Hvernig tengist ójöfnuður loftslagsmálum?

Hver er tengingin milli loftslagsmála og ójöfnuðar? Er hægt að berjast fyrir auknum jöfnuði og gegn afleiðingum loftslagsbreytinga á sama tíma?

Hitabylgjur í sumar hafa leikið sumar borgir grátt.
Hitabylgjur í sumar hafa leikið sumar borgir grátt.
Auglýsing

Afleið­ingar vegna hlýn­unar jarð­ast virð­ast versna með hverju árinu sem líð­ur. Ótt­ast er um fram­tíð­ina þar sem dauðs­föll vegna hita­bylgja og póli­tískra upp­reisna tengdar þurrkum geti hrakið fjölda fólks á flótta á næstu árum. Gæti verið að hægt sé að sporna við þess­ari þróun með auknum jöfn­uði?

Þurrkar, eldar og skæðar hita­bylgjur

Þrátt fyrir kulda og vætu á Íslandi hefur sum­arið ein­kennst af skæðum hita­bylgjum víðs vegar um heim­inn. Hita­met hafa verið slegin í öllum heims­horn­um, ­skóg­ar­eld­ar­ ­geisað í Sví­þjóð og langt þurrka­tíma­bil í júlí gerði mörgum Evr­ópu­löndum erfitt fyr­ir. Geim­fara­stofnun Evr­ópu­ríkja gaf nýlega út ­gervi­hnatt­ar­mynd þar sem ber­lega sést hvernig Dan­mörk hefur skrælnað vegna þurrks­ins og sam­kvæmt T­he Star lét­ust 53 í Montr­eal í Kanada vegna skæðrar hita­bylgju þar í byrjun júlí­mán­að­ar. 

Sum­arið er enn ein birt­ing­ar­mynd hnatt­rænnar hlýn­unar auk vanda­mál­anna sem fylgja munu henni á næstu árum og ára­tug­um. Vís­inda­menn spá auk­inni tíðni þurrka og hita­bylgja sam­hliða allt að 2,7 metra hækkun sjáv­ar­borðs á þess­ari öld, haldi hlýn­unin áfram óbreytt. Sam­hliða þessu mun með­al­hita­stig jarð­ar­innar hækka um allt að fjórar gráð­ur. Ljóst er að allir jarð­ar­búar muni finna fyrir þessum breyt­ingum á næstu ára­tug­um, en farið geti svo að margir heims­hlutar verð­i ó­byggj­an­leg­ir innan nokk­urra ára­tuga.

Auglýsing

Ójafn leikur

Hnatt­ræn hlýnun hefur þó ekki jöfn áhrif á alla heims­byggð­ina. Lofts­lags­breyt­ing­arn­ar  hafa verið mestar í hita­belt­islöndum sem mörg hver eru með fátæk­ustu löndum heims. Mörg þeirra hafa nú þegar fundið fyrir miklum lofts­lags­breyt­ing­um, en evr­ópskir vís­inda­menn hafa sýnt fram á að með­al­hita­stig jarðar muni þurfa að hækka um þrjár gráður til að íbúar auð­ugra landa finni fyrir jafn­miklum breyt­ing­um. 

Þessi skipt­ing á áhrifum lofts­lags­breyt­inga hefur alvar­legar sam­fé­lags­legar afleið­ingar í för með sér. Fyrst og fremst eykur hún ójöfnuð milli landa, þar sem lofts­lags­breyt­ingar eiga sér frekar stað í fátækum löndum sem verða enn fátæk­ari vegna þess að þau skorta inn­viði til að takast á við þær. Einnig við­heldur skipt­ingin tregðu til breyt­inga, þar sem iðn­ríkin fram­leiða mest af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en finna minnst fyrir nei­kvæðum áhrifum þeirra og hafa því ekki nægi­lega þörf fyrir að efna til rót­tækra aðgerða í þeim mál­u­m. 

Engin loft­ræst­ing fyrir alla

Hit­inn eykur ekki ein­ungis mun­inn milli iðn­ríkja og þró­un­ar­landa, heldur einnig ríkra og fátækra innan land­anna. The Gu­ar­di­an tók saman frétta­skýr­ingu á dög­unum um það hversu skæðar hita­bylgjur geta orðið víðs vegar um heim­inn, sér­stak­lega fyrir fátæka borg­ar­búa. Skýr­ingin nefndi hita­bylgj­una í Montr­eal ­sem dæmi, en meiri­hluti þeirra 53 sem lét­ust í henni var yfir fimm­tugt, félags­lega ein­angr­aður og án loft­ræst­ing­ar. Með hækk­andi með­al­aldri og auk­inni sókn í þétt­býl­is­svæði á heims­vísu er svo búist við fátækir borg­ar­búar verði enn við­kvæm­ari gagn­vart hita­bylgjum í náinni fram­tíð, verði ekk­ert að gert. 

Ójöfn­uður innan borga vegna lofts­lags­breyt­inga á sér marg­ar birt­ing­ar­mynd­ir. Skýr­ust þeirra eru loft­ræsti­tæki, sem kæla niður hús auð­ugra á sama tíma og þau hita upp göt­urn­ar. Einnig eru tekju­lágir ólík­legri til að búa nálægt grænum svæðum í borg­inni, en sam­kvæmt T­he Gu­ar­di­an  gæta slík svæði lækkað með­al­hit­ann í nærum­hverfi sínu um 11 til 25 gráð­ur. Á hinn bóg­inn eru fátækir mun lík­legri til að búa nálægt stórum umferð­ar­götum sem gefa frá sér skað­legar eit­ur­gufur á heitum dög­um. 

Lofts­lags­flótta­menn

Ótt­ast er að mis­skipt­ingin í áhrifum lofts­lags­breyt­inga, bæði milli landa og innan þeirra, auk þeirra skæðu áhrifa sem búist er við að hnatt­ræn hlýnun mun hafa í för með sér, muni leiða til mik­illar aukn­ingar í fjölda flótta­manna af tveimur ástæð­um. Ann­ars vegar er bent á teng­ingu milli lofts­lags­breyt­inga og bylt­inga, en sýnt hefur verið fram á að þurrkar, stormar og nátt­úru­ham­farir auki póli­tískan stöð­ug­leika. Hins vegar er einnig talið að hnatt­ræn hlýnun verði það mann­skæð á næstu árum að fólk muni bein­línis flýja lofts­lag­ið. Þessa teg­und flótta­manna kalla alþjóð­legar stofn­anir „lofts­lags­flótta­menn.“Vís­inda­menn hafa metið að fjöldi hæl­is­leit­enda úr báðum flokkum muni aukast um allt að 200 pró­sent á þess­ari öld.

Hvað er til ráða?

Erfitt er fyrir ein­staka lönd og borgir að finna lausn á því alþjóð­lega vanda­máli sem hnatt­ræn hlýnun er. Hins vegar gæti ójöfn áhrif lofts­lags­breyt­inga milli landa útskýrt að hluta til ástæðu þess að iðn­ríki eins og Banda­ríkin hafi ákveðið að slíta sig úr alþjóð­legum samn­ingum gegn losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Sum ríki hafa þó áttað sig á félags­legu afleið­ingum hita­bylgju á borg­ara sína og vinna mark­visst gegn ­mann­tjón­i af hennar völd­um. Til að mynda hefur Lýð­heilsu­ráð Eng­lands lagt til nið­ur­greiðslu á loft­ræsti­tækjum og ind­verska rík­is­stjórnin hefur stór­lækkað mann­tjón vegna hita með fjölda aðgerða sem mið­aðar eru að fátæk­ari borg­urum lands­ins. Sam­hliða færri dauðs­föllum stuðla slíkar aðgerðir einnig að auknum jöfn­uði meðal íbúa og minni félags­legri aðgrein­ing­u. 

Með bættri lýð­heilsu og félags­legum aðgerðum til þeirra sem standa höllum fæti gætu borgir og rík­is­stjórnir mark­visst minnkað dauðs­föll vegna vax­andi hita­stigs. Nái fjöldi landa að verða sam­stíga í þeim málum væri hægt að bæta félags­legan stöð­ug­leika til muna auk þess sem hægt væri  koma í veg fyrir þá miklu aukn­ingu í lofts­lags­flótta­mönnum sem ótt­ast er á næstu ára­tug­um. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar