Tilbúinn sannleikur

Borgþór Arngrímsson skrifar um fréttaumfjöllun FOX um Danmörku í síðustu viku.

Myndver Fox News í New York-borg.
Myndver Fox News í New York-borg.
Auglýsing

„Eng­inn mat­ur, atvinnu­leysi, ofbeldi, rán. Þannig er sós­í­al­ism­inn í Venes­ú­ela þar sem íbú­arnir svelta. Þegar demókratar tala um sós­í­al­isma segja þeir: við erum ekki að tala um Venes­ú­ela, við erum að tala um Dan­mörku.“

Ofan­greind ummæli lét Tris­h Regan þátta­stjórn­andi hjá við­skiptar­ás ­banda­rísku Fox sjón­varps­stöðv­ar­innar falla í umræðu­þætti fyrir nokkrum dög­um. Þessi sjón­varps­rás fjall­ar, eins og nafnið gefur til kynna, um við­skipta- og efna­hags­mál í víðum skiln­ingi og er sú rás af því tagi sem dregur til sín flesta áhorf­endur þar vestra  Tris­h Regan er þekkt sjón­varps­kona og hefur um ára­bil stýrt umræðu­þátt­um. Hún byrj­aði hjá CBS árið 2001 og hefur einnig unn­ið  hjá CN­BC og Bloomberg en kom til Fox árið 2015. Hún hefur því umtals­verða reynslu og þættir undir hennar stjórn hafa ver­ið til­nefnd­ir til Emmy verð­launa. Ummæli henn­ar, þar sem hún líkti Dan­mörku við Venes­ú­ela, skrif­ast því hvorki á reynslu­leysi né ung­æð­is­hátt. 

Þátt­ur­inn hófst á því að sýndar voru myndir frá upp­þotum í Venes­ú­ela en síðan tók Tris­h Regan við og dró strax sama­sem­merki milli ástands­ins í Venes­ú­ela og Dan­merk­ur. Auk ummæl­anna sem getið var í upp­hafi pistils­ins full­yrti hún að skóla­ganga væri ókeypis og ekki nóg með það, nem­endur fengju greitt fyrir að ganga í skóla og eng­inn lyki námi. „Svona er raun­veru­leik­inn þar sem sós­í­al­ism­inn rík­ir, eng­inn hefur dug í sér til nokk­urs hlut­ar, því slíkt er ekki laun­að. Dan­mörk hefur eins og Venes­ú­ela rænt fólk mögu­leik­un­um. Þetta er leiðin sem Bern­i­e Sand­er­s vill fara, og margir ungir demókratar líta nú til þess­ara tveggja landa“ sagð­i Tris­h Regan

Auglýsing

Yfir strikið

Þótt Banda­ríkja­menn kalli ekki allt ömmu sína þegar kemur að stór­yrtum yfir­lýs­ingum og hafi að und­an­förnu oft fengið að heyra „ann­ars­konar sann­leik“, ekki síst frá hús­bónd­anum í Hvíta hús­inu, vöktu full­yrð­ing­ar Tris­h Regan ­mikla athygli. Lars Get Lose, sendi­herra Dan­merkur í Banda­ríkj­un­um, gagn­rýndi það sem fram kom í sjón­varps­þætt­inum og nefndi sér­stak­lega full­yrð­ingar um fjölda atvinnu­lausra og yfir­lýs­ingar um að fáir (eða engir) lykju námi. Was­hington Post og fleiri fjöl­miðlar birtu tölur sem sýna, svart á hvítu, að atvinnu­leysi í Dan­mörku er miklu minna en í Banda­ríkj­un­um  mennt­un­ar­stig langtum hærra og bilið milli fátækra og ríkra marg­falt minna. Fleira var týnt til sem allt var á sama veg: full­yrð­ing­ar Tris­h Regan eiga sér enga stoð. 

Dag­blað­ið ­New York Ti­mes birti sl. fimmtu­dag (16.8) grein eftir banda­ríska hag­fræð­ing­inn og Nóbels­verð­launa­hafann Paul Krug­man. Greinin fjallar um sam­an­burð á Banda­ríkj­unum og Dan­mörku sem Paul Krug­man, sem þekkir vel til. Hann hrekur full­yrð­ing­ar Tris­h Regan, nán­ast lið fyrir lið en segir jafn­framt að hún gangi erinda hús­bænda sinna hjá Fox ­sjón­varps­stöð­inni. Eig­endur Fox séu í hópi þeirra auð­ugu sem hugsi um það eitt að við­halda ríki­dæmi sínu, og helst auka það en láti sig engu varða hag þeirra sem minna mega sín.

Paul Krug­man minnir einnig á að John McCain ­sem var fram­bjóð­andi repúblik­ana við for­seta­kosn­ing­arnar árið 2008 sagð­i Barack Obama vilja inn­leiða sós­í­al­isma með breyt­ingum á sjúkra­trygg­inga­kerf­inu. Mitt Rom­ney, sem mót­fram­bjóð­and­i Obama árið 2012 tal­aði á sömu nót­u­m.   

Danski fjár­mála­ráð­herrann, Krist­i­an J­en­sen, skrif­aði fyrr í lið­inni viku á Twitt­er að yfir­lýs­ing­ar Tris­h Regan væru víðs fjarri sann­leik­anum og ein­göngu not­aðar í póli­tískum til­gangi. „Af­sakið orða­lagið en henni líðst ekki að míga (pis­se) yfir Dan­mörku. Ég við­ur­kenni ekki slík niðr­andi og röng ummæli, allir hafa rétt á skoð­unum en ekki til að búa til eigin stað­reynd­ir“ sagði ráð­herr­ann og bætti við „að við ættum kannski að bjóða Tris­h Regan í heim­sókn.“      

Af hverju er Dan­mörku líkt við Venes­ú­ela?

Þess­ari spurn­ingu er auðsvar­að. Bern­i­e Sand­ers, sem keppti við Hill­ar­y Clint­on um útnefn­ingu Demókrata fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í hit­tífyrra, nefndi iðu­lega Dan­mörku sem fyr­ir­mynd­ar­ríki sem Banda­ríkin gætu um margt tekið sér til fyr­ir­mynd­ar. Af þessum ástæðum hljómar orðið Dan­mörk kunn­ug­lega í eyrum margra Banda­ríkja­manna þótt flestir þeirra þekki lítt til lands­ins. Ástandið í Venes­ú­ela hefur verið mikið í fréttum um langt skeið og flestir Banda­ríkja­menn vita að þar ríkir sann­kallað hörm­ung­ar­á­stand. Frá ára­mótum hafa rúmar tvær millj­ónir flúið úr landi, í land­inu er skortur á mat, hvergi í ver­öld­inni eru framin fleiri morð, verð­bólgan á þessu ári stefnir í milljón pró­sent svo fátt eitt sé nefnt. Að líkja ástand­inu í þessum tveimur löndum Dan­mörku og Venes­ú­ela saman er því eins frá­leitt og hugs­ast get­ur. Eins og að bera saman eld og vatn sagði blaða­mað­ur­ ­New York Ti­mes  í grein fyrir skömmu.

Til­gang­ur­inn

Í nóv­em­ber verða liðin tvö ár frá síð­ustu for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum og jafn­framt tvö ár síðan kosið var til full­trúa­deildar banda­ríska þings­ins og hluta öld­unga­deild­ar­inn­ar. Sam­kvæmt banda­rískum lögum skal kosið til full­trúa­deild­ar­innar á tveggja ára fresti og jafn­framt skal þriðj­ungur öld­unga­deild­ar­innar þá kos­inn (hver þing­maður deild­ar­innar kos­inn til sex ára í senn). Ef spár ganga eftir er vafa­samt að Repúblikanar haldi núver­andi meiri­hluta í full­trúa­deild­inni. Í harðri og tví­sýnni kosn­inga­bar­áttu svífast menn einskis og þá er sann­leika og stað­reyndum iðu­lega ýtt til hlið­ar. Margir stjórn­mála­skýrendur vestan hafs hafa bent á að Fox sjón­varps­stöðin styðji ljóst og leynt Don­ald Trump og yfir­lýs­ing­ar Tris­h Regan varð­andi Dan­mörku og sam­an­burð­inn við Venes­ú­ela séu vopn í aðdrag­anda kosn­inga. Sós­í­al­ismi er eitur í beinum margra Banda­ríkja­manna og með því að spyrða þessi tvö lönd, Dan­mörku og Venes­ú­ela saman sé reynt að slá á þá streng­i.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar