Stórfelld skattaundanskot í 57 Panamamálum

Alls hefur 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á gögnunum sem keypt voru með upplýsingum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Van­tald­ir und­an­dregn­ir skatt­stofn­ar nema alls um 15 millj­örðum króna.

aflandseyjar1
Auglýsing

Alls hefur 57 málum verið vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara í kjöl­far rann­sóknar skatt­rann­sókn­ar­stjóra á gögn­unum sem keypt voru með upp­lýs­ingum um eignir Íslend­inga á aflands­svæð­um. Í þessum málum leiddi rann­sókn í ljós stór­felld und­an­skot.

Frá þessu greinir í svari fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Odd­nýjar Harð­ar­dóttur þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar vegna rann­sóknar skatt­rann­sókn­ar­stjóra á hinum svoköll­uðu Pana­man­gögn­um.

Rann­sókn er lokið á 89 málum en 14 eru enn í rann­sókn. Van­tald­ir und­an­­dregn­ir skatt­­stofn­ar nema alls um 15 millj­­örðum króna. Í 18 málum hefur skatt­rann­sókn­ar­stjóri farið fram með sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd og einu máli hefur verið lokið með sekt­ar­gerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsi­með­ferð. Til við­bótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til hér­aðs­sak­sókn­ara og þremur til yfir­skatta­nefndar til sekt­ar­með­ferð­ar.

„SRS hef­ur lokið rann­­sókn í alls 89 mál­um sem tengj­­ast svo­­nefnd­um Pana­ma­­gögn­­um. Er þar hvort tveggja horft til mála er lúta að skatt­skil­um þeirra er beint koma fram í nefnd­um gögn­um sem og til þeirra mála sem af­­leidd eru og gerð hef­ur verið grein fyr­ir hér að fram­­an. Alls eru 14 mál enn í rann­­sókn, þar af sjö af­­leidd mál. Fimm þeirra eru á loka­­stigi rann­­sókn­­ar,“ seg­ir í svari fjár­­­mála­ráð­herra.

Auglýsing

Enn frem­ur kem­ur fram í svari ráð­herra að það megi ætla að ástæða sé til að hefja rann­­sókn á nokkr­um mál­um til við­bót­­ar. Rann­­sókn­ir í 12 mál­um hafa verið felld­ar nið­ur, þar á meðal sök­um þess að grun­ur hef­ur ekki reynst á rök­um reist­ur eða vegna þess að ekki hef­ur reynst unnt að upp­­lýsa mál með full­nægj­andi hætti.

Áður hefur komið fram að kröfur vegna end­­­ur­á­lagn­ingar á grund­velli ­­gagn­anna séu umtals­vert hærri en kostn­að­­­ur­inn við kaupin á gögn­un­­­um. Ríkið keypti gögnin árið 2015. Í fram­haldi af þeim kaupum voru gögnin greind og þær upp­lýs­ingar sem þar komu fram m.a. bornar saman við inn­send skatt­fram­töl. Í ljós kom að ein­vörð­ungu um þriðj­ungur þeirra ein­stak­linga, sem gögnin báru með sér að væru raun­veru­legir eig­endur félag­anna, höfðu gert grein fyrir eign­ar­haldi á félög­unum í skatt­skila­gögnum sín­um. Í þeim til­vikum þar sem gerð var grein fyrir eign­ar­haldi var ýmist að gerð væri grein fyrir ein­hverjum umsvifum félag­anna eða engum sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins.

Van­fram­taldir und­an­dregnir skatt­stofnar nema um 15 millj­örðum króna en meg­in­hluti skatt­stofns­ins eru fjár­magnstekj­ur. Gjalda­breyt­ingar Rík­is­skatt­stjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið sam­tals 518 millj­ónum hjá þeim aðilum sem komu fram í þeim gögnum sem skatt­stjóri fékk fram­send frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu mikið muni inn­heimt­ast af þeim fjár­hæð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent