Aflandskrónueigendum hleypt út - Mokgræða á þolinmæðinni

Þolinmóðir aflandskrónueigendur sjá ekki eftir því að hafa beðið með að fara út úr íslensku hagkerfi með krónurnar sínar. Þeir geta nú fengið 37 prósent meira fyrir þær en Seðlabanki Íslands bauð sumarið 2016.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt að leggja fram frum­varp sem gerir eig­endum aflandskrónu­eig­enda kleift að fara með þær út úr íslensku hag­kerfi og milli­færa á erlenda reikn­inga. Um er að ræða 84 millj­arða króna sem aflandskrónu­eig­end­urnir fá að skipta á álands­mark­að­i. 

­Upp­runa­lega var aflandskrón­ustabb­inn 314 millj­arðar króna en hann hefur minnkað jafnt og þétt með ýmsum aðgerðum Seðla­banka Íslands á meðan að höft voru við lýði. Ein slík leið var fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans, sem virk­aði þannig að óþol­in­móðum aflandskrónu­eig­endum bauðst að skipta á krón­unum sínum fyrir evrur fjár­festa sem vildu inn í landið gegn því að kaupa evr­urnar á yfir­verði. Við það gáfu aflandskrónu­eig­end­urnir eftir virði en þeir sem keyptu krónur þeirra fengu allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ing­u. ­Seðla­bank­inn var svo milli­göngu­að­ili í við­skipt­un­um.

Auglýsing
Sumarið 2016 gerði Seðla­banki Íslands svo vog­un­ar­sjóðum sem eiga uppi­stöðu aflandskrón­anna til­boð sem hljóð­aði upp á það að þeir gætu fengið hverja evru á 190 krón­ur. þeir sem nú fá að fara höfn­uðu því til­boði og ljóst er að það marg­borg­aði sig fyrir þá. Í dag er skráð gengi evru 138,2 krónur sem þýðir að þeir fá rúm­lega 37 pró­sent fleiri evrur fyrir krón­urnar sínar en þeir hefðu fengið í júní 2016, hefðu þeir geng­ist við til­boði Seðla­banka Íslands.

Þrenns konar heim­ildir

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að hinar auknu heim­ildir fyrir aflandskrónu­eig­endur til að yfir­gefa íslenskt hag­kerfi séu þrenns kon­ar. „Í fyrsta lagi er um að ræða almenna heim­ild fyrir alla aflandskrónu­eig­endur til að losa aflandskrónu­eignir til að kaupa erlendan gjald­eyri og flytja á reikn­ing erlend­is. Í öðru lagi heim­ild fyrir aflandskrónu­eig­end­ur, sem átt hafa aflandskrónu­eignir sam­fellt frá 28. nóv­em­ber 2008, til að losa aflandskrónu­eignir undan tak­mörk­unum lag­anna. Í þriðja lagi heim­ild fyrir ein­stak­linga til að taka út allt að 100 millj. kr. af reikn­ingum háðum sér­stökum tak­mörk­un­um. Þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til taka mið af því að ekki sé grafið undan virkni hinnar sér­stöku bind­ing­ar­skyldu á fjár­magnsinn­streymi.“

Hefðum getað þurrkað vand­ann upp

Aflandskrón­u­­með­­­ferðin er hápóli­­tískt mál. Dag­inn eftir að til­kynnt var um losun fjár­magns­hafta í mars 2017 hélt Bene­dikt Jóhann­es­­son, þá fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, ræðu á Alþingi. Þar sagði hann að mög­u­­­­legt hefði verið að þurrka upp aflandskrón­u­vand­ann í kringum útboðið sem Seðla­­­­bank­inn hélt um mitt ár 2016, með því að lækka gengið aðeins. Það hafi ekki verið gert og þótt að þá lægi fyrir  að skyn­­­­sam­­­­legt hefði verið að gera það. „Í ráðu­­­­neyt­inu heyri ég að lík­­­­­­­legt sé að á þeim tíma hefði verið hægt að þurrka snjó­­­­hengj­una svo­­­­nefndu upp að mestu leyti ef gengið hefði verið á milli 165 og 170 krónur á evru. Nú sjáum við glöggt að skyn­­­­sam­­­­legt hefði verið að ljúka við­­­­skipt­unum á því gengi.

Þá­ver­andi stjórn­­­­völd ákváðu að gera það ekki. Kannski vegna þess sjón­­­­­­­ar­miðs að með því  hefði verið gert allt of vel við aflandskrón­u­eig­end­­­­ur. Eftir á sjá allir að Íslend­ingar hefðu grætt mjög mikið á því að ljúka dæm­inu þá, en menn misstu af því tæki­­­­færi.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar