Hlutabréf í Icelandair hrynja í verði – Markaðsvirðið ekki lægra í sex ár

Hlutabréfamarkaðurinn brást hart við nýrri afkomuviðvörun frá Icelandair og uppsögn forstjóra félagsins. Það sem af er degi hefur gengi Icelandair lækkað um á annað tug prósenta.

Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Auglýsing

Virði hluta­bréfa í Icelandair hefur enn og aftur hrunið í morg­un. Um tíma fór gengið vel niður fyrir sjö krónur á hlut, sem er það lægsta sem það hefur verið frá því síð­sum­ars 2012, eða í sex ár. Þegar þetta er skrifað hefur verð þeirra lækkað um rúm­lega 15 pró­sent frá opnun mark­aða og er nú um 7,15 krónur á hlut. Það þýðir að mark­aðsvirði Icelandair er nú um 34,4 millj­arðar króna og hefur lækkað um rúma sex millj­arða króna það sem af er degi.

Til sam­an­burðar má nefna að mark­aðsvirði félags­ins var um 189 millj­arðar króna í lok apríl 2016. Það hefur því lækkað um 155 millj­arða króna síðan þá og er nú umtals­vert lægra en eigið fé félags­ins. Það var um 57 millj­arðar króna um mitt þetta ár.

Afkomu­við­vörun og upp­sögn

Lækk­un­ar­hrin­una í morgun má rekja til þess að Icelandair sendi frá sér enn eina afkomu­við­vör­un­ina í gær þar sem tiul­kynnt var að afkoma árs­ins 2018 verði mun lak­ari en gert hafði verið ráð fyr­ir, eða um 50-80 millj­ónir dala. Ástæðan fyrir þessu er sú að inn­­­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­­­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­­starfi félags­­ins ekki gengið næg­i­­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­­boðs fluga til Evr­­ópu ann­­ars vegar og Norð­­ur­-Am­er­íku hins veg­­ar. Vegna þessa hafa spálík­­ön, sem meðal ann­­ars byggja á sög­u­­legri þró­un, ekki virkað sem skyldi og er upp­­­færð tekju­­spá lægri en fyrri spá gerði ráð fyr­­ir.

Auglýsing
Hin ástæðan fyrir lækk­andi gengi Icelandair er sú að Björgólfur Jóhanns­son, sem verið hefur for­stjóri Icelandair Group árum sam­an, sagði upp störfum í gær­kvöldi. Með því vildi hann axla ábyrgð á slöku gengi félags­ins und­an­farin miss­eri. Í til­kynn­ingu sagði Björgólf­ur: „Þær ákvarð­­anir sem lýst er hér að ofan eru teknar á minni vakt. Það er ljóst að þær hafa valdið félag­inu fjár­­hags­­legu tjóni á þessu ári. Ég ber sem for­­stjóri félags­­ins ábyrgð gagn­vart stjórn og hlut­höf­­um. Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi for­­stjóra Icelandair Group. Þó að vissu­­lega sé búið að taka á fyrr­­nefndum vanda­­málum þá er það ábyrgð­­ar­hluti að hafa ekki fylgt breyt­ing­unum eftir með full­nægj­andi hætti og brugð­ist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem for­­stjóri félags­­ins.“

Líf­eyr­is­sjóðir stærstu eig­end­urnir

Þetta eru ekki fyrstu afkomu­við­var­an­irnar sem Icelandair sendir frá sér síð­ustu miss­eri. Tvær slíkar voru sendar út í fyrra þar sem greint var frá því að rekstr­ar­nið­ur­staða þess yrði lak­ari en gert hafði verið ráð fyrir í áætl­un­um. Í upp­færðri afkomu­spá sem birt var 8. júlí í sum­ar, var hún lækkuð um 30 pró­sent og í afkomu­spánni sem birt var í gær var hún enn lækk­uð.

Stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga rúm­lega helm­ing af öllu hlutafé í Icelanda­ir. Stærsti eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 13,99 pró­sent en þar á eftir kemur Gildi líf­eyr­is­sjóður með 7,99 pró­sent hlut, líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta með 7,29 pró­sent og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins með 7,09 pró­sent hlut.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina
Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar