Hávaði er hættulegur heilsunni

Í nýrri skýrslu frá Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, kemur fram að milljónir Evrópubúa búa við hávaða sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra. Í Danmörku einni býr á aðra milljón við slíkar aðstæður.

copenhagen
Auglýsing

Þekktur íslenskur rit­höf­undur sem fyrir nokkrum ára­tugum fór til New York undrað­ist hávað­ann í borg­inni. Vissi þó ekki almenni­lega hvaðan hann kom, lýsti honum í blaða­við­tali sem ein­hvers konar hvin, eða þyt. Sagði að sér hefði verið sagt að þetta  væri nútím­inn í stór­borgum ,,Mér þótti þetta hvim­leitt“ sagði rit­höf­und­ur­inn ,,ekki vanur þessu að heiman“. Á heim­leið­inni kom hann við í Kaup­manna­höfn ,,þar var líka hávaði en þó minni en í New York.“

Í dag er hávað­inn ekki ( og var ekki heldur í þá daga) bund­inn við New York og Kaup­manna­höfn. Hann hefur hins­vegar auk­ist og er hreint ekki bund­inn við stór­borg­ir. Þá lýs­ingu rit­höf­und­ar­ins að hávað­inn sé hvim­leiður geta margir tekið und­ir. En honum fylgir fleira.

Hvað köllum við hávaða?

Hávað­inn í sam­fé­lag­inu er til­tölu­lega nýtil­kom­inn. Áður fyrr var það einkum veðrið sem heyrð­ist í, að minnsta kosti á norð­læg­ari slóð­um. Íslend­ingar þekkja orðið hávað­ar­ok, þar er þó fremur lýs­ing á hvass­viðri en beinum hávaða ,,það hvín og syng­ur“ segir fólk. Þótt rign­ing bylji á þökum og göt­um, og lemji á glugg­um, talar eng­inn um hávaða, þótt hann sé umtals­verð­ur. Það heitir úrhelli eða helli­rign­ing ,,eins og hellt úr fötu“ er dæmi­gerð lýs­ing á rign­ing­unni.  Slæmu veðri er lýst sem brjál­uðu jafn­vel snar­brjál­uðu eða kol­brjál­uðu, vit­lausu, band­vit­lausu eða snældu­vit­lausu, aldrei sem hávaða. Hávaði er sem sé eitt­hvað annað en veðr­ið.

Auglýsing

Hvað veldur þessum hávaða?

Danska útvarp­ið, DR, hefur und­an­far­ið, í tengslum við skýrsl­una, fjallað tals­vert um hávaða. Hvað valdi honum og hvaða áhrif hann hafi, fyrir utan að ,,vera hvim­leið­ur“ eins og íslenski rit­höf­und­ur­inn orð­aði það. Frétta­menn DR spurðu stóran hóp fólks hvort hávaði ylli óþæg­ind­um. Nær allir svör­uðu ját­andi. ,,Hvernig óþæg­ind­um“ var spurt, hægt var að nefna fleira en eitt. Svörin voru mis­mun­andi. Margir sögðu hávaða ,,að utan“ valda svefn­leysi, aðrir sögðu hávaða í versl­unum óþægi­legan, tón­list hjá nágrönnum var líka nefnd, skrölt í járn­braut­ar­lest­um, dynur frá flug­vél­um, og ýmis­legt fleira. Eitt atriði skar sig úr og allir nefndu: hávaða frá bíla­um­ferð. Þessi svör komu frétta­mönnum DR ekki á óvart. Þau voru nefni­lega í sama dúr og í mörgum öðrum löndum þar sem sams­konar kann­anir hafa verið gerð­ar. Bíla­um­ferð er hel­sti, og mesti, hávaða­vald­ur­inn.

Hvers vegna er þessi hávaði frá bíl­un­um?

Þar kemur fleira en eitt til. Bílum hefur á allra síð­ustu árum fjölgað gríð­ar­lega og í mörgum borgum ríkir sann­kallað umferð­ar­öng­þveiti. Götur anna ekki síauk­inni umferð, sem jafn­framt verður sífellt hrað­ari. Víða eru margra hæða hús með­fram til­tölu­lega þröng­um, en  miklum, umferð­ar­göt­um. Hávað­inn frá bíl­unum kastast, ef svo má að orði kom­ast, milli hús­anna. Íbú­arnir mega búa við þennan hávaða allan lið­langan dag­inn og jafn­vel líka á nótt­unni. Um ára­bil hafa verið gerðar til­raunir með margs konar slit­lag, yfir­leitt mal­bik, á götum í því skyni að draga úr hávað­an­um. Í þeim efnum hefur mikið áunn­ist en dugir ekki til. En hvað með raf­magns­bíl­ana sem nú fjölgar ört, heyr­ist ekki miklu minna í þeim? Vélar raf­magns­bíla eru hljóð­lát­ari en hávað­inn frá umferð­inni stafar ekki nema að litlu leyti frá bíl­vél­un­um, það er fyrst og fremst hljóðið frá mal­bik­inu og dekkj­unum sem kallar fram ,,veg­hljóðið“.

Heilsu­spill­andi

Skýrsla Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, sem nefnd var í upp­hafi pistils­ins, er byggð á ára­löngum rann­sóknum fjöl­margra sér­fræð­inga í mörgum Evr­ópu­lönd­um. Zsuzsanna Jakab, fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­deildar stofn­un­ar­inn­ar, sagði þegar skýrslan var kynnt, að hávaða­mengun sé alvar­legt vanda­mál í Evr­ópu. Ekki ein­ungis óþæg­inda­vanda­mál, heldur einnig, og það sé mun alvar­legra, heil­brigð­is­vanda­mál. Göran Pers­hagen pró­fessor við Karol­inska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi, og einn skýrslu­höf­unda, sagði í við­tali við DR að nið­ur­stöð­urnar sem þar birt­ust séu alvar­leg áminn­ing til stjórn­valda í löndum Evr­ópu. Í skýrsl­unni kemur fram að hávaði veld­ur, og ýtir und­ir, margs konar sjúk­dóma. Tíðni hjarta­sjúk­dóma er mun hærri hjá þeim sem búa við hávaða­meng­un, langtum fleiri glíma við háan blóð­þrýst­ing, syk­ur­sýki og stress, svo fátt eitt sé nefn­t.  

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin.

Hávaða­mörk

Í flestum löndum gilda ákveðnar reglur varð­andi hávaða frá umferð, oft kall­aðar hávaða­mörk. Þessar reglur eru mis­mun­andi eftir lönd­um, og land­svæð­um. Dan­ir, og margar aðrar þjóðir hafa lengi miðað við 58 deci­bel (mælt með sér­stökum aðferð­um) sem hámark í íbúða­hverf­um. Höf­undar skýrsl­unnar mæla með að miðað verði við 53 deci­bel, en stofn­unin hefur ekki áður gefið út slíkar leið­bein­ing­ar.

Fimmti hver Dani í áhættu­hópi vegna hávaða

Ráð­gjaf­ar­stofan Rambøll hefur und­an­farið unnið að hávaða­mæl­ingum í borgum og bæjum í Dan­mörku. Allan Jen­sen sem stjórnað hefur verk­efn­inu sagði í við­tali við DR að nið­ur­stöð­urnar séu mjög alvar­leg­ar. Rúm­lega ein milljón Dana búi við hávaða sem er yfir 58 deci­belum, langtum fleiri en áður var talið. Allan Jen­sen sagði enn­fremur að víða, til dæmis í Kaup­manna­höfn, væri land­rými af skornum skammti og það hefði í för með sér að byggt væri mjög nálægt umferð­ar­göt­um. ,,Þetta er mjög alvar­legt mál, sem ekki er bundið við Dan­mörku. Stjórn­völd verða að bregð­ast við.“

Jakob Ellem­ann Jen­sen umhverf­is­mála­ráð­herra Dan­merkur sagði í við­tali við DR að Danska Umhverf­is­stofn­unin væri að yfir­fara skýrsl­una frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni og beðið væri eftir Rambøll skýrsl­unni. Meira gæti hann ekki sagt að svo stöddu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar