Hlutabréf í Icelandair hrynja í verði – Markaðsvirðið ekki lægra í sex ár

Hlutabréfamarkaðurinn brást hart við nýrri afkomuviðvörun frá Icelandair og uppsögn forstjóra félagsins. Það sem af er degi hefur gengi Icelandair lækkað um á annað tug prósenta.

Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Auglýsing

Virði hluta­bréfa í Icelandair hefur enn og aftur hrunið í morg­un. Um tíma fór gengið vel niður fyrir sjö krónur á hlut, sem er það lægsta sem það hefur verið frá því síð­sum­ars 2012, eða í sex ár. Þegar þetta er skrifað hefur verð þeirra lækkað um rúm­lega 15 pró­sent frá opnun mark­aða og er nú um 7,15 krónur á hlut. Það þýðir að mark­aðsvirði Icelandair er nú um 34,4 millj­arðar króna og hefur lækkað um rúma sex millj­arða króna það sem af er degi.

Til sam­an­burðar má nefna að mark­aðsvirði félags­ins var um 189 millj­arðar króna í lok apríl 2016. Það hefur því lækkað um 155 millj­arða króna síðan þá og er nú umtals­vert lægra en eigið fé félags­ins. Það var um 57 millj­arðar króna um mitt þetta ár.

Afkomu­við­vörun og upp­sögn

Lækk­un­ar­hrin­una í morgun má rekja til þess að Icelandair sendi frá sér enn eina afkomu­við­vör­un­ina í gær þar sem tiul­kynnt var að afkoma árs­ins 2018 verði mun lak­ari en gert hafði verið ráð fyr­ir, eða um 50-80 millj­ónir dala. Ástæðan fyrir þessu er sú að inn­­­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­­­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­­starfi félags­­ins ekki gengið næg­i­­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­­boðs fluga til Evr­­ópu ann­­ars vegar og Norð­­ur­-Am­er­íku hins veg­­ar. Vegna þessa hafa spálík­­ön, sem meðal ann­­ars byggja á sög­u­­legri þró­un, ekki virkað sem skyldi og er upp­­­færð tekju­­spá lægri en fyrri spá gerði ráð fyr­­ir.

Auglýsing
Hin ástæðan fyrir lækk­andi gengi Icelandair er sú að Björgólfur Jóhanns­son, sem verið hefur for­stjóri Icelandair Group árum sam­an, sagði upp störfum í gær­kvöldi. Með því vildi hann axla ábyrgð á slöku gengi félags­ins und­an­farin miss­eri. Í til­kynn­ingu sagði Björgólf­ur: „Þær ákvarð­­anir sem lýst er hér að ofan eru teknar á minni vakt. Það er ljóst að þær hafa valdið félag­inu fjár­­hags­­legu tjóni á þessu ári. Ég ber sem for­­stjóri félags­­ins ábyrgð gagn­vart stjórn og hlut­höf­­um. Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi for­­stjóra Icelandair Group. Þó að vissu­­lega sé búið að taka á fyrr­­nefndum vanda­­málum þá er það ábyrgð­­ar­hluti að hafa ekki fylgt breyt­ing­unum eftir með full­nægj­andi hætti og brugð­ist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem for­­stjóri félags­­ins.“

Líf­eyr­is­sjóðir stærstu eig­end­urnir

Þetta eru ekki fyrstu afkomu­við­var­an­irnar sem Icelandair sendir frá sér síð­ustu miss­eri. Tvær slíkar voru sendar út í fyrra þar sem greint var frá því að rekstr­ar­nið­ur­staða þess yrði lak­ari en gert hafði verið ráð fyrir í áætl­un­um. Í upp­færðri afkomu­spá sem birt var 8. júlí í sum­ar, var hún lækkuð um 30 pró­sent og í afkomu­spánni sem birt var í gær var hún enn lækk­uð.

Stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga rúm­lega helm­ing af öllu hlutafé í Icelanda­ir. Stærsti eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 13,99 pró­sent en þar á eftir kemur Gildi líf­eyr­is­sjóður með 7,99 pró­sent hlut, líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta með 7,29 pró­sent og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins með 7,09 pró­sent hlut.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar