Tilbúinn sannleikur

Borgþór Arngrímsson skrifar um fréttaumfjöllun FOX um Danmörku í síðustu viku.

Myndver Fox News í New York-borg.
Myndver Fox News í New York-borg.
Auglýsing

„Eng­inn mat­ur, atvinnu­leysi, ofbeldi, rán. Þannig er sós­í­al­ism­inn í Venes­ú­ela þar sem íbú­arnir svelta. Þegar demókratar tala um sós­í­al­isma segja þeir: við erum ekki að tala um Venes­ú­ela, við erum að tala um Dan­mörku.“

Ofan­greind ummæli lét Tris­h Regan þátta­stjórn­andi hjá við­skiptar­ás ­banda­rísku Fox sjón­varps­stöðv­ar­innar falla í umræðu­þætti fyrir nokkrum dög­um. Þessi sjón­varps­rás fjall­ar, eins og nafnið gefur til kynna, um við­skipta- og efna­hags­mál í víðum skiln­ingi og er sú rás af því tagi sem dregur til sín flesta áhorf­endur þar vestra  Tris­h Regan er þekkt sjón­varps­kona og hefur um ára­bil stýrt umræðu­þátt­um. Hún byrj­aði hjá CBS árið 2001 og hefur einnig unn­ið  hjá CN­BC og Bloomberg en kom til Fox árið 2015. Hún hefur því umtals­verða reynslu og þættir undir hennar stjórn hafa ver­ið til­nefnd­ir til Emmy verð­launa. Ummæli henn­ar, þar sem hún líkti Dan­mörku við Venes­ú­ela, skrif­ast því hvorki á reynslu­leysi né ung­æð­is­hátt. 

Þátt­ur­inn hófst á því að sýndar voru myndir frá upp­þotum í Venes­ú­ela en síðan tók Tris­h Regan við og dró strax sama­sem­merki milli ástands­ins í Venes­ú­ela og Dan­merk­ur. Auk ummæl­anna sem getið var í upp­hafi pistils­ins full­yrti hún að skóla­ganga væri ókeypis og ekki nóg með það, nem­endur fengju greitt fyrir að ganga í skóla og eng­inn lyki námi. „Svona er raun­veru­leik­inn þar sem sós­í­al­ism­inn rík­ir, eng­inn hefur dug í sér til nokk­urs hlut­ar, því slíkt er ekki laun­að. Dan­mörk hefur eins og Venes­ú­ela rænt fólk mögu­leik­un­um. Þetta er leiðin sem Bern­i­e Sand­er­s vill fara, og margir ungir demókratar líta nú til þess­ara tveggja landa“ sagð­i Tris­h Regan

Auglýsing

Yfir strikið

Þótt Banda­ríkja­menn kalli ekki allt ömmu sína þegar kemur að stór­yrtum yfir­lýs­ingum og hafi að und­an­förnu oft fengið að heyra „ann­ars­konar sann­leik“, ekki síst frá hús­bónd­anum í Hvíta hús­inu, vöktu full­yrð­ing­ar Tris­h Regan ­mikla athygli. Lars Get Lose, sendi­herra Dan­merkur í Banda­ríkj­un­um, gagn­rýndi það sem fram kom í sjón­varps­þætt­inum og nefndi sér­stak­lega full­yrð­ingar um fjölda atvinnu­lausra og yfir­lýs­ingar um að fáir (eða engir) lykju námi. Was­hington Post og fleiri fjöl­miðlar birtu tölur sem sýna, svart á hvítu, að atvinnu­leysi í Dan­mörku er miklu minna en í Banda­ríkj­un­um  mennt­un­ar­stig langtum hærra og bilið milli fátækra og ríkra marg­falt minna. Fleira var týnt til sem allt var á sama veg: full­yrð­ing­ar Tris­h Regan eiga sér enga stoð. 

Dag­blað­ið ­New York Ti­mes birti sl. fimmtu­dag (16.8) grein eftir banda­ríska hag­fræð­ing­inn og Nóbels­verð­launa­hafann Paul Krug­man. Greinin fjallar um sam­an­burð á Banda­ríkj­unum og Dan­mörku sem Paul Krug­man, sem þekkir vel til. Hann hrekur full­yrð­ing­ar Tris­h Regan, nán­ast lið fyrir lið en segir jafn­framt að hún gangi erinda hús­bænda sinna hjá Fox ­sjón­varps­stöð­inni. Eig­endur Fox séu í hópi þeirra auð­ugu sem hugsi um það eitt að við­halda ríki­dæmi sínu, og helst auka það en láti sig engu varða hag þeirra sem minna mega sín.

Paul Krug­man minnir einnig á að John McCain ­sem var fram­bjóð­andi repúblik­ana við for­seta­kosn­ing­arnar árið 2008 sagð­i Barack Obama vilja inn­leiða sós­í­al­isma með breyt­ingum á sjúkra­trygg­inga­kerf­inu. Mitt Rom­ney, sem mót­fram­bjóð­and­i Obama árið 2012 tal­aði á sömu nót­u­m.   

Danski fjár­mála­ráð­herrann, Krist­i­an J­en­sen, skrif­aði fyrr í lið­inni viku á Twitt­er að yfir­lýs­ing­ar Tris­h Regan væru víðs fjarri sann­leik­anum og ein­göngu not­aðar í póli­tískum til­gangi. „Af­sakið orða­lagið en henni líðst ekki að míga (pis­se) yfir Dan­mörku. Ég við­ur­kenni ekki slík niðr­andi og röng ummæli, allir hafa rétt á skoð­unum en ekki til að búa til eigin stað­reynd­ir“ sagði ráð­herr­ann og bætti við „að við ættum kannski að bjóða Tris­h Regan í heim­sókn.“      

Af hverju er Dan­mörku líkt við Venes­ú­ela?

Þess­ari spurn­ingu er auðsvar­að. Bern­i­e Sand­ers, sem keppti við Hill­ar­y Clint­on um útnefn­ingu Demókrata fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í hit­tífyrra, nefndi iðu­lega Dan­mörku sem fyr­ir­mynd­ar­ríki sem Banda­ríkin gætu um margt tekið sér til fyr­ir­mynd­ar. Af þessum ástæðum hljómar orðið Dan­mörk kunn­ug­lega í eyrum margra Banda­ríkja­manna þótt flestir þeirra þekki lítt til lands­ins. Ástandið í Venes­ú­ela hefur verið mikið í fréttum um langt skeið og flestir Banda­ríkja­menn vita að þar ríkir sann­kallað hörm­ung­ar­á­stand. Frá ára­mótum hafa rúmar tvær millj­ónir flúið úr landi, í land­inu er skortur á mat, hvergi í ver­öld­inni eru framin fleiri morð, verð­bólgan á þessu ári stefnir í milljón pró­sent svo fátt eitt sé nefnt. Að líkja ástand­inu í þessum tveimur löndum Dan­mörku og Venes­ú­ela saman er því eins frá­leitt og hugs­ast get­ur. Eins og að bera saman eld og vatn sagði blaða­mað­ur­ ­New York Ti­mes  í grein fyrir skömmu.

Til­gang­ur­inn

Í nóv­em­ber verða liðin tvö ár frá síð­ustu for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum og jafn­framt tvö ár síðan kosið var til full­trúa­deildar banda­ríska þings­ins og hluta öld­unga­deild­ar­inn­ar. Sam­kvæmt banda­rískum lögum skal kosið til full­trúa­deild­ar­innar á tveggja ára fresti og jafn­framt skal þriðj­ungur öld­unga­deild­ar­innar þá kos­inn (hver þing­maður deild­ar­innar kos­inn til sex ára í senn). Ef spár ganga eftir er vafa­samt að Repúblikanar haldi núver­andi meiri­hluta í full­trúa­deild­inni. Í harðri og tví­sýnni kosn­inga­bar­áttu svífast menn einskis og þá er sann­leika og stað­reyndum iðu­lega ýtt til hlið­ar. Margir stjórn­mála­skýrendur vestan hafs hafa bent á að Fox sjón­varps­stöðin styðji ljóst og leynt Don­ald Trump og yfir­lýs­ing­ar Tris­h Regan varð­andi Dan­mörku og sam­an­burð­inn við Venes­ú­ela séu vopn í aðdrag­anda kosn­inga. Sós­í­al­ismi er eitur í beinum margra Banda­ríkja­manna og með því að spyrða þessi tvö lönd, Dan­mörku og Venes­ú­ela saman sé reynt að slá á þá streng­i.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar