Uppgefnar eignir Íslendinga dragast saman

Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis dróst saman í fyrra um rúmlega 100 milljarða króna. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 20 milljónir króna á Tortóla.

Viðskipti
Auglýsing

Bein fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis dróst saman milli áranna 2016 og 2017. Hún var 570,6 millj­arðar króna í lok síð­asta árs en 683,5 millj­arðar króna árið áður. Þetta kemur fram í nýlegum hag­tölum frá Seðla­banka Íslands. Umtals­verð styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu gjald­miðlum í fyrra skiptir þar mestu.

­Mestar eru upp­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­lendir aðilar alls 320 millj­arða króna. Upp­gefnar eignir lands­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­förnum árum. Þannig er fjár­muna­eign inn­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, sem inni­heldur með ann­ars Tortóla, sögð vera 20 millj­ónir króna í tölum Seðla­banka Íslands. Í árs­lok 2015 voru 32 millj­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­um.

Sá hluti fjár­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir helm­ing­ast milli ára. Rúm­lega 75 millj­arðar króna féllu í þann flokk árið 2016 en ein­ungis 35 millj­arðar króna í lok árs í fyrra.

Auglýsing
Íslend­ingar hafa ekki átt jafn lítið af fjár­­muna­­eign­um, í krónum talið, í útlöndum frá árinu 2004. Fjár­­muna­­eign Íslend­inga erlendis hefur raunar verið að drag­­ast saman á und­an­­förnum árum í krónum talið. Þar hefur áhrif að fallandi gengi krónu eftir banka­hrunið 2008 hafði mikið áhrif á eign­ina til hækk­­un­­ar. Mestar voru þær tæp­­lega 1.600 millj­­arðar króna í lok árs 2012 þegar krónan var enn afar veik. Umfang beinnar fjár­­muna­­eignar Íslend­inga erlendis hafði þá 6,5 fald­­ast í krónum talið frá árinu 2004, þegar þjóðin átti um 246 millj­­arða króna af beinum eignum í öðrum lönd­­um.

Skrán­ingu á erlendri fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­ur. Sá hluti fjár­muna Íslend­inga erlendis sem falla í flokk­inn „óflokk­að“ helm­ing­ast milli ára. Rúm­lega 75 millj­arðar króna féllu í þann flokk árið 2016 en ein­ungis 35 millj­arðar króna í lok árs í fyrra.

Íslend­ingar eiga mikið af földum eignum

Erlend fjár­­muna­­eign Íslend­inga var mjög í kast­­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­­leka frá panömsku lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­ist um 800 aflands­­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­­skipta­vini Lands­­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­­­göng­u­liði Kaup­­þing og Glitnir not­uðu, en sam­­kvæmt við­­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins.

Auglýsing
Líklegt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir rík­is­borg­arar hafa komið fyrir í þekktum skatta­skjól­um, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjár­muna­eignir inn­lendra aðila sem Seðla­bank­inn birt­ir. Til­gangur þess að stofna félag í skatta­skjóli er enda fyrst og síð­ast tal­inn annar af tveim­ur: að kom­ast undan skatt­greiðslum eða til að leyna til­vist eignar frá ein­hverj­um.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur þegar lokið rann­sókn í að minnsta kosti 89 málum sem tengd­ust Panama­skjöl­un­um. Um miðjan júlí síð­ast­lið­inn voru enn 14 mál í rann­sókn. Alls voru vantaldir und­an­­­dregn­ir skatt­­­stofn­ar taldir nema um 15 millj­­­örðum króna.

Í 18 málum hefur skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri farið fram með sekt­­ar­­kröfu fyrir yfir­­skatta­­nefnd og einu máli hefur verið lokið með sekt­­ar­­gerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsi­­með­­­ferð. Til við­­bótar lá fyrir ákvörðun í júlí um að vísa einu máli til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og þremur til yfir­­skatta­­nefndar til sekt­­ar­­með­­­ferð­­ar.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar