Hlutabréf í Icelandair hrynja í verði – Markaðsvirðið ekki lægra í sex ár

Hlutabréfamarkaðurinn brást hart við nýrri afkomuviðvörun frá Icelandair og uppsögn forstjóra félagsins. Það sem af er degi hefur gengi Icelandair lækkað um á annað tug prósenta.

Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Auglýsing

Virði hluta­bréfa í Icelandair hefur enn og aftur hrunið í morg­un. Um tíma fór gengið vel niður fyrir sjö krónur á hlut, sem er það lægsta sem það hefur verið frá því síð­sum­ars 2012, eða í sex ár. Þegar þetta er skrifað hefur verð þeirra lækkað um rúm­lega 15 pró­sent frá opnun mark­aða og er nú um 7,15 krónur á hlut. Það þýðir að mark­aðsvirði Icelandair er nú um 34,4 millj­arðar króna og hefur lækkað um rúma sex millj­arða króna það sem af er degi.

Til sam­an­burðar má nefna að mark­aðsvirði félags­ins var um 189 millj­arðar króna í lok apríl 2016. Það hefur því lækkað um 155 millj­arða króna síðan þá og er nú umtals­vert lægra en eigið fé félags­ins. Það var um 57 millj­arðar króna um mitt þetta ár.

Afkomu­við­vörun og upp­sögn

Lækk­un­ar­hrin­una í morgun má rekja til þess að Icelandair sendi frá sér enn eina afkomu­við­vör­un­ina í gær þar sem tiul­kynnt var að afkoma árs­ins 2018 verði mun lak­ari en gert hafði verið ráð fyr­ir, eða um 50-80 millj­ónir dala. Ástæðan fyrir þessu er sú að inn­­­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­­­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­­starfi félags­­ins ekki gengið næg­i­­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­­boðs fluga til Evr­­ópu ann­­ars vegar og Norð­­ur­-Am­er­íku hins veg­­ar. Vegna þessa hafa spálík­­ön, sem meðal ann­­ars byggja á sög­u­­legri þró­un, ekki virkað sem skyldi og er upp­­­færð tekju­­spá lægri en fyrri spá gerði ráð fyr­­ir.

Auglýsing
Hin ástæðan fyrir lækk­andi gengi Icelandair er sú að Björgólfur Jóhanns­son, sem verið hefur for­stjóri Icelandair Group árum sam­an, sagði upp störfum í gær­kvöldi. Með því vildi hann axla ábyrgð á slöku gengi félags­ins und­an­farin miss­eri. Í til­kynn­ingu sagði Björgólf­ur: „Þær ákvarð­­anir sem lýst er hér að ofan eru teknar á minni vakt. Það er ljóst að þær hafa valdið félag­inu fjár­­hags­­legu tjóni á þessu ári. Ég ber sem for­­stjóri félags­­ins ábyrgð gagn­vart stjórn og hlut­höf­­um. Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi for­­stjóra Icelandair Group. Þó að vissu­­lega sé búið að taka á fyrr­­nefndum vanda­­málum þá er það ábyrgð­­ar­hluti að hafa ekki fylgt breyt­ing­unum eftir með full­nægj­andi hætti og brugð­ist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem for­­stjóri félags­­ins.“

Líf­eyr­is­sjóðir stærstu eig­end­urnir

Þetta eru ekki fyrstu afkomu­við­var­an­irnar sem Icelandair sendir frá sér síð­ustu miss­eri. Tvær slíkar voru sendar út í fyrra þar sem greint var frá því að rekstr­ar­nið­ur­staða þess yrði lak­ari en gert hafði verið ráð fyrir í áætl­un­um. Í upp­færðri afkomu­spá sem birt var 8. júlí í sum­ar, var hún lækkuð um 30 pró­sent og í afkomu­spánni sem birt var í gær var hún enn lækk­uð.

Stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga rúm­lega helm­ing af öllu hlutafé í Icelanda­ir. Stærsti eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 13,99 pró­sent en þar á eftir kemur Gildi líf­eyr­is­sjóður með 7,99 pró­sent hlut, líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta með 7,29 pró­sent og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins með 7,09 pró­sent hlut.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar