Girða fyrir villisvínin

Á næsta ári verður reist 70 kílómetra löng girðing á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Girðingunni er ætlað að koma í veg fyrir að villisvín frá Þýskaland komist til Danmerkur. Danir óttast að svínin gætu borið með sér afríska svínapest.

Villisvín
Auglýsing

Á næsta ári verður reist 70 kílómetra löng girðing á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Girðingunni er ætlað að koma í veg fyrir að villisvín frá Þýskaland komist til Danmerkur. Danir óttast að svínin gætu borið með sér afríska svínapest, sem fundist hefur í villisvínum í Austur-Evrópu, og hún þannig borist í dönsk alisvín. Fólki stafar ekki hætta af pestinni.

Afríska svínapestin er vírussjúkdómur sem leggst á alla svínastofna en berst ekki í önnur dýr, né fólk. Engin bólusetning er til gegn pestinni og svín sem fá hana drepast undantekningalítið.

Afrísku svínapestarinnar, sem nú herjar, varð fyrst vart í Rússlandi árið 2007 þótt hún sé mun eldri. Í febrúar árið 2014 var staðfest að pestin hefði borist til Póllands, þar fannst hún í villi- og alisvínum og síðar sama ár fannst hún í svínum á litlu búi í austurhluta Lettlands og í villisvínum á sama svæði. Pestin hefur síðan borist til Eistlands, Litháen, Rúmeníu, Tékklands og Ungverjalands, Georgíu, Armeníu, Aserbajdsjan, Úkraínu og Rússlands. Sjúkdómurinn getur borist með ýmsum hætti milli dýra, t.d. með fóðri, vatni, flugum og öðrum smádýrum.

Auglýsing

Þýski villisvínastofninn er stór

Afríska svínapestin hefur ekki, svo vitað sé, borist í villisvín í Þýskalandi en þar er stofn villisvína mjög stór. Í Svíþjóð er stofninn sömuleiðis stór en þar hafa ekki fundist smituð dýr. Sérfræðingar telja aðeins tímspursmál hvenær smitið berist til Þýskalands og ef það gerist eru taldar miklar líkur á að það nái einnig til Danmerkur.

Mynd: Wikicommons.Villisvínin geta vegið allt að 200 kíló, búkurinn getur  náð tveggja metra lengd. Feldurinn er oftast dökkgrár, trýnið langt og eyrun ætíð sperrt. Tennurnar eru 44, hjá eldri karldýrum má iðulega sjá tvær beittar tennur standa út úr skoltinum. Villisvínin eru mjög lyktnæm og heyra vel, þau eru ekki matvönd, éta nánast allt sem að kjafti kemur.

35 villisvín skotin á þessu ári

Danir útrýmdu villisvínum í upphafi 19. aldar og ekki er vitað til að í landinu séu villisvín með ,,fasta búsetu“. Af og til flækjast svín frá Þýskalandi yfir landamærin til Suður-Jótlands. Þau eru ekki aufúsugestir og heimilt er að skjóta þau þar sem til þeirra sést. Eins og áður sagði eru villisvínin mjög lyktnæm og í nágrenni Graasten á Suður-Jótlandi freistar umhverfisstofnunin þeirra, með skipulegum hætti. Grefur niður maís og tjöruklessur (svínunum líkar lyktin), dýrin renna á lyktina en eftirlitsmyndavélar fylgjast með svæðinu. Þegar vart verður við dýrin fá svínaskytturnar (oftast bændur) boð og þeir fara þá á staðinn og fella dýrin. Frá áramótum hafa verið skotin 35 dýr. Þeim sem fella villisvín er skylt að skila sýnum úr dýrunum til dönsku umhverfisstofnunarinnar.

70 kílómetra löng girðing

Fregnir um að sýkt villisvín geti hugsanlega komist til Danmerkur hafa á síðustu árum af og til verið til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum. Og ekki að ástæðulausu. Mikið er i húfi, svínaeldi er mikilvæg landbúnaðargrein. Ef pestin bærist til Danmerkur gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar, haft í för með sér fjöldagjaldþrot bænda, sem margir hverjir mega ekki við áföllum. Danir flytja árlega út svínakjöt og svínaafurðir fyrir jafngildi 200 milljarða íslenskra króna og þar við bætist salan innanlands. Það er því ekki að undra að bændur hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnmálamanna á því að nauðsynlegt sé að bregðast við og gera ráðstafanir til að hindra að svínapestin berist til landsins.

Mynd: Suzanne TuckerNokkuð er síðan umræður um aðgerðir til að verjast villisvínum  hófust í danska þinginu, Folketinget. Þær umræður snérust einkum um einskonar landamæragirðingu. Þótt sú lausn þyki hvorki frumleg né nýstárleg er fátt annað í boði. Fyrir skömmu urðu danskir þingmenn sammála um að sett yrði upp 70 kílómetra löng girðing á Suður-Jótlandi, frá landamærunum við Vesturhafið að Flensborgarfirði. Girðingin verður hálfur annar metri á hæð frá jörðu og nær hálfan metra niður í jörðina.

En er gagn að svona girðingu?

Um það eru skiptar skoðanir. Þeir sem telja lítið gagn að girðingunni segja að vegna þess að girðingin er ekki óslitin (vegir, lestateinar o.fl) muni villisvínin, eins og önnur dýr, finna þá staði sem rof er í girðingunni og þannig komast leiðar sinnar. Aðrir segja að reynslan sýni að svona girðingar dugi vel. Þótt hugsanlegt sé að einhver villisvín komist gegnum girðinguna yrði það aldrei nema mjög takmarkaður fjöldi.

Kostnaðurinn er áætlaður 80 milljónir danskra króna (ca 1300 milljónir íslenskar) sem eru ,,smáaurar miðað við hvað er í húfi“ sagði danskur þingmaður í viðtali við danska útvarpið.

Danska umhverfisstofnunin ákveður nánari tilhögun girðingarinnar, hvar hún kemur til með að liggja o.s.frv. Talsmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við dagblaðið Jótlandspóstinn að girðingin færi að líkindum um lönd 80 bænda en reynt yrði, eftir fremsta megni að búa svo um að hún lægi ekki yfir akra og tún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar