Héraðsdómur: Ráðherra verður að virða reglur

Hver eru réttaráhrif læknadómsins í gær? Munu sérgreinarlæknar nú fá aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands eða getur ráðherra staðið við það að loka samningnum? Kjarninn fór yfir niðurstöðu Hérðasdóms Reykjavíkur í málinu.

Svandís Svavarsdóttir læknar
Auglýsing

Rétt­ar­á­hrif nið­ur­stöðu Hérð­asdóms Reykja­víkur í lækna­mál­inu svo­kall­aða í gær eru ekki aug­ljós. Sjúkra­trygg­ingar Íslands höfðu synjað sér­greina­lækni aðild að ramma­samn­ingi en sú ákvörðun var felld úr gildi með dómnum í gær.

Synj­unin var fram­kvæmd á grund­velli fyr­ir­mæla heil­brigð­is­ráð­herra frá sept­em­ber 2017, sem þá var Ótt­arr Proppé, að ekki yrðu fleiri læknar teknir inn á samn­ing­inn, vegna langvar­andi fram­úr­keyrslu á fjár­laga­lið samn­ings­ins.

Lestu dóm Hér­aðs­dóms Reykja­víkur í heild sinni hér

Auglýsing

Sautján sér­greina­læknar fengið synjun

Ramma­samn­ing­ur­inn er gerður milli sér­greina­lækna og Sjúkra­trygg­inga og felur það í sér að lækn­arnir veiti þeim sjúk­lingum sem sjúkra­tryggðir eru sam­kvæmt íslenskum lögum þjón­ustu sem íslenska ríkið síðan greiðir fyr­ir.

Lækn­ir­inn sem höfð­aði málið sem dæmt var í gær er Alma Gunn­ars­dóttir sér­fræð­ingur í háls-, nef- og eyrna­lækn­ingum en sjö sam­bæri­leg mál bíða dóms, auk þess sem síðan að þessir átta læknar ákváðu í sam­ráði við Lækna­fé­lag Reykja­víkur að höfða mál, hefur níu sér­greina­læknum til við­bótar verið hafnað um aðild að samn­ingn­um.

Fara ekki sjálf­krafa inn á samn­ing­inn þrátt fyrir dóm­inn

Í dóms­orði í segir að felld sé úr gildi ákvörðun Sjúka­trygg­inga að hafna umsókn Ölmu um aðild að ramma­samn­ingn­um. Sem sagt höfn­unin er felld úr gildi. En það þýðir ekki endi­lega Alma, sem og hinir lækn­arnir sem synjað hefur verið um aðild að samn­ingnum fari sjálf­krafa inn á samn­ing­inn verði þetta end­an­leg nið­ur­staða dóm­stóla.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Gísli Guðni Hall lög­maður Ölmu að verði dómnum ekki áfrýjað og nið­ur­staða þessi standi, þurfi Sjúkra­trygg­ingar Íslands ein­fald­lega næst að afgreiða umsókn Ölmu um aðild að samn­ingn­um. „Sjúkra­trygg­ingar verða að afgreiða beiðn­ina eftir settum regl­um, fara yfir það hvort að öll gögn hafi verið lögð fram af hálfu lækn­anna. Það fór engin þannig rann­sókn fram af því ráðu­neytið setti fyr­ir­mæli um að það ætti bara að hafna. Það á að afgreiða umsókn­ina eins og var alltaf gert þar til þessi fyr­ir­mæli ráð­herra komu,“ segir Gísli.

Fyr­ir­mæli ráð­herra eiga sér stoð í lögum

Ekki má þó gleyma því að enn eru í gildi fyr­ir­mæli ráð­herra um að „loka“ samn­ingn­um.

Í hér­aðs­dómnum er tekið fram að ráð­herra fari með yfir­stjórn stjórn­valda sem hafa á hendi fram­­kvæmd stjórn­ar­­mál­efna er undir hann heyra. Í því felst meðal ann­ars að ráð­­­herra getur gefið stjórn­­­valdi almenn og sér­stök fyr­ir­­­mæli um starf­rækslu á verk­efnum þess, fjár­­­reiður og fleira.

Vísað er í ýmis lög, stjórn­ar­skrá, lög um sjúkra­trygg­ing­ar, lög um opin­ber fjár­mál og fleiri um stjórn­skipu­lega stöðu ráð­herra, heim­ilda hans til yfir­­­stjórnar og skyldna til þess að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd fjár­laga og fjár­auka­laga á sínu sviði og grípa til nauð­­syn­legra ráð­staf­ana í tengslum við það og þar af leið­andi ekki fall­ist á með stefn­anda að hin almennu fyr­ir­mæli heil­brigð­is­ráð­herra að loka samn­ingnum hafi hvorki átt sér stað í lög­­um né í ramma­­samn­ingn­um. Fyr­ir­mæli ráð­herra eiga sér þannig stoð í lög­um.

Hins vegar verði að líta til þess að með ramma­samn­ingnum sem lagður grunnur að sér­hæfðri heil­brigð­is­starf­semi sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna til langs tíma, í þágu almenn­ings í land­inu og þeirra sem starfa eða hyggj­ast starfa sem sér­greina lækn­ar. Með samn­ingnum sé Sjúkra­trygg­ingum falið að fjalla fag­lega um umsóknir sér­greina­lækna og gert ráð fyrir sér­stöku máti á þjón­ustu­þörf sem haft er til hlið­sjónar við afgreiðslu umsókna nýrra lækna.

„Fyrir liggur að hvorki ramma­­samn­ingnum né sam­starfs­­samn­ingnum hefur verið sagt upp og eru samn­ing­­arnir því enn í gildi og leggja gagn­­kvæmar skyldur á samn­ings­að­ila,“ segir í dómn­um.

Gert ráð fyrir fag­legu mati á umsækj­anda

Við mat á umsókn er þannig í ramma­­samn­ingnum gert ráð fyrir fag­legu efn­is­legu mati Sjúkra­­trygg­inga Íslands á um­­sækj­anda, þar með talið hvort hann telj­ist vera hæfur og hvort hann upp­­­fylli önnur skil­yrði til að starfa sam­­kvæmt ramma­­­samn­ingnum og hvort fyrir hendi sé þörf innan heil­brigð­is­kerf­is­ins fyrir sér­greina­lækn­is­­­þjón­ustu umsækj­anda.

Ákvörðun um aðild læknis að samn­ingnum er þannig ætlað að vera mats­kennd stjórn­valds­á­kvörðun þar sem taka á til­lit til margra fag­­­legra þátta, bæði er varða þann um­­­sækj­anda sem sótt hefur um aðild að samn­ingi en einnig til fleiri þátta sem varða starf­­­semi, rekstur og gæði heil­brigð­is­­kerf­is­ins í víðum skiln­ingi, auk fjár­­hags­­legra þátta, og þá skal enn fremur hafa hags­muni hinna sjúkra­­tryggðu að leið­ar­ljósi í þessu sam­­­bandi.

Ekki má halla á rétt borg­ar­anna

Þannig eru sam­kvæmt dómi hér­að­dóms yfir­stjórn­un­ar­heim­ildir ráð­herra ekki án tak­mark­ana. „Ráð­herra verður að virða efn­is- og máls­með­ferð­ar­reglur stjórn­sýslu­laga og óskráðar meg­in­reglur stjórn­sýslu­rétt­ar. Mega fyr­ir­mæli ráð­herra því ekki ganga gegn þeim grund­vall­ar­reglum svo halli á rétt borg­ar­anna,“ segir í dómn­um.

Sam­kvæmt lög­mæt­is­reglu íslensks réttar eru stjórn­völd bundin af lög­um. Í því felst að ákvarð­anir stjórn­valda og athafnir verða að eiga sér stoð í lögum og mega ekki vera í and­stöðu við lög.

Dóm­stóll­inn segir fyr­ir­­­mæli heil­brigð­is­ráð­herra þess eðlis að með þeim var veru­lega þrengt að fag­legu mati Sjúkra­­trygg­inga Íslands á lækn­inum sem um­­sækj­anda og þörf fyrir sér­­­­greina­­lækn­is­­­þjón­ustu henn­ar. „Hið sama á við um sam­­­spil umsókn­ar­innar við hags­muni hinna sjúkra­­tryggðu og starf­­­semi, rekstur og gæði heil­brigð­is­kerf­is­ins í víðum skiln­ingi. Fjár­hags­legur ástæður sem vörð­uðu útgjöld rík­is­sjóðs lágu til grund­vallar fyr­ir­mælum heil­brigð­is­ráð­herra.“ Leiddi þetta til þess að ekki fór fram full­nægj­andi mat á umsókn hennar með til­liti til þeirra fjöl­mörgu fag­legu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókn­inni.

Með þessu var brotið gegn lög­­­mæt­is­regl­unni og meg­in­­­reglu stjórn­­­sýslu­réttar um skyld­u­bundið mat stjórn­­­valda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkra­trygg­inga sem reist var á fyr­ir­­­mælum vel­ferð­ar­­ráðu­neyt­is­ins, fyrir hönd heil­brigð­is­ráð­herra, að synja stefn­anda um aðild að ramma­­­samn­ingnum var haldin veru­­­leg­um ann­­mörkum svo leiðir til ógild­ingar ákvörð­un­ar­inn­ar.

Fram­haldið óljóst

Ráð­herra hefur ekki gefið út hvort ráðu­neytið hyggst una nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms eða áfrýja mál­inu til æðri dóm­stóls.

Ljóst er synjun á aðild að samn­ingn­um, sem nið­ur­staða að und­an­gengnu fag­legu mati og rann­sókn á umsókn­inni sem upp­fyllir ofan­greind skil­yrði, er alls ekki úti­lok­uð. Það er því alls ekki sjálf­sagt að þrátt fyrir að ráð­herra uni nið­ur­stöð­unni að lækn­arnir kom­ist inn á samn­ing­inn. Sú rann­sókn og það mat mun þurfa að fara fram af hálfu Sjúkra­trygg­inga Íslands en óljóst er hvort fyr­ir­mæli ráð­herra um lokun samn­ings­ins muni taka ein­hverjum breyt­ing­um.

Upp­fært: Í upp­haf­legri útgáfu frétt­ar­innar stóð á Svan­dís Svav­ars­dóttir núver­andi heil­brigð­is­ráð­herra hefði gefið út fyr­ir­mæl­in. Hið rétta er að Ótt­arr Proppé var heil­brigð­is­ráð­herra í des­em­ber 2017 þegar Ölmu var synjað um að fara inn á ramma­samn­ing­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar