Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn

DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Norski bank­inn DNB er sá banki á Norð­ur­lönd­unum sem hefur einna oft­ast verið nefndur sem góður kaup­andi að Íslands­banka, þegar að því kemur að íslenska ríkið selji bank­ann. Ríkið eign­að­ist bank­ann að fullu með stöð­ug­leika­samn­ing­unum svoköll­uðu, þegar leyst var úr vanda slita­búa föllnu bank­anna.

Í nokkur skipti eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins - og end­ur­reisn þess í kjöl­farið - hafa átt sér stað sam­töl við full­trúa bank­ans, bæði innan slita­stjórnar Glitnis og íslenska stjórn­kerf­is­ins, þar sem rætt hefur verið um þennan mögu­leika. 

Sér­stak­lega voru þessar við­ræður í hávegum í byrjun árs­ins 2012 en slita­stjórn Glitnis hafði þá fengið UBS bank­ann sviss­neska til að kanna mögu­leika á sölu á eign­ar­hluta sínum í Íslands­banka, sem þá var 95 pró­sent hlut­ur.

Auglýsing

Þá hefur DNB einnig sótt nokkuð inn á íslenskan markað fyrir fyr­ir­tækja­lán.

Þannig hafa nokkur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fært fjár­mögnun til bank­ans, þar sem hann hefur getað boðið betri og sveigj­an­legri fjár­mögnun heldur en íslensku bank­arn­ir, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Íslands­banki og DNB gerðu með sér samn­ing um eigna­stýr­ingu 1. des­em­ber 2010 og því hefur verið nokkur tengsl milli bank­anna um nokk­urra ára skeið.

Stór banki með norska ríkið sem stærsta eig­anda

Tuttugu stærstu eigendur DNB.DNB bank­inn er risa­vax­inn á íslenskan mæli­kvarða. Heild­ar­eignir hans í lok árs 2017 námu um 33 þús­und millj­örðum króna (Miðað við ISK 14 NK), sam­an­borið við rúm­lega þús­und millj­arða hjá Íslands­banka á sama tíma. 

Heild­ar­efna­hagur DNB er um það bil tíu sinnum stærri en heild­ar­eignir Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans sam­an­lagt.

Norska ríkið er stærsti eig­andi bank­ans með 34 pró­sent hlut. Í gegnum inn­stæðu­trygg­inga­sjóð, og einnig eign­ar­hluti sem heyra undir DNB banka, þá má segja að norska ríkið fari með rúm­lega 50 pró­sent hlut í bank­an­um.

Aðrir eig­endur hans eru meðal ann­ars flest af stærstu alþjóð­legu eign­ar­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum heims­ins. Þannig á Black Rock, og sjóðir á vegum þess, 2,3 pró­sent hlut og sjóðir á vegum ann­ars risa, Vangu­ard, eiga 1,5 pró­sent hlut.

Bank­inn er skráður í Nor­egi og hefur þar höf­uð­stöðv­ar. Starf­semi hans er hins vegar víða um heim, og hefur hann meðal ann­ars markað sér sér­stöðu á sviði fjár­mála­þjón­ustu í orku­geir­anum og mat­væla­iðn­aði, meðal ann­ars sjáv­ar­út­vegi.

Sölu­ferlið hefj­ist fyrir lok kjör­tíma­bils­ins

Eins og kunn­ugt er hafa stjórn­völd hug á því að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald á íslenskum bönk­um, meðal ann­ars með sölu á hluta­bréfum í rík­is­bönk­unum tveim­ur, Íslands­banka og Lands­bank­anum (98 pró­sent). 

Ekki hefur verið form­lega farið af stað með þá vinnu, en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að stjórn­völd vilji hefja sölu­ferlið áður en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur, og er horft til þess að selja Íslands­banka í heild sinni, en að ríkið haldi síðan eftir kjöl­festu­eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um, á bil­inu 35 til 40 pró­sent.

Í hvít­bók um fjár­mála­kerf­ið, sem stjórn­völd létu taka saman og kynnt var í lok síð­asta árs, er fjallað um að stjórn­völd hafi nokkrar leiðir við sölu, meðal ann­ars að virkja til þess skráðan markað og finna nýja eig­endur í gegnum hann, eins og gert var þegar Arion banki var skráður á markað í tví­hliða skrán­ingu, bæði á Íslandi og í Sví­þjóð.

Heild­ar­eigið fé rík­is­bank­ana tveggja, Íslands­banka og Lands­bank­ans, nemur um 450 millj­örð­um  króna.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar