Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum

Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson ríkisstjórn
Auglýsing

Í Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið er fjallað ítar­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­is­bönk­un­um, Lands­bank­anum og Íslands­banka, og er horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­ar­hald verði hluti af fjár­mála­kerf­inu til fram­tíð­ar.

Þá er einnig lagt til að það verði skoðað gaum­gæfi­lega hvernig megi efla sam­starf bank­anna á sviði inn­viða í fjár­mála­kerf­inu, til að auka hag­ræð­ingu í banka­kerf­inu og bæta þannig kjör til neyt­enda.

Í starfs­hópnum sem vanna að Hvít­bók­inni voru Lárus L. Blön­dal, for­mað­ur, Guð­jón Rún­ars­son, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, Kristrún Tinna Gunn­ars­dóttir og Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, en hún hætti í starfs­hópnum í sept­em­ber 2018.

Auglýsing

Fram kemur í Hvít­bók­inni að langt sé í það, að almenn­ingur hafi traust á fjár­mála­kerf­inu, sé mið tekið af könn­unum sem gerðar voru fyrir starfs­hóp­inn í tengslum við vinnu Hvít­bók­ar­inn­ar. Hrun fjár­mála­kerf­is­ins er enn ofar­lega í huga fólks og end­ur­spegl­ast það í við­horfum fólks til bank­anna.

Helstu niðurstöður.

Aukin hag­kvæmni mögu­leg

Nefnt er í Hvít­bók­inni að sam­ein­ing banka til að ná fram meiri hag­kvæmni og skil­virkni sé ekki endi­lega besta leiðin til þess, heldur frekar ætti að horfa til þess að bæta inn­við­ina í kerf­inu. Þrátt fyrir að sam­ein­ing sé lík­leg til að auka hag­kvæmni, þá hangi meira á spýt­unni.



T.d. með sam­rekstri á sér­stökum gagna­grunni yfir skuldir ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, sem yrði óper­sónu­grein­an­leg­ur, þá megi ná fram hag­kvæmni.

Er þetta meðal ann­ars talið geta aukið öryggi í fjár­mála­kerf­inu og stuðlað að neyt­enda­vænni fjár­mála­starf­semi.

Orð­rétt segir meðal ann­ars: „Ef­ast má um að það sé skyn­sam­legt að ráð­ast í sam­ein­ingar eða upp­skipt­ingu á starf­semi Íslands­banka og Lands­bank­ans fyrir sölu ríkis á eign­ar­hlutum sín­um. Erfitt er að sjá rök fyrir sam­ein­ingu, inn­byrðis þeirra á milli eða við önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki. Ekki eru talin vera rök fyrir fullum aðskiln­aði milli við­skipta­banka- og fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi hjá bönk­un­um. Þeir eru báðir heima­mið­aðir í allri starf­semi sinni, með sterk eig­in­fjár­hlut­föll og lítið vægi fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi í rekstr­in­um. Hvað mögu­legar aðrar rekstr­ar­umbætur áhrærir er nauð­syn­legt að slíkar breyt­ingar grund­vall­ist á fram­tíð­ar­sýn um rekst­ur­inn. Það er á for­ræði bank­anna sjálfra og eig­enda þeirra á hverjum tíma að huga stöðugt að hag­ræð­ingu í rekstri og að tryggja sem besta fjár­magns­skip­an. Ekki eru rök fyrir því að fresta sölu­ferli til að fara í sér­stakar rekstr­ar­umbætur umfram þær sem gerðar hafa verið á umliðnum árum og eru í gangi. Við sölu munu síðan nýir eig­endur sem taka við kefl­inu fylgja eftir eigin áhersl­u­m.“

Tví­skrán­ing góð leið?

Fjallað er ítar­lega um þær leiðir sem í boði eru, þegar kemur að sölu á eign­ar­hlutum í fjár­mála­kerf­inu, og hvernig þær geti náð fram mark­miðum stjórn­valda um gott og heil­brigt fjár­mála­kerfi.

Fjallað er meðal ann­ars um þá leið að skrá bank­anna á mark­að, og selja þá með þeim hætti. Sú leið var farin í til­felli Arion banka og er meðal ann­ars vitnað til reynsl­unnar af henni í Hvít­bók­inni. Þar segir meðal ann­ars, að kaup­hallir á Norð­ur­lönd­unum séu opnar fyrir alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum og að það geti verið mikið unnið með því að fá trausta alþjóð­lega fag­fjár­festa til að koma að eign­ar­haldi á íslensku fjár­mála­kerfi.

400 starfsgildi.Ríkið á Íslands­banka 100 pró­sent og Lands­bank­ann rúm­lega 98 pró­sent. Verði farin sú leið að skrá bank­anna á mark­að, t.d. með tví­skrán­ingu, er lík­legt að horft verði til þess að skrá bank­anna á Íslandi og síðan í ein­hverju Norð­ur­land­anna. Arion banki er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, og má því segja að komin sé ákveðin fyr­ir­mynd af því hvernig megi vinna að skrán­ing­unni.

Mikil verð­mæti eru í eign­ar­hlutum rík­is­ins í rík­is­bönk­unum tveim­ur, en sam­an­lagt eigið fé þeirra er um 450 millj­arðar króna.

Gagn­sæi og heið­ar­leiki

Mikil áhersla er lögð á það í Hvít­bók­inni, að vandað verði til verka við sölu á eign­ar­hlutum í bönk­un­um, og áhersla lögð á heið­ar­lega við­skipta­hætti og gagn­sæi. Er ekki síst vitnað til sög­unnar í þeim efn­um, og hvernig staðan var í bönk­unum fyrir hrun þeirra, þegar stærstu lán­takar bank­anna voru einnig stærstu eig­endur þeirra.

Í Hvít­bók­inni er sagt að mikið geti verið unnið með því, að fá nor­rænan banka til að kaupa Íslands­banka, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, en ljóst sé að gera þurfi raun­hæfar vænt­ingar til þess að það geti gengið eft­ir.

Heilbrigt eignarhald verður að vera fyrir hendi.„Það er hafið yfir allan vafa að gagn­sæi um eign­ar­hald fjár­mála­fyr­ir­tækja er mjög mik­il­vægt. Þar skiptir mestu að eft­ir­lits­að­ilar fái glögga yfir­sýn yfir eign­ar­hald allra þeirra sem fara með ráð­andi hlut í við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæki. Fjár­mála­eft­ir­litið á Íslandi hefur þær heim­ildir sem þarf til að ná slíkri yfir­sýn. Gagn­sæi eign­ar­halds er einnig mik­il­vægt fyrir þá sem stunda við­skipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki, sér­stak­lega minni fjár­festa, lán­veit­endur og lán­taka. Það að hægt sé að bera kennsl á raun­veru­lega eig­endur og að gagn­sæi ríki um við­skipti fjár­mála­fyr­ir­tækis við aðila sem gætu verið tengdir stuðlar að auknu trausti við­skipta­vina og eflir trú­verð­ug­leika fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Opin­ber birt­ing upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­endur getur einnig leitt til betri stjórn­ar­hátta og við­skiptasið­ferð­is. Almenn­ingur hefur því hags­muni af því að vita hverjir séu eig­endur fyr­ir­tækja sem hefur verið treyst til að varð­veita fjár­muni í formi inn­stæðn­a,“ segir í Hvít­bók­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar