Hávaði er hættulegur heilsunni

Í nýrri skýrslu frá Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, kemur fram að milljónir Evrópubúa búa við hávaða sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra. Í Danmörku einni býr á aðra milljón við slíkar aðstæður.

copenhagen
Auglýsing

Þekktur íslenskur rit­höf­undur sem fyrir nokkrum ára­tugum fór til New York undrað­ist hávað­ann í borg­inni. Vissi þó ekki almenni­lega hvaðan hann kom, lýsti honum í blaða­við­tali sem ein­hvers konar hvin, eða þyt. Sagði að sér hefði verið sagt að þetta  væri nútím­inn í stór­borgum ,,Mér þótti þetta hvim­leitt“ sagði rit­höf­und­ur­inn ,,ekki vanur þessu að heiman“. Á heim­leið­inni kom hann við í Kaup­manna­höfn ,,þar var líka hávaði en þó minni en í New York.“

Í dag er hávað­inn ekki ( og var ekki heldur í þá daga) bund­inn við New York og Kaup­manna­höfn. Hann hefur hins­vegar auk­ist og er hreint ekki bund­inn við stór­borg­ir. Þá lýs­ingu rit­höf­und­ar­ins að hávað­inn sé hvim­leiður geta margir tekið und­ir. En honum fylgir fleira.

Hvað köllum við hávaða?

Hávað­inn í sam­fé­lag­inu er til­tölu­lega nýtil­kom­inn. Áður fyrr var það einkum veðrið sem heyrð­ist í, að minnsta kosti á norð­læg­ari slóð­um. Íslend­ingar þekkja orðið hávað­ar­ok, þar er þó fremur lýs­ing á hvass­viðri en beinum hávaða ,,það hvín og syng­ur“ segir fólk. Þótt rign­ing bylji á þökum og göt­um, og lemji á glugg­um, talar eng­inn um hávaða, þótt hann sé umtals­verð­ur. Það heitir úrhelli eða helli­rign­ing ,,eins og hellt úr fötu“ er dæmi­gerð lýs­ing á rign­ing­unni.  Slæmu veðri er lýst sem brjál­uðu jafn­vel snar­brjál­uðu eða kol­brjál­uðu, vit­lausu, band­vit­lausu eða snældu­vit­lausu, aldrei sem hávaða. Hávaði er sem sé eitt­hvað annað en veðr­ið.

Auglýsing

Hvað veldur þessum hávaða?

Danska útvarp­ið, DR, hefur und­an­far­ið, í tengslum við skýrsl­una, fjallað tals­vert um hávaða. Hvað valdi honum og hvaða áhrif hann hafi, fyrir utan að ,,vera hvim­leið­ur“ eins og íslenski rit­höf­und­ur­inn orð­aði það. Frétta­menn DR spurðu stóran hóp fólks hvort hávaði ylli óþæg­ind­um. Nær allir svör­uðu ját­andi. ,,Hvernig óþæg­ind­um“ var spurt, hægt var að nefna fleira en eitt. Svörin voru mis­mun­andi. Margir sögðu hávaða ,,að utan“ valda svefn­leysi, aðrir sögðu hávaða í versl­unum óþægi­legan, tón­list hjá nágrönnum var líka nefnd, skrölt í járn­braut­ar­lest­um, dynur frá flug­vél­um, og ýmis­legt fleira. Eitt atriði skar sig úr og allir nefndu: hávaða frá bíla­um­ferð. Þessi svör komu frétta­mönnum DR ekki á óvart. Þau voru nefni­lega í sama dúr og í mörgum öðrum löndum þar sem sams­konar kann­anir hafa verið gerð­ar. Bíla­um­ferð er hel­sti, og mesti, hávaða­vald­ur­inn.

Hvers vegna er þessi hávaði frá bíl­un­um?

Þar kemur fleira en eitt til. Bílum hefur á allra síð­ustu árum fjölgað gríð­ar­lega og í mörgum borgum ríkir sann­kallað umferð­ar­öng­þveiti. Götur anna ekki síauk­inni umferð, sem jafn­framt verður sífellt hrað­ari. Víða eru margra hæða hús með­fram til­tölu­lega þröng­um, en  miklum, umferð­ar­göt­um. Hávað­inn frá bíl­unum kastast, ef svo má að orði kom­ast, milli hús­anna. Íbú­arnir mega búa við þennan hávaða allan lið­langan dag­inn og jafn­vel líka á nótt­unni. Um ára­bil hafa verið gerðar til­raunir með margs konar slit­lag, yfir­leitt mal­bik, á götum í því skyni að draga úr hávað­an­um. Í þeim efnum hefur mikið áunn­ist en dugir ekki til. En hvað með raf­magns­bíl­ana sem nú fjölgar ört, heyr­ist ekki miklu minna í þeim? Vélar raf­magns­bíla eru hljóð­lát­ari en hávað­inn frá umferð­inni stafar ekki nema að litlu leyti frá bíl­vél­un­um, það er fyrst og fremst hljóðið frá mal­bik­inu og dekkj­unum sem kallar fram ,,veg­hljóðið“.

Heilsu­spill­andi

Skýrsla Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, sem nefnd var í upp­hafi pistils­ins, er byggð á ára­löngum rann­sóknum fjöl­margra sér­fræð­inga í mörgum Evr­ópu­lönd­um. Zsuzsanna Jakab, fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­deildar stofn­un­ar­inn­ar, sagði þegar skýrslan var kynnt, að hávaða­mengun sé alvar­legt vanda­mál í Evr­ópu. Ekki ein­ungis óþæg­inda­vanda­mál, heldur einnig, og það sé mun alvar­legra, heil­brigð­is­vanda­mál. Göran Pers­hagen pró­fessor við Karol­inska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi, og einn skýrslu­höf­unda, sagði í við­tali við DR að nið­ur­stöð­urnar sem þar birt­ust séu alvar­leg áminn­ing til stjórn­valda í löndum Evr­ópu. Í skýrsl­unni kemur fram að hávaði veld­ur, og ýtir und­ir, margs konar sjúk­dóma. Tíðni hjarta­sjúk­dóma er mun hærri hjá þeim sem búa við hávaða­meng­un, langtum fleiri glíma við háan blóð­þrýst­ing, syk­ur­sýki og stress, svo fátt eitt sé nefn­t.  

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin.

Hávaða­mörk

Í flestum löndum gilda ákveðnar reglur varð­andi hávaða frá umferð, oft kall­aðar hávaða­mörk. Þessar reglur eru mis­mun­andi eftir lönd­um, og land­svæð­um. Dan­ir, og margar aðrar þjóðir hafa lengi miðað við 58 deci­bel (mælt með sér­stökum aðferð­um) sem hámark í íbúða­hverf­um. Höf­undar skýrsl­unnar mæla með að miðað verði við 53 deci­bel, en stofn­unin hefur ekki áður gefið út slíkar leið­bein­ing­ar.

Fimmti hver Dani í áhættu­hópi vegna hávaða

Ráð­gjaf­ar­stofan Rambøll hefur und­an­farið unnið að hávaða­mæl­ingum í borgum og bæjum í Dan­mörku. Allan Jen­sen sem stjórnað hefur verk­efn­inu sagði í við­tali við DR að nið­ur­stöð­urnar séu mjög alvar­leg­ar. Rúm­lega ein milljón Dana búi við hávaða sem er yfir 58 deci­belum, langtum fleiri en áður var talið. Allan Jen­sen sagði enn­fremur að víða, til dæmis í Kaup­manna­höfn, væri land­rými af skornum skammti og það hefði í för með sér að byggt væri mjög nálægt umferð­ar­göt­um. ,,Þetta er mjög alvar­legt mál, sem ekki er bundið við Dan­mörku. Stjórn­völd verða að bregð­ast við.“

Jakob Ellem­ann Jen­sen umhverf­is­mála­ráð­herra Dan­merkur sagði í við­tali við DR að Danska Umhverf­is­stofn­unin væri að yfir­fara skýrsl­una frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni og beðið væri eftir Rambøll skýrsl­unni. Meira gæti hann ekki sagt að svo stöddu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar