Hlutabréf í Icelandair hrynja í verði – Markaðsvirðið ekki lægra í sex ár

Hlutabréfamarkaðurinn brást hart við nýrri afkomuviðvörun frá Icelandair og uppsögn forstjóra félagsins. Það sem af er degi hefur gengi Icelandair lækkað um á annað tug prósenta.

Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Auglýsing

Virði hluta­bréfa í Icelandair hefur enn og aftur hrunið í morg­un. Um tíma fór gengið vel niður fyrir sjö krónur á hlut, sem er það lægsta sem það hefur verið frá því síð­sum­ars 2012, eða í sex ár. Þegar þetta er skrifað hefur verð þeirra lækkað um rúm­lega 15 pró­sent frá opnun mark­aða og er nú um 7,15 krónur á hlut. Það þýðir að mark­aðsvirði Icelandair er nú um 34,4 millj­arðar króna og hefur lækkað um rúma sex millj­arða króna það sem af er degi.

Til sam­an­burðar má nefna að mark­aðsvirði félags­ins var um 189 millj­arðar króna í lok apríl 2016. Það hefur því lækkað um 155 millj­arða króna síðan þá og er nú umtals­vert lægra en eigið fé félags­ins. Það var um 57 millj­arðar króna um mitt þetta ár.

Afkomu­við­vörun og upp­sögn

Lækk­un­ar­hrin­una í morgun má rekja til þess að Icelandair sendi frá sér enn eina afkomu­við­vör­un­ina í gær þar sem tiul­kynnt var að afkoma árs­ins 2018 verði mun lak­ari en gert hafði verið ráð fyr­ir, eða um 50-80 millj­ónir dala. Ástæðan fyrir þessu er sú að inn­­­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­­­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­­starfi félags­­ins ekki gengið næg­i­­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­­boðs fluga til Evr­­ópu ann­­ars vegar og Norð­­ur­-Am­er­íku hins veg­­ar. Vegna þessa hafa spálík­­ön, sem meðal ann­­ars byggja á sög­u­­legri þró­un, ekki virkað sem skyldi og er upp­­­færð tekju­­spá lægri en fyrri spá gerði ráð fyr­­ir.

Auglýsing
Hin ástæðan fyrir lækk­andi gengi Icelandair er sú að Björgólfur Jóhanns­son, sem verið hefur for­stjóri Icelandair Group árum sam­an, sagði upp störfum í gær­kvöldi. Með því vildi hann axla ábyrgð á slöku gengi félags­ins und­an­farin miss­eri. Í til­kynn­ingu sagði Björgólf­ur: „Þær ákvarð­­anir sem lýst er hér að ofan eru teknar á minni vakt. Það er ljóst að þær hafa valdið félag­inu fjár­­hags­­legu tjóni á þessu ári. Ég ber sem for­­stjóri félags­­ins ábyrgð gagn­vart stjórn og hlut­höf­­um. Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi for­­stjóra Icelandair Group. Þó að vissu­­lega sé búið að taka á fyrr­­nefndum vanda­­málum þá er það ábyrgð­­ar­hluti að hafa ekki fylgt breyt­ing­unum eftir með full­nægj­andi hætti og brugð­ist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem for­­stjóri félags­­ins.“

Líf­eyr­is­sjóðir stærstu eig­end­urnir

Þetta eru ekki fyrstu afkomu­við­var­an­irnar sem Icelandair sendir frá sér síð­ustu miss­eri. Tvær slíkar voru sendar út í fyrra þar sem greint var frá því að rekstr­ar­nið­ur­staða þess yrði lak­ari en gert hafði verið ráð fyrir í áætl­un­um. Í upp­færðri afkomu­spá sem birt var 8. júlí í sum­ar, var hún lækkuð um 30 pró­sent og í afkomu­spánni sem birt var í gær var hún enn lækk­uð.

Stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga rúm­lega helm­ing af öllu hlutafé í Icelanda­ir. Stærsti eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 13,99 pró­sent en þar á eftir kemur Gildi líf­eyr­is­sjóður með 7,99 pró­sent hlut, líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta með 7,29 pró­sent og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins með 7,09 pró­sent hlut.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar