Bögglapóstur frá Kína

Kínverskir póstmenn eiga annríkt. Fyrir utan allan þann póst sem sendur er innanlands í fjölmennasta ríki heims fara daglega milljónir póstsendinga til annarra landa. Til Danmerkur berast daglega 40 þúsund pakkar frá Kína.

Afhending pakka
Auglýsing

Allir Íslend­ingar þekkja Hag­kaup sem var stofnað árið 1959 og var sjö fyrstu árin ein­göngu póst­versl­un. Þetta var löngu fyrir daga nets­ins og Hag­kaup lét reglu­lega prenta bæk­linga sem dreift var með pósti og lands­menn lágu yfir við eld­hús­borð­ið. Margir minn­ast þess­ara bæk­linga og sögur heyrð­ust af heim­il­is­erjum þar sem tek­ist var á um hver fyrstur fengi að skoða nýjasta Hag­kaups­list­ann. Svo var að panta og bíða eftir að pakki bær­ist með póst­in­um. 

Þessi póst­verslun var nýlunda á Íslandi og lagði grunn­inn að því stór­veldi sem Hag­kaup varð í íslensku við­skipta­lífi. Reyndar voru vöru­list­arnir frá Hag­kaup, sem voru ein­ungis nokkrar svart­hvítar blað­síður hverju sinni, ekki einu vöru­list­arnir sem Íslend­ingar þekktu. Margir muna lit­prent­aða þver­hand­ar­þykka (þykk­ari en gamla Síma­skrá­in) vöru­lista, prís­lista, frá Quelle, Sears og fleiri versl­un­um. Margir sátu löngum stundum yfir þessum þykku doð­röntum og víða þótti það góð skemmtan að blaða í vöru­list­unum og iðu­lega margra kvölda verk. En nú heyra þessir lit­prent­uðu vöru­listar sög­unni til, eins og allt annað eru þeir á net­inu.

Gjör­breyttir versl­un­ar­hættir

Nú eru all­mörg ár síðan inter­netið varð til. Ekki þarf að fjöl­yrða um þá bylt­ingu sem til­koma þess hafði í för með sér. Þar er hægt að finna flesta hluti, nán­ast allt milli him­ins og jarðar „bara að gúggla það“.

Auglýsing

Versl­anir voru frekar seinar að til­einka sér þá mögu­leika sem inter­netið býður upp á. Í grein sem birt­ist fyrir skömmu í breska blað­inu Guar­dian veltir grein­ar­höf­undur fyrir sér ástæðum þess að versl­anir voru svo seinar að ,,hoppa á inter­net­vagn­inn“ eins og hann orðar það. Nið­ur­staða hans er að fæstir hafi haft trú á því að net­verslun myndi ná hylli almenn­ings. Það að fara í búð­ina væri ein­fald­lega svo veiga­mik­ill þáttur hins dag­lega lífs að fæstir væru til­búnir að fórna því. Fólk vildi hand­fjatla hlut­ina, rölta um í búð­unum og sjá með eigin augum það sem væri í boð­i. 

Grein­ar­höf­undur segir að þarna hafi margir feil­reiknað sig eins og sjá­ist best á því sem gerst hef­ur. Net­verslun verður sífellt meiri. Það gildir jafnt um fatn­að, hús­bún­að, raf­tæki, snyrti­vörur og mat og margt fleira. Afleið­ing­arnar eru þær að æ færri leggja leið sína í versl­anir og mörg stór vöru­hús, þar sem áður var krökkt af fólki allan lið­langan dag­inn, eiga nú í erf­ið­leik­um. Kúnn­arnir sitja ein­fald­lega heima við eld­hús­borðið og skoða og panta gegnum tölv­una. Sænski versl­un­ar­ris­inn IKEA ákvað fyrir skömmu að versl­un­ar­hús sem verið var að byggja við mið­borg Kaup­manna­hafnar yrði tals­vert minna en til stóð í upp­hafi. Ástæðan er net­ið, það koma ein­fald­lega færri í IKEA búð­irn­ar.

Bara að skoða

Kaup­menn, ekki síst þeir sem selja fatn­að, verða í auknum mæli varir við „bara að skoða“ fólk­ið. Það eru þeir sem koma í búð­ina og skoða fatnað og fá jafn­vel að máta en láta þar við sitja. Fara svo heim leita að vör­unni og kaupa hana á net­inu þar sem verðið er iðu­lega lægra. 

Höf­undur þessa pistils sá fyrir nokkru miða í búð­ar­glugga þar sem á stóð að þeir sem væru bara að skoða væru beðnir um að koma ekki inn. Aðspurður sagð­ist kaup­mað­ur­inn, sem selur mynda­vélar og fleira af því tagi, vera búinn að fá nóg af því að útskýra mögu­leika hinna mis­mun­andi mynda­véla fyrir fólki sem svo „ætl­aði að athuga mál­ið“ og keypti svo hlut­ina á net­inu. Þessi kaup­maður er ekki með net­verslun en sagði aðspurður að hann væri að und­ir­búa slíkt.

Margar versl­anir hafa reynt að mæta breyttum versl­un­ar­háttum með því að reka net­verslun sam­hliða hefð­bund­inni versl­un. Við­skipta­vin­irnir geta þá iðu­lega pantað vörur á net­inu og sótt þær í versl­un­ina. Eða látið senda þær heim ef það hentar bet­ur. Og heim­send­ing­ar­leiðin er sú sem sífellt fleiri velja.

40 þús­und pakkar frá Kína á hverjum degi

Postnord Mynd: PostnordDan­mörk er eitt þeirra landa þar sem íbú­arnir hafa til­einkað sér þessa nýju við­skipta­hætti, að kaupa á net­inu. Það gildir bæði um vörur sem keyptar eru inn­an­lands í Dan­mörku og frá öðrum lönd­um, einkum Kína. Á hverjum ein­asta degi árs­ins koma fjöru­tíu þús­und pakkar frá Kína til Dan­merk­ur. Þetta svarar til þess að hver ein­asti íbúi Kópa­vogs og Sel­tjarn­ar­ness fengi dag­lega árið um kring send­ingu frá Kína. Sem sé fjórtán millj­ónir og sex­hund­ruð þús­und pakka á ári. Bara frá Kína. Danir kaupa einnig mikið á net­inu frá öðrum lönd­um, einkum Þýska­landi og Sví­þjóð. Við þetta bæt­ist svo versl­unin inn­an­lands í Dan­mörku.

Gamlar úreltar reglur og lítið eft­ir­lit

Ára­tuga­gam­all samn­ingur um póst­send­ing­ar, sem gerður var þegar Kína var talið „þró­un­ar­land“, er enn í gildi. Þessi samn­ingur skuld­bindur dönsku póst­þjón­ust­una til að bera út og afhenda send­ingar frá Kína gegn lágu gjaldi. Gjaldið er 6.50 danskar krónur (109 krónur íslenskar) en að senda venju­legt umslag á milli húsa í Dan­mörku kostar 9 krónur (151 íslenskar) og pakka marg­falt meira. 

Þrátt fyrir að danskir kaup­menn, og margir fleiri, hafi marg­sinnis bent á þennan úrelta samn­ing hefur ekk­ert gerst. Póst­ur­inn tapar árlega stórfé vegna þessa samn­ings en sam­kvæmt honum á gjaldið á „kína­send­ing­um“ að hækka lít­ils­háttar árið 2021 en það hrekkur skammt. Og þetta er ekki allt. Reglur um sölu­skatt á erlendum póst­send­ingum segja að ef verð­gildi ein­stakrar send­ingar er 80 krónur danskar (1.350 íslenskar) eða minna skal ekki greiddur sölu­skatt­ur, sem í Dan­mörku er ann­ars 25%. Þess vegna er stærri send­ingum iðu­lega skipt í margar smærri til að losna við sölu­skatt­inn. Og svo er það toll­ur­inn. Danska toll­þjón­ustan hefur mátt þola mik­inn nið­ur­skurð á síð­ustu árum og ein afleið­ing þess er lítið eft­ir­lit. Svo lítið að erlendar net­versl­anir aug­lýsa fullum fetum „sölu­skatts­laus­ar“ send­ingar til Dan­merk­ur. 

Danskir kaup­menn eru mjög ósáttir við þessa ójöfnu sam­keppni og hafa reiknað út að árlega verði danska ríkið af tekjum sem nema millj­örðum króna vegna þess­ara úreltu reglna og slæ­legrar toll­skoð­un­ar. Innan Evr­ópu­sam­bands­ins hefur náðst sam­komu­lag um að breyta regl­unum um sölu­skatt­inn þannig að frá árs­byrjun 2021 skuli allar send­ingar frá löndum utan ESB, sölu­skatt­skyld­ar. Danskir kaup­menn vilja að þessar reglur taki gildi þegar í stað.

Eft­ir­lík­inga­vör­urnar

Dönsku neyt­enda­sam­tök­in, For­bru­ger­rá­det Tænk, gerðu fyrir nokkrum mán­uðum athugun á margs konar vörum sem Dönum standa til boða hjá kín­verskum net­versl­un­um. Þar var bæði um að ræða þekkt og óþekkt vöru­merki, snyrti­vör­ur, raf­magns­tæki og leik­föng. Nið­ur­stöð­urnar voru athygl­is­verðar og nið­ur­staða Tænk var að mikið skorti á að umræddar vörur upp­fylltu þær kröfur sem gerðar eru til evr­ópskra fram­leið­enda. Tænk var­aði sér­stak­lega við snyrti­vörum sem keyptar væru hjá kín­verskum net­versl­un­um. Þótt þær heiti jafn­vel sömu nöfnum og í dönskum versl­unum (Ni­vea krem var tekið sem dæmi) er inni­haldið ekki endi­lega það sama. Kín­verjar eru ekki háðir fram­leiðslu­kröfum Evr­ópu­sam­bands­ins. Danir virð­ast hins vegar kæra sig koll­ótta um þessar við­var­an­ir, þeir hafa frekar áhyggjur af því hvort greiðslu­mát­inn sé örugg­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar