Aflandskrónueigendum hleypt út - Mokgræða á þolinmæðinni

Þolinmóðir aflandskrónueigendur sjá ekki eftir því að hafa beðið með að fara út úr íslensku hagkerfi með krónurnar sínar. Þeir geta nú fengið 37 prósent meira fyrir þær en Seðlabanki Íslands bauð sumarið 2016.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt að leggja fram frum­varp sem gerir eig­endum aflandskrónu­eig­enda kleift að fara með þær út úr íslensku hag­kerfi og milli­færa á erlenda reikn­inga. Um er að ræða 84 millj­arða króna sem aflandskrónu­eig­end­urnir fá að skipta á álands­mark­að­i. 

­Upp­runa­lega var aflandskrón­ustabb­inn 314 millj­arðar króna en hann hefur minnkað jafnt og þétt með ýmsum aðgerðum Seðla­banka Íslands á meðan að höft voru við lýði. Ein slík leið var fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans, sem virk­aði þannig að óþol­in­móðum aflandskrónu­eig­endum bauðst að skipta á krón­unum sínum fyrir evrur fjár­festa sem vildu inn í landið gegn því að kaupa evr­urnar á yfir­verði. Við það gáfu aflandskrónu­eig­end­urnir eftir virði en þeir sem keyptu krónur þeirra fengu allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ing­u. ­Seðla­bank­inn var svo milli­göngu­að­ili í við­skipt­un­um.

Auglýsing
Sumarið 2016 gerði Seðla­banki Íslands svo vog­un­ar­sjóðum sem eiga uppi­stöðu aflandskrón­anna til­boð sem hljóð­aði upp á það að þeir gætu fengið hverja evru á 190 krón­ur. þeir sem nú fá að fara höfn­uðu því til­boði og ljóst er að það marg­borg­aði sig fyrir þá. Í dag er skráð gengi evru 138,2 krónur sem þýðir að þeir fá rúm­lega 37 pró­sent fleiri evrur fyrir krón­urnar sínar en þeir hefðu fengið í júní 2016, hefðu þeir geng­ist við til­boði Seðla­banka Íslands.

Þrenns konar heim­ildir

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að hinar auknu heim­ildir fyrir aflandskrónu­eig­endur til að yfir­gefa íslenskt hag­kerfi séu þrenns kon­ar. „Í fyrsta lagi er um að ræða almenna heim­ild fyrir alla aflandskrónu­eig­endur til að losa aflandskrónu­eignir til að kaupa erlendan gjald­eyri og flytja á reikn­ing erlend­is. Í öðru lagi heim­ild fyrir aflandskrónu­eig­end­ur, sem átt hafa aflandskrónu­eignir sam­fellt frá 28. nóv­em­ber 2008, til að losa aflandskrónu­eignir undan tak­mörk­unum lag­anna. Í þriðja lagi heim­ild fyrir ein­stak­linga til að taka út allt að 100 millj. kr. af reikn­ingum háðum sér­stökum tak­mörk­un­um. Þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til taka mið af því að ekki sé grafið undan virkni hinnar sér­stöku bind­ing­ar­skyldu á fjár­magnsinn­streymi.“

Hefðum getað þurrkað vand­ann upp

Aflandskrón­u­­með­­­ferðin er hápóli­­tískt mál. Dag­inn eftir að til­kynnt var um losun fjár­magns­hafta í mars 2017 hélt Bene­dikt Jóhann­es­­son, þá fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, ræðu á Alþingi. Þar sagði hann að mög­u­­­­legt hefði verið að þurrka upp aflandskrón­u­vand­ann í kringum útboðið sem Seðla­­­­bank­inn hélt um mitt ár 2016, með því að lækka gengið aðeins. Það hafi ekki verið gert og þótt að þá lægi fyrir  að skyn­­­­sam­­­­legt hefði verið að gera það. „Í ráðu­­­­neyt­inu heyri ég að lík­­­­­­­legt sé að á þeim tíma hefði verið hægt að þurrka snjó­­­­hengj­una svo­­­­nefndu upp að mestu leyti ef gengið hefði verið á milli 165 og 170 krónur á evru. Nú sjáum við glöggt að skyn­­­­sam­­­­legt hefði verið að ljúka við­­­­skipt­unum á því gengi.

Þá­ver­andi stjórn­­­­völd ákváðu að gera það ekki. Kannski vegna þess sjón­­­­­­­ar­miðs að með því  hefði verið gert allt of vel við aflandskrón­u­eig­end­­­­ur. Eftir á sjá allir að Íslend­ingar hefðu grætt mjög mikið á því að ljúka dæm­inu þá, en menn misstu af því tæki­­­­færi.“Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.
Kjarninn 13. desember 2018
45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.
Kjarninn 13. desember 2018
Til sjávar og sveita ýtt úr vör
Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.
Kjarninn 13. desember 2018
Eina leiðin til að bjarga WOW air
WOW air hefur sagt upp hundruð starfsmanna, hættir að fljúga til Indlands og Los Angeles og mun hafa fækkað vélum sínum úr 24 í 11 á mjög skömmum tíma. Forstjórinn viðurkennir að rangar ákvarðanir í rekstri séu ástæða stöðunnar.
Kjarninn 13. desember 2018
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXVIII - Neandercool
Kjarninn 13. desember 2018
Fjölmiðlanefnd mun ekki taka fyrir kvörtun Símans vegna fréttaflutnings RÚV
Fjölmiðlanefnd telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til óeðlilegra tengsla auglýsingasölu og fréttaflutnings Ríkisútvarpsins.
Kjarninn 13. desember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már: Kannaði sáttagrundvöll í Samherjamálum og fór að lögum
Seðlabankastjóri segir að hann hafi kannað mögulegan sáttagrundvöll í máli Seðlabankans gegn Samherja.
Kjarninn 13. desember 2018
Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar