Girða fyrir villisvínin

Á næsta ári verður reist 70 kílómetra löng girðing á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Girðingunni er ætlað að koma í veg fyrir að villisvín frá Þýskaland komist til Danmerkur. Danir óttast að svínin gætu borið með sér afríska svínapest.

Villisvín
Auglýsing

Á næsta ári verður reist 70 kíló­metra löng girð­ing á landa­mærum Dan­merkur og Þýska­lands. Girð­ing­unni er ætlað að koma í veg fyrir að villisvín frá Þýska­land kom­ist til Dan­merk­ur. Danir ótt­ast að svínin gætu borið með sér afríska svína­pest, sem fund­ist hefur í villisvínum í Aust­ur-­Evr­ópu, og hún þannig borist í dönsk alisvín. Fólki stafar ekki hætta af pest­inni.

Afríska svína­pestin er vírus­sjúk­dómur sem leggst á alla svína­stofna en berst ekki í önnur dýr, né fólk. Engin bólu­setn­ing er til gegn pest­inni og svín sem fá hana drep­ast und­an­tekn­inga­lít­ið.

Afrísku svína­pest­ar­inn­ar, sem nú herj­ar, varð fyrst vart í Rúss­landi árið 2007 þótt hún sé mun eldri. Í febr­úar árið 2014 var stað­fest að pestin hefði borist til Pól­lands, þar fannst hún í villi- og alisvínum og síðar sama ár fannst hún í svínum á litlu búi í aust­ur­hluta Lett­lands og í villisvínum á sama svæði. Pestin hefur síðan borist til Eist­lands, Lit­há­en, Rúm­en­íu, Tékk­lands og Ung­verja­lands, Georg­íu, Armen­íu, Aserbajdsj­an, Úkra­ínu og Rúss­lands. Sjúk­dóm­ur­inn getur borist með ýmsum hætti milli dýra, t.d. með fóðri, vatni, flugum og öðrum smá­dýr­um.

Auglýsing

Þýski villisvína­stofn­inn er stór

Afríska svína­pestin hefur ekki, svo vitað sé, borist í villisvín í Þýska­landi en þar er stofn villisvína mjög stór. Í Sví­þjóð er stofn­inn sömu­leiðis stór en þar hafa ekki fund­ist smituð dýr. Sér­fræð­ingar telja aðeins tím­spurs­mál hvenær smitið ber­ist til Þýska­lands og ef það ger­ist eru taldar miklar líkur á að það nái einnig til Dan­merk­ur.

Mynd: Wikicommons.Villisvínin geta vegið allt að 200 kíló, búk­ur­inn getur  náð tveggja metra lengd. Feld­ur­inn er oft­ast dökk­grár, trýnið langt og eyrun ætíð sperrt. Tenn­urnar eru 44, hjá eldri karl­dýrum má iðu­lega sjá tvær beittar tennur standa út úr skolt­in­um. Villisvínin eru mjög lykt­næm og heyra vel, þau eru ekki mat­vönd, éta nán­ast allt sem að kjafti kem­ur.

35 villisvín skotin á þessu ári

Danir útrýmdu villisvínum í upp­hafi 19. aldar og ekki er vitað til að í land­inu séu villisvín með ,,fasta búset­u“. Af og til flækj­ast svín frá Þýska­landi yfir landa­mærin til Suð­ur­-Jót­lands. Þau eru ekki aufúsu­gestir og heim­ilt er að skjóta þau þar sem til þeirra sést. Eins og áður sagði eru villisvínin mjög lykt­næm og í nágrenni Graasten á Suð­ur­-Jót­landi freistar umhverf­is­stofn­unin þeirra, með skipu­legum hætti. Grefur niður maís og tjöru­klessur (svín­unum líkar lykt­in), dýrin renna á lykt­ina en eft­ir­lits­mynda­vélar fylgj­ast með svæð­inu. Þegar vart verður við dýrin fá svína­skytt­urnar (oft­ast bænd­ur) boð og þeir fara þá á stað­inn og fella dýr­in. Frá ára­mótum hafa verið skotin 35 dýr. Þeim sem fella villisvín er skylt að skila sýnum úr dýr­unum til dönsku umhverf­is­stofn­un­ar­inn­ar.

70 kíló­metra löng girð­ing

Fregnir um að sýkt villisvín geti hugs­an­lega kom­ist til Dan­merkur hafa á síð­ustu árum af og til verið til umfjöll­unar í dönskum fjöl­miðl­um. Og ekki að ástæðu­lausu. Mikið er i húfi, svína­eldi er mik­il­væg land­bún­að­ar­grein. Ef pestin bær­ist til Dan­merkur gæti það haft mjög alvar­legar afleið­ing­ar, haft í för með sér fjölda­gjald­þrot bænda, sem margir hverjir mega ekki við áföll­um. Danir flytja árlega út svína­kjöt og svína­af­urðir fyrir jafn­gildi 200 millj­arða íslenskra króna og þar við bæt­ist salan inn­an­lands. Það er því ekki að undra að bændur hafi lengi reynt að vekja athygli stjórn­mála­manna á því að nauð­syn­legt sé að bregð­ast við og gera ráð­staf­anir til að hindra að svína­pestin ber­ist til lands­ins.

Mynd: Suzanne TuckerNokkuð er síðan umræður um aðgerðir til að verj­ast villisvínum  hófust í danska þing­inu, Fol­ket­inget. Þær umræður snér­ust einkum um eins­konar landamæra­girð­ingu. Þótt sú lausn þyki hvorki frum­leg né nýstár­leg er fátt annað í boði. Fyrir skömmu urðu danskir þing­menn sam­mála um að sett yrði upp 70 kíló­metra löng girð­ing á Suð­ur­-Jót­landi, frá landa­mær­unum við Vest­ur­hafið að Flens­borg­ar­firði. Girð­ingin verður hálfur annar metri á hæð frá jörðu og nær hálfan metra niður í jörð­ina.

En er gagn að svona girð­ingu?

Um það eru skiptar skoð­an­ir. Þeir sem telja lítið gagn að girð­ing­unni segja að vegna þess að girð­ingin er ekki óslitin (veg­ir, lesta­teinar o.fl) muni villisvín­in, eins og önnur dýr, finna þá staði sem rof er í girð­ing­unni og þannig kom­ast leiðar sinn­ar. Aðrir segja að reynslan sýni að svona girð­ingar dugi vel. Þótt hugs­an­legt sé að ein­hver villisvín kom­ist gegnum girð­ing­una yrði það aldrei nema mjög tak­mark­aður fjöldi.

Kostn­að­ur­inn er áætl­aður 80 millj­ónir danskra króna (ca 1300 millj­ónir íslenskar) sem eru ,,smá­aurar miðað við hvað er í húfi“ sagði danskur þing­maður í við­tali við danska útvarp­ið.

Danska umhverf­is­stofn­unin ákveður nán­ari til­högun girð­ing­ar­inn­ar, hvar hún kemur til með að liggja o.s.frv. Tals­maður stofn­un­ar­innar sagði í við­tali við dag­blaðið Jót­land­s­póst­inn að girð­ingin færi að lík­indum um lönd 80 bænda en reynt yrði, eftir fremsta megni að búa svo um að hún lægi ekki yfir akra og tún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar