Mynd: Bára Huld Beck

Miðflokkurinn næði ekki inn manni á þing – Mælist með 4,3 prósent fylgi

Frjálslyndu flokkarnir þrír í stjórnarandstöðu eru sterkasta blokkinn í íslenskri pólitík eftir Klaustursmálið samkvæmt nýrri könnun. Vart mælanlegur munur á fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Fylgi meintra popúlistaflokka hefur helmingast á nokkrum dögum.

Mið­flokk­ur­inn myndi fá 4,3 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt nýrri könnun sem Zenter gerði fyrir Frétta­blaðið. Það myndi þýða að flokk­ur­inn næði ekki inn manni á þing. Mið­flokk­ur­inn, sem  var stofn­aður af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni og helstu sam­starfs­mönnum hans skömmu fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, fékk þá 10,9 pró­sent atkvæða og er sem stendur með sjö þing­menn. Það var besta útkoma nýs flokks í fyrstu kosn­ingum sem hann hafði tekið þátt í í sög­unni. Mið­flokk­ur­inn hafði enn fremur verið að vaxa umtals­vert í könn­unum á þessu ári og mæld­ist til að mynda með yfir tólf pró­sent fylgi í nóv­em­ber.

Ástæða þessa fylgis­taps er Klaust­ur­mál­ið, þar sem sam­töl fjög­urra þing­manna flokks­ins, þar með talin öll stjórn hans, og tveggja þing­manna Flokks fólks­ins voru tekin upp. Í sam­töl­unum var fjöl­mörgum stjórn­mála­mönnum og ýmsum öðrum nafn­greindum ein­stak­lingum úthúðað með niðr­andi orða­lagi. Tveir þing­menn Mið­flokks­ins, Gunnar Bragi Sveins­son og Berg­þór Óla­son, hafa verið sendir í leyfi en hinir tveir, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, ætla ekki að segja af sér.

Þing­menn Flokks fólks­ins sem tóku þátt í sam­tal­inu, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjart­ar­son, hafa verið reknir úr flokknum en ætla að starfa áfram sem óháðir þing­menn. Fylgi Flokks fólks­ins mælist 5,7 pró­sent sem er undir kjör­fylgi og myndi þýða að flokk­ur­inn rétt næði inn á þing ef kosið yrði nú.

Fylgi Klaust­ur­flokk­anna helm­ing­ast en hin and­stöðu­blokkin styrk­ist

Bæði Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins sitja í stjórn­ar­and­stöðu og hafa þótt halda á lofti sam­bæri­legum áhersl­um. Sumir þing­menn flokk­anna tveggja hafa starfað nokkuð náið sam­an. Saman er þessi blokk flokka, sem hafa legið undir ámæli um að stunda lýð­skrum í ýmsum málum og voru meðal ann­ars flokk­aðir sem popúlista­flokkar í nýlegri úttekt breska stór­blaðs­ins Guar­dian um ris slíkra í Evr­ópu. Sam­an­lagt fylgi þess­ara flokka, sem mæld­ist nálægt 20 pró­sent í nóv­em­ber, mælist nú slétt tíu pró­sent og hefur helm­ing­ast.

Í stjórn­ar­and­stöð­unni er síðan önnur þriggja flokka blokk sem nær saman í öllum helstu meg­in­at­rið­um. Í henni eru Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn.

Sam­fylk­ingin virð­ist vera sá flokkur sem hagn­ast mest á mál­inu. Fylgi flokks­ins mælist nú 20,8 pró­sent og þarf að fara aftur til árs­ins 2014 í mæl­ingum tveggja stærstu fyr­ir­tækj­anna sem gera skoð­ana­kann­an­ir, Gallup og MMR, til að finna við­líka fylg­is­mæl­ingu hjá flokkn­um. Píratar mæl­ast með 14,4 pró­sent fylgi sem er meira en flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast með að jafn­aði und­an­farna mán­uði.

Við­reisn má einnig vel við una en fylgi flokks­ins mælist 9,1 pró­sent sem er umtals­vert yfir þeim 6,7 pró­sentum sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í fyrra. Sam­an­lagt er þessi blokk því með 44,3 pró­sent fylgi sem myndi duga henni til að fá 27 til 28 þing­menn. Í dag eru flokk­arnir þrír með 17 slíka.

Rík­is­stjórnin fallin

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er enn stærsti flokkur lands­ins með 21,4 pró­sent fylgi. Slík nið­ur­staða í kosn­ingum yrði þó versta nið­ur­staða flokks­ins nokkru sinni. Frá stofnun Mið­flokks­ins virð­ist hafa verið ákveðin fylgni milli fylg­is­aukn­ingar hans og fylgis­taps Sjálf­stæð­is­flokks en í könnun Zenter fyrir Frétta­blaðið virð­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki græða neitt á fylg­is­hruni Mið­flokks­ins. Flokk­ur­inn er enn að mæl­ast vel undir kjör­fylgi en hann fékk 25,2 pró­sent í kosn­ing­unum 2017.

Hinn flokk­ur­inn sem hefur átt í fylg­is­erf­ið­leikum vegna upp­gangs Mið­flokks­ins er auð­vitað Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem Sig­mundur Davíð klauf til að stofna Mið­flokk­inn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn beið afhroð í síð­ustu kosn­ingum og fékk sína verstu nið­ur­stöðu í sög­unni þegar 10,7 pró­sent atkvæða féllum honum í skaut. Fram­sókn virð­ist heldur ekki hagn­ast mikið á falli Mið­flokks­ins en fylgi flokks­ins mælist nú 8,5 pró­sent.

Vinstri græn, sem leiða rík­is­stjórn­ina, myndu fá 12,7 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag sem er líka langt frá kjör­fylgi flokks­ins. Hann fékk 16,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017. Margir kjós­endur flokks­ins eru enda óánægðir með þá ákvörðun hans að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sem þeir líta á sem höf­uð­and­stæð­ing sinn í stjórn­mál­um.

Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna mælist því 42,6 pró­sent sem myndi þýða að þeir fengu 26 til 27 þing­menn ef kosið yrði í dag. Það er ansi langt frá því að duga til að mynda rík­is­stjórn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar