Stórfelld skattaundanskot í 57 Panamamálum

Alls hefur 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á gögnunum sem keypt voru með upplýsingum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Van­tald­ir und­an­dregn­ir skatt­stofn­ar nema alls um 15 millj­örðum króna.

aflandseyjar1
Auglýsing

Alls hefur 57 málum verið vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara í kjöl­far rann­sóknar skatt­rann­sókn­ar­stjóra á gögn­unum sem keypt voru með upp­lýs­ingum um eignir Íslend­inga á aflands­svæð­um. Í þessum málum leiddi rann­sókn í ljós stór­felld und­an­skot.

Frá þessu greinir í svari fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Odd­nýjar Harð­ar­dóttur þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar vegna rann­sóknar skatt­rann­sókn­ar­stjóra á hinum svoköll­uðu Pana­man­gögn­um.

Rann­sókn er lokið á 89 málum en 14 eru enn í rann­sókn. Van­tald­ir und­an­­dregn­ir skatt­­stofn­ar nema alls um 15 millj­­örðum króna. Í 18 málum hefur skatt­rann­sókn­ar­stjóri farið fram með sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd og einu máli hefur verið lokið með sekt­ar­gerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsi­með­ferð. Til við­bótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til hér­aðs­sak­sókn­ara og þremur til yfir­skatta­nefndar til sekt­ar­með­ferð­ar.

„SRS hef­ur lokið rann­­sókn í alls 89 mál­um sem tengj­­ast svo­­nefnd­um Pana­ma­­gögn­­um. Er þar hvort tveggja horft til mála er lúta að skatt­skil­um þeirra er beint koma fram í nefnd­um gögn­um sem og til þeirra mála sem af­­leidd eru og gerð hef­ur verið grein fyr­ir hér að fram­­an. Alls eru 14 mál enn í rann­­sókn, þar af sjö af­­leidd mál. Fimm þeirra eru á loka­­stigi rann­­sókn­­ar,“ seg­ir í svari fjár­­­mála­ráð­herra.

Auglýsing

Enn frem­ur kem­ur fram í svari ráð­herra að það megi ætla að ástæða sé til að hefja rann­­sókn á nokkr­um mál­um til við­bót­­ar. Rann­­sókn­ir í 12 mál­um hafa verið felld­ar nið­ur, þar á meðal sök­um þess að grun­ur hef­ur ekki reynst á rök­um reist­ur eða vegna þess að ekki hef­ur reynst unnt að upp­­lýsa mál með full­nægj­andi hætti.

Áður hefur komið fram að kröfur vegna end­­­ur­á­lagn­ingar á grund­velli ­­gagn­anna séu umtals­vert hærri en kostn­að­­­ur­inn við kaupin á gögn­un­­­um. Ríkið keypti gögnin árið 2015. Í fram­haldi af þeim kaupum voru gögnin greind og þær upp­lýs­ingar sem þar komu fram m.a. bornar saman við inn­send skatt­fram­töl. Í ljós kom að ein­vörð­ungu um þriðj­ungur þeirra ein­stak­linga, sem gögnin báru með sér að væru raun­veru­legir eig­endur félag­anna, höfðu gert grein fyrir eign­ar­haldi á félög­unum í skatt­skila­gögnum sín­um. Í þeim til­vikum þar sem gerð var grein fyrir eign­ar­haldi var ýmist að gerð væri grein fyrir ein­hverjum umsvifum félag­anna eða engum sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins.

Van­fram­taldir und­an­dregnir skatt­stofnar nema um 15 millj­örðum króna en meg­in­hluti skatt­stofns­ins eru fjár­magnstekj­ur. Gjalda­breyt­ingar Rík­is­skatt­stjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið sam­tals 518 millj­ónum hjá þeim aðilum sem komu fram í þeim gögnum sem skatt­stjóri fékk fram­send frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu mikið muni inn­heimt­ast af þeim fjár­hæð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent