Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn

DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Norski bank­inn DNB er sá banki á Norð­ur­lönd­unum sem hefur einna oft­ast verið nefndur sem góður kaup­andi að Íslands­banka, þegar að því kemur að íslenska ríkið selji bank­ann. Ríkið eign­að­ist bank­ann að fullu með stöð­ug­leika­samn­ing­unum svoköll­uðu, þegar leyst var úr vanda slita­búa föllnu bank­anna.

Í nokkur skipti eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins - og end­ur­reisn þess í kjöl­farið - hafa átt sér stað sam­töl við full­trúa bank­ans, bæði innan slita­stjórnar Glitnis og íslenska stjórn­kerf­is­ins, þar sem rætt hefur verið um þennan mögu­leika. 

Sér­stak­lega voru þessar við­ræður í hávegum í byrjun árs­ins 2012 en slita­stjórn Glitnis hafði þá fengið UBS bank­ann sviss­neska til að kanna mögu­leika á sölu á eign­ar­hluta sínum í Íslands­banka, sem þá var 95 pró­sent hlut­ur.

Auglýsing

Þá hefur DNB einnig sótt nokkuð inn á íslenskan markað fyrir fyr­ir­tækja­lán.

Þannig hafa nokkur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fært fjár­mögnun til bank­ans, þar sem hann hefur getað boðið betri og sveigj­an­legri fjár­mögnun heldur en íslensku bank­arn­ir, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Íslands­banki og DNB gerðu með sér samn­ing um eigna­stýr­ingu 1. des­em­ber 2010 og því hefur verið nokkur tengsl milli bank­anna um nokk­urra ára skeið.

Stór banki með norska ríkið sem stærsta eig­anda

Tuttugu stærstu eigendur DNB.DNB bank­inn er risa­vax­inn á íslenskan mæli­kvarða. Heild­ar­eignir hans í lok árs 2017 námu um 33 þús­und millj­örðum króna (Miðað við ISK 14 NK), sam­an­borið við rúm­lega þús­und millj­arða hjá Íslands­banka á sama tíma. 

Heild­ar­efna­hagur DNB er um það bil tíu sinnum stærri en heild­ar­eignir Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans sam­an­lagt.

Norska ríkið er stærsti eig­andi bank­ans með 34 pró­sent hlut. Í gegnum inn­stæðu­trygg­inga­sjóð, og einnig eign­ar­hluti sem heyra undir DNB banka, þá má segja að norska ríkið fari með rúm­lega 50 pró­sent hlut í bank­an­um.

Aðrir eig­endur hans eru meðal ann­ars flest af stærstu alþjóð­legu eign­ar­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum heims­ins. Þannig á Black Rock, og sjóðir á vegum þess, 2,3 pró­sent hlut og sjóðir á vegum ann­ars risa, Vangu­ard, eiga 1,5 pró­sent hlut.

Bank­inn er skráður í Nor­egi og hefur þar höf­uð­stöðv­ar. Starf­semi hans er hins vegar víða um heim, og hefur hann meðal ann­ars markað sér sér­stöðu á sviði fjár­mála­þjón­ustu í orku­geir­anum og mat­væla­iðn­aði, meðal ann­ars sjáv­ar­út­vegi.

Sölu­ferlið hefj­ist fyrir lok kjör­tíma­bils­ins

Eins og kunn­ugt er hafa stjórn­völd hug á því að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald á íslenskum bönk­um, meðal ann­ars með sölu á hluta­bréfum í rík­is­bönk­unum tveim­ur, Íslands­banka og Lands­bank­anum (98 pró­sent). 

Ekki hefur verið form­lega farið af stað með þá vinnu, en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að stjórn­völd vilji hefja sölu­ferlið áður en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur, og er horft til þess að selja Íslands­banka í heild sinni, en að ríkið haldi síðan eftir kjöl­festu­eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um, á bil­inu 35 til 40 pró­sent.

Í hvít­bók um fjár­mála­kerf­ið, sem stjórn­völd létu taka saman og kynnt var í lok síð­asta árs, er fjallað um að stjórn­völd hafi nokkrar leiðir við sölu, meðal ann­ars að virkja til þess skráðan markað og finna nýja eig­endur í gegnum hann, eins og gert var þegar Arion banki var skráður á markað í tví­hliða skrán­ingu, bæði á Íslandi og í Sví­þjóð.

Heild­ar­eigið fé rík­is­bank­ana tveggja, Íslands­banka og Lands­bank­ans, nemur um 450 millj­örð­um  króna.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar