Danskir sjómenn uggandi

Fátt hefur verið fyrirferðarmeira í fréttum síðustu vikur og mánuði en útganga Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. Sú ákvörðun Breta að segja skilið við ESB mun hafa margháttaðar afleiðingar fyrir danska sjómenn, sem eru mjög uggandi varðandi framtíðina.

Bátar í Danmörku
Auglýsing

Á þess­ari stundu er margt óljóst varð­andi Brexit og einn breskur fjöl­mið­ill sagði fyrir nokkrum dögum að ein­ungis eitt virt­ist alveg öruggt: Bretar gangi út 29. mars á næsta ári. Allt annað sé í raun óljóst.

Þótt Evr­ópu­sam­bandið standi sam­einað í samn­inga­við­ræðum við Breta er óhjá­kvæmi­legt að innan hvers ríkis velti stjórn­völd, atvinnu­rek­endur og almennir borg­arar fyrir sér spurn­ing­unni: hvað þýðir þetta í raun og veru. Breska hag­kerfið er stórt og teygir anga sína víða og því eðli­legt að spurt sé.

Fisk­veiði­sam­komu­lag lyk­il­at­riði fyrir Dani

Fisk­veiðar verða eitt lyk­il­at­rið­anna í þeim viða­miklu við­skipta­samn­ingum sem Bretar og ESB þurfa að vinna að og ná sam­komu­lagi um á næstu mán­uð­um, og árum. Í skiln­að­ar­samn­ingnum (eins og það er kall­að) er gert ráð fyrir að sjó­menn níu ESB ríkja, þar á meðal Dan­merk­ur, sem fram til þess hafa veitt í breskri fisk­veiði­lög­sögu geti haldið þeim veiðum áfram til árs­loka 2020. Þangað til eru aðeins tvö ár, sem er mjög skammur tími þegar flóknar samn­inga­við­ræður eru ann­ars veg­ar, við­ræður sem eru ekki hafn­ar. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Breta hefur ítrekað gefið í skyn, síð­ast fyrir fjórum dög­um, að Bretar ætli sér að segja algjör­lega skilið við fisk­veiði­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Hol­lend­ing­ar, Danir og Frakkar

Þær þjóðir sem mestra hags­muna hafa að gæta varð­andi áfram­hald­andi fisk­veiðar í breskri lög­sögu eru Hol­lend­ing­ar, Danir og Frakk­ar.

Niels Wich­mann fram­kvæmda­stjóri dönsku sjó­manna­sam­tak­anna sagð­ist, í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske, vera bjart­sýnn á að dönsk stjórn­völd muni ná samn­ingum við Breta. „Við treystum þeim lof­orðum sem við höfum fengið frá ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar að þeir muni gera allt sem þeir geta til að tryggja dönskum sjó­mönnum góðan samn­ing.“ Hann sagði enn­fremur að vissu­lega valdi það áhyggjum að í hinni svo­nefndu neyð­ar­á­ætlun varð­andi Brexit sé ekki minnst á fisk­veiðar og þess vegna sé ekk­ert tryggt í þeim efn­um.

Vilja fisk­veiði­samn­ing sam­hliða við­skipta­samn­ingi

Fisk­veiði­þjóð­irnar níu, sem veitt hafa í breskri fisk­veiði­lög­sögu, hyggj­ast krefj­ast þess að samn­ingur um fisk­veiðar verði gerður sam­hliða við­skipta­samn­ingi. Stef Blok, utan­rík­is­ráð­herra Hollands, sagði, þegar hann hafði skrifað undir drög að fisk­veiði­sam­komu­lagi, að samn­ingar gætu orðið erf­iðir og benti á að breskir sjó­menn veiði mun minna í lög­sögu ann­arra ESB ríkja en ríkin níu veiði í bresku lög­sög­unni. Hol­lenski ráð­herr­ann benti á að Bretar flytji inn um 80 pró­sent þess fisks sem þeir neyti, en stærstan hluta þess sem þeir veiði sjálfir flytji þeir til ESB land­anna. Ráð­herr­ann nefndi sér­stak­lega ostrur og annan skel­fisk, ásamt laxi.

Dan­mörk í hópi þeirra stóru í fisk­út­flutn­ingi

Árið 2016 (nýj­ustu töl­ur) voru Danir þrett­ándu stærstu útflytj­endur fisks og fiskaf­urða í heim­in­um. Það ár voru fluttar út frá Dan­mörku fiskaf­urðir fyrir 27 millj­arða króna (504 millj­arða íslenska). Þetta eru tæp­lega 4 pró­sent heild­ar­út­flutn­ings Dana. Ein­ungis hluti þessa útflutn­ings er fiskur sem danskir sjó­menn hafa afl­að. Mörg útlend útgerð­ar­fyr­ir­tæki landa afla sínum í Dan­mörku og enn­fremur flytja Danir inn mik­inn fisk, sem er svo full­unn­inn víða í Dan­mörku, einkum þó á Jót­landi, og síðan fluttur út. Þar er um að ræða fiski­mjöl, fiskol­í­ur, reyktan fisk, salt­aðan og þurrk­að­an, auk frystra afurða og nið­ur­soð­inna. Mest er flutt til Dan­merkur af laxi, rækjum og þorski og þetta vegur sömu­leiðis þyngst í útflutn­ingn­um. Stærstur hluti þess sem fluttur er inn kemur frá Nor­egi, Græn­landi og Fær­eyj­um, en Þjóð­verjar eru lang stærstu kaup­endur fisks og fiskaf­urða frá Dan­mörku.

Fisk­veiði­samn­ingur er for­gangs­at­riði segir ráð­herr­ann

Eva Kjer Han­sen Mynd: Wiki CommonsEva Kjer Han­sen sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Dan­merkur hefur marg­sagt samn­ing um fisk­veið­ar, eftir Brex­it, algjört for­gangs­mál dönsku stjórn­ar­inn­ar. Hún hefur líka lagt á það ríka áherslu að stjórn­völd og sam­tök sjó­manna og útgerð­ar­manna standi sam­an. Fyrir nokkrum dögum sagði ráð­herr­ann í við­tali við danska útvarp­ið, DR, að það yrði mikil breyt­ing að standa í samn­inga­við­ræðum við „þriðja ríki“ eins og það var orð­að. Í þessu sama við­tali sagði Eva Kjer Han­sen að þótt umræðan um landa­mæri Írlands og Bret­lands hefði verið fyr­ir­ferð­ar­mikil í Brexit umræð­unni yrðu samn­ingar um veiði­rétt­indi erf­ið­astir og gætu tekið mjög langan tíma.

Úr ofveiði í sjálf­bærni

Mörg und­an­farin ár hafa flestir fiski­stofnar í Norð­ur­sjó, Skagerrak og víðar verið ofveidd­ir. Svo mjög að sér­fræð­ingar hafa ótt­ast að sumar fisk­teg­undir gætu bein­línis horfið úr sjónum á þessum svæð­um. Erfitt hefur reynst að draga úr veiðum og því jafn­vel haldið fram að sér­fræð­ing­arnir „mál­uðu skratt­ann á vegg­inn“, ástandið væri fjarri því að vera jafn slæmt og þeir héldu fram. Þessar raddir eru að mestu leyti þagn­aðar og öllum ljóst að skyn­sam­leg nýt­ing er nauð­syn­leg til að tryggja að stofn­arnir þurrk­ist ekki út. Meðal þeirra teg­unda sem árum saman var ofveiddur í Norð­ur­sjó og Skagerrak er þorsk­ur­inn. 

Fyrir nokkrum dögum var til­kynnt að þorsk­kvóti Dana í Norð­ur­sjó yrði á næsta ári skor­inn niður um 35 pró­sent og í Skagerrak um 47 pró­sent. Danski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann sagði, þegar þessi ákvörðun var kynnt, að vissu­lega væri þetta mik­ill nið­ur­skurður en jafn­framt nauð­syn­legur til að bjarga stofn­in­um. Á móti kæmi aukn­ing í mörgum öðrum teg­und­um. Tals­maður dönsku sjó­manna­sam­tak­anna sagði að þótt sjó­mönnum þætti aldrei gott að veiða minna yrði að horfa til fram­tíð­ar. „Stóra áhyggju­efni okkar sjó­manna er hins­vegar þetta Brex­it.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar