Uppgefnar eignir Íslendinga dragast saman

Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis dróst saman í fyrra um rúmlega 100 milljarða króna. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 20 milljónir króna á Tortóla.

Viðskipti
Auglýsing

Bein fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis dróst saman milli áranna 2016 og 2017. Hún var 570,6 millj­arðar króna í lok síð­asta árs en 683,5 millj­arðar króna árið áður. Þetta kemur fram í nýlegum hag­tölum frá Seðla­banka Íslands. Umtals­verð styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu gjald­miðlum í fyrra skiptir þar mestu.

­Mestar eru upp­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­lendir aðilar alls 320 millj­arða króna. Upp­gefnar eignir lands­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­förnum árum. Þannig er fjár­muna­eign inn­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, sem inni­heldur með ann­ars Tortóla, sögð vera 20 millj­ónir króna í tölum Seðla­banka Íslands. Í árs­lok 2015 voru 32 millj­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­um.

Sá hluti fjár­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir helm­ing­ast milli ára. Rúm­lega 75 millj­arðar króna féllu í þann flokk árið 2016 en ein­ungis 35 millj­arðar króna í lok árs í fyrra.

Auglýsing
Íslend­ingar hafa ekki átt jafn lítið af fjár­­muna­­eign­um, í krónum talið, í útlöndum frá árinu 2004. Fjár­­muna­­eign Íslend­inga erlendis hefur raunar verið að drag­­ast saman á und­an­­förnum árum í krónum talið. Þar hefur áhrif að fallandi gengi krónu eftir banka­hrunið 2008 hafði mikið áhrif á eign­ina til hækk­­un­­ar. Mestar voru þær tæp­­lega 1.600 millj­­arðar króna í lok árs 2012 þegar krónan var enn afar veik. Umfang beinnar fjár­­muna­­eignar Íslend­inga erlendis hafði þá 6,5 fald­­ast í krónum talið frá árinu 2004, þegar þjóðin átti um 246 millj­­arða króna af beinum eignum í öðrum lönd­­um.

Skrán­ingu á erlendri fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­ur. Sá hluti fjár­muna Íslend­inga erlendis sem falla í flokk­inn „óflokk­að“ helm­ing­ast milli ára. Rúm­lega 75 millj­arðar króna féllu í þann flokk árið 2016 en ein­ungis 35 millj­arðar króna í lok árs í fyrra.

Íslend­ingar eiga mikið af földum eignum

Erlend fjár­­muna­­eign Íslend­inga var mjög í kast­­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­­leka frá panömsku lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­ist um 800 aflands­­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­­skipta­vini Lands­­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­­­göng­u­liði Kaup­­þing og Glitnir not­uðu, en sam­­kvæmt við­­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins.

Auglýsing
Líklegt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir rík­is­borg­arar hafa komið fyrir í þekktum skatta­skjól­um, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjár­muna­eignir inn­lendra aðila sem Seðla­bank­inn birt­ir. Til­gangur þess að stofna félag í skatta­skjóli er enda fyrst og síð­ast tal­inn annar af tveim­ur: að kom­ast undan skatt­greiðslum eða til að leyna til­vist eignar frá ein­hverj­um.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur þegar lokið rann­sókn í að minnsta kosti 89 málum sem tengd­ust Panama­skjöl­un­um. Um miðjan júlí síð­ast­lið­inn voru enn 14 mál í rann­sókn. Alls voru vantaldir und­an­­­dregn­ir skatt­­­stofn­ar taldir nema um 15 millj­­­örðum króna.

Í 18 málum hefur skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri farið fram með sekt­­ar­­kröfu fyrir yfir­­skatta­­nefnd og einu máli hefur verið lokið með sekt­­ar­­gerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsi­­með­­­ferð. Til við­­bótar lá fyrir ákvörðun í júlí um að vísa einu máli til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og þremur til yfir­­skatta­­nefndar til sekt­­ar­­með­­­ferð­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“
Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.
Kjarninn 9. desember 2019
Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar