Danskir sjómenn uggandi

Fátt hefur verið fyrirferðarmeira í fréttum síðustu vikur og mánuði en útganga Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. Sú ákvörðun Breta að segja skilið við ESB mun hafa margháttaðar afleiðingar fyrir danska sjómenn, sem eru mjög uggandi varðandi framtíðina.

Bátar í Danmörku
Auglýsing

Á þessari stundu er margt óljóst varðandi Brexit og einn breskur fjölmiðill sagði fyrir nokkrum dögum að einungis eitt virtist alveg öruggt: Bretar gangi út 29. mars á næsta ári. Allt annað sé í raun óljóst.

Þótt Evrópusambandið standi sameinað í samningaviðræðum við Breta er óhjákvæmilegt að innan hvers ríkis velti stjórnvöld, atvinnurekendur og almennir borgarar fyrir sér spurningunni: hvað þýðir þetta í raun og veru. Breska hagkerfið er stórt og teygir anga sína víða og því eðlilegt að spurt sé.

Fiskveiðisamkomulag lykilatriði fyrir Dani

Fiskveiðar verða eitt lykilatriðanna í þeim viðamiklu viðskiptasamningum sem Bretar og ESB þurfa að vinna að og ná samkomulagi um á næstu mánuðum, og árum. Í skilnaðarsamningnum (eins og það er kallað) er gert ráð fyrir að sjómenn níu ESB ríkja, þar á meðal Danmerkur, sem fram til þess hafa veitt í breskri fiskveiðilögsögu geti haldið þeim veiðum áfram til ársloka 2020. Þangað til eru aðeins tvö ár, sem er mjög skammur tími þegar flóknar samningaviðræður eru annars vegar, viðræður sem eru ekki hafnar. Theresa May, forsætisráðherra Breta hefur ítrekað gefið í skyn, síðast fyrir fjórum dögum, að Bretar ætli sér að segja algjörlega skilið við fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.

Auglýsing

Hollendingar, Danir og Frakkar

Þær þjóðir sem mestra hagsmuna hafa að gæta varðandi áframhaldandi fiskveiðar í breskri lögsögu eru Hollendingar, Danir og Frakkar.

Niels Wichmann framkvæmdastjóri dönsku sjómannasamtakanna sagðist, í viðtali við dagblaðið Berlingske, vera bjartsýnn á að dönsk stjórnvöld muni ná samningum við Breta. „Við treystum þeim loforðum sem við höfum fengið frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar að þeir muni gera allt sem þeir geta til að tryggja dönskum sjómönnum góðan samning.“ Hann sagði ennfremur að vissulega valdi það áhyggjum að í hinni svonefndu neyðaráætlun varðandi Brexit sé ekki minnst á fiskveiðar og þess vegna sé ekkert tryggt í þeim efnum.

Vilja fiskveiðisamning samhliða viðskiptasamningi

Fiskveiðiþjóðirnar níu, sem veitt hafa í breskri fiskveiðilögsögu, hyggjast krefjast þess að samningur um fiskveiðar verði gerður samhliða viðskiptasamningi. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, sagði, þegar hann hafði skrifað undir drög að fiskveiðisamkomulagi, að samningar gætu orðið erfiðir og benti á að breskir sjómenn veiði mun minna í lögsögu annarra ESB ríkja en ríkin níu veiði í bresku lögsögunni. Hollenski ráðherrann benti á að Bretar flytji inn um 80 prósent þess fisks sem þeir neyti, en stærstan hluta þess sem þeir veiði sjálfir flytji þeir til ESB landanna. Ráðherrann nefndi sérstaklega ostrur og annan skelfisk, ásamt laxi.

Danmörk í hópi þeirra stóru í fiskútflutningi

Árið 2016 (nýjustu tölur) voru Danir þrettándu stærstu útflytjendur fisks og fiskafurða í heiminum. Það ár voru fluttar út frá Danmörku fiskafurðir fyrir 27 milljarða króna (504 milljarða íslenska). Þetta eru tæplega 4 prósent heildarútflutnings Dana. Einungis hluti þessa útflutnings er fiskur sem danskir sjómenn hafa aflað. Mörg útlend útgerðarfyrirtæki landa afla sínum í Danmörku og ennfremur flytja Danir inn mikinn fisk, sem er svo fullunninn víða í Danmörku, einkum þó á Jótlandi, og síðan fluttur út. Þar er um að ræða fiskimjöl, fiskolíur, reyktan fisk, saltaðan og þurrkaðan, auk frystra afurða og niðursoðinna. Mest er flutt til Danmerkur af laxi, rækjum og þorski og þetta vegur sömuleiðis þyngst í útflutningnum. Stærstur hluti þess sem fluttur er inn kemur frá Noregi, Grænlandi og Færeyjum, en Þjóðverjar eru lang stærstu kaupendur fisks og fiskafurða frá Danmörku.

Fiskveiðisamningur er forgangsatriði segir ráðherrann

Eva Kjer Han­sen Mynd: Wiki CommonsEva Kjer Hansen sjávarútvegsráðherra Danmerkur hefur margsagt samning um fiskveiðar, eftir Brexit, algjört forgangsmál dönsku stjórnarinnar. Hún hefur líka lagt á það ríka áherslu að stjórnvöld og samtök sjómanna og útgerðarmanna standi saman. Fyrir nokkrum dögum sagði ráðherrann í viðtali við danska útvarpið, DR, að það yrði mikil breyting að standa í samningaviðræðum við „þriðja ríki“ eins og það var orðað. Í þessu sama viðtali sagði Eva Kjer Hansen að þótt umræðan um landamæri Írlands og Bretlands hefði verið fyrirferðarmikil í Brexit umræðunni yrðu samningar um veiðiréttindi erfiðastir og gætu tekið mjög langan tíma.

Úr ofveiði í sjálfbærni

Mörg undanfarin ár hafa flestir fiskistofnar í Norðursjó, Skagerrak og víðar verið ofveiddir. Svo mjög að sérfræðingar hafa óttast að sumar fisktegundir gætu beinlínis horfið úr sjónum á þessum svæðum. Erfitt hefur reynst að draga úr veiðum og því jafnvel haldið fram að sérfræðingarnir „máluðu skrattann á vegginn“, ástandið væri fjarri því að vera jafn slæmt og þeir héldu fram. Þessar raddir eru að mestu leyti þagnaðar og öllum ljóst að skynsamleg nýting er nauðsynleg til að tryggja að stofnarnir þurrkist ekki út. Meðal þeirra tegunda sem árum saman var ofveiddur í Norðursjó og Skagerrak er þorskurinn. 

Fyrir nokkrum dögum var tilkynnt að þorskkvóti Dana í Norðursjó yrði á næsta ári skorinn niður um 35 prósent og í Skagerrak um 47 prósent. Danski sjávarútvegsráðherrann sagði, þegar þessi ákvörðun var kynnt, að vissulega væri þetta mikill niðurskurður en jafnframt nauðsynlegur til að bjarga stofninum. Á móti kæmi aukning í mörgum öðrum tegundum. Talsmaður dönsku sjómannasamtakanna sagði að þótt sjómönnum þætti aldrei gott að veiða minna yrði að horfa til framtíðar. „Stóra áhyggjuefni okkar sjómanna er hinsvegar þetta Brexit.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar