Uppgefnar eignir Íslendinga dragast saman

Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis dróst saman í fyrra um rúmlega 100 milljarða króna. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 20 milljónir króna á Tortóla.

Viðskipti
Auglýsing

Bein fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis dróst saman milli áranna 2016 og 2017. Hún var 570,6 millj­arðar króna í lok síð­asta árs en 683,5 millj­arðar króna árið áður. Þetta kemur fram í nýlegum hag­tölum frá Seðla­banka Íslands. Umtals­verð styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu gjald­miðlum í fyrra skiptir þar mestu.

­Mestar eru upp­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­lendir aðilar alls 320 millj­arða króna. Upp­gefnar eignir lands­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­förnum árum. Þannig er fjár­muna­eign inn­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, sem inni­heldur með ann­ars Tortóla, sögð vera 20 millj­ónir króna í tölum Seðla­banka Íslands. Í árs­lok 2015 voru 32 millj­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­um.

Sá hluti fjár­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir helm­ing­ast milli ára. Rúm­lega 75 millj­arðar króna féllu í þann flokk árið 2016 en ein­ungis 35 millj­arðar króna í lok árs í fyrra.

Auglýsing
Íslend­ingar hafa ekki átt jafn lítið af fjár­­muna­­eign­um, í krónum talið, í útlöndum frá árinu 2004. Fjár­­muna­­eign Íslend­inga erlendis hefur raunar verið að drag­­ast saman á und­an­­förnum árum í krónum talið. Þar hefur áhrif að fallandi gengi krónu eftir banka­hrunið 2008 hafði mikið áhrif á eign­ina til hækk­­un­­ar. Mestar voru þær tæp­­lega 1.600 millj­­arðar króna í lok árs 2012 þegar krónan var enn afar veik. Umfang beinnar fjár­­muna­­eignar Íslend­inga erlendis hafði þá 6,5 fald­­ast í krónum talið frá árinu 2004, þegar þjóðin átti um 246 millj­­arða króna af beinum eignum í öðrum lönd­­um.

Skrán­ingu á erlendri fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­ur. Sá hluti fjár­muna Íslend­inga erlendis sem falla í flokk­inn „óflokk­að“ helm­ing­ast milli ára. Rúm­lega 75 millj­arðar króna féllu í þann flokk árið 2016 en ein­ungis 35 millj­arðar króna í lok árs í fyrra.

Íslend­ingar eiga mikið af földum eignum

Erlend fjár­­muna­­eign Íslend­inga var mjög í kast­­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­­leka frá panömsku lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­ist um 800 aflands­­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­­skipta­vini Lands­­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­­­göng­u­liði Kaup­­þing og Glitnir not­uðu, en sam­­kvæmt við­­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins.

Auglýsing
Líklegt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir rík­is­borg­arar hafa komið fyrir í þekktum skatta­skjól­um, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjár­muna­eignir inn­lendra aðila sem Seðla­bank­inn birt­ir. Til­gangur þess að stofna félag í skatta­skjóli er enda fyrst og síð­ast tal­inn annar af tveim­ur: að kom­ast undan skatt­greiðslum eða til að leyna til­vist eignar frá ein­hverj­um.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur þegar lokið rann­sókn í að minnsta kosti 89 málum sem tengd­ust Panama­skjöl­un­um. Um miðjan júlí síð­ast­lið­inn voru enn 14 mál í rann­sókn. Alls voru vantaldir und­an­­­dregn­ir skatt­­­stofn­ar taldir nema um 15 millj­­­örðum króna.

Í 18 málum hefur skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri farið fram með sekt­­ar­­kröfu fyrir yfir­­skatta­­nefnd og einu máli hefur verið lokið með sekt­­ar­­gerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsi­­með­­­ferð. Til við­­bótar lá fyrir ákvörðun í júlí um að vísa einu máli til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og þremur til yfir­­skatta­­nefndar til sekt­­ar­­með­­­ferð­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar