Hlutabréf í Icelandair hrynja í verði – Markaðsvirðið ekki lægra í sex ár

Hlutabréfamarkaðurinn brást hart við nýrri afkomuviðvörun frá Icelandair og uppsögn forstjóra félagsins. Það sem af er degi hefur gengi Icelandair lækkað um á annað tug prósenta.

Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Auglýsing

Virði hluta­bréfa í Icelandair hefur enn og aftur hrunið í morg­un. Um tíma fór gengið vel niður fyrir sjö krónur á hlut, sem er það lægsta sem það hefur verið frá því síð­sum­ars 2012, eða í sex ár. Þegar þetta er skrifað hefur verð þeirra lækkað um rúm­lega 15 pró­sent frá opnun mark­aða og er nú um 7,15 krónur á hlut. Það þýðir að mark­aðsvirði Icelandair er nú um 34,4 millj­arðar króna og hefur lækkað um rúma sex millj­arða króna það sem af er degi.

Til sam­an­burðar má nefna að mark­aðsvirði félags­ins var um 189 millj­arðar króna í lok apríl 2016. Það hefur því lækkað um 155 millj­arða króna síðan þá og er nú umtals­vert lægra en eigið fé félags­ins. Það var um 57 millj­arðar króna um mitt þetta ár.

Afkomu­við­vörun og upp­sögn

Lækk­un­ar­hrin­una í morgun má rekja til þess að Icelandair sendi frá sér enn eina afkomu­við­vör­un­ina í gær þar sem tiul­kynnt var að afkoma árs­ins 2018 verði mun lak­ari en gert hafði verið ráð fyr­ir, eða um 50-80 millj­ónir dala. Ástæðan fyrir þessu er sú að inn­­­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­­­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­­starfi félags­­ins ekki gengið næg­i­­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­­boðs fluga til Evr­­ópu ann­­ars vegar og Norð­­ur­-Am­er­íku hins veg­­ar. Vegna þessa hafa spálík­­ön, sem meðal ann­­ars byggja á sög­u­­legri þró­un, ekki virkað sem skyldi og er upp­­­færð tekju­­spá lægri en fyrri spá gerði ráð fyr­­ir.

Auglýsing
Hin ástæðan fyrir lækk­andi gengi Icelandair er sú að Björgólfur Jóhanns­son, sem verið hefur for­stjóri Icelandair Group árum sam­an, sagði upp störfum í gær­kvöldi. Með því vildi hann axla ábyrgð á slöku gengi félags­ins und­an­farin miss­eri. Í til­kynn­ingu sagði Björgólf­ur: „Þær ákvarð­­anir sem lýst er hér að ofan eru teknar á minni vakt. Það er ljóst að þær hafa valdið félag­inu fjár­­hags­­legu tjóni á þessu ári. Ég ber sem for­­stjóri félags­­ins ábyrgð gagn­vart stjórn og hlut­höf­­um. Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi for­­stjóra Icelandair Group. Þó að vissu­­lega sé búið að taka á fyrr­­nefndum vanda­­málum þá er það ábyrgð­­ar­hluti að hafa ekki fylgt breyt­ing­unum eftir með full­nægj­andi hætti og brugð­ist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem for­­stjóri félags­­ins.“

Líf­eyr­is­sjóðir stærstu eig­end­urnir

Þetta eru ekki fyrstu afkomu­við­var­an­irnar sem Icelandair sendir frá sér síð­ustu miss­eri. Tvær slíkar voru sendar út í fyrra þar sem greint var frá því að rekstr­ar­nið­ur­staða þess yrði lak­ari en gert hafði verið ráð fyrir í áætl­un­um. Í upp­færðri afkomu­spá sem birt var 8. júlí í sum­ar, var hún lækkuð um 30 pró­sent og í afkomu­spánni sem birt var í gær var hún enn lækk­uð.

Stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga rúm­lega helm­ing af öllu hlutafé í Icelanda­ir. Stærsti eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 13,99 pró­sent en þar á eftir kemur Gildi líf­eyr­is­sjóður með 7,99 pró­sent hlut, líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta með 7,29 pró­sent og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins með 7,09 pró­sent hlut.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar