Morðið í Istanbul, valdatafl í Sádí-Arabíu og hrun á olíuverði

Að undanförnu hefur orðið algjör kúvending á olíuverði. Mikill þrýstingur var á yfirvöld í Sádí-Arabíu í haust, frá Bandaríkjunum, um að auka framleiðslu. Það hefur nú gengið eftir.

Olían
Auglýsing

Erdogan Tyrk­lands­for­seti birt­ist allt einu á blaða­manna­fundi í Ist­an­bul, 5. októ­ber, síð­ast­lið­inn og greindi heims­byggð­inni frá því að Jamal Khas­hoggi, pistla­höf­undur The Was­hington Post, hefði verið drep­inn í sendi­ráði Sádí-­Ar­abíu í Ist­an­bul, 2. októ­ber. 

Hann hefur síðan haldið því fram að skip­anir um morðið - sem fram­kvæmt var af aftöku­sveit frá Sádí-­Ar­abíu - hefðu komið frá æðstu ráða­mönnum í þessu vell­auð­uga olíu­ríki. Hafa spjótin beinst að Mohammed bin Sal­man, krón­prins­in­um, en Erdogan hefur full­yrt að skip­anir um morðið hafi komið frá hon­um.

Tayyip Erdogan, er svo til einráður í tyrknesku stjórnkerfi, þessi misserin.

Auglýsing

Óhuggu­legur atburður

Flest bendir til þess að lík­inu af Jamal, sem var þekktur gagn­rýn­andi yfir­valda, hVerðþróun á olíu hefur verið Íslandi hagstæð að undanförnu.afi verið eytt í sýru eftir að hafa verið britjað nið­ur. Lýs­ing­arnar á þessu grimmd­ar­verki eru óhuggu­legar og leiddu þær nær umsvifa­laust til milli­ríkja­deilu og sam­tala milli þjóð­ar­leið­toga.

Í vand­aðri umfjöllun The Was­hington Post, gamla vinnu­staðar Jamals, hefur verið fjallað um hvert skref í þessu óhuggu­lega máli. Nú síð­ast fyrir tveimur dög­um, þar sem fjallað var um dul­ar­fullt hvarf eins þeirra sem vann í sendi­ráð­in­u, Mohammad al-Otaibi

Eitt af því sem hefur verið fjallað ítar­lega um, er hvernig þjóðir heims­ins - ekki síst Banda­ríkin - hafa hagað sínum milli­ríkja­sam­skiptum í kjöl­far þess að morðið kom upp á yfir­borð­ið.

Bein­skeytt skrif

Sam­kvæmt skrifum The Was­hington Post þá virð­ast pistlar Jamals um stríðið í Jem­en, sem leitt hefur til mestu hörm­unga sem fyr­ir­finn­ast á jörð­inni, sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­un­um, hafa farið mest í taug­arnar á elít­unni í Sádí-­Ar­ab­íu. 

Einkum skrifin frá 11. sept­em­ber 2018, þar sem sér­stak­lega er skrifað til krón­prins­ins, um að hann geti stöðvað stríðið í Jemen og þá mann­vonsku sem þar hefur fengið að við­gang­ast gegn sak­lausu fólki, í skjóli Banda­ríkj­anna.



Hann sagði í pistl­inum að Sádí-­Ar­abía sé í þeirri ein­stöku stöðu að geta stillt til frið­ar, og beitt sér þannig, í stað­inn fyrir að stuðla að stríð­in­u. 

Það er ekki hægt að full­yrða mikið um nákvæm­lega hvað átti sér stað í sendi­ráðs­bú­staðnum í Ist­an­bul, þar sem upp­lýs­ingar eru mis­vísandi, en það liggur þó fyrir stað­fest­ing á morð­inu, og að aftöku­sveit trún­að­ar­manna krón­prins­ins fram­kvæmdi hana.

Í For­eign Policy hefur verið fjallað ítar­lega um það, að morðið á Khas­hoggi sé mið­punktur umræðu um stríðið í Jem­en, þar sem hann var svo til eina röddin á opin­berum vett­vangi sem tók upp mál­stað óbreyttra borg­ara í land­in­u. 

Neitar sök

Krón­prins­inn neitar að hafa fyr­ir­skipað morð­ið, og yfir­völd í Sádí-­Ar­abíu reyndar líka, en rann­sókn á mál­inu í Tyrk­landi hefur leitt annað í ljós, sam­kvæmt yfir­lýs­ingum það­an.

Banda­rísk yfir­völd hafa lagt áherslu það út á við, að leggja ekki blessun sína yfir þetta voða­verk, heldur krefj­ast rann­sóknar og aðgerða. Náið sam­band Banda­ríkj­anna og Sádí-­Ar­abíu er hins vegar þekkt, og hefur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti talað um það með afar skýrum og ber­orðum hætti, eins og er hans von og vísa. Hann full­yrti til dæmis skömm eftir morð­ið, hinn 7. októ­ber, að Sádí-­Ar­abía ætti allt sitt undir Banda­ríkj­un­um, sem vernd­uðu „stöð­ug­leik­ann“ í mið­aust­ur­lönd­um. „Kóng­ur­inn myndi ekki lifa af í tvær viku án okk­ar,“ sagði Trump.

Yfir hund­rað millj­arða Banda­ríkja­dala vopna­sölu samn­ing­ar, frá Banda­ríkj­unum til olíu­rík­is­ins, eru til marks um þetta sterka sam­band, en einnig víð­tæk tengsl á sviði fjár­fest­inga sem tengj­ast olíu­iðn­aði og fjár­mála­mörk­uðum almennt.

Krón­prins­inn er nú sagður berj­ast fyrir valda­stöðu sinni, með öllum ráðum, og segir Fin­ancial Times að lík­legra sé nú en ekki, að honum tak­ist að halda valda­þráðunum í höndum sín­um. Margir and­stæð­inga hans hafa horfið og aðrir gagn­rýnendur skyndi­lega breytt um afstöðu, inn í hinum lok­aða heimi elít­unnar í Sádí-­Ar­ab­íu. 

Olían sem allt snýst um

Í aðdrag­anda morðs­ins í Ist­an­bul hafði Don­ald Trump gagn­rýnt Sádí-­Ar­abíu tölu­vert, fyrir að neita að bregð­ast við mik­illi hækkun olíu­verðs, með því að auka fram­leiðslu. Með því móti væri hægt að lækka olíu­verð­ið, og þar með lækka verð­bólgu­þrýst­ing víða í heim­in­um, meðal ann­ars í Banda­ríkj­un­um. Trump hringdi meðal ann­ars í kon­ung­inn sjálfan og gagn­rýndi þetta, eins og frægt varð, en Trump upp­lýsti sjálfur um sím­tal­ið. Í umfjöllun Reuters segir að Trump hafi verið ber­orður um þessar óskir um að auka við fram­leiðslu, til að lækka olíu­verð­ið.

Eftir morðið hefur staðan á olíu­mörk­uðum heims­ins gjöbreyst, og það kom mörgum grein­endum algjör­lega í opna skjöldu, en þeir höfðu flestir spáð áfram­hald­andi hækkun á verði, jafn­vel yfir 100 Banda­ríkja­dali á tunn­una af hrá­ol­íu. Það er nú 56 Banda­ríkja­dal­ir.

Stríðið í Jemen hefur leitt til hörmunga - meðal annars vegan lyfja- og matarskorts - sem á sér ekki hliðstæðu í heiminum nú um stundir, að mati Sameinuðu þjóðanna.

Algjör kúvend­ing

Yfir­völd í Sádí-­Ar­abíu hafa látið undan þrýst­ingi, og sam­þykkt að auka fram­leiðslu. Þá hafa Banda­ríkja­menn einnig sam­þykkt að liðka fyrir við­skipta­þving­unum á Íran, en ekki er langt síðan að það var nán­ast talið óhugs­andi. Þetta leiddi til þess að fram­boð af olíu stórjókst á skömmum tíma, og hefur verðið hrunið niður á einum mán­uði um tugi pró­senta. Farið úr 85 Banda­ríkja­dölum í 56 Banda­ríkja­dali.

Mitt í öllum titr­ingnum vegna morðs­ins á Khas­hoggi, hafa ákvarð­anir um þessa kúvend­ingu á olíu­mörk­uð­um, verið tekn­ar.

Verð­lækk­unin kemur sér vel fyrir þau ríki sem ekki fram­leiða olíu og flytja hana inn, eins og t.d. Ísland. Því lægra sem olíu­verðið er, því minni verð­bólgu­þrýst­ingur vegna þess á Íslandi. Þá leiðir lægra verð einnig til betri rekstr­ar­skil­yrða fyrir flug­fé­lög, en mikil og hröð hækkun verðs­ins framan ári leiddi til veru­legra þreng­ingar hjá WOW Air og Icelanda­ir, eins og fjallað hefur um ítar­lega í frétta­skýr­ingum Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar