Bára Huld Beck

Barátta íslenskunnar upp á líf og dauða

Á dögunum kynnti mennta- og menningarmálaráðherra aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu. Ráðuneytið segir þær snerta ólíkar hliðar mannlífsins er markmið þeirra allra beri að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Misjafnar skoðanir eru þó á tillögunum og könnuðu rithöfundurinn Auður Jónsdóttir og blaðamaðurinn Bára Huld Beck hvort fólki fyndist þær vera til bóta eður ei.

Tungu­mál smátungu­þjóða týna töl­unni á miklum hraða, í hverri viku tap­ast tungu­mál – segja fróð­ir.

Ritað mál á íslensku er grund­völlur þess að tungu­málið lifi. Framundan er bar­átta upp á líf og dauða fyrir íslensk­una og það er tví­sýn bar­átta. Stundum er við­kvæði fólks að íslenskan muni lifa áfram – hún hafi jú lifað í þús­und ár! En nei. Það er ekki sjálf­gefið að hún lifi. Í dag eru allt aðrar aðstæður en áður. Við stöndum á þrös­k­uldi algjör­lega nýrra tíma bæði hvað varðar lífs­skil­yrði tungu­máls­ins og fjöl­miðla í þeirri mynd sem við höfum þekkt þá. Staf­ræn tækni, fals­frétt­ir, sam­fé­lags­miðl­ar, breytt rekstr­ar­skil­yrði bæði fjöl­miðla og bóka­út­gáfu og meira til – allt þetta hefur lúmsk en dramat­ísk áhrif á tungu­mál­ið, mát­ann til að afla sér upp­lýs­inga og dag­legt líf. Breyt­ingar í fram­tíð­inni blasa við en eng­inn veit almenni­lega hvað bíð­ur. 

Inn í þennan heim rata ekki tungu­mál smá­þjóða – eins og staðan er – heldur aðeins tungu­mál á borð við ensku, kín­versku og önnur mál sem töluð eru af hund­ruðum millj­óna manna. Að halda að mál sem 300.000 manns tala fái þrif­ist í slíkum aðstæðum án þess að gripið verði til aðgerða er í besta falli óraun­sætt. Þetta eru gjör­breyttar aðstæð­ur.

Aðgerðir stjórn­valda sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu voru kynntar á fjöl­miðla­fundi Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, á dög­un­um. Aðgerð­irnar snerta ólíkar hliðar þjóð­lífs­ins en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu ber mark­mið þeirra allra að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks sam­fé­lags. „Til grund­vallar aðgerð­unum er ein­dreg­inn vilji stjórn­valda til að tryggja fram­gang og fram­tíð íslenskrar tungu meðal ann­ars með stuðn­ingi við íslenska bóka­út­gáfu, einka­rekna fjöl­miðla, mál­tækni og mennt­un,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnir tillögurnar.
Bára Huld Beck

Ef ritað mál á íslensku veik­ist – og það veik­ist smám saman eftir því sem færri lesa það – þarf að snúa vörn í sókn og um það snú­ast að hluta til þessar til­lög­ur, sem ættu að geta orðið til mik­ils gagns, ef þær verða rétt útfærð­ar.

Þeim fjölgar sem lesa aldrei neitt og þá gefur auga leið að ritað mál veik­ist. Á sama tíma hefur  bók­sala dreg­ist saman um þrjá­tíu og sjö pró­sent á örfáum árum. Hinn staf­ræni heimur og breytt atferli sem fylgir honum mun breyta öllu eins og t.d. heim­il­is­haldi – nú þegar við getum talað við heim­il­is­tæk­in. Átak þurfti til að koma íslensk­unni inn í tölvu­heim­inn og eins þarf átak í hinni staf­rænu ver­öld. Þessi þróun er sam­þætt því að æ færri lesa og þar með veik­ist grund­völlur tungu­máls­ins. Við þurfum að geta talað við heim­il­is­tækin á íslensku, að íslenska sé töluð á heim­il­inu. Ann­ars fer hún að víkja.

Nú er stundum sagt að enskan sé fín til síns brúks, veru­leiki okkar sé það alþjóð­legur að okkur sé holl­ast að nota hana bara. En íslenskan er okkur einmitt mik­il­væg til að skilja umheim­inn á okkar for­send­um. Við verðum að geta feng­ist við og unnið úr hlutum með blæ­brigðum og dýpt okkar fyrsta tungu­máls; þýtt hið ytra yfir á það og notað íslensk­una sem verk­færi til að greina það og skilja.

Nauð­syn­legt að koma á vit­und­ar­vakn­ingu um gildi íslensk­unnar

Eiríkur Rögnvaldsson Mynd: Úr einkasafniEiríkur Rögn­valds­son, pró­fessor emeritus í íslenskri mál­fræði, segir í sam­tali við Kjarn­ann að nauð­syn­legt sé að gera átak í því að efla eða koma á vit­und­ar­vakn­ingu um mik­il­vægi og gildi íslensk­unn­ar. Hann bendir á að til að við­halda íslensk­unni skipti við­horf mál­not­enda mestu máli, einkum við­horf ungs fólks. Hann segir jafn­framt að unga fólkið verði að geta notað málið á sviðum sem það hefur áhuga á. Ef sú verði ekki raunin sé hætta á að nei­kvætt við­horf skap­ist til tungu­máls­ins.

En er nóg gert til að hlúa að staf­rænu lífi íslenskunn­ar?

Eiríkur segir að ekki hafi verið nóg gert hingað til, en ýmis­legt sé í far­vatn­inu. Mennta­mála­ráðu­neytið samdi til að mynda á dög­unum við sjálfs­eign­ar­stofn­un­ina Almannaróm um rekstur mið­stöðvar mál­tækni­á­ætl­unar fyrir íslensku. Rúmir tveir millj­arðar króna verða lagðir í verkið á fimm árum. Eiríkur gerir sér vonir um að það átak skili miklu og seg­ist ekki verða var við annað en að stjórn­völd hafi vilja til að fylgja því eft­ir.

Hann seg­ist enn fremur hafa talað fyrir því í tutt­ugu ár að átak sé gert í að gera íslensku gjald­genga í tölvu­heim­in­um, en sé nú kom­inn að þeirri nið­ur­stöðu að það sé aðeins önnur hlið máls­ins – það þurfi líka að hvetja fólk til að nota íslensku á öllum svið­um. „Það er alveg sama hversu þró­aðan mál­tækni­búnað við höfum – ef hann á að gagn­ast íslensk­unni verður fólk að nota hann,“ segir hann.

Sjálf­stæð bóka­út­gáfa krafta­verk

Eins og áður sagði hefur bóka­sala dreg­ist saman um þrjá­tíu og sjö pró­sent á und­an­förnum árum. Útgef­endur og rit­höf­undar hafa ekki farið var­hluta af því og hafa því áhyggjur af fram­tíð útgáf­unn­ar. Að skrifa og gefa út bækur og rit á svo fámennu mál­svæði er jú bæði áhættu­samur og við­kvæmur bransi – eins mik­il­vægur og hann er fyrir sam­fé­lag­ið.

Einar Kárason„Það er í raun­inni algjör­lega galið að í litlu mál­sam­fé­lagi eins og okk­ar, þar sem mark­að­ur­inn er jafn lít­ill og við­kvæm­ur, að það skuli vera svona íþyngj­andi skattur lagður á þessa grein og við verðum að athuga að það að það skuli þríf­ast sjálf­stæð bóka­út­gáfa í 300 þús­und manna sam­fé­lagi er talið krafta­verk hvar sem er í heim­in­um.“ Þetta segir Einar Kára­son, rit­höf­und­ur, í sam­tali við RÚV.

Lagt er til að útgef­endur fái tutt­ugu og fimm pró­sent af kostn­aði við útgáfu bóka á íslensku end­ur­greidd­an. Hætt hefur verið við áform um afnám virð­is­auka­skatts á bækur – sem lofað var í sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar í lok síð­asta árs.

Einar segir til­lög­urnar um end­ur­greiðslu hluta af kostn­aði bóka­út­gáfu aðeins greiða götu útgef­anda og að rit­höf­undar beri skarðan hlut frá borði.

„Þetta er svona brauð­mola­kenn­ing sem hefur heyrst. Ef að þeir fái meiri pen­inga þá muni hugs­an­lega eitt­hvað hrjóta af borðum þeirra til okkar og jú það getur vel verið að þetta þýði það að Rit­höf­unda­sam­bandið þurfi að fara að krefj­ast þess að samn­ingar verði teknir upp þá þegar þeir renna út næst, og fara í ein­hvers konar bar­áttu. Þetta er ekk­ert auð­velt og mun örugg­lega taka mörg ár og ekk­ert er víst hvað kemur út úr því. Hins vegar að fella niður skatt­inn væri stór­kost­leg kjara­bót,“ álítur hann.Verður að horfa heild­rænt á málin

Til­lög­unum hefur verið tekið mis­jafn­lega, eðli máls­ins sam­kvæmt. Sitt sýn­ist hverj­um, enda mis­jafnt hvar hags­mun­irnir liggja. Heiðar Ingi Svans­son, for­maður Félags bóka­út­gef­anda, fagnar því að rík­is­valdið sé að veita þessum mála­flokki athygli.

Hann tekur sér­stak­lega fram að erfitt sé að leggja mat á til­lög­urnar núna. „Það er búið að gefa ákveðnar vænt­ingar og við bíðum spennt eftir því hvernig ráð­herra ætlar að útfæra þessar til­lög­ur,“ segir Heiðar Ingi og bætir því við að nauð­syn­legt sé að horfa heild­rænt á málin og í sam­hengi. Hann fagnar jafn­framt að til­lög­urnar séu undir hatti íslensk­unnar og bendir á að slíkt hið sama sé gert á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Heiðar Ingi SvanssonHeiðar Ingi segir að þrátt fyrir að stóra línan liggi fyrir í til­lögum ráð­herra, þá vanti tölu­vert inn í jöfn­una, til að mynda hvernig útgáfu­kostn­aður verði skil­greindur o.s.frv. „Við þurfum frek­ari upp­lýs­ingar til að vita hver áhrifin verða,“ útskýrir hann en bætir því við að auð­vitað hljóti þessi inn­spýt­ing að vera af hinu góða.

Hann telur vilja vera til staðar hjá ráð­herra að fram­fylgja bók­mennta­stefn­unni frá árinu 2017 – en þá skip­aði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, starfs­hóp til að fjalla um bók­menn­ing­ar­stefnu á Íslandi. Heiðar Ingi segir að þar hafi komið fram áhuga­verðar til­lögur og einnig hafi verið rætt um stuðn­ings­kerfi rit­höf­unda, náms­efni og nám­efna­gerð, útgáfu barna­bóka og kaup bóka­safna. „Mér finnst áhuga­vert að verið sé að fylgja þess­ari stefnu og líta heild­rænt á hlut­ina,“ botnar hann.

Aðgerðir verða að gagn­ast öllum

Stjórn Rit­höf­unda­sam­bands Íslands lýsti von­brigðum með að stjórn­völd ætli að ganga gegn áður lof­aðri nið­ur­fell­ingu bóka­skatts­ins sem heitið var í stjórn­ar­sátt­mál­anum í til­kynn­ingu sem hún sendi til félags­manna í gær.

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að stjórnin hafi fullan skiln­ing á erf­iðri stöðu á bóka­mark­aði en sú staða sé mun flókn­ari og erf­ið­leik­arnir víð­tæk­ari en svo að end­ur­greiðsla á hluta kostn­aðar til útgef­enda ein­göngu muni laga ástand­ið. „Mik­il­vægt er að ráð­ast í aðgerðir sem eru lík­legar til að gagn­ast öllum er koma að þessum geira; höf­und­um, útgef­end­um, bók­söl­um, mennta­kerf­inu sem og les­end­um. Undir er tungan, læsi og bók­menn­ing sem er ein af grunn­stoðum íslenskrar menn­ing­ar.“

Stjórnin bendir á að enn sé óljóst hvernig þeim end­ur­greiðslum sem ríkið hyggst veita bóka­út­gef­endum verði háttað og hvað eigi að falla undir fram­leiðslu­kostnað en hægt sé að draga upp sviðs­myndir þar sem hagur rit­höf­unda kynni að versna við slíkar aðgerð­ir. Í öllu falli sé ekki hægt að sjá að hann batni á nokkurn hátt, komi ekk­ert annað til.

„Rit­höf­unda­stéttin berst í bökkum eins og staðan er í dag. Ef renna á styrkum stoðum undir íslenska bóka­út­gáfu er ekki síst nauð­syn­legt að hlúa að grund­velli henn­ar, íslenskum rit­höf­und­um.

Stjórn og starfs­fólk RSÍ hefur verið í góðu sam­bandi við Mennta­mála­ráðu­neytið und­an­farna daga og verður áfram. Stjórn RSÍ mun hvetja til þess að horft verði heild­stætt á vanda bóka­geirans með áherslu á lausnir sem lík­legar eru til að gagn­ast öllum er koma að sköp­un, útgáfu, sölu og lestri bóka á íslensku og boð­aðar voru í skýrslu starfs­hóps um bók­menn­ing­ar­stefnu. Sá vandi verður ekki leystur nema með aðkomu höf­unda og þýð­enda,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Fátt kemur á óvart í til­lög­unum

Til­lög­urnar lúta enn fremur að fjöl­miðlum – eins og fram hefur komið – og ekki er síður mik­il­vægt fyrir lífs­skil­yrði íslenskrar tungu að heil­brigt fjöl­miðlaum­hverfi fái að blómstra hér á landi, en það er jú einn helsti vett­vang­ur­inn þar sem dag­leg sam­fé­lags­um­ræða og úrvinnsla hennar á sér stað. Þar spila margir þættir inn í, enda er fjöl­miðla­notkun með ýmsu móti og því nauð­syn­legt að starfs­um­hverfi sé með besta móti. Ekki er ofsögum sagt að fjöl­miðlar þurfi að takast á við erfið rekstr­ar­skil­yrði en þau hafa versnað á síð­ustu árum og ára­tug­um, m.a. vegna breyttra aðstæðna og tækni­fram­fara. Og til þess að þeir geti sinnt eft­ir­lits­hlut­verki sínu, sem og hinu menn­ing­ar­lega, þá þarf að hlúa að þeim með ein­hverjum leið­um.Um 400 millj­ónum króna verður varið til þess að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi. Aðgerðir fel­ast meðal ann­ars í því að hluti rit­stjórn­ar­kostn­aðar rit- og ljós­vaka­miðla verður end­ur­greidd­ur, stutt verður við textun og tal­setn­ingu efnis í mynd­miðlum og virð­is­auka­skattur sam­ræmdur vegna sölu raf­rænna áskrifta. Því sam­hliða verður Rík­is­út­varp­inu gert að starfa innan þrengri ramma á aug­lýs­inga­mark­aði og þannig skapað aukið rými fyrir einka­rekna miðla til að afla sér tekna. Til stendur að minnka umsvif RÚV á sam­keppn­is­mark­aði um 560 millj­ón­ir.Laga­frum­varp er í smíðum og verður lagt fram í jan­úar næst­kom­andi en ólíkar skoð­anir eru á þessum hluta til­lagn­anna – eins og hin­um. Flestir fagna aðgerðum en hafa samt áhyggjur af því hvernig útfærsl­urnar verða.Elfa Ýr GylfadóttirÍ sjálfu sér kemur ekk­ert á óvart í til­lögum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, að sögn Elfu Ýrar Gylfa­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Fjöl­miðla­nefnd­ar. Hún segir þær ríma við þær til­lögur sem komu fram í skýrslu nefndar sem gerði til­lögur að nauð­syn­legum aðgerðum til að bæta rekstr­ar­skil­yrði einka­rek­inna fjöl­miðla og skil­aði í jan­úar síð­ast­liðn­um.

Varð­andi deil­una um RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði segir Elfa Ýr að mis­mun­andi útfærslur og reglur séu á þessu í Evr­ópu. Hún segir að skoð­anir stjórn­mála­manna og ann­arra séu af ýmsu tagi og nú taki við póli­tískar ákvarð­an­ir. Fjöl­miðla­nefnd sé búin að leggja fram sína grein­ar­gerð.Póli­tísk ákvörðun hvernig fjár­magna eigi RÚV

„Fyrst ber að nefna að það er afskap­lega jákvætt að verið sé að taka á stöðu einka­rek­inna miðla, það er stórt og jákvætt skref sem við hljótum öll að fagna,“ segir Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri Rík­is­út­varps­ins, þegar hann er inntur eftir við­brögðum við til­lög­un­um. Hann bendir á að auð­vitað eigi eftir að útfæra þær og sjá hvernig fjár­munum verði dreift á milli miðl­anna.

Magnús Geir Þórðarson Mynd: RÚV„Þarna virð­ist sem verið sé að mæta ábend­ingum og óskum sem komið hafa frá einka­reknu miðl­un­um. Í mínum huga er mik­il­vægt að rit­stjórnir séu styrktar til að stuðla að upp­lýstri umræðu og rækta lýð­ræð­is­hlut­verk miðl­anna. Það sama á við um textun og tal­setn­ingu en hvort tveggja er mik­il­vægt fyrir íslenska menn­ingu og tungu. Ég vona að tryggt verði að hinir smærri miðlar fái ekki síður stuðn­ing en hinir stærri.,“ segir hann. Magnús Geir telur jafn­framt mik­il­vægt að auð­velda miðlum að sinna barna­menn­ingu og að því leyti séu til­lög­urnar jákvæð­ar.

Hvað varðar RÚV þá segir Magnús Geir málin vera óljós­ari og að þau hafi ekki enn verið útfærð. Sú leið sem farin hafi verið við fjár­mögnun almanna­þjón­ust­unnar um ára­tuga skeið sé hin bland­aða leið, þ.e. opin­bert fram­lag að tveimur þriðju og  aug­lýs­inga­tekjur að einum þriðja en það er sú leið sem algeng­ust er við fjár­mögnun almanna­þjón­ustu í Evr­ópu, að hans sögn.

„Það hefur ríkt sam­staða meðal þorra þjóð­ar­innar um mik­il­vægi öfl­ugs Rík­is­út­varps. Sú er líka raunin nú þar sem RÚV nýtur gríð­ar­legs stuðn­ings meðal þjóð­ar­innar sam­kvæmt könn­un­um. Stuðn­ing­ur­inn hefur raunar ekki verið meiri um ára­bil. Það hafa hins vegar alltaf verið skiptar skoð­anir um hvaða blöndun fjár­mögn­unar henti best og á því hafa verið ólíkar pólítískar skoð­an­ir,“ segir hann.

Hann seg­ist ánægður með að sjá ráð­herra svo afger­andi í þeirri afstöðu að ef ein­hverjar tak­mark­anir á veru RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði gangi eft­ir, þá liggi alveg fyrir að það verði bætt upp að fullu með hækk­uðu útvarps­gjaldi eða með öðrum hætti. „Þetta er það sem mestu máli skipt­ir, ráð­herr­ann er sam­mála þjóð­inni í því að tekjur og þjón­usta RÚV verða ekki skertar frá því sem nú er. Svo þarf að skoða, ræða og útfæra hvernig það verði trygg­t,“ segir hann.

Eins og fleiri við­mæl­endur Kjarn­ans bendir Magnús Geir á að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útfærslur til­lagn­anna munu verða. Enn fremur að ef til tak­mark­ana á aug­lýs­inga­mark­aði komi þá eigi eftir að útfæra hvernig það tekju­tap verði bætt. „Nú hefst sam­tal og sam­ráð um það en ráð­herra var skýr. Hún er ekki að tala fyrir skerð­ingu á þjón­ust­unni eða tekjum heldur bara breyt­ingum á fjár­mögn­un­ar­leið­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar