Stóri lottó - ekki - vinningurinn

Hvað gerir sá sem telur sig hafa hlotið stóran vinning í lottó, en getur ekki sýnt miðann? Jú, hann berst fyrir að sanna mál sitt. Það er einmitt það sem danskur maður hefur gert, en hann taldi sig fá ,,þann stóra“ fyrir 16 árum.

lottobusiness.jpg
Auglýsing

Á jóla­dag árið 2001 skrapp Johannes Niel­sen, búsettur í Sædd­ing hverf­inu við Esbjerg, út til að kaupa rúnn­stykki handa fjöl­skyld­unni. Johannes fór á bens­ín­stöð­ina á Sædd­ing Ring­vej, vissi að þar væri opið og nýbökuð rúnn­stykki. Hann borg­aði með reiðu­fé, fékk 40 krónur til baka og ákvað að kaupa lottómiða, sem kost­aði einmitt 40 krón­ur. Lottómið­anum stakk hann í jakka­vas­ann og fór svo heim með rúnn­stykk­in.

Viku síðar var dregið í lottó­inu. Hæsti vinn­ing­ur­inn hljóð­aði upp á 9,3 millj­ónir danskra króna (175 millj­ónir íslenskar). Um það bil 800 þús­und lottómiðar höfðu selst þessa viku en eig­andi mið­ans með stóra vinn­ingnum gaf sig ekki fram.

Í mars 2002 mundi Johannes Niel­sen allt í einu eftir mið­anum í jakka­vas­an­um. Hann fór þá með mið­ann í hverf­is­versl­un­ina Søstjernen. Þegar röðin kom að honum afhenti hann fyrst þrjá miða, sem hann hafði keypt nokkrum dögum fyrr. Eng­inn vinn­ingur þar en svo lagði hann gamla mið­ann, þann frá jóla­deg­in­um, á borð­ið. Það tók dálitla stund að renna þeim miða gegnum vél­ina en í milli­tíð­inni heyrði Johannes barna­barn­ið, sem beið í bíln­um, kalla. Hann hljóp þess vegna út til að róa barn­ið, hann var þá ekki búinn að fá mið­ann til baka. And­ar­taki síðar kemur maður hlaup­andi út úr búð­inni og kallar til Johann­esar að það sé svo­kall­aður joker vinn­ingur á mið­ann.  Jo­hannes segir að það geti ekki ver­ið, hann sé með sinn miða í vas­an­um, sett­ist svo inn í bíl­inn og ók heim. Hinn mað­ur­inn fór aftur inn í búð­ina.

Auglýsing

Margir töldu sig eiga mið­ann

Nokkrum dögum síðar ( í mars 2002) síðar greindu danskir fjöl­miðlar frá því að stór vinn­ingur væri ósótt­ur. Fram kom að mið­inn með ósótta vinn­ingnum væri í Strand­vej­ens Kiosk en ekki í versl­un­inni Søstjernen þar sem hann hafði, að sögn Johannes Niel­sen, verið skil­inn eft­ir. Þegar Johannes Niel­sen sá þessa frétt í blaði var hann strax sann­færður um að þarna væri verið að tala um mið­ann sinn þótt hann geti ekki útskýrt hvers vegna mið­inn hefði endað í Sölu­turn­inum á Strand­vejen. Johannes sneri sér til lög­regl­unnar og til­kynnti að hann ætti þennan miða, sem fjöl­miðl­arnir hefðu sagt frá. Hjá lög­regl­unni fékk hann að vita að hann væri ekki sá fyrsti sem lýsti sig eig­anda mið­ans og næstu daga á eftir hringdu mörg hund­ruð manns til lög­regl­unnar og Danske Spil (lottó­fyr­ir­tæk­ið) og allir höfðu sömu sögu að segja, töldu sig hinn rétta eig­anda. Höfðu allir gleymt mið­anum á búð­ar­borð­inu. Ergi­legt.

Kom ekki á óvart

Í við­tali hjá danska útvarp­inu, DR, í apríl 2002,  sagði Johannes Niel­sen að svörin hjá lög­regl­unni og Dansk Spil hefðu ekki komið sér­lega á óvart. Hann ætl­aði hins­vegar ekki að gef­ast upp, væri búinn að ráða lög­fræð­ing til að vinna með sér. Sá hætti að vinna fyrir Johannes eftir tvö ár, taldi málið von­laust. Lög­fræð­ingur sem Johannes réð þá til starfa hætti fljót­lega af sömu ástæðu en þriðji lög­fræð­ing­ur­inn veitti athygli dálitlu sem farið hafði fram­hjá hinum tveim og Johannes Niel­sen. Nefni­lega því að þegar fjöl­miðlar greindu frá ósótta lottó­vinn­ingnum var þess getið að á vinn­ings­mið­anum væri auð­kenni sem aðeins eig­and­inn myndi þekkja. ,,Þegar þetta kom í ljós var ég alveg viss“ sagði Johannes Niel­sen, ,, ég hef nefni­lega alltaf merkt mína lottómiða með upp­hafs­stöfum mín­um, þá er ég alltaf viss um að fá sama seð­il­inn til baka þegar búið er að kanna hann og athuga hvort á honum leynist vinn­ing­ur.“ En þetta dugði ekki. Eft­ir­lits­nefnd sem fylgist með starf­semi happ­drætta og spila­kassa taldi sýn­is­horn rit­handar Johann­es­ar, sem hann hafði sent, ekki nægi­lega sönnun þess að hann ætti vinn­ings­mið­ann. Johannes hefur ekki fengið að sjá merk­ing­una á vinn­ings­mið­an­um, af skilj­an­legum ástæð­um.

Tap­aði í Bæj­ar­rétti og Lands­rétti, vill málið fyrir Hæsta­rétt

Johannes Niel­sen undi ekki úrskurði eft­ir­lits­nefnd­ar­innar og kærði til Bæj­ar­rétt­ar. Nið­ur­staða rétt­ar­ins var sú að eft­ir­lits­nefnd­inni bæri ekki að gera merk­ingu, eða auð­kenni, vinn­ings­mið­ans opin­bera. Dóm­kvaddur sér­fræð­ingur sagði að á mið­anum væri ekki auð­kenni sem benti til að hann til­heyrði Johannes Niel­sen. Í Vestri - Lands­rétti var nið­ur­staðan sú sama. En Johannes Niel­sen gefst ekki upp, hann vill fá að fara með málið fyrir Hæsta­rétt Dan­merk­ur.  

Enn fleiri telja sig eiga mið­ann

Í fyrra­haust, eftir að Johannes Niel­sen til­kynnti að hann vildi skjóta máli sínu til Hæsta­réttar sendi Dansk Spil frá sér til­kynn­ingu þess efnis að þrátt fyrir að frestur til að sækja vinn­inga væri löngu lið­inn myndi ,,stóri lottó­vinn­ing­ur­inn“ verða greiddur út, ef eig­and­inn fynd­ist. Það var eins og við mann­inn mælt, tugir fólks hringdu. Að sögn starfs­manns Dansk Spil voru sög­urnar margar hverjar skemmti­legar þar sem hug­mynda­flug­inu voru fá tak­mörk sett. En hins­vegar fjarri öllu sanni.

Af hverju trúir eng­inn Johannes Niel­sen?   

Kannski von að spurt sé. En fyrir því eru einkum tvær ástæð­ur. Í fyrsta lagi  stemmir ekki dag­setn­ingin þegar mið­anum var skilað við dag­setn­ing­una sem Johannes Niel­sen til­greindi. Og í öðru lagi var komið með mið­ann, þar sem vinn­ing­ur­inn kom í ljós, í  Strand­vej­ens Kiosk, en ekki í versl­un­ina Søstjernen eins og Johannes Niel­sen hélt fram. Fjar­lægðin milli þess­ara tveggja staða er um það bil tveir kíló­metr­ar. Þetta mis­ræmi getur Johannes Niel­sen ekki útskýrt en telur hugs­an­legt að mað­ur­inn sem kom hlaup­andi með mið­ann út úr Søstjernen hafi fyrst stungið mið­anum í vas­ann en síðar skilað honum í Strand­vej­ens Kiosk. ,,Aðal­at­riðið er“ segir Johannes Niel­sen ,, að vinn­ings­mið­inn er merktur mér, hvernig á þessu rugli með Søstjernen og Strand­vej­ens Kiosk stendur er auka­at­rið­i.“ Hvorki hefur tek­ist að hafa uppi á mann­inum sem kom hlaup­andi út og kall­aði ( að sögn Johann­es) að á mið­anum væri vinn­ing­ur, né vitnum að þessu atviki.

Ætlar ekki að gef­ast upp

Johannes Niel­sen, sem er 82 ára, ætlar ekki að leggja árar í bát. Hann vill fá málið fyrir Hæsta­rétt og við­ur­kennir að þetta sé orðin þrá­hyggja. Hann hefur þegar eytt 300 þús­undum krónum (5.7 millj­ónum íslenskum) í þetta mál, það er fyrst og fremst lög­fræði­kostn­að­ur. Hvort málið endar fyrir Hæsta­rétti liggur ekki fyr­ir. Johannes Niel­sen segir að fjöl­skyldan sé dauð­leið á þessu máli og láti gott heita. Johannes er ekki á sömu skoðun og ætlar ekki að gef­ast upp. ,,Ekki að ræða það.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar