Evrópskt þrælahald

Það var miður skemmtileg sjón sem fyrir nokkrum dögum blasti við dönskum lögregluþjónum við húsrannsókn hjá flutningafyrirtæki í Padborg. Þar búa tugir flutningabílstjóra frá Sri Lanka og Filippseyjum við ömurlegar aðstæður og smánarlaun.

Svona var umhorfs hjá 200 filippseyskum bílstjórum í gámunum í Padborg.
Svona var umhorfs hjá 200 filippseyskum bílstjórum í gámunum í Padborg.
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag fór hópur lög­reglu­þjóna, ásamt full­trúum danskra laun­þega­sam­taka í óund­ir­búna heim­sókn til flutn­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Kurt Beier ­sem hefur aðsetur í Pad­borg á ­Suð­ur­-Jót­landi, skammt frá landa­mær­unum að Þýska­landi. Ástæða þess­arar heim­sóknar var ábend­ing dönsku stétt­ar­fé­laga­sam­tak­anna 3F en starfs­fólk þar hafði kom­ist á snoðir um að ekki væri allt sem skyldi hjá Kurt Beier. Þegar danska lög­reglan kom, ásamt full­trú­um 3F á svæðið þar sem bíl­stjórar flutn­inga­fyr­ir­tæk­is­ins hafa aðsetur blasti við þeim ömur­leg sjón að sögn Kim Brandt, for­manns 3F í Aabenra­a „ég hef aldrei séð annað eins og hef þó ýmsu kynnst.“ 

Eins og í fátækra­hverf­i  

Mynd­irnar sem starfs­fólk 3F tók og myndir sem bíl­stjór­arnir hafa tekið í „svoköll­uðum íbúð­um“ (orða­lag Kim Brandt) eru þess eðlis að fæstum gæti til hugar komið að um sé að ræða manna­bú­stað á danskri grund. Hrip­lekir óupp­hit­aðir gámar með myglu­blettum á veggjum eld­un­ar­að­staðan gasprímusar sem standa á gólf­inu, hrein­læt­is­að­stöð­unni verður ekki með orðum lýst (orð Kim Brand­t), engin rúm, ein­ungis grút­skítugar og lélegar svamp­dýn­ur, engin þvotta­að­staða. Hvergi kæli­skápar né aðrar geymslur fyrir mat­væli. „Öm­ur­legt og minnti helst á myndir sem maður hefur séð úr fátækra­hverfum stór­borga í öðrum heims­álf­um“ sagði Kim Brand­t ­sem sagð­ist aldrei hafa látið sér til hugar koma að svona nokkuð gæti átt sér stað í Dan­mörku. Á staðnum voru 26 bíl­stjór­ar, lang­flestir frá Fil­ipps­eyjum en nokkrir frá­ S­ri Lanka. Þeir fóru á brott með lög­regl­unni og voru teknar af þeim skýrslur og síðan fengu þeir inni í húsum sem lög­reglan útveg­aði í nágrenni fyr­ir­tæk­is­ins. Hvort þeir starfa áfram hjá Kurt Beier er óljóst. Þessir 26 sögðu frá því að sam­tals byggju um það bil 200 bíl­stjór­ar, ekki þó allir sam­tím­is, í gámunum

Launin aðeins brot af dönskum lág­marks­launum

Það er ekki bara aðbún­að­ur­inn sem fékk 3F ­laun­þega­sam­tökin til að leita til lög­regl­unn­ar. Nokkrir úr hópi bíl­stjór­anna höfðu upp­lýst að tíma­laun þeirra væru um það bil 20 krónur danskar (um það bil 370 íslenskar krón­ur) sem er aðeins brot af dönskum lág­marks­laun­um. Þeim væri ­sömu­leið­ist ­gert skylt að vinna langt umfram það sem kveðið er á um í dönskum kjara­samn­ing­um. Þeir væru lang oft­ast tveir í bílnum og iðu­lega á ferð­inni 18 klukku­stundir á sól­ar­hring, helm­ing þess tíma undir stýri en hinn helm­ing tím­ans í far­þega­sæt­inu. Sex klukku­tíma væri bíll­inn svo stopp á bíla­stæði og þá yrðu þeir að sofa í bílnum sem þeir mættu ekki yfir­gefa. Svo væri aftur haldið af stað.  

Auglýsing

Hvernig getur svona gerst og hvað með lög­in?

Þetta eru spurn­ingar sem danskir fjöl­miðlar hafa margoft varpað fram und­an­farna daga. Margir danskir þing­menn segj­ast sal­tillir yfir því að svona nokkuð geti átt sér stað í Dan­mörku og krefj­ast þess að atvinnu­mála­ráð­herr­ann bregð­ist við. Ekki sé hægt að líða svona lagað og sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla þetta þræla­hald, man­sal. Lög­fræð­ing­ur, sér­fræð­ingur í vinnu­rétti, sem danska útvarp­ið, DR ræddi við sagði málið snúið og Kurt Beier nýtti sér greini­lega glufur í kerf­inu. Lög­fræð­ingur Kurt Beier hafnar því algjör­lega að fyr­ir­tækið brjóti lög.

Bíl­stjór­arnir hafa allir verið ráðnir til dótt­ur­fé­lags Kurt Beier í Pól­landi. Heim­ilt er að ráða til vinnu fólk frá þjóðum utan ESB ef ekki er hægt að manna störf með heima­fólki. Á síð­asta  ári voru sam­tals 62 þús­und bíl­stjór­ar, frá löndum utan ESB ráðnir til starfa í Pól­landi. Þegar bíl­stjóri hefur fengið atvinnu­leyfi, t.d.  í Pól­landi, hefur hann jafn­framt akst­urs­leyfi í öllum löndum ESB, með ákveðnum tak­mörk­un­um. Hann má, til dæm­is, koma með vörur frá Þýska­landi til Dan­merk­ur, tæma bíl­inn og fara síðan þrjár ferðir með vörur innan Dan­merkur en ekki meira. Þá verður hann að fara úr landi en get­ur, ef svo ber und­ir, komið aftur sama dag­inn með annan farm og end­ur­tekið leik­inn. Þessar reglur eru nú til skoð­unar innan ESB, ekki síst vegna mót­mæla Dana en þeir segja þær bjóða heim und­ir­boðum í flutn­ing­um. 

Eitt stærsta flutn­inga­fyr­ir­tæki Dan­merkur

Kurt Beier ­fyr­ir­tækið er í hópi stærstu vöru­flutn­inga­fyr­ir­tækja í Dan­mörku, með um 400 flutn­inga­bíla í rekstri. Auk þess á fyr­ir­tækið dótt­ur­fyr­ir­tæki í nokkrum löndum utan Dan­merk­ur. Fyr­ir­tækið er þrjá­tíu ára gam­alt en Kurt Beier ­fjöl­skyldan hefur þó mun lengur rekið flutn­inga­starf­sem­i. Karsten Beier, núver­andi for­stjóri býr ásamt fjöl­skyldu sinni í Hjert­ing, úthverf­i Es­bjerg á Jót­landi, ekki í hrip­lekum vörugámi, eins og Ekstra ­blaðið lýsti húsa­kynnum for­stjór­ans. Ein­býl­is­húsið keypt­i Karsten Beier ­fyrir rúmu ári og sam­tímis keypti hann tvö önnur hús, til að hafa óheftan aðgang að strönd­inni. For­stjóra­fjöl­skyldan á einnig hús í Monaco og í bíl­skúrnum stendur nýleg­ur ­Ferr­ari af dýr­ustu gerð. Ekstra ­blað­inu hefur ekki, fremur en öðrum dönskum fjöl­miðl­um, tek­ist að ná tali af for­stjór­an­um, sem hefur ann­ars alla jafna verið meira en fús að tjá sig.Flutningabíll frá Kurt Beier Transport

Þekkt víða um lönd

Kurt Beier ­fyr­ir­tækið er eins og áður sagði stórt fyr­ir­tæki á sínu svið­i. Það hefur á síð­ustu árum margoft verið til umfjöll­unar í evr­ópskum fjöl­miðl­um. Umfjöll­unin hefur ætíð snú­ist um það sama, nefni­lega alls kyns svik gagn­vart starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins. Sem dæmi stefndi rúm­enskur bíl­stjóri G­BT Log­ist­ic SRL, dótt­ur­fyr­ir­tæki Kurt Beier í Rúm­en­íu, vegna van­gold­inna launa. Bíl­stjór­inn hafði unnið 843 klukku­stundir án þess að fá greidd laun og þegar hann hafði árang­urs­laust reynt að fá borgað leit­aði hann, með aðstoð stétt­ar­fé­lags síns, til dóm­stóla. Bæj­ar­réttur í Rúm­eníu dæmd­i G­BT til að borga bíl­stjór­anum upp­hæð sem sam­svarar 470 þús­und íslenskum krón­um. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll stað­festi síðar þennan dóm. Mörg við­líka mál mætti nefna en þau eiga það öll sam­eig­in­legt að Kurt Beier hefur ætíð tapað og sam­tals orðið að greiða stefn­endum stór­fé. Í Rúm­eníu einni eru slík mál fleiri en 40 tals­ins. 

Margir hætta við­skiptum við Kurt Beier

Frétt­irnar af aðbún­aði og launum bíl­stjóra hjá Kurt Beier hafa vakið mikla athygli og hörð við­brögð í Dan­mörku. Síðan málið komst í fjöl­miðla fyrir nokkrum dögum hafa fjöl­mörg dönsk fyr­ir­tæki hætt við­skiptum við Kurt Beier. JYSK (­Rúm­fatalager­inn) varð fyrst til og lýsti því yfir strax sama dag og greint var frá mál­inu að öll­u­m ­samn­ing­um við Kurt Beier, og hugs­an­lega yfir- eða und­ir­verk­taka á vegum þess fyr­ir­tækis yrði sam­stundis hætt. Síðan hafa mörg dönsk fyr­ir­tæki fylgt í kjöl­far­ið.  

Fram­haldið

Þegar þetta  er skrifað eru fimm sól­ar­hringar síðan danska lög­reglan fór í „heim­sókn­ina“ til Kurt Beier. For­svars­menn 3F ­stétt­ar­fé­laga­sam­tak­anna hafa lýst yfir að þetta mál verði ekki látið logn­ast út af, sam­tökin muni sjá til þess. Þótt Kurt Beier ­fyr­ir­tækið seg­ist engin lög hafa brotið kann rann­sókn lög­regl­unn­ar, sem er haf­in, að leiða annað í ljós. Þar er einkum horft til launa­mála, vinnu­tíma og aðbún­að­ar. Nokkrir danskir fjöl­miðlar hafa nefnt að ef nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar yrði að fyr­ir­tækið hafi brotið á starfs­mönnum þess, með þeim hætti að flokk­ast geti undir þræla­hald (sla­ver­i), gæti farið svo að Karsten Beier yrði að skipta um heim­il­is­fang. Þyrfti að sætta sig við sex fer­metra kytru í stað ein­býl­is­húss­ins í  Hjert­ing.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar