Aflandskrónueigendum hleypt út - Mokgræða á þolinmæðinni

Þolinmóðir aflandskrónueigendur sjá ekki eftir því að hafa beðið með að fara út úr íslensku hagkerfi með krónurnar sínar. Þeir geta nú fengið 37 prósent meira fyrir þær en Seðlabanki Íslands bauð sumarið 2016.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt að leggja fram frum­varp sem gerir eig­endum aflandskrónu­eig­enda kleift að fara með þær út úr íslensku hag­kerfi og milli­færa á erlenda reikn­inga. Um er að ræða 84 millj­arða króna sem aflandskrónu­eig­end­urnir fá að skipta á álands­mark­að­i. 

­Upp­runa­lega var aflandskrón­ustabb­inn 314 millj­arðar króna en hann hefur minnkað jafnt og þétt með ýmsum aðgerðum Seðla­banka Íslands á meðan að höft voru við lýði. Ein slík leið var fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans, sem virk­aði þannig að óþol­in­móðum aflandskrónu­eig­endum bauðst að skipta á krón­unum sínum fyrir evrur fjár­festa sem vildu inn í landið gegn því að kaupa evr­urnar á yfir­verði. Við það gáfu aflandskrónu­eig­end­urnir eftir virði en þeir sem keyptu krónur þeirra fengu allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ing­u. ­Seðla­bank­inn var svo milli­göngu­að­ili í við­skipt­un­um.

Auglýsing
Sumarið 2016 gerði Seðla­banki Íslands svo vog­un­ar­sjóðum sem eiga uppi­stöðu aflandskrón­anna til­boð sem hljóð­aði upp á það að þeir gætu fengið hverja evru á 190 krón­ur. þeir sem nú fá að fara höfn­uðu því til­boði og ljóst er að það marg­borg­aði sig fyrir þá. Í dag er skráð gengi evru 138,2 krónur sem þýðir að þeir fá rúm­lega 37 pró­sent fleiri evrur fyrir krón­urnar sínar en þeir hefðu fengið í júní 2016, hefðu þeir geng­ist við til­boði Seðla­banka Íslands.

Þrenns konar heim­ildir

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að hinar auknu heim­ildir fyrir aflandskrónu­eig­endur til að yfir­gefa íslenskt hag­kerfi séu þrenns kon­ar. „Í fyrsta lagi er um að ræða almenna heim­ild fyrir alla aflandskrónu­eig­endur til að losa aflandskrónu­eignir til að kaupa erlendan gjald­eyri og flytja á reikn­ing erlend­is. Í öðru lagi heim­ild fyrir aflandskrónu­eig­end­ur, sem átt hafa aflandskrónu­eignir sam­fellt frá 28. nóv­em­ber 2008, til að losa aflandskrónu­eignir undan tak­mörk­unum lag­anna. Í þriðja lagi heim­ild fyrir ein­stak­linga til að taka út allt að 100 millj. kr. af reikn­ingum háðum sér­stökum tak­mörk­un­um. Þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til taka mið af því að ekki sé grafið undan virkni hinnar sér­stöku bind­ing­ar­skyldu á fjár­magnsinn­streymi.“

Hefðum getað þurrkað vand­ann upp

Aflandskrón­u­­með­­­ferðin er hápóli­­tískt mál. Dag­inn eftir að til­kynnt var um losun fjár­magns­hafta í mars 2017 hélt Bene­dikt Jóhann­es­­son, þá fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, ræðu á Alþingi. Þar sagði hann að mög­u­­­­legt hefði verið að þurrka upp aflandskrón­u­vand­ann í kringum útboðið sem Seðla­­­­bank­inn hélt um mitt ár 2016, með því að lækka gengið aðeins. Það hafi ekki verið gert og þótt að þá lægi fyrir  að skyn­­­­sam­­­­legt hefði verið að gera það. „Í ráðu­­­­neyt­inu heyri ég að lík­­­­­­­legt sé að á þeim tíma hefði verið hægt að þurrka snjó­­­­hengj­una svo­­­­nefndu upp að mestu leyti ef gengið hefði verið á milli 165 og 170 krónur á evru. Nú sjáum við glöggt að skyn­­­­sam­­­­legt hefði verið að ljúka við­­­­skipt­unum á því gengi.

Þá­ver­andi stjórn­­­­völd ákváðu að gera það ekki. Kannski vegna þess sjón­­­­­­­ar­miðs að með því  hefði verið gert allt of vel við aflandskrón­u­eig­end­­­­ur. Eftir á sjá allir að Íslend­ingar hefðu grætt mjög mikið á því að ljúka dæm­inu þá, en menn misstu af því tæki­­­­færi.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar