Úlfur úlfur

Eftir 200 ára fjarveru lifa nú tugir villtra úlfa í Danmörku. Þeir eru alfriðaðir en fyrr á þessu ári skaut danskur bóndi úlfynju skammt frá búgarði sínum. Bóndinn sagðist hafa óttast um líf sitt en hefur nú verið dæmdur til refsingar fyrir athæfið.

Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
Auglýsing


Árið 2012 hringdi maður til Dönsku Náttúrufræðistofnunarinnar og tilkynnti að hann teldi sig hafa séð úlf á Vestur- Jótlandi. Maðurinn náði ekki mynd af dýrinu en sagðist hafa séð úlfa í Þýskalandi og víðar og væri nokkuð viss í sinni sök. Þetta var í fyrsta skipti í nær tvær aldir sem úlfur hafði sést í Danmörku. Fjórum árum síðar, árið 2016, sáust hinsvegar nokkrum sinnum úlfar á Jótlandi og eftir að fólk á gönguför sá þar par með ylfinga töldu sérfræðingar ljóst að úlfar hefðu tekið sér bólfestu í landinu. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunarinnar telja að nokkur úlfapör haldi til á Vestur – Jótlandi, líklega tuttugu til þrjátíu dýr.

Skiptar skoðanir

Fréttir um að úlfar hefðu á ný tekið sér bólfestu í Danmörku vöktu mikla athygli og umtal. Skoðanir voru mjög skiptar, margir fögnuðu þessum landnema, sem snúið hefði aftur eftir aldalanga fjarveru, aðrir sögðu úlfinn óboðinn gest sem best væri að vera laus við. Bændur á Jótlandi lýstu áhyggjum, sögðu að úlfar væru grimmar skepnur sem ekki víluðu fyrir sér að ráðast á búfénað, og jafnvel fólk.  Sumir sögðu jafnvel að réttast væri að reyna að útrýma þessum ,,ófögnuði“ eins og komist var að orði. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hvöttu til stillingar, sögðu að fyrir það fyrsta væri engin ástæða fyrir fólk að óttast árásir úlfa og í öðru lagi yrði stofninn um langt árabil lítill. Sem sagt: ekki væri ástæða til úlfúðar. Af og til hafa síðan borist fréttir af því að sést hefði til úlfa á Vestur- Jótlandi oftast á fáförnum slóðum, fjarri mannabyggðum.

Auglýsing

Úlfarnir í Ulfborg


Mynd: PexelsSnemma á síðasta ári  settist úlfapar að skammt frá smábænum Ulfborg á Vestur- Jótlandi. Um vorið komu í heiminn nokkrir ylfingar og fjölskyldan hélt sig áfram á sömu slóðum.  Bændur höfðu nokkrar áhyggjur af þessum nýju landnemum en úlfarnir létu bústofninn óáreittan. Jóskir fjölmiðlar greindu frá því að úlfafjölskyldan væri gæf og þær fréttir urðu til þess að margt úlfaáhugafólk lagði leið sína til Ulfborg í þeirri von að sjá úlfa með eigin augum. 18. apríl síðastliðinn voru tveir áhugamenn um úlfa staddir í nágrenni bóndabæjar við Ulfborg í þeirri von að úlfarnir létu sjá sig. Og þeim varð að ósk sinni. Þar sem þeir sátu í skógarjaðri fast við lítinn akur sáu þeir skyndilega hvar úlfur kom töltandi þvert yfir túnið. Þeir kveiktu á upptökuvélinni og fylgdust með dýrinu sem fór sér hægt og kippti sér ekki upp við að stór traktor með plóg var á ferðinni skammt frá. Skyndilega kom bíll akandi meðfram túninu og stoppaði. Síðan heyrðist skothvellur, úlfurinn kipptist við og drapst samstundis. Úlfaáhugamennirnir trúðu vart sínum eigin augum en höfðu strax samband við lögreglu og afhentu myndbandsupptökuna. 

Neitaði fyrst en játaði svo  

Lögreglan var ekki lengi að hafa uppi á þeim sem drap úlfinn. Þar var að verki 66 ára gamall maður, faðir bóndans á bænum í nágrenninu, þess sem sat á traktornum með plóginn. Faðirinn neitaði í fyrstu en þegar honum var sýnd myndbandsupptakan játaði hann að hafa hleypt af skotinu. Sagðist hafa óttast að úlfurinn myndi ráðast á sig eða fjölskyldu sonarins. Lögreglan gaf lítið fyrir þessar skýringar og benti manninum á að úlfar væru alfriðaðir í Danmörku, eins og reyndar í öllum Evrópusambandsríkjum. Í framhaldinu var gefin út ákæra á hendur manninum og réttað var í málinu í Bæjarréttinum í Herning sl. föstudag, 28. september.

Fjölmenni var úti fyrir Bæjardómstólnum, þar voru bæði úlfavinir og andstæðingar úlfsins.

Var þetta blendingur?

Lögfræðingur úlfabanans, sem krafðist sýknu, sagðist vilja fá úr því skorið hvort þetta dýr sem fellt hefði verið á akrinum væri hreinræktaður úlfur eða blendingur, en friðunin nær ekki til þeirra síðarnefndu. Saksóknari benti á að dna rannsókn hefði leitt í ljós að dýrið væri ,,ekta“ úlfur sem væri kominn út af úlfynju í Þýskalandi. Allar vangaveltur um að þarna væri um blending að ræða væru því marklausar. Saksóknari og verjandi voru sammála um að dómurinn, á hvorn veginn sem hann félli, yrði fordæmisgefandi því viðlíka mál hafi ekki áður komið upp í Danmörku.  

40 daga skilorðsbundið fangelsi  

Þyngsta refsing fyrir afbrot af þessu tagi er tveggja ára fangelsi. Fulltrúi ákæruvaldsins krafðist þyngstu refsingar en verjandinn fór fram á sýknu. Niðurstaða dómarans var 40 daga skilorðsbundið fangelsi. 

Ákæruvaldið og sakborningurinn hafa nú tveggja vikna frest til að ákveða hvort dómnum verði áfrýjað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar