Úlfur úlfur

Eftir 200 ára fjarveru lifa nú tugir villtra úlfa í Danmörku. Þeir eru alfriðaðir en fyrr á þessu ári skaut danskur bóndi úlfynju skammt frá búgarði sínum. Bóndinn sagðist hafa óttast um líf sitt en hefur nú verið dæmdur til refsingar fyrir athæfið.

Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
AuglýsingÁrið 2012 hringdi maður til Dönsku Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar­innar og til­kynnti að hann teldi sig hafa séð úlf á Vest­ur- Jót­landi. Mað­ur­inn náði ekki mynd af dýr­inu en sagð­ist hafa séð úlfa í Þýska­landi og víðar og væri nokkuð viss í sinni sök. Þetta var í fyrsta skipti í nær tvær aldir sem úlfur hafði sést í Dan­mörku. Fjórum árum síð­ar, árið 2016, sáust hins­vegar nokkrum sinnum úlfar á Jót­landi og eftir að fólk á göngu­för sá þar par með ylfinga töldu sér­fræð­ingar ljóst að úlfar hefðu tekið sér ból­festu í land­inu. Sér­fræð­ingar Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar­innar telja að nokkur úlfa­pör haldi til á Vestur – Jót­landi, lík­lega tutt­ugu til þrjá­tíu dýr.

Skiptar skoð­anir

Fréttir um að úlfar hefðu á ný tekið sér ból­festu í Dan­mörku vöktu mikla athygli og umtal. Skoð­anir voru mjög skiptar, margir fögn­uðu þessum land­nema, sem snúið hefði aftur eftir alda­langa fjar­veru, aðrir sögðu úlfinn óboð­inn gest sem best væri að vera laus við. Bændur á Jót­landi lýstu áhyggj­um, sögðu að úlfar væru grimmar skepnur sem ekki víl­uðu fyrir sér að ráð­ast á búfén­að, og jafn­vel fólk.  Sumir sögðu jafn­vel að rétt­ast væri að reyna að útrýma þessum ,,ó­fögn­uði“ eins og kom­ist var að orði. Sér­fræð­ingar Nátt­úru­fræði­stofn­unar hvöttu til still­ing­ar, sögðu að fyrir það fyrsta væri engin ástæða fyrir fólk að ótt­ast árásir úlfa og í öðru lagi yrði stofn­inn um langt ára­bil lít­ill. Sem sagt: ekki væri ástæða til úlfúð­ar. Af og til hafa síðan borist fréttir af því að sést hefði til úlfa á Vest­ur- Jót­landi oft­ast á fáförnum slóð­um, fjarri manna­byggð­um.

Auglýsing

Úlf­arnir í Ulf­borgMynd: PexelsSnemma á síð­asta ári  sett­ist úlfa­par að skammt frá smá­bænum Ulf­borg á Vest­ur- Jót­landi. Um vorið komu í heim­inn nokkrir ylfingar og fjöl­skyldan hélt sig áfram á sömu slóð­u­m.  Bændur höfðu nokkrar áhyggjur af þessum nýju land­nemum en úlf­arnir létu bústofn­inn óáreitt­an. Jóskir fjöl­miðlar greindu frá því að úlfa­fjöl­skyldan væri gæf og þær fréttir urðu til þess að margt úlfa­á­huga­fólk lagði leið sína til Ulf­borg í þeirri von að sjá úlfa með eigin aug­um. 18. apríl síð­ast­lið­inn voru tveir áhuga­menn um úlfa staddir í nágrenni bónda­bæjar við Ulf­borg í þeirri von að úlf­arnir létu sjá sig. Og þeim varð að ósk sinni. Þar sem þeir sátu í skóg­ar­jaðri fast við lít­inn akur sáu þeir skyndi­lega hvar úlfur kom tölt­andi þvert yfir tún­ið. Þeir kveiktu á upp­töku­vél­inni og fylgd­ust með dýr­inu sem fór sér hægt og kippti sér ekki upp við að stór traktor með plóg var á ferð­inni skammt frá. Skyndilega kom bíll akandi með­fram tún­inu og stopp­aði. Síðan heyrð­ist skot­hvell­ur, úlf­ur­inn kippt­ist við og drapst sam­stund­is. Úlfa­á­huga­menn­irnir trúðu vart sínum eigin augum en höfðu strax sam­band við lög­reglu og afhentu mynd­bands­upp­tök­una. 

Neit­aði fyrst en ját­aði svo  

Lög­reglan var ekki lengi að hafa uppi á þeim sem drap úlfinn. Þar var að verki 66 ára gam­all mað­ur, faðir bónd­ans á bænum í nágrenn­inu, þess sem sat á trakt­ornum með plóg­inn. Fað­ir­inn neit­aði í fyrstu en þegar honum var sýnd mynd­bands­upp­takan ját­aði hann að hafa hleypt af skot­inu. Sagð­ist hafa ótt­ast að úlf­ur­inn myndi ráð­ast á sig eða fjöl­skyldu son­ar­ins. Lög­reglan gaf lítið fyrir þessar skýr­ingar og benti mann­inum á að úlfar væru alfrið­aðir í Dan­mörku, eins og reyndar í öllum Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um. Í fram­hald­inu var gefin út ákæra á hendur mann­inum og réttað var í mál­inu í Bæj­ar­rétt­inum í Hern­ing sl. föstu­dag, 28. sept­em­ber.

Fjöl­menni var úti fyrir Bæj­ar­dóm­stóln­um, þar voru bæði úlfa­vinir og and­stæð­ingar úlfs­ins.

Var þetta blend­ing­ur?

Lög­fræð­ingur úlfa­ban­ans, sem krafð­ist sýknu, sagð­ist vilja fá úr því skorið hvort þetta dýr sem fellt hefði verið á akrinum væri hrein­rækt­aður úlfur eða blend­ing­ur, en frið­unin nær ekki til þeirra síð­ar­nefndu. Sak­sókn­ari benti á að dna rann­sókn hefði leitt í ljós að dýrið væri ,,ekta“ úlfur sem væri kom­inn út af úlfynju í Þýska­landi. Allar vanga­veltur um að þarna væri um blend­ing að ræða væru því marklaus­ar. Sak­sókn­ari og verj­andi voru sam­mála um að dóm­ur­inn, á hvorn veg­inn sem hann félli, yrði for­dæm­is­gef­andi því við­líka mál hafi ekki áður komið upp í Dan­mörku.  

40 daga skil­orðs­bundið fang­elsi  

Þyngsta refs­ing fyrir afbrot af þessu tagi er tveggja ára fang­elsi. Full­trúi ákæru­valds­ins krafð­ist þyngstu refs­ingar en verj­and­inn fór fram á sýknu. Nið­ur­staða dóm­ar­ans var 40 daga skil­orðs­bundið fang­elsi. 

Ákæru­valdið og sak­born­ing­ur­inn hafa nú tveggja vikna frest til að ákveða hvort dómnum verði áfrýj­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar