Tilvistarkreppa markaðarins

Hvað gerist þegar lífeyrissjóðir fara að verða umsvifaminni á íslenskum verðbréfamarkaði?

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Förum aftur um ára­tug. Sum­arið 2008 var frost á eigna­mörk­uðum á Íslandi. Hluta­bréf höfðum á skömmum tíma fallið um meira en 30 pró­sent frá því í upp­hafi árs­ins og óveð­urs­ský voru í aug­sýn.

Þó eng­inn hafi séð fyrir hið epíska fall íslenska fjár­mála­kerf­is­ins (þó ýmsir telji sig hafa gert það) dag­ana 7. til 9. októ­ber þá voru sann­ar­lega komin fram ein­kenni á mörk­uðum sem vöktu ugg.

Enda­tafl þess­arar þró­unar þekkja all­ir. Neyð­ar­laga­setn­ing og fjár­magns­höft mörk­uðu sporin í nýju upp­hafi íslenska hag­kerf­is­ins og ekki síst hins skráða mark­að­ar.

Auglýsing

Skráning Haga heppnaðist vel, og markaði í hugum margra upphafið að endurreisn markaðarins.

Þurrk­að­ist út

Óhætt er að segja að mikið end­ur­reisn­ar­starf hafi átt sér stað á mark­aði hér á landi frá því fyrir tæpum ára­tug. Nær allt mark­aðsvirði hluta­bréfa­mark­að­ar­ins gufaði upp og stærstu félögin á mark­aði - Kaup­þing, Lands­bank­inn og Glitnir - féllu eins og spila­borg og til­heyrðu honum því ekki leng­ur.

Und­an­far­inn ára­tugur á hluta- og skulda­bréfa­mark­aði hefur markast af þessum atburð­um, vita­skuld, enda hefur þurft mikið átak til að end­ur­reisa mark­að­inn og skapa á honum líf á nýjan leik. Í stórum dráttum hefur þessi end­ur­reisn gengið vel, en nú eru blikur á lofti.

Hafta-­mark­aður

Á aðal­l­ista Nas­daq kaup­hallar Íslands eru nú 18 félög. Líf­eyr­is­sjóðir lands­manna eiga á bil­inu 50 til 60 pró­sent af heild­ar­hlutafé á mark­aðn­um, þegar allt er talið, bæði bein og óbein eign­ar­að­ild, í gegnum sjóð­i. 

Innan fjár­magns­hafta var mark­að­ur­inn end­ur­reistur og þá var ofgnótt fjár á mark­aðn­um, þar sem líf­eyr­is­sjóðir höfðu tak­mark­aða mögu­leika til fjár­fest­inga. Í því umhverfi var mark­að­ur­inn reistur við og allt frá fyrstu nýskrán­ing­unni á markað eftir hrun­ið, þegar Hagar voru skráðir á markað í des­em­ber 2011, hefur félögum fjölgað jafnt og þétt. Þau eru nú 18 tals­ins.

Á árunum 2011 og fram til loka árs­ins 2017 átti sér stað mikil hækkun á flestum eignum á Íslandi, sam­hliða miklum vexti í ferða­þjón­ustu og inni­lok­uðu hag­kerf­inu í höft­um. Fast­eignir þutu upp í verði, í alþjóð­legum sam­an­burði, og gengi krón­unnar styrkt­ist.

Líf­eyr­is­sjóðir byggðu í raun upp hluta­bréfa­mark­að­inn með nýfjár­fest­ingum í félögum sem voru skráð á mark­að. Hlut­verk sjóð­anna skipti sköpum og gerði það mögu­legt að búa til lif­andi hluta­bréfa­markað á nýjan leik.

Lækk­anir og lækk­anir

Ein­hver óveð­urs­ský - ekki jafn dökk og árið 2008 þó - hafa verið að hrann­ast upp á mark­aðnum að und­an­förnu. Það sem af er árið hefur vísi­tala aðal­l­ist­ans lækkað um 17,3 pró­sent, og sé horft yfir 12 mán­aða tíma­bili þá nemur lækk­unin um 13 pró­sent­um.

Hvað er það sem veld­ur? 

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Og eins og ávallt þegar mark­aðs­þróun er ann­ars veg­ar, þá er ekki auð­velt að skýra nákvæm­lega hvað það er sem veldur til­tek­inni þró­un, að öðru leyti en því fyrir hversu mikið er keypt og selt, hvernig fram­boð og eft­ir­spurn hefur áhrif á dag­legar sveiflur verðs.

Félög á aðallista hlutabréfamarkaðarins.Eitt af því sem við­mæl­endur Kjarn­ans á meðal sér­fræð­inga á fjár­mála­mark­aði og fjár­festa voru sam­mála um að nú væri að ger­ast á mark­aði, væri minnk­andi kaup­þrýst­ingur á mark­aði frá líf­eyr­is­sjóðum og mörgum efna­meiri fjár­fest­um.

Líf­eyr­is­sjóðir hafa að und­an­förnu verið vax­andi á hús­næð­is­lána­mark­aði og hafa auk þess sett sér mark­mið um að auka hlut­fall erlendra eigna í eigna­söfnum sínum á næst­unni. Hlut­fallið fyrir sjóð­ina í heild er um 25 pró­sent, um þessar mund­ir. Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóð­ana voru 4.068 millj­arðar króna í byrjun júlí og voru inn­lendar eignir þar af, rúm­lega 3 þús­und millj­arð­ar. Erlendar eignir voru rúm­lega 1 þús­und millj­arð­ar.

Flestir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna hafa sett sér mark­mið um að auka hlut­deild erlendra eigna á næstu árum, í allt að 30 til 40 pró­sent. Þessi stefnu­breyt­ing hefur því mikil áhrif á Íslandi vegna umfangs líf­eyr­is­sjóð­ana á mörk­uðum hér á landi. Eft­ir­spurnin minnkar og mark­að­ur­inn verður grynnri.

Við­mæl­endur Kjarn­ans sögðu að þessi staða væri alls ekki ákjós­an­leg, þar sem erfitt sé að styðja við félög til vaxt­ar, þegar mark­að­ur­inn er svona grunnur eins og þessi miss­er­in. Þá vanti einnig að örva erlenda fjár­fest­ingu inn á mark­að­inn, jafn­vel þó erlendir sjóðir hafi fjár­fest fyr­ir  millj­arða í íslenskum félögum á síð­asta ári. Það dugar skammt. Nýskrán­ingar Arion banka og Heima­valla hjálpa þó til við að stækka „vöru­úr­val­ið“ á mark­aðn­um.

Tæki­færi og for­spár­gildi

Þrátt fyrir að hluta­bréfa­mark­að­ur­inn hafi verið að lækka að und­an­förnu, og ekki líf­legt á mark­aðnum þessi miss­er­in, þá geta mynd­ast kauptæki­færi í stöðu sem þess­ari. Verð­mið­inn á Icelandair er t.d. búinn að lækka um meira en 75 pró­sent á tveimur árum og er hann nú langt undir því eigin fé sem er í félag­inu þessi miss­er­in. Verð­mið­inn er nú um 38 millj­arðar á meðan eigið fé í lok fyrsta árs­fjórð­ungs á þessu ári var 57 millj­arð­ar.

En hvað er framund­an? Erfitt er að segja til um það, eins og áður hefur verið nefnt, en í sam­an­burði við erlenda mark­aði þá hefur lækk­unin á Íslandi verið skarp­ari en víð­ast hvar, á þessu ári. Inn á mark­að­inn vantar sár­lega fleiri sem stunda reglu­lega við­skipti, og það á ekki síst við um almenna fjár­festa, bæði smærri félög og ein­stak­linga. Ef ekki kemur til vax­andi fjár­fest­ing á mark­aðnum á næstu miss­erum - einkum erlendis frá - þá gæti þessi skarpa lækk­un­ar­hrina haldið áfram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar