Úlfur úlfur

Eftir 200 ára fjarveru lifa nú tugir villtra úlfa í Danmörku. Þeir eru alfriðaðir en fyrr á þessu ári skaut danskur bóndi úlfynju skammt frá búgarði sínum. Bóndinn sagðist hafa óttast um líf sitt en hefur nú verið dæmdur til refsingar fyrir athæfið.

Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
AuglýsingÁrið 2012 hringdi maður til Dönsku Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar­innar og til­kynnti að hann teldi sig hafa séð úlf á Vest­ur- Jót­landi. Mað­ur­inn náði ekki mynd af dýr­inu en sagð­ist hafa séð úlfa í Þýska­landi og víðar og væri nokkuð viss í sinni sök. Þetta var í fyrsta skipti í nær tvær aldir sem úlfur hafði sést í Dan­mörku. Fjórum árum síð­ar, árið 2016, sáust hins­vegar nokkrum sinnum úlfar á Jót­landi og eftir að fólk á göngu­för sá þar par með ylfinga töldu sér­fræð­ingar ljóst að úlfar hefðu tekið sér ból­festu í land­inu. Sér­fræð­ingar Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar­innar telja að nokkur úlfa­pör haldi til á Vestur – Jót­landi, lík­lega tutt­ugu til þrjá­tíu dýr.

Skiptar skoð­anir

Fréttir um að úlfar hefðu á ný tekið sér ból­festu í Dan­mörku vöktu mikla athygli og umtal. Skoð­anir voru mjög skiptar, margir fögn­uðu þessum land­nema, sem snúið hefði aftur eftir alda­langa fjar­veru, aðrir sögðu úlfinn óboð­inn gest sem best væri að vera laus við. Bændur á Jót­landi lýstu áhyggj­um, sögðu að úlfar væru grimmar skepnur sem ekki víl­uðu fyrir sér að ráð­ast á búfén­að, og jafn­vel fólk.  Sumir sögðu jafn­vel að rétt­ast væri að reyna að útrýma þessum ,,ó­fögn­uði“ eins og kom­ist var að orði. Sér­fræð­ingar Nátt­úru­fræði­stofn­unar hvöttu til still­ing­ar, sögðu að fyrir það fyrsta væri engin ástæða fyrir fólk að ótt­ast árásir úlfa og í öðru lagi yrði stofn­inn um langt ára­bil lít­ill. Sem sagt: ekki væri ástæða til úlfúð­ar. Af og til hafa síðan borist fréttir af því að sést hefði til úlfa á Vest­ur- Jót­landi oft­ast á fáförnum slóð­um, fjarri manna­byggð­um.

Auglýsing

Úlf­arnir í Ulf­borgMynd: PexelsSnemma á síð­asta ári  sett­ist úlfa­par að skammt frá smá­bænum Ulf­borg á Vest­ur- Jót­landi. Um vorið komu í heim­inn nokkrir ylfingar og fjöl­skyldan hélt sig áfram á sömu slóð­u­m.  Bændur höfðu nokkrar áhyggjur af þessum nýju land­nemum en úlf­arnir létu bústofn­inn óáreitt­an. Jóskir fjöl­miðlar greindu frá því að úlfa­fjöl­skyldan væri gæf og þær fréttir urðu til þess að margt úlfa­á­huga­fólk lagði leið sína til Ulf­borg í þeirri von að sjá úlfa með eigin aug­um. 18. apríl síð­ast­lið­inn voru tveir áhuga­menn um úlfa staddir í nágrenni bónda­bæjar við Ulf­borg í þeirri von að úlf­arnir létu sjá sig. Og þeim varð að ósk sinni. Þar sem þeir sátu í skóg­ar­jaðri fast við lít­inn akur sáu þeir skyndi­lega hvar úlfur kom tölt­andi þvert yfir tún­ið. Þeir kveiktu á upp­töku­vél­inni og fylgd­ust með dýr­inu sem fór sér hægt og kippti sér ekki upp við að stór traktor með plóg var á ferð­inni skammt frá. Skyndilega kom bíll akandi með­fram tún­inu og stopp­aði. Síðan heyrð­ist skot­hvell­ur, úlf­ur­inn kippt­ist við og drapst sam­stund­is. Úlfa­á­huga­menn­irnir trúðu vart sínum eigin augum en höfðu strax sam­band við lög­reglu og afhentu mynd­bands­upp­tök­una. 

Neit­aði fyrst en ját­aði svo  

Lög­reglan var ekki lengi að hafa uppi á þeim sem drap úlfinn. Þar var að verki 66 ára gam­all mað­ur, faðir bónd­ans á bænum í nágrenn­inu, þess sem sat á trakt­ornum með plóg­inn. Fað­ir­inn neit­aði í fyrstu en þegar honum var sýnd mynd­bands­upp­takan ját­aði hann að hafa hleypt af skot­inu. Sagð­ist hafa ótt­ast að úlf­ur­inn myndi ráð­ast á sig eða fjöl­skyldu son­ar­ins. Lög­reglan gaf lítið fyrir þessar skýr­ingar og benti mann­inum á að úlfar væru alfrið­aðir í Dan­mörku, eins og reyndar í öllum Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um. Í fram­hald­inu var gefin út ákæra á hendur mann­inum og réttað var í mál­inu í Bæj­ar­rétt­inum í Hern­ing sl. föstu­dag, 28. sept­em­ber.

Fjöl­menni var úti fyrir Bæj­ar­dóm­stóln­um, þar voru bæði úlfa­vinir og and­stæð­ingar úlfs­ins.

Var þetta blend­ing­ur?

Lög­fræð­ingur úlfa­ban­ans, sem krafð­ist sýknu, sagð­ist vilja fá úr því skorið hvort þetta dýr sem fellt hefði verið á akrinum væri hrein­rækt­aður úlfur eða blend­ing­ur, en frið­unin nær ekki til þeirra síð­ar­nefndu. Sak­sókn­ari benti á að dna rann­sókn hefði leitt í ljós að dýrið væri ,,ekta“ úlfur sem væri kom­inn út af úlfynju í Þýska­landi. Allar vanga­veltur um að þarna væri um blend­ing að ræða væru því marklaus­ar. Sak­sókn­ari og verj­andi voru sam­mála um að dóm­ur­inn, á hvorn veg­inn sem hann félli, yrði for­dæm­is­gef­andi því við­líka mál hafi ekki áður komið upp í Dan­mörku.  

40 daga skil­orðs­bundið fang­elsi  

Þyngsta refs­ing fyrir afbrot af þessu tagi er tveggja ára fang­elsi. Full­trúi ákæru­valds­ins krafð­ist þyngstu refs­ingar en verj­and­inn fór fram á sýknu. Nið­ur­staða dóm­ar­ans var 40 daga skil­orðs­bundið fang­elsi. 

Ákæru­valdið og sak­born­ing­ur­inn hafa nú tveggja vikna frest til að ákveða hvort dómnum verði áfrýj­að.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar