Úlfur úlfur

Eftir 200 ára fjarveru lifa nú tugir villtra úlfa í Danmörku. Þeir eru alfriðaðir en fyrr á þessu ári skaut danskur bóndi úlfynju skammt frá búgarði sínum. Bóndinn sagðist hafa óttast um líf sitt en hefur nú verið dæmdur til refsingar fyrir athæfið.

Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
Auglýsing



Árið 2012 hringdi maður til Dönsku Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar­innar og til­kynnti að hann teldi sig hafa séð úlf á Vest­ur- Jót­landi. Mað­ur­inn náði ekki mynd af dýr­inu en sagð­ist hafa séð úlfa í Þýska­landi og víðar og væri nokkuð viss í sinni sök. Þetta var í fyrsta skipti í nær tvær aldir sem úlfur hafði sést í Dan­mörku. Fjórum árum síð­ar, árið 2016, sáust hins­vegar nokkrum sinnum úlfar á Jót­landi og eftir að fólk á göngu­för sá þar par með ylfinga töldu sér­fræð­ingar ljóst að úlfar hefðu tekið sér ból­festu í land­inu. Sér­fræð­ingar Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar­innar telja að nokkur úlfa­pör haldi til á Vestur – Jót­landi, lík­lega tutt­ugu til þrjá­tíu dýr.

Skiptar skoð­anir

Fréttir um að úlfar hefðu á ný tekið sér ból­festu í Dan­mörku vöktu mikla athygli og umtal. Skoð­anir voru mjög skiptar, margir fögn­uðu þessum land­nema, sem snúið hefði aftur eftir alda­langa fjar­veru, aðrir sögðu úlfinn óboð­inn gest sem best væri að vera laus við. Bændur á Jót­landi lýstu áhyggj­um, sögðu að úlfar væru grimmar skepnur sem ekki víl­uðu fyrir sér að ráð­ast á búfén­að, og jafn­vel fólk.  Sumir sögðu jafn­vel að rétt­ast væri að reyna að útrýma þessum ,,ó­fögn­uði“ eins og kom­ist var að orði. Sér­fræð­ingar Nátt­úru­fræði­stofn­unar hvöttu til still­ing­ar, sögðu að fyrir það fyrsta væri engin ástæða fyrir fólk að ótt­ast árásir úlfa og í öðru lagi yrði stofn­inn um langt ára­bil lít­ill. Sem sagt: ekki væri ástæða til úlfúð­ar. Af og til hafa síðan borist fréttir af því að sést hefði til úlfa á Vest­ur- Jót­landi oft­ast á fáförnum slóð­um, fjarri manna­byggð­um.

Auglýsing

Úlf­arnir í Ulf­borg



Mynd: PexelsSnemma á síð­asta ári  sett­ist úlfa­par að skammt frá smá­bænum Ulf­borg á Vest­ur- Jót­landi. Um vorið komu í heim­inn nokkrir ylfingar og fjöl­skyldan hélt sig áfram á sömu slóð­u­m.  Bændur höfðu nokkrar áhyggjur af þessum nýju land­nemum en úlf­arnir létu bústofn­inn óáreitt­an. Jóskir fjöl­miðlar greindu frá því að úlfa­fjöl­skyldan væri gæf og þær fréttir urðu til þess að margt úlfa­á­huga­fólk lagði leið sína til Ulf­borg í þeirri von að sjá úlfa með eigin aug­um. 18. apríl síð­ast­lið­inn voru tveir áhuga­menn um úlfa staddir í nágrenni bónda­bæjar við Ulf­borg í þeirri von að úlf­arnir létu sjá sig. Og þeim varð að ósk sinni. Þar sem þeir sátu í skóg­ar­jaðri fast við lít­inn akur sáu þeir skyndi­lega hvar úlfur kom tölt­andi þvert yfir tún­ið. Þeir kveiktu á upp­töku­vél­inni og fylgd­ust með dýr­inu sem fór sér hægt og kippti sér ekki upp við að stór traktor með plóg var á ferð­inni skammt frá. Skyndilega kom bíll akandi með­fram tún­inu og stopp­aði. Síðan heyrð­ist skot­hvell­ur, úlf­ur­inn kippt­ist við og drapst sam­stund­is. Úlfa­á­huga­menn­irnir trúðu vart sínum eigin augum en höfðu strax sam­band við lög­reglu og afhentu mynd­bands­upp­tök­una. 

Neit­aði fyrst en ját­aði svo  

Lög­reglan var ekki lengi að hafa uppi á þeim sem drap úlfinn. Þar var að verki 66 ára gam­all mað­ur, faðir bónd­ans á bænum í nágrenn­inu, þess sem sat á trakt­ornum með plóg­inn. Fað­ir­inn neit­aði í fyrstu en þegar honum var sýnd mynd­bands­upp­takan ját­aði hann að hafa hleypt af skot­inu. Sagð­ist hafa ótt­ast að úlf­ur­inn myndi ráð­ast á sig eða fjöl­skyldu son­ar­ins. Lög­reglan gaf lítið fyrir þessar skýr­ingar og benti mann­inum á að úlfar væru alfrið­aðir í Dan­mörku, eins og reyndar í öllum Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um. Í fram­hald­inu var gefin út ákæra á hendur mann­inum og réttað var í mál­inu í Bæj­ar­rétt­inum í Hern­ing sl. föstu­dag, 28. sept­em­ber.

Fjöl­menni var úti fyrir Bæj­ar­dóm­stóln­um, þar voru bæði úlfa­vinir og and­stæð­ingar úlfs­ins.

Var þetta blend­ing­ur?

Lög­fræð­ingur úlfa­ban­ans, sem krafð­ist sýknu, sagð­ist vilja fá úr því skorið hvort þetta dýr sem fellt hefði verið á akrinum væri hrein­rækt­aður úlfur eða blend­ing­ur, en frið­unin nær ekki til þeirra síð­ar­nefndu. Sak­sókn­ari benti á að dna rann­sókn hefði leitt í ljós að dýrið væri ,,ekta“ úlfur sem væri kom­inn út af úlfynju í Þýska­landi. Allar vanga­veltur um að þarna væri um blend­ing að ræða væru því marklaus­ar. Sak­sókn­ari og verj­andi voru sam­mála um að dóm­ur­inn, á hvorn veg­inn sem hann félli, yrði for­dæm­is­gef­andi því við­líka mál hafi ekki áður komið upp í Dan­mörku.  

40 daga skil­orðs­bundið fang­elsi  

Þyngsta refs­ing fyrir afbrot af þessu tagi er tveggja ára fang­elsi. Full­trúi ákæru­valds­ins krafð­ist þyngstu refs­ingar en verj­and­inn fór fram á sýknu. Nið­ur­staða dóm­ar­ans var 40 daga skil­orðs­bundið fang­elsi. 

Ákæru­valdið og sak­born­ing­ur­inn hafa nú tveggja vikna frest til að ákveða hvort dómnum verði áfrýj­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar