­magn á svæð­inu.

Í bókun minni­hlut­ans í borg­ar­ráði, það er að segja full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins og áheyrn­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins kemur fram ósætti við til­lögur um breyt­ingar á afmörk­unum skipu­lags Elliða­ár­dals­ins. Fleiri slíkar til­lögur liggi fyrir sem allar þrengi að „við­kvæma og verð­mæta svæði í borg­ar­land­in­u.“ Full­trúar flokk­anna segj­ast leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borg­ar­land­inu og leggj­ast gegn hvers kyns upp­bygg­ingu mann­virkja sem gengið getur nærri slíkum svæðum og við­kvæmu líf­ríki þeirra.

Þannig vilja full­trúar flokk­anna að unnið verði að því í sam­ráði við umhverf­is­ráð­herra og Umhverf­is­stofnun að Elliða­ár­dalur og nær­liggj­andi svæði verði frið­lýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. grein nátt­úru­vernd­ar­laga. „Standa þarf vörð um græn svæði í borg­ar­land­inu, gróð­ur­setja þarf fleiri tré og gæta þess að upp­bygg­ing svæð­anna snúi ein­göngu að bættri aðstöðu til úti­vistar og afþrey­ing­ar,“ segir í bókun minni­hlut­ans.

Full­trúar meiri­hlut­ans segja Elliða­ár­dal­inn skil­greindan sem borg­ar­garð í Aðal­skipu­lagi og sem slíkur settur undir hverf­is­vernd. Þá sé skil­greint helg­un­ar­svæði Elliðaáa 100 metra frá hvorum bakka og þar sé engin upp­bygg­ing heimil og leyfi til fram­kvæmda mjög tak­mark­að. Innan borg­ar­garðs­ins eru aðeins heim­il­aðar fram­kvæmdir sem sam­ræm­ast úti­vist, svo sem stíga­gerð.

„Það er mik­il­vægt að upp­bygg­ing á hús­næði í Reykja­vík gangi hratt og vel og að allir inn­viðir sem fylgi nýjum hverfum séu til fyr­ir­mynd­ar. Það er skýrt kveðið á um að ekki sé gengið á græn svæði í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur 2010-2030 og er þessi upp­bygg­ing í fullu sam­ræmi við þá stefnu­mörk­un,“ segir í bókun meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna.

Flokk­arnir segja upp­bygg­ingu við Voga­byggð mik­il­væga fyrir fjölgun íbúða í borg­inni og „leitt að sjá vilja til að tefja þetta mik­il­væga mál.“ Meiri­hlut­inn heldur því fram að breyt­ingin sem fyrir liggi hafi engin áhrif á mögu­lega verndun Elliða­ár­dals­ins og snúi að breyttri afmörkun skipu­lags­svæð­is­ins til þess að hægt sé að skipu­leggja grunn­skóla sem þjóna muni hinu nýja hverfi.

Þá telur meir­ir­hlut­inn vert er að geta að ef dal­ur­inn yrði frið­lýstur sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum myndi borgin missa yfir­ráð yfir dalnum og þau fær­ast til rík­is­ins.

Segja til­lögu um friðun ekki hafa verið fylgt eftir

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins segja að með þessu sé verið að ganga á Elliða­ár­dal­inn með mann­virkjum og bygg­ing­um.

Í bókun frá full­trúum þeirra í skipu­lags- og sam­göngu­ráði segja þeir að árið 2014 hafi verið lögð fram til­laga í borg­ar­ráði um friðun Elliða­ár­dals í deiliskipu­lagi með svo­kall­aðri hverf­is­vernd. „Svo virð­ist sem til­lög­unni hafi ekki verið fylgt eft­ir. Eins liggur fyrir að friðun með hverf­is­vernd í deiliskipu­lagi hefur ekki sömu rétt­ar­á­hrif og frið­lýs­ing sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Elliðaár og nær­liggj­andi svæði virð­ast því hvorki friðuð með hverf­is­vernd né sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um.“

Í kosn­inga­bar­átt­unni í vor kynnti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hug­myndir sínar um form­lega frið­lýs­ingu Elliða­ár­dals og lögð­ust gegn hvers kyns áformum um upp­bygg­ingu hús­næðis í daln­um.

Í tísti frá Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra kom fram að hann hafi fengið þá til­lögu sam­þykkta í borg­ar­ráði árið 2014, en þar var sam­þykkt að Elliða­árnar og nán­asta umhverfi verði friðað með hverf­is­vernd í deiliskipu­lagi. Þannig sé dal­ur­inn þegar frið­að­ur.



Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur því að fram að engin hverf­is­vernd fyrir Elliða­ár­dal sé í gildi.

„Til­lagan sem borg­ar­stjóri vís­aði til kom því aldrei til fram­kvæmda. Elliða­ár­dal­ur­inn er ekki frið­að­ur,“ segir í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Elliða­árnar sjálfar séu skil­greindar sem borg­ar­garður en að öðru leyti njóti dal­ur­inn í heild ekki vernd­ar. „Jafn­vel þó hverf­is­vernd væri nú gild­andi í deiliskipu­lagi myndi hún ekki hafa sams konar rétt­ar­á­hrif og frið­lýs­ing sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Hverf­is­vernd kemur ekki í veg fyrir upp­bygg­ingu á grænum svæðum í dalnum og áform núver­andi meiri­hluta í borg­ar­stjórn um upp­bygg­ingu versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næðis á svæð­inu gefa ekki til kynna nein áform um verndun Elliða­ár­dals­ins.“

Freistni­vandi í hús­næð­iskreppu

Hildur Björns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir að í grunn­inn vilji flokk­ur­inn ein­fald­lega standa vörð um græn svæði í borg­ar­land­inu.

„Reykja­vík er ekk­ert eina borgin í heim­inum sem hefur staðið frammi fyrir svona freistni­vanda. Sér­stak­lega þegar uppi er hús­næð­is­skort­ur. Til dæmis voru uppi hug­myndir á sínum tíma um að byggja í Central Park í New York,“ segir Hild­ur.

Hún segir meiri­hlut­ann hafa verið tví­saga um stöðu verndar á Elliða­ár­daln­um, hvort þar ríki vernd eða ekki, hvernig þeirri vernd sé háttað og hvað hún feli í sér. „Það virð­ist liggja fyrir þarna tilaga frá 2014 um að setja á svo­kall­aða hverf­is­vernd í Elliða­ár­daln­um, en hún er ekki komin á ennþá því hún er sett á með deiliskipu­lagi sem ekki er búið að sam­þykkja fyrir þetta svæð­i,“ segir Hildur og bætir því við að hverf­is­vernd komi síðan ekki í veg fyrir að hægt sé að byggja mann­virki á svæð­inu, enda eru nú þegar áform um ýmsan rekstur í daln­um.

Hildur tekur fram að Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin hafi sagt að græn svæði hafi mikil jákvæð áhrif á til að mynda and­lega heilsu fólks sem og loft­gæði, auk ann­ars. „Við höfum talað um að þetta svæði sé lungu borg­ar­innar þar sem að fólk getur farið og notið nátt­úr­unnar og úti­vistar og þess vegna leggj­umst við gegn þessu.“

Hver er mun­ur­inn á frið­lýs­ingu, hverf­is­vernd, borg­ar­garði og helg­un­ar­svæði?

Í lögum um nátt­úru­vernd segir að ráð­herra geti frið­lýst land­svæði til að stuðla að mark­miðum lag­anna, sem eru meðal ann­ars að vernda til fram­tíðar fjöl­breytni íslenskrar nátt­úru. Þar segir einnig að hvers konar athafnir eða fram­kvæmdir sem ganga gegn mark­miði frið­lýs­ingar og geta skðað vernd­ar­gildi frið­lýstra nátt­úru­minja séu óheim­ilar nema sam­kvæmt sér­stakri und­an­þágu sem ráð­herra veitir sam­kvæmt mjög þröngum skil­yrð­um. Þá varðar það allt að fjög­urra ára fang­elsi að spilla frið­lýstum nátt­úru­minjum hljót­ist af þeim alvar­leg spjöll á nátt­úru lands­ins sam­kvæmt lög­un­um.

Sam­kvæmt Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur eru borg­ar­garðar þeir stóru garðar innan borg­ar­mark­ana sem setja hvað mestan svip á borg­ar­land­ið. Auk Elliða­ár­dals, sem er 270 hekt­ar­ar, eru í hópi stórra borg­ar­garða Foss­vogs­dal­ur, Öskju­hlíð, Klambratún, Vatns­mýri, Laug­ar­dal­ur, Gufu­nes, Graf­ar­vogur að Hólms­heiði og Úlf­arsár­dalur frá Blika­staða­kró að Hafra­vatni.

Minni borg­ar­garðar eru til dæmis Tjörnin og Hljóm­skála­garður og Laug­ar­nestangi. Gert er ráð fyrir því að styrkja sér­stöðu og sér­kenni borg­ar­garð­anna þannig að hvert svæði bjóði upp á ólíka mögu­leika til úti­vistar og afþrey­ing­ar. Innan borg­ar­garða er gert ráð fyrir úti­vist­ar­iðkun og fjöl­breyttri mann­virkja­gerð af ýmsum toga sem teng­ist nýt­ingu og þjón­ustu svæð­anna til úti­veru, afþrey­ingar og leikja og allrar almennrar frí­stunda­iðk­un­ar. Einnig má gera ráð fyrir veit­inga­að­stöðu og veitu­mann­virkj­um.

Í skipu­lags­lögum segir að sé talin þörf á að vernda sér­kenni eldri byggðar eða ann­arra menn­ing­ar­sögu­legra minja, nátt­úru­minjar, nátt­úru­far eða gróður vegna sögu­legs, nátt­úru­legs eða menn­ing­ar­legs gildis við gerð skipu­lags­á­ætl­un­ar, án þess að um friðun sé að ræða sam­kvæmt öðrum lög­um, skuli setja í við­kom­andi skipu­lags­á­ætlun ákvæði um hverf­is­vernd. Jafn­framt skal setja í við­kom­andi skipu­lags­á­ætlun ákvæði um vernd­ar­svæði í byggð sam­kvæmt lögum um vernd­ar­svæði í byggð.

Í Aðal­skipu­lag­inu segir að ekki sé gert ráð fyrir að byggt sé nær ám og vötnum innan þétt­býl­is­svæðis borg­ar­innar en ákvarð­ast af helg­un­ar­svæði þeirra. Helg­un­ar­svæði áa og vatna ákvarð­ist síðan af afmörkun hverf­is­verndar fyrir við­kom­andi á eða vatn. Ekki er heim­ilt að hindra leið fót­gang­andi með­fram ám og vötn­um. End­an­leg fjar­lægð byggðar frá vötnum og ám er skil­greind á grunni nátt­úru­farsút­tekta og á grunni deiliskipu­lags fyrir við­kom­andi svæði og afmörkun hverf­is­vernd­ar­svæð­is. Gera má ráð fyrir mann­virkjum innan helg­un­ar­svæðis áa og vatna sem tengj­ast notkun svæð­anna til úti­vistar sem sagt stíga, dval­ar- og áning­ar­staða. Ár og vötn eru hluti af heild­ar­skipu­lagi opinn svæða í borg­ar­land­inu, en hefur sér­staka skil­grein­ingu sem ár, vötn og sjór á land­notk­un­ar­upp­drætti.

Skil­grein­ing Elliða­ár­dals­ins í Aðal­skipu­lagi

Elliða­ár­dalur nær frá Elliða­vatni, vestur og norður að Elliða­vogi. Hann dregur nafn sitt af Elliða­ám, sem um hann renna. Elliða­vogs­hraun þekur dal­botn­inn. Austan og norðan við dal­inn eru hverfin Árbær og Höfð­ar, en sunnan og vestan við hann eru Heimar, Soga­mýri, Foss­vogur og Breið­holt. Elliða­ár­dalur er eitt mest sótta úti­vist­ar­svæðið í borg­inni.

Reykja­vík­ur­borg keypti Elliða­árnar árið 1906, til vatns­afls­virkj­un­ar. Raf­stöðin var reist um 1920.

Árið 1950 hóf Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­víkur skóg­rækt­ar- og upp­græðslu­starf í árhólm­anum í sam­starfi við borg­ina og Raf­magns­veitu Reykja­vík­ur. Það starf hefur skilað í víð­feðmum skógi og frjósömu líf­ríki gróð­urs sem er eitt helst aðdrátt­ar­afl skóg­ar­ins. Fugla­líf er fjöl­skrúð­ugt í Elliða­ár­dal og þar hafa einnig fund­ist forn­minjar, m.a. frá tíð Inn­rétt­ing­anna.

Elliða­ár­dalur skipt­ist í meg­in­dráttum í tvo hluta, ofan og neðan við Breið­holts­braut sem þverar svæð­ið. Innan svæð­is­ins er hest­húsa­byggðin í Víði­dal, íþrótta­svæði, rækt­aður úti­vist­ar­skóg­ur. Árnar og nán­asta umhverfi þeirra, Blá­steins­hólmi og árbakkar Dimmu falla undir hverf­is­vernd.

„Stefnt er að afmörkun hverf­is­vernd­ar­svæðis fyrir Elliða­árnar og nán­asta umhverfi þeirra í deiliskipu­lagi innan þriggja ára frá sam­þykkt aðal­skipu­lags­ins. Megin stefna í skipu­lagi svæð­is­ins er að skapa jafn­vægi á milli vernd­unar og nýt­ingu svæð­is­ins til úti­vist­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar