10 staðreyndir um Dansk Folkeparti

Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.

Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
Auglýsing

1. Stofnun

Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, eða Dansk ­Fol­ke­parti, var stofn­aður þann 6. októ­ber árið 1995 sem klofn­ings­fram­boð úr Danska fram­fara­flokkn­um. Stofn­með­lim­irnir fjórir voru þau Pi­a Kjærs­gaard, Krist­i­an T­hules­en Da­hl, Poul Nød­gaar­d og O­le Donn­er, en þeir höfð­u all­ir lotið í lægra haldi í síð­ustu kosn­ingum til for­ystu Fram­fara­flokks­ins.

2. Pia

Íslands­vin­ur­inn Pi­a Kjærs­gaard leiddi stofnun Þjóð­ar­flokks­ins, en hún var áður for­maður Danska fram­fara­flokks­ins. Pi­a ­fædd­ist árið 1947 í Kaup­manna­höfn og er því 71 árs, en hún hefur setið sam­fellt á þingi frá árinu 1984. Pi­a var for­maður Þjóð­ar­flokks­ins frá stofnun alveg til árs­ins 2012, en árið 2015 tók hún við sem for­seti Danska þjóð­ar­þings­ins. Krist­i­an T­hules­en Dahl tók við for­manns­sæti Þjóð­ar­flokks­ins af Pi­u og er sitj­andi for­mað­ur.

3. Vax­andi vin­sældir en aldrei í stjórn

Allt frá stofnun flokks­ins hefur hann verið með full­trúa á danska þjóð­þing­inu, en stofn­með­lim­irnir sátu allir sem þing­menn Danska fram­fara­flokks­ins. Þremur árum seinna tók hann svo þátt í fyrstu þing­kosn­ing­unum sínum og náði þar 7,4 pró­sentum atkvæða. Fylgi flokks­ins hefur vaxið nær stöðugt síðan þá, en í síð­ustu þing­kosn­ingum árið 2015 fékk flokk­ur­inn 21,1 pró­sent atkvæða. Flokk­ur­inn hefur ekki enn verið form­lega í rík­is­stjórn, en hefur þó varið þrjár minni­hluta­stjórnir falli og ein­ungis verið í stjórn­ar­and­stöðu í fimm ár frá alda­mót­un­um. 

4. Í sama flokki og Le Pen

Opin­ber stefnu­mál flokks­ins snúa að sjálf­stæði Dan­merk­ur, stuðn­ingi við þjóð­kirkj­una og kon­ungs­veld­ið, hörðum refs­ingum við lög­brot­um, verndun dansks menn­ing­ar­arfs auk tak­mörk­unar á inn­flytj­endum og and­stöðu við fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag. Á hinn bóg­inn fer minna fyrir efna­hags­mál­efnum flokks­ins, þess utan að þau vilji við­halda nor­rænu vel­ferð­ar­kerfi og stuðla að sterku atvinnu­lífi. Stjórn­mála­fræð­ingar hafa skil­greint flokk­inn sem rót­tækan hægri­s­inn­að­an popúlista­flokk, í sama flokki og Þjóð­ar­fylk­ing Mar­ine ­Le Pen og Sví­þjóð­ar­demókrat­arn­ir. 

5. Gamlir karlar á Jót­landi

Fylgi flokks­ins mælist mest á Suð­ur­-Jót­landi, Fjóni og Sjá­landi utan höf­uð­borg­ar­inn­ar, en Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn mælist ekki sterkur í flestum dönskum borg­um. Sömu­leiðis er kjós­andi flokks­ins lík­legri til að vera karl­mað­ur, á efri árum, búa við lágar tekjur og hafa litla form­lega mennt­un.

Auglýsing

6. Hrein­tungu­stefna 

Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn er þekkt­astur fyrir þjóð­ern­is­hyggju sína, en tals­menn flokks­ins hafa oft sett sig upp á móti erlendum tungu­mála­á­hrif­um.Fyrir þremur árum síðan lagði tals­maður menn­ing­ar­mála flokks­ins, Alex A­hrendtsen, til að ensku­kennsla yrði bönnuð í dönskum rík­is­há­skól­um. Sömu­leiðis hefur Mart­in Hen­rik­sen, rit­ari flokks­ins, mælt gegn því að inn­flytj­endur tali á móð­ur­máli sínu heima hjá sér, heldur ættu þeir að tala á dönsku. Morten Mar­inus, tals­maður fjöl­miðla­mála flokks­ins,  hefur einnig kraf­ist þess að a.m.k. 40% allrar tón­listar á útvarps­stöðvum lands­ins skuli vera á dönsku. 

7. Múslimar

Þjóð­ern­is­hyggjan nær þó dýpra en ein­ungis í hrein­tungu­stefnu, en margir með­limir flokks­ins hafa lýst yfir andúð sína gagn­vart fólki af erlendum upp­runa og þá sér­stak­lega múslim­um. Í kjöl­far hryðju­verka­ára­sanna á Tví­bura­t­urn­ana í New York þann 11. sept­em­ber árið 2001 sagði Pia Kjærs­gaard vest­ræna sið­menn­ingu vera eina sið­menn­ingu heims­ins. Opin­berir með­limir flokks­ins hafa líka að minnsta kosti verið fjórum sinnum dæmdir vegna refsi­verðrar kyn­þátta­hyggju í dönskum dóm­stól­um, meðal ann­ars fyrir að hafa kallað 80% pól­skra kvenna vænd­is­konur og líkt múslima við Hitler. 

8. „Þú ert ekki danskur“

Með fræg­ustu atvikum með­lima Danska þjóð­ar­flokks­ins á síð­ari árum var þó fram­koma Mart­ins Hen­riksen, rit­ara flokks­ins, í sjón­varps­þætt­in­um Debatten fyrir tveimur árum síð­an. Þar sagði hann dönskum mennta­skóla­nema að hann væri ekki danskur, þar sem hann væri af erlendu bergi brot­inn. Upp­á­kom­una má sjá hér að neð­an.



9. Ásak­anir um ras­isma

Vegna fjand­sam­legra ummæla í garð útlend­inga auk fólks af öðrum kyn­þáttum hefur Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn oft verið ásak­aður fyrir að ýta undir kyn­þátta­hat­ur. Í fyrra sagði til dæmis fyrrum ráð­herra Danska vinstri­flokks­ins margt vera sam­eig­in­legt milli Þjóð­ar­flokks­ins og Ku Klux Kl­an. Aðrir hafa einnig bent á þá stað­reynd að flokk­ur­inn beri sama nafn og danskur nas­ista­flokkur í síð­ari heims­styrj­öld­inni, en Þjóð­ar­flokks­með­limir hafa þver­tekið fyrir lík­indi á milli þeirra og segja nafn­gift­ina vera ómerki­lega til­vilj­un.

10. Sam­kyn­hneigðir

Skoð­anir margra innan þjóð­ar­flokks­ins eru ekki ein­ungis fjand­sam­legar í garð útlend­inga, en tals­menn hans hafa einnig tjáð sig gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra. Einn þing­maður flokks­ins kall­aði þá „fatl­aða“ og annar líkti hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra við því að gift­ast hundi. Einnig eru þeir á móti ætt­leið­ingum sam­kyn­hneigðra para þar sem börnin fengju ekki „réttu upp­lifun­ina af fjöl­skyldu­líf­i.“ Í ræðu sinni árið 2006 sagði svo Pi­a að tveir sam­kyn­hneigðir karl­menn myndu ekki fá gervi­frjóvgun í hennar valda­tíð, slíkt væri „hneyksli.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar