Mynd: 123rf.com

Hrunið: Lukkuriddarar og hrægammar

Fjölmargir athafnamenn sáu sér leik á borði eftir hrunið til að eignast eignir á Íslandi á slikk. Nokkrir gengu mun lengra en aðrir í viðleitni sinni til að verða sér úti um skjótfenginn gróða.

Því fór fjarri að einu menn­irnir sem fjöl­menntu til Íslands við hrunið væru þeir sem gættu hags­muna kröfu­hafa. Mýmargir mis­árenni­legir ein­stak­lingar sem sáu tæki­færi á skjót­fengnum risa­gróða í hörm­ungum Íslend­inga flýttu sér einnig hingað og von­uð­ust til að geta nýtt sér ringul­reið­ina sem ríkti.

Helg­ina eftir setn­ingu neyð­ar­lag­anna í októ­ber 2008 lenti einka­flug­vél á Reykja­vík­ur­flug­velli. Um borð var Phillip Green, smá­vax­inn versl­un­ar­mó­gúll og einn rík­asti maður Bret­landseyja. Hann var kom­inn til lands­ins í einum til­gangi: Að kaupa skuldir Baugs Group á mjög lágu verði. Með það fyrir augum mætti hann á Kirkju­sand í höf­uð­stöðvar Glitn­is, sem þá hafði verið tek­inn yfir af skila­nefnd. Með honum í för voru Jón Ásgeir Jóhann­es­son og eig­in­kona hans og við­skipta­fé­lagi, Ingi­björg Stef­anía Pálma­dótt­ir. Jón Ásgeir og fjöl­skylda hans voru á þessum tíma aðal­eig­endur Baugs.

Green tókst að fá fund með umsjón­ar­mönnum þrota­bús­ins. Ingi­björg fór með honum inn á fund­inn en Jón Ásgeir, sem hafði þar til skömmu áður verið stærsti eig­andi Glitn­is, bæði beint og óbeint, beið frammi á með­an. Það var ekki talið styrkja stöðu Green að hafa Jón Ásgeir með, enda hafði hann verið útmál­aður í opin­berri fjöl­miðla­um­ræðu sem einn þeirra sem settu Ísland á haus­inn.

Á fund­inum lagði Green fram til­boð um að kaupa allar skuldir Baugs við bank­ann á um fimm pró­sent af virði þeirra. Þegar til­boðið fékk litlar und­ir­tektir lét hann öllum illum látum og hót­aði að allir sem væru inni í her­berg­inu yrðu rekn­ir. Hann gæti látið það ger­ast. Hann hót­aði einnig að tala við for­seta Íslands, Ólaf Ragnar Gríms­son, ef til­boðið yrði ekki skoðað bet­ur. Hvað for­set­inn átti að gera kom ekki fram.

Phillip Green er mjög umdeildur maður. Hann var einn þeirra sem reyndi að beita frekju og ofsa til að komast yfir eignir á Íslandi eftir hrun.
Mynd: Úr safni

Green var á mik­illi hrað­ferð, enda beið einka­þotan eftir honum á vell­in­um. Hann átt enn eftir að hitta aðra banka í sömu erinda­gjörð­um, auk þess sem hann átti bók­aðan fund með Björg­vini G. Sig­urðs­syni, þáver­andi við­skipta­ráð­herra. Þess vegna gilti til­boð hans ein­ungis í nokkrar mín­út­ur. Meðan á lát­unum stóð sagði Ingi­björg ekk­ert, utan þess sem hún skaut því inn ann­ars lagið að þetta væri það eina sem hægt væri að gera. Fund­ar­höld­in, ferðin og öll lætin voru þó til einskis. Green flaug af landi brott tóm­hentur og án þess að for­set­inn hlut­að­ist til um mál­ið. Bank­arnir voru ekki til við­ræðu um að selja skuld­irnar frá sér. Sá hluti þeirra sem Green hafði mestan áhuga á voru þær skuldir sem Baugur og tengdir aðilar höfðu stofnað til við að kaupa erlend fyr­ir­tæki, mest megnis versl­ana­keðjur í Bret­landi. Fyrir utan þær hafði Baugs-­sam­steypan einnig skuld­sett sig mikið vegna inn­lendra fjár­fest­inga.

Umboðs­menn erlendra fjár­festa

Green var ein­ungis sá fyrsti af mörgum sem mættu hingað til lands og ætl­uðu sér að hagn­ast stór­kost­lega á vanda­málum Íslend­inga á sem skemmstum tíma. Slíkir fjár­festar eru oft kenndir við hrægamma vegna áhersl­unnar á að kaupa eignir af fyr­ir­tækjum í vanda. Ann­ars vegar eru það þeir sem eiga sjálfir mikið fé til að fram­kvæma þá gjörn­inga sem þeir bjóð­ast til og hafa jafn­vel gert slíkt oft áður. 

Hins vegar er hægt að kalla þá lukku­ridd­ara. Mun­ur­inn á þeim og hræ­gömm­unum felst aðal­lega í því að lukku­ridd­ar­arnir voru flestir íslenskir ein­stak­lingar sem ætl­uðu að vera nokk­urs konar umboðs­menn fyrir erlenda fjár­festa. Lukku­ridd­ar­arnir áttu það sam­eig­in­legt að lofa upp í erm­ina á sér án þess að geta staðið við stóru orðin þegar á hólm­inn var kom­ið.

Einn slík­ur, íslenskur athafna­mað­ur, kom á fund þrota­búa bank­anna ásamt konu í pels sem var sögð vera rúss­nesk greifynja. Mað­ur­inn og við­skipta­fé­lagi hans fluttu mikla kynn­ingu fyrir for­svars­menn þrota­bú­anna á meðan greifynjan horfði á. Kynn­ingin gekk út á það hvernig hún, með allan sinn auð, gæti fjár­magnað hitt og þetta á Íslandi. Ekk­ert varð af fjár­fest­ingum greifynj­unn­ar.

Annað athafna­skáld kom á fund ýmissa aðila, meðal ann­ars Stein­gríms J. Sig­fús­sonar þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, sem full­trúi við­skipta­manns frá Hong Kong. Sá átti að vera svo ríkur að Ísland hefði í raun getað afþakkað aðstoð Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins ef Hong Kong mað­ur­inn fengi að fjár­festa hér, sam­kvæmt þeirri kynn­ingu sem fjár­mála­ráðu­neytið fékk. „Hann átti bara að taka stöðu í Ísland­i,“ sagði einn þeirra sem sat umrædda fundi.

Vildi kaupa Morg­un­blaðið

Hrægamm­arnir voru menn eins og áður­nefndur Phillip Green og Steve Cosser sem á sínum tíma reyndi að kaupa Morg­un­blaðið og lýsti yfir áhuga á ýmsum öðrum fjár­fest­ingum á Íslandi. Coss­er, sem hafði að eigin sögn efn­ast ungur á því að selja tón­list til veit­inga­húsa og versl­ana, sagð­ist í við­tali við Morg­un­blaðið í jan­úar 2009 vera til­bú­inn að fjár­festa fyrir allt að tvo millj­arða evra á Ísland­i. 

Steve Cosser sagðist vilja kaupa Morgunblaðið og ætla að fjárfesta hérlendis fyrir allt að tvo milljarða evra.
Mynd: Bára Huld Beck

Blaða­maður á Morg­un­blað­inu tók við­tal við Cosser á heim­ili hans í jan­úar 2009, skömmu áður en hann gerði form­legt til­boð í Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins. Cosser var ber­sýni­lega mjög efn­að­ur. Hann bjó á dýrasta stað í London í rík­mann­legu hús­i. 

Cosser mætti strax mik­illi tor­tryggni þegar hann dúkk­aði upp á Íslandi. Margir töldu hann starfa fyrir ein­hverja Íslend­inga sem væru að reyna að ná til baka eignum sem þeir hefðu misst við hrun­ið. Í þeim sam­sær­is­kenn­ingum var Cosser oft­ast tengdur við Björg­ólfs­feðga. Sjálfur eyddi hann þessum orðrómi í við­tal­inu við Morg­un­blað­ið. Þar sagði hann: „Ég get full­vissað þig um að ég þekki ekki þennan Björg­ólfs­son. Ég gæti ekki einu sinni stafað nafn­ið! Sama gildir um aðra íslenska fjár­festa. Þá spyr fólk hvort við séum hákarlar sem bíðum eftir að hirða eignir á bruna­út­sölu. En saga okkar í fjár­málum sýnir það og sannar að við erum engir hákarl­ar“.

Þessar kenn­ingar um Cosser voru hæpn­ar. Hann hafði sjálfur efn­ast á fjár­fest­ingum og það væri ofar öllum skiln­ingi ef hann tæki allt i einu upp á því að vera leppur fyrir ein­hverja á Íslandi. Margir telja þeim mun lík­legra að Cosser hafi ætlað sér að nota Morg­un­blaðið til að liðka um fyrir öðrum við­skipt­um. Hann var meðal ann­ars með hug­myndir um að kaupa stjórn­ar­bygg­ingar á Íslandi og leigja þær aftur stjórn­völd­um, og hefur lík­lega gert sér grein fyrir að hann þyrfti mik­inn sann­fær­ing­ar­mátt til að fá þau kaup í gegn. Þá lýsti hann einnig yfir áhuga á að kaupa tón­list­ar- og ráð­stefnu­hús­ið, sem síðar fékk nafnið Harpa, áður en ríki og borg ákváðu að klára það verk­efni.

Cosser hefur ekki sést hér­lendis síðan árið 2009. Síð­ast þegar frétt­ist af honum var hann að fjár­festa í Afr­íku þar sem hann sagð­ist vera að blanda saman við­skiptum og mann­úð­ar­starfi.

Til­raun til sam­komu­lags um að kaupa tekju­streymi Lands­virkj­unnar

Nokkrir af stóru erlendu við­skipta­vinum bank­anna reyndu einnig að nýta sér aðstæður hér til að fá eignir út úr þrota­bú­unum á lágu verði. Þeir reyndu stundum að vera í sam­bandi við ráð­herra í rík­is­stjórn til að fá fundi og kynna sinn mál­stað. Um var að ræða erlenda aðila sem þekktu vel til á Íslandi.

Á tíma­bili reyndu banda­rískir aðil­ar, sem áður höfðu þefað af Íslandi, t.d. að gera sam­komu­lag um að kaupa tekju­streymi Lands­virkj­unar til 25 ára og greiða fyrir það háa fasta fjár­hæð.

Margir þess­ara aðila reyndu að kom­ast á fundi hjá ráða­mönnum íslensku þjóð­ar­inn­ar. Stundum létu ráðu­neytin meira að segja Seðla­bank­ann gera for­sögu­at­hugun á þeim til að athuga hver við­skipta­saga aðil­anna væri og hvort þeir væru raun­veru­lega jafn umfangs­miklir fjár­festar og þeir létu í veðri vaka. Alls kyns aðilar í íslensku sam­fé­lagi komu fram fyrir hönd þess­ara aðila sem umboðs­menn. Oft­ast reynd­ist lítil inni­stæða fyrir þeim gíf­ur­yrðum um stór­kost­legan auð útlend­ing­anna sem látin voru falla.

Frétta­skýr­ingin byggir að hluta til á efni sem birt­ist áður í bók­inni Ísland ehf - Auð­menn og áhrif eftir hrun eftir Magnús Hall­dórs­son og Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar