Óhæfir til hermennsku

Á síðasta ári reyndust rúmlega fimmtíu prósent þeirra pilta sem kallaðir voru til grunnþjálfunarprófs í danska hernum óhæfir. Langflestir vegna margs konar geðrænna vandamála.

Danskir hermenn
Danskir hermenn
Auglýsing

Á árinu sem danskir piltar verða átján ára fá þeir bréf frá Danska hern­um. Þar er þeim gert skylt að mæta til­tek­inn dag (for­svar­ets dag) þar sem hver og einn und­ir­gengst eins konar próf. Það sam­anstendur af við­töl­um, prófi í almennri þekk­ingu og dönsku, athugun á lík­am­legu atgervi ásamt sjón og heyrn. Þeir sem upp­fylla kröf­urnar telj­ast hæfir til að geta tekið þátt í byrj­enda­þjálfun hers­ins, ekki eig­in­legri her­mennsku í orðs­ins fyllstu merk­ing­u. 

Af þessum hópi er ein­ungis hluti kvaddur til starfa. Hverjir „lenda“ í því er ákveðið með því sem Danir kalla tombólu­að­ferð­ina, ein­fald­lega með því að draga miða úr hatti. Hér verður ekki fjallað nánar um þá hæfu og her­mennsku­þjálfun­ina. Rétt er að bæta því við að stúlkur fá ekki „kvaðn­ingu“ eins og pilt­arnir en geta hins vegar óskað eftir að taka prófið og ef þær stand­ast það geta þær tekið þátt í byrj­enda­þjálfun hers­ins og síðar meir gegnt her­mennsku á sama hátt og pilt­ar.

Her­skyldan á sér langa sögu

Á næsta ári verða liðin 150 ár síðan her­skylda var inn­leidd í Dan­mörku og þá var „tombólu­fyr­ir­komu­lag­ið“ tekið upp. Þetta fyr­ir­komu­lag, að skylda unga menn til að þjóna föð­ur­land­inu með þessum hætti hefur alla tíð verið umdeilt. Her­skyldan hefur hins­vegar breyst mikið gegnum tíð­ina, árið 1969 var skyldu­tíma­bilið 18 mán­uð­ir, og þá voru 24.400 sem sinntu her­skyld­unni en í dag er tíma­bilið 4 mán­uðir og þeir sem sinna skyld­unni þessa 4 mán­uði á ári hverju eru nú 4200. Á síð­asta ári voru stúlkur 17% þeirra sem sinntu skyld­unni. Her­skyldan hefur alla tíð verið umdeild en fátt bendir til að hún verði afnum­in.

Auglýsing

Þeim óhæfu fjölgar hratt

Eins og getið var um í upp­hafi fjölgar þeim ört sem ekki telj­ast hæfir til að takast á hendur byrj­enda­þjálfun í hern­um. Fyrir til­tölu­lega fáum árum var yfir­þyngd algeng­asta ástæða þess að piltar töld­ust ekki hæfir ásamt sjón­depru og heyrn­ar­leysi. Þannig er það ekki í dag. Nú eru and­legir kvillar algeng­asta orsök þess að piltar er úrskurð­aðir óhæfir til her­þjálf­un­ar. Þessi hópur hefur á und­an­förnum 20 árum stækkað en lang mest á allra síð­ustu árum og er nú þriðj­ungur þeirra sem ekki geta fengið inn­göngu í byrj­un­ar­þjálfun hers­ins.

Hefur verið falið vanda­mál

Svend Aage Mad­sen pró­fessor við Rík­is­spít­al­ann í Kaup­manna­höfn segir þessa aukn­ingu and­legra kvilla hjá ungum körlum bæði alvar­legt og umhugs­un­ar­vert. Þetta sé hins­vegar að veru­legu leyti falið vanda­mál, og seg­ist fagna því að þessi mál séu komin fram í dags­ljósið, þau hafi allt til þessa verið hálf­gerð feimn­is­mál. Nýleg rann­sókn sem pró­fess­or­inn gerði, ásamt sam­starfs­fólki sínu, sýnir að and­leg van­líðan er eitt­hvað sem karl­menn, ungir sem eldri, forð­ast í lengstu lög að tala um. Kollegar og jafn­vel bestu vinir vita ekk­ert um ástand­ið. Þeir sem spurðir voru sögðu að þeir myndu segja vinum og kol­legum frá því ef skipta ætti um auga­stein, fara í ristil­speglun eða lið­skipta­að­gerð, en að þeim líði illa and­lega minn­ist þeir ekki á. And­leg van­líðan sé ein­fald­lega tabú. 

Þegar spurt var hvers vegna svör­uðu margir því til að sumir segðu „er þetta ekki bara þreyta“ eða „þú hristir þetta af þér mað­ur“. Hefðu sem­sagt engan skiln­ing á ástand­inu og sumir töl­uðu jafn­vel um aum­ingja­skap. „Maður reynir bara að halda grímunni“ sagði einn þátt­tak­enda í rann­sókn­inni. Þar kom einnig fram að jafn­vel þótt farið sé til læknis eiga karlar erfitt með að tala um líðan sína. Sumir sem rann­sókn­ar­hóp­ur­inn ræddi við sögðu að tím­inn hjá lækn­inum væri svo naumt skammt­aður að þeir kom­ist aldrei að kjarna máls­ins. Sumir lækn­anna sem hóp­ur­inn ræddi við tóku undir að margir karlar ættu mjög erfitt með að tala um líðan sína, þegar á hólm­inn væri kom­ið.

Hver er ástæð­an?

Svend Aage Mad­sen pró­fessor segir að mjög erfitt sé að fá afdrátt­ar­lausar skýr­ingar á mik­illi fjölgun þeirra sem glíma við and­lega erf­ið­leika. Þar komi eflaust fleira en eitt til. Í við­tali við danska útvarp­ið, DR, nefnir hann nokkrar hugs­an­legar skýr­ing­ar. Kröfur til ungs fólks fara sífellt vax­andi, það eiga allir að skara fram úr en helst ekki skera sig úr fjöld­an­um. Allir eiga að mennta sig, sem pró­fess­or­inn segir af hinu góða, en það við­horf, sem er ríkj­andi, að allir eigi að fara í mennta­skóla, eftir að grunn­skóla lýkur segir hann ekki æski­legt. Það þyki fínna að fara í mennta­skóla en í verk­nám þótt það henti ekki öll­um. Þess vegna fari margir í mennta­skól­ann, kom­ist svo að því að það henti hreint ekki og gef­ast upp. Þessir nem­endur fyllist van­mátt­ar­kennd, finn­ist þeir mis­heppn­að­ir. Vita svo í fram­hald­inu lítt eða ekki hvað þeir eigi að taka sér fyrir hend­ur. Bara þetta eina atriði, segir pró­fess­orinn, getur haft mjög mikil áhrif á ein­stak­ling­inn og leitt til alls konar and­legra erf­ið­leika, sem fara vax­andi sé ekki brugð­ist við. ,,Þegar þessir ein­stak­lingar leita sér ekki aðstoðar er ekki von á góð­u.“ Pró­fessor Svend Aage Mad­sen ræddi einnig í við­tal­inu stór­aukna notkun fíkni­efna, sem iðu­lega leiddi til per­sónu­leika­breyt­inga.

Reiði, ein­angrun og aukin drykkja

Þegar frétta­maður DR spurði pró­fess­or­inn hvort hægt væri að nefna ákveðin atriði sem bentu til að hætta væri á ferð­um, t.d. breytta hegðun nefndi hann nokkur atriði.

Í fyrsta lagi bæri iðu­lega á reiði út í allt og alla, allt væri ómögu­legt og stóru orðin ekki spöruð.

Í öðru lagi breytt hegðun og fram­koma, til dæmis á vinnu­stað. Sá sem ekki vill sitja með félög­unum í mat­ar- eða kaffi­tím­um, vill helst ekki tala við neinn á vinnu­staðnum en heldur sig út af fyrir sig.

Í þriðja lagi nefndi pró­fess­or­inn aukna áfeng­is­neyslu. Margir standa í þeirri trú að áfengi bæti sál­ar­á­standið og líð­an­ina. Áfengi er engin lausn sagði Svend Aage Mad­sen.

Hann sagði að iðu­lega forð­að­ist fólk að spyrja hvort eitt­hvað væri að, ef það tæki eftir ein­hverjum breyt­ing­um, til dæmis þeim sem nefnd voru hér að ofan. Það væri hins­vegar alrangt, þótt við­kom­andi bregð­ist kannski illa við ætti sá sem spyr ekki að gef­ast upp, heldur halda áfram og þannig fá umræð­una í gang. Þetta væri mjög mik­il­vægt.

Í við­tal­inu við DR sagð­ist pró­fess­or­inn von­ast til að sú umræða sem nú er komin í gang varð­andi þessi mál yrði til þess að opna augu allra, bæði sér­fræð­inga og almenn­ings fyrir þessum geð­ræna vanda hjá ungum karl­mönn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar