Uppgefnar eignir Íslendinga dragast saman

Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis dróst saman í fyrra um rúmlega 100 milljarða króna. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 20 milljónir króna á Tortóla.

Viðskipti
Auglýsing

Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis dróst saman milli áranna 2016 og 2017. Hún var 570,6 milljarðar króna í lok síðasta árs en 683,5 milljarðar króna árið áður. Þetta kemur fram í nýlegum hagtölum frá Seðlabanka Íslands. Umtalsverð styrking krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum í fyrra skiptir þar mestu.

Mestar eru uppgefnar fjármunaeignir Íslendinga í Hollandi, en þar eiga innlendir aðilar alls 320 milljarða króna. Uppgefnar eignir landsmanna á þekktum aflandseyjum hafa dregist mikið saman á undanförnum árum. Þannig er fjármunaeign innlendra aðila á Bresku Jómfrúareyjunum, sem inniheldur með annars Tortóla, sögð vera 20 milljónir króna í tölum Seðlabanka Íslands. Í árslok 2015 voru 32 milljarðar króna í eigu Íslendinga sagðir vera vistaðir í eyjaklasanum.

Sá hluti fjármuna Íslendinga erlendis sem eru óflokkaðir helmingast milli ára. Rúmlega 75 milljarðar króna féllu í þann flokk árið 2016 en einungis 35 milljarðar króna í lok árs í fyrra.

Auglýsing
Íslend­ingar hafa ekki átt jafn lítið af fjár­muna­eign­um, í krónum talið, í útlöndum frá árinu 2004. Fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis hefur raunar verið að drag­ast saman á und­an­förnum árum í krónum talið. Þar hefur áhrif að fallandi gengi krónu eftir banka­hrunið 2008 hafði mikið áhrif á eign­ina til hækk­un­ar. Mestar voru þær tæp­lega 1.600 millj­arðar króna í lok árs 2012 þegar krónan var enn afar veik. Umfang beinnar fjár­muna­eignar Íslend­inga erlendis hafði þá 6,5 fald­ast í krónum talið frá árinu 2004, þegar þjóðin átti um 246 millj­arða króna af beinum eignum í öðrum lönd­um.

Skrán­ingu á erlendri fjár­­muna­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­an. Nú eru gefnar upp­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyjum, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­ur. Sá hluti fjármuna Íslendinga erlendis sem falla í flokkinn „óflokkað“ helmingast milli ára. Rúmlega 75 milljarðar króna féllu í þann flokk árið 2016 en einungis 35 milljarðar króna í lok árs í fyrra.

Íslend­ingar eiga mikið af földum eignum

Erlend fjár­muna­eign Íslend­inga var mjög í kast­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­leka frá panömsku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­ist um 800 aflands­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­skipta­vini Lands­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­göngu­liði Kaup­þing og Glitnir not­uðu, en sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins.

Auglýsing
Líklegt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir ríkisborgarar hafa komið fyrir í þekktum skattaskjólum, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjármunaeignir innlendra aðila sem Seðlabankinn birtir. Tilgangur þess að stofna félag í skattaskjóli er enda fyrst og síðast talinn annar af tveimur: að komast undan skattgreiðslum eða til að leyna tilvist eignar frá einhverjum.

Skattrannsóknarstjóri hefur þegar lokið rannsókn í að minnsta kosti 89 málum sem tengdust Panamaskjölunum. Um miðjan júlí síðastliðinn voru enn 14 mál í rannsókn. Alls voru vantaldir und­an­­dregn­ir skatt­­stofn­ar taldir nema um 15 millj­­örðum króna.

Í 18 málum hefur skatt­rann­sókn­ar­stjóri farið fram með sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd og einu máli hefur verið lokið með sekt­ar­gerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsi­með­ferð. Til við­bótar lá fyrir ákvörðun í júlí um að vísa einu máli til hér­aðs­sak­sókn­ara og þremur til yfir­skatta­nefndar til sekt­ar­með­ferð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar