Stórfelld skattaundanskot í 57 Panamamálum

Alls hefur 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á gögnunum sem keypt voru með upplýsingum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Van­tald­ir und­an­dregn­ir skatt­stofn­ar nema alls um 15 millj­örðum króna.

aflandseyjar1
Auglýsing

Alls hefur 57 málum verið vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara í kjöl­far rann­sóknar skatt­rann­sókn­ar­stjóra á gögn­unum sem keypt voru með upp­lýs­ingum um eignir Íslend­inga á aflands­svæð­um. Í þessum málum leiddi rann­sókn í ljós stór­felld und­an­skot.

Frá þessu greinir í svari fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Odd­nýjar Harð­ar­dóttur þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar vegna rann­sóknar skatt­rann­sókn­ar­stjóra á hinum svoköll­uðu Pana­man­gögn­um.

Rann­sókn er lokið á 89 málum en 14 eru enn í rann­sókn. Van­tald­ir und­an­­dregn­ir skatt­­stofn­ar nema alls um 15 millj­­örðum króna. Í 18 málum hefur skatt­rann­sókn­ar­stjóri farið fram með sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd og einu máli hefur verið lokið með sekt­ar­gerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsi­með­ferð. Til við­bótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til hér­aðs­sak­sókn­ara og þremur til yfir­skatta­nefndar til sekt­ar­með­ferð­ar.

„SRS hef­ur lokið rann­­sókn í alls 89 mál­um sem tengj­­ast svo­­nefnd­um Pana­ma­­gögn­­um. Er þar hvort tveggja horft til mála er lúta að skatt­skil­um þeirra er beint koma fram í nefnd­um gögn­um sem og til þeirra mála sem af­­leidd eru og gerð hef­ur verið grein fyr­ir hér að fram­­an. Alls eru 14 mál enn í rann­­sókn, þar af sjö af­­leidd mál. Fimm þeirra eru á loka­­stigi rann­­sókn­­ar,“ seg­ir í svari fjár­­­mála­ráð­herra.

Auglýsing

Enn frem­ur kem­ur fram í svari ráð­herra að það megi ætla að ástæða sé til að hefja rann­­sókn á nokkr­um mál­um til við­bót­­ar. Rann­­sókn­ir í 12 mál­um hafa verið felld­ar nið­ur, þar á meðal sök­um þess að grun­ur hef­ur ekki reynst á rök­um reist­ur eða vegna þess að ekki hef­ur reynst unnt að upp­­lýsa mál með full­nægj­andi hætti.

Áður hefur komið fram að kröfur vegna end­­­ur­á­lagn­ingar á grund­velli ­­gagn­anna séu umtals­vert hærri en kostn­að­­­ur­inn við kaupin á gögn­un­­­um. Ríkið keypti gögnin árið 2015. Í fram­haldi af þeim kaupum voru gögnin greind og þær upp­lýs­ingar sem þar komu fram m.a. bornar saman við inn­send skatt­fram­töl. Í ljós kom að ein­vörð­ungu um þriðj­ungur þeirra ein­stak­linga, sem gögnin báru með sér að væru raun­veru­legir eig­endur félag­anna, höfðu gert grein fyrir eign­ar­haldi á félög­unum í skatt­skila­gögnum sín­um. Í þeim til­vikum þar sem gerð var grein fyrir eign­ar­haldi var ýmist að gerð væri grein fyrir ein­hverjum umsvifum félag­anna eða engum sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins.

Van­fram­taldir und­an­dregnir skatt­stofnar nema um 15 millj­örðum króna en meg­in­hluti skatt­stofns­ins eru fjár­magnstekj­ur. Gjalda­breyt­ingar Rík­is­skatt­stjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið sam­tals 518 millj­ónum hjá þeim aðilum sem komu fram í þeim gögnum sem skatt­stjóri fékk fram­send frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu mikið muni inn­heimt­ast af þeim fjár­hæð­um.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent