Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn

DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Norski bank­inn DNB er sá banki á Norð­ur­lönd­unum sem hefur einna oft­ast verið nefndur sem góður kaup­andi að Íslands­banka, þegar að því kemur að íslenska ríkið selji bank­ann. Ríkið eign­að­ist bank­ann að fullu með stöð­ug­leika­samn­ing­unum svoköll­uðu, þegar leyst var úr vanda slita­búa föllnu bank­anna.

Í nokkur skipti eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins - og end­ur­reisn þess í kjöl­farið - hafa átt sér stað sam­töl við full­trúa bank­ans, bæði innan slita­stjórnar Glitnis og íslenska stjórn­kerf­is­ins, þar sem rætt hefur verið um þennan mögu­leika. 

Sér­stak­lega voru þessar við­ræður í hávegum í byrjun árs­ins 2012 en slita­stjórn Glitnis hafði þá fengið UBS bank­ann sviss­neska til að kanna mögu­leika á sölu á eign­ar­hluta sínum í Íslands­banka, sem þá var 95 pró­sent hlut­ur.

Auglýsing

Þá hefur DNB einnig sótt nokkuð inn á íslenskan markað fyrir fyr­ir­tækja­lán.

Þannig hafa nokkur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fært fjár­mögnun til bank­ans, þar sem hann hefur getað boðið betri og sveigj­an­legri fjár­mögnun heldur en íslensku bank­arn­ir, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Íslands­banki og DNB gerðu með sér samn­ing um eigna­stýr­ingu 1. des­em­ber 2010 og því hefur verið nokkur tengsl milli bank­anna um nokk­urra ára skeið.

Stór banki með norska ríkið sem stærsta eig­anda

Tuttugu stærstu eigendur DNB.DNB bank­inn er risa­vax­inn á íslenskan mæli­kvarða. Heild­ar­eignir hans í lok árs 2017 námu um 33 þús­und millj­örðum króna (Miðað við ISK 14 NK), sam­an­borið við rúm­lega þús­und millj­arða hjá Íslands­banka á sama tíma. 

Heild­ar­efna­hagur DNB er um það bil tíu sinnum stærri en heild­ar­eignir Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans sam­an­lagt.

Norska ríkið er stærsti eig­andi bank­ans með 34 pró­sent hlut. Í gegnum inn­stæðu­trygg­inga­sjóð, og einnig eign­ar­hluti sem heyra undir DNB banka, þá má segja að norska ríkið fari með rúm­lega 50 pró­sent hlut í bank­an­um.

Aðrir eig­endur hans eru meðal ann­ars flest af stærstu alþjóð­legu eign­ar­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum heims­ins. Þannig á Black Rock, og sjóðir á vegum þess, 2,3 pró­sent hlut og sjóðir á vegum ann­ars risa, Vangu­ard, eiga 1,5 pró­sent hlut.

Bank­inn er skráður í Nor­egi og hefur þar höf­uð­stöðv­ar. Starf­semi hans er hins vegar víða um heim, og hefur hann meðal ann­ars markað sér sér­stöðu á sviði fjár­mála­þjón­ustu í orku­geir­anum og mat­væla­iðn­aði, meðal ann­ars sjáv­ar­út­vegi.

Sölu­ferlið hefj­ist fyrir lok kjör­tíma­bils­ins

Eins og kunn­ugt er hafa stjórn­völd hug á því að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald á íslenskum bönk­um, meðal ann­ars með sölu á hluta­bréfum í rík­is­bönk­unum tveim­ur, Íslands­banka og Lands­bank­anum (98 pró­sent). 

Ekki hefur verið form­lega farið af stað með þá vinnu, en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að stjórn­völd vilji hefja sölu­ferlið áður en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur, og er horft til þess að selja Íslands­banka í heild sinni, en að ríkið haldi síðan eftir kjöl­festu­eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um, á bil­inu 35 til 40 pró­sent.

Í hvít­bók um fjár­mála­kerf­ið, sem stjórn­völd létu taka saman og kynnt var í lok síð­asta árs, er fjallað um að stjórn­völd hafi nokkrar leiðir við sölu, meðal ann­ars að virkja til þess skráðan markað og finna nýja eig­endur í gegnum hann, eins og gert var þegar Arion banki var skráður á markað í tví­hliða skrán­ingu, bæði á Íslandi og í Sví­þjóð.

Heild­ar­eigið fé rík­is­bank­ana tveggja, Íslands­banka og Lands­bank­ans, nemur um 450 millj­örð­um  króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar