Mynd: flickr/redlegsfan21 wowný.jpg
Mynd: flickr/redlegsfan21

Sterk og viðkvæm staða í senn

Ekki er hægt að segja annað en að hagtölurnar úr íslenska hagkerfinu séu frekar jákvæðar þessi misserin. Engu að síður er staðan viðkvæm, eins og miklar sveiflur á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði gefa til kynna. Þar skiptir staða flugfélaganna lykilmáli. Hvert stefnum við?

Hag­stofa Íslands birti 30. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn upp­lýs­ingar um við­skipta­jöfnuð þjóð­ar­bús­ins. Sam­kvæmt bráða­birgða­tölum var vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður á þriðja árs­fjórð­ungi 2018, eins og hann birt­ist í þjóð­hags­reikn­ingum og greiðslu­jöfn­uði, jákvæður um 80 millj­arða króna en hann var jákvæður um 69,4 millj­arða á sama tíma árið 2017, á gengi hvors árs.

Umreikn­aður vöru­skipta­jöfn­uður var óhag­stæður um 43,7 millj­arða króna en þjón­ustu­jöfn­uður var hag­stæður um 123,7 millj­arða. Eins og und­an­far­inn ár er það ferða­þjón­ustan sem vegur þyngst í jákvæðum áhrifum þjón­ust­unn­ar.

Heild­ar­út­flutn­ings­tekjur á þriðja árs­fjórð­ungi 2018 vegna vöru- og þjón­ustu­við­skipta námu tæpum 398,2 millj­örðum króna en heild­ar­inn­flutn­ingur á vörum og þjón­ustu nam 318,1 millj­arði króna.

Í sept­em­ber er áætlað verð­mæti útflutn­ings fyrir vöru- og þjón­ustu­við­skipti 127,1 millj­arður en áætluð verð­mæti inn­flutn­ings fyrir vöru- og þjón­ustu­við­skipti 103,9 millj­arð­ar. Vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður er því áætl­aður jákvæður um 23,2 millj­arða í sept­em­ber 2018.

Sam­kvæmt bráða­birgða­yf­ir­liti námu erlendar eignir þjóð­ar­bús­ins 3.380 millj­örðum króna í lok þriðja árs­fjórð­ungs en skuldir 3.012 millj­örðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 368 millj­arða króna eða 13,3% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og batn­aði um 162 ma.kr. eða 5,9% af lands­fram­leiðslu. Í sögu­legu sam­hengi er þessi staða svo til ein­stök, í jákvæðu ljósi. Skulda­staða við útlönd hefur aldrei verið betri, og við­var­andi jákvæður við­skipta­af­gangur er eitt­hvað sem Íslend­ingar eiga ekki að venj­ast.

Kúvend­ingin er algjör, frá því sem áður var, og má ekki síst þakk­aði það góðri nið­ur­stöðu í upp­gjöri við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Með því upp­gjöri hreins­að­ist mikið af ónýtum eignum úr fjár­mála­kerf­inu og efna­hags­reikn­ingur þjóð­ar­bús­ins „hreins­að­ist“.

Þetta er eitt­hvað sem flestar aðrar þjóðir hafa ekki gert frá því alþjóð­lega fjár­málakreppan náði hámarki, fyrir um ára­tug. Ísland beitti neyð­ar­lögum og fjár­magns­höftum vegna þeirrar hörmu­legu stöðu sem allir þrír bank­arnir voru í, ekki síst vegna fjár­mögn­unar þeirra á eigin hluta­fé.

Því má segja að hinar rót­tæku aðgerðir stjórn­valda, mitt í hrun­inu, hafi lagt grunn­inn að samn­ings­stöð­unni sem síðan skil­aði sér í sterk­ari stöðu þjóð­ar­bús­ins. Þess­ara áhrifa gætir enn í dag, og má segja að hrun­ið, og við­brögðin við því, séu okkar for­rétt­indi í dag. Margar aðrar þjóð­ir, og svæði innan stór­þjóða, hefðu vafa­lítið viljað beita neyð­ar­rétti til að verja sam­fé­lög fyrir áföll­um.

Í ofaná­lag bætt­ist svo ótrú­leg upp­sveifla í ferða­þjón­ustu þar sem ferða­mönnum fjölg­aði úr 450 þús­und á ári árið 2010 í 2,7 millj­ónir í fyrra. Ef það tekst að við­halda þessum fjölda eða efla ferða­þjón­ust­una enn frekar, þá er nokkuð víst að stoð­irnar í hag­kerf­inu munu ekki bresta svo auð­veld­lega.

Spjótin bein­ast að krón­unni

En hvers vegna hefur krónan verið að veikjast, á sama tíma og und­ir­liggj­andi þættir virð­ast benda til þess að krónan ætti frekar að hafa hald­ist sterk?



Almenningur þarf að vera á tánum

Þrátt fyrir að stoðir íslenska hagkerfisins séu sterkar um þessar mundir, þá er staðan engu að síður viðkvæm, eins og rakið hefur verið hér í fréttaskýringunni. Vendingar í flugiðnaði eða á vinnumarkaði geta leitt til verðbólguskot og þar með skertari lífskjara fyrir almenning.

Töluverð lágdeyða hefur verið á fasteignamarkaði að undanförnu, sé horft til síðustu ára í samanburði. Á vormánuðum í fyrra mældist hækkun á húsnæðisverði 23,5 prósent en hún mælist nú tæplega 4 prósent. Þá eru þúsundir íbúða í byggingu og er talið að um 5 þúsund nýjar íbúðir komi út á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi mikla aukning á framboði húsnæðis, á skömmum tíma, er líkleg til að þess að finna fasteignaverðinu nýjan jafnvægispunkt og draga nær alveg úr þeirri spennu sem verið hefur á fasteignamarkaði.

Eftirspurnin hefur verið mikil eftir litlum og meðalstórum íbúðum, en flestar þeirra íbúða sem eru í byggingu tilheyra þeim hópi. Spár gera sumar hverjar ráð fyrir því að lækkun sé í farvatninu á fasteignamarkaði, en greining Arion banka gerir ráð fyrir að raunverð fasteigna lækki á næstunni. Flestar aðrar spár gera hins vegar ráð fyrir áframhaldandi hóflegum hækkunum.

Verðbólga hefur farið hækkandi, og þarf fólk að halda vöku sinni þegar kemur að húsnæðislánum. Það gæti verið skynsamlegt fyrir marga að endurfjármagna fasteignalán og skipta úr verðtryggðu yfir í óverðtryggð eða dreifa áhættunni með því að skipta fjármögnun til hálfs, óverðtryggt og verðtryggt. Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og benda spár til þess að hún geti farið í 4 til 5 prósent á næsta ári.

Eins og mörg dæmi eru um í íslenskri hagsögu, þá er erfitt að spá fyrir um hvenær verðbólgudraugurinn fer á stjá og hversu miklu tjón hann veldur fyrir almenning. Gengisfall krónunnar að undanförnu hefur komið sér vel fyrir útflutningsfyrirtækin en sterkt gengi krónunnar hefur verið mörgum útflutningsfyrirtækjum erfitt undanfarin ár.

Almenningur þarf að fylgjast með stöðunni eins og hún hefur verið að þróast og reyna að stýra sínum fjármálum í takt við breytingarnar í efnahagslífinu. Það getur hins vegar verið þrautin þyngri, en hinu sveiflugjarna íslenska hagkerfi. .

Pen­inga­stefnu­efnd Seðla­banka Íslands er ekki viss um hvað veldur því, að krónan hefur veikst að und­an­förnu, sé horft til þess sem fram kemur í nýj­ustu fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar. Þar segir meðal ann­ars: „Helstu rökin fyrir því að hækka vexti um 0,25 pró­sentur voru þau að tölu­verð óvissa væri um hversu hratt drægi úr hag­vexti og hvernig gengi krón­unnar myndi bregð­ast við hækkun vaxta og lækkun hlut­falls sér­stakrar bindi­skyldu. For­sendur gætu verið til staðar fyrir heldur lægri raun­vöxtum en ella, eftir því hvernig þessir þættir ásamt öðrum myndu þróast, þótt það væri ekki í þeim mæli sem hefði nú þegar raun­gerst. Því væri var­legra að taka minna skref nú. Fram­haldið myndi síðan ráð­ast af fram­vind­unni. Helstu rökin fyrir því að hækka vexti um 0,5 pró­sentur voru hins vegar þau að verð­bólgu­horfur hefðu versnað tölu­vert og verð­bólgu­vænt­ingar hækkað það mikið að 0,25 pró­sentna hækkun vaxta dygði ekki til, enda yrði taum­hald pen­inga­stefn­unnar áfram minna en það var á októ­berfundi nefnd­ar­innar þrátt fyrir þessa vaxta­hækk­un. Þá væru raun­vextir bank­ans afar lágir þegar haft er í huga að spenna er enn í þjóð­ar­bú­skapn­um.“

Eins og kunn­ugt er - og umdeilt varð - þá ákvað pen­inga­stefnu­nefndin að hækka vexti úr 4,25 pró­sent í 4,5 pró­sent. Meðal þess horft er til eru versn­andi verð­bólgu­horf­ur, en verð­bólga mælist nú 3,3 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent.

Þegar kemur að veik­ingu krón­unn­ar, að und­an­förnu, þá virð­ast vega þungt þættir eins og áhyggjur af flug­iðn­að­inum í land­inu. Eins og rakið hefur verið í frétta­skýr­ing­um, sem birst hafa hér í Mann­lífi og á vef Kjarn­ans, hefur WOW air lengi verið í lífs­bar­áttu í sínum rekstri. Eftir að Icelandair féll frá því að kaupa WOW air tóku við veru­lega sveiflu­kenndir dagar á mark­aði.

Kom á óvart

Fyrstu við­brögð mark­að­ar­ins voru miklar áhyggjur af stöðu mála. Hluta­bréfa­verð hrundi, gengi krón­unnar veikt­ist. Air­port Associ­ates, sem þjón­ustar WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli, sagði strax upp 237 starfs­mönnum af um 700, en þó með fyr­ir­vara um að stór hluti upp­sagna gæti gengið til baka ef að WOW air tæk­ist að bjarga sér.

En síðan kom yfir­lýs­ingin um að banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Indigo Partners væri að koma WOW air til bjargar á ögur­stundu.

Óhætt er að segja að yfir­lýs­ing félag­anna beggja hafi komið eins og þruma úr heið­skíru lofti, enda Indigo eng­inn nýgræð­ingur í flug­heim­in­um. Félagið er hlut­hafi í mörgum lággjalda­flug­fé­lög­um, meðal ann­ars Wizz Air, sem hefur aukið veru­lega umsvif sínu í flugi til og frá íslandi und­an­farin miss­eri. Sér­stak­lega er félagið öfl­ugt í því að efla teng­ingar við Aust­ur-­Evr­ópu.

Gengi hluta­bréfa hækk­aði umtals­vert við þessi tíð­indi og gengi krón­unnar styrkt­ist. Nema hjá Icelandair en hluta­bréfa­verð hjá fyr­ir­tæk­inu hefur hríð­fallið frá því að til­kynnt var um mögu­lega fjár­fest­ingu Indigo. Fyrstu tvo dag­ana var fallið 20 pró­sent, en síðan lækk­aði verðið örlítið hæg­ar. Þetta verður að telj­ast til marks um það en fjár­festar á íslenska mark­aðnum sá það ekki fyr­ir, að mögu­lega væri hægt að draga aðra fjár­festa að borð­inu þegar Icelandair féll frá kaup­un­um.

Það sem kom mörgum á óvart, þegar til­kynn­ingin um Indigo birtist, var hversu stór og virtur aðili var þarna á ferð­inni.

Bill Franke, hinn 81 árs gamli millj­arða­mær­ing­um, í Banda­ríkja­dölum talið, stýrir félag­inu enn þann dag í dag, en hann stofn­aði það árið 2003. Hann kom til lands­ins fyrr í vik­unni og hóf strax að funda með Skúla Mog­en­sen, for­stjóra og eig­anda WOW air.

WOW air þurfti á hvítum riddara að halda til að bjarga rekstrinum. Sá riddari virðist ætla að verða Bill Franke.
Mynd: Skjáskot

Sé horft til skrifa um hann í fag­tíma­ritum um við­skipti í Banda­ríkj­un­um, þá er Franke óhræddur við að taka áhættu. Hann þykir harður í horn að taka og gerir oft stóra og óvænta samn­inga. Hann hefur karakt­er­ein­kenni við­skipta­manna í Arizona; lætur ekk­ert stoppa sig og fram­kvæmir hlut­ina hratt.

Fyrir hönd Indigo gerði hann stærstu flug­vélapöntun sög­unn­ar, þegar 430 Air­bus þotur voru pant­aðar í einu. Franke lét hafa eftir sér þegar pönt­unin var gerð að neyt­endur í flugi væru í mörgum til­vikum ofdekraðir þegar kæmi að þjón­ustu. Umhverfið ætti eftir að breyt­ast enn meira, en Franke trúir því að lággjalda­flug­vélög eigi mikil tæki­færi inn í fram­tíð­ina. Hins vegar hefur Indigo öðru fremur ein­blínt á félög sem sinna til­tölu­lega stuttum flug­leið­um. Stóra spurn­ing­in, sem margir við­mæl­enda Kjarn­ans spurðu sig að, er hvernig áform WOW air um Ind­lands­flug falla að því.

WOW air tap­aði 33,6 millj­ónum dala, sem jafn­gildir um 4,2 millj­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma­bili í fyrra nam tap félags­ins 13,5 millj­ónum dala, jafn­virði tæp­lega 1,7 millj­arða króna miðað við núver­andi gengi. Þetta kemur fram í nýbirtu upp­gjöri flug­fé­lags­ins.

Tekjur WOW air námu 501,4 millj­ónum dala, um 61,5 millj­örðum króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins og juk­ust um 31 pró­sent frá sama tíma­bili í fyrra þegar þær voru 371,8 millj­ónir dala.

EBITDA félags­ins fór úr því að vera jákvæð um 8,8 millj­ónir doll­ara fyrstu níu mán­uði síð­asta árs í að vera nei­kvæð um 18,9 millj­ónir nú, um 2,3 millj­arða íslenskra króna.

Áhyggjur af kjara­við­ræðum

Hag­kerfið mun ekki standa og falla með WOW air til fram­tíðar lit­ið. Icelandair hefur meira að segja boðað umtals­verðan vöxt í fram­boði flug­sæta, eða um 35 pró­sent, þannig að mögu­lega eru áhyggj­urnar af kerf­is­lægu mik­il­vægu WOW air, sem birst hafa í miklum titr­ingi á mark­aði, eitt­hvað ýkt­ar.

Stoð­irnar í hag­kerf­inu eru sterkar og inn­við­irnir í ferða­þjón­ust­unni hafa einnig styrkst umtals­vert, og ferða­menn munu finna leiðir til að heim­sækja Ísland ef þeir hafa mik­inn áhuga á því. Erf­ið­leikar hjá WOW air eða Icelandair munu þó alltaf hafa mikil skamm­tíma­á­hrif á hag­kerf­ið, og hefur versta sviðs­mynd stjórn­valda gert ráð fyrir sam­drætti í lands­fram­leiðslu upp á 3 pró­sent, svo dæmi sé tek­ið.

Kjara­við­ræð­urnar eru líka áhyggju­mál í augum margra. Ástæðan er ein­föld. Litlar sem engar líkur eru á því að Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og atvinnu­rek­endur almennt geti náð saman við verka­lýðs­hreyf­ing­una nema að það komi til veru­legur afsláttur af beggja hálfu. For­ystu­fólk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, Drífa Snædal, for­seti ASÍ, og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagt að ekki komi til greina að slá af kröfum um veru­lega hækkun lægstu launa og að ná fram aðgerðum á hús­næð­is­mark­aði sem tryggja betur rétt þeirra sem eru á leigu­mark­aði. Við­horfs­mun­ur­inn hjá atvinnu­rek­endum ann­ars vegar og verka­lýðs­hreyf­ing­unni hins vegar er mik­ill, þegar kemur að því að meta hvert svig­rúmið er til kjara­bóta.

SA hafa nefnt að svig­rúmið getið verið 1 til 4 pró­sent, þegar kemur að hækkun launa að með­al­tali, en það fari þó eftir því hvaða for­sendur liggi til grund­vall­ar. Stétt­ar­fé­lögin hafa hins vegar horft til 25 til 30 pró­sent hækkun lægstu launa og knýja auk þess á um að stjórn­völd komi fram með marg­vís­leg útspil inn í kjara­við­ræð­urn­ar, meðal ann­ars breyt­ingar á skatt­kerf­inu og aðgerðir á hús­næð­is­mark­aði. Þessi mikli munur bendir til þess að erfitt verði að ná samn­ingum og erf­iður vetur sé fram undan í kjara­við­ræð­um, sem jafn­vel geti ein­kennst af verk­föll­um.

Skúli meirihlutaeigandi að nafninu til

Skúli Mog­en­sen, stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri WOW a­ir, gæti orðið meiri­hluta­eig­andi að nafn­inu til í flug­­­fé­lag­inu ef Bill Frankie, stjórn­­and­i Indigo Partners, ákveður að fara sömu leið með­ WOW a­ir og Wizz a­ir.

Reglur á Evrópska efnahagssvæðinu eru með þeim hætti að aðilar sem tilheyra því ekki mega einungis eiga minnilhluta í flugfélögum, eða mest 49 prósent.

Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hefur þó komist hjá þeim mörkum með því að eiga breytileg skulda- og hlutabréf í þeim flugfélögum á svæðinu sem hann hefur fjárfest í. Þannig á hann til að mynda einungis beinan hlut í Wizz air upp á um 20 prósent en þegar óbeinn eignarhlutur er talinn með, vegna breytilegu bréfanna, á Indigo Partners um tvo þriðju í félaginu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar