Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn

DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Norski bank­inn DNB er sá banki á Norð­ur­lönd­unum sem hefur einna oft­ast verið nefndur sem góður kaup­andi að Íslands­banka, þegar að því kemur að íslenska ríkið selji bank­ann. Ríkið eign­að­ist bank­ann að fullu með stöð­ug­leika­samn­ing­unum svoköll­uðu, þegar leyst var úr vanda slita­búa föllnu bank­anna.

Í nokkur skipti eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins - og end­ur­reisn þess í kjöl­farið - hafa átt sér stað sam­töl við full­trúa bank­ans, bæði innan slita­stjórnar Glitnis og íslenska stjórn­kerf­is­ins, þar sem rætt hefur verið um þennan mögu­leika. 

Sér­stak­lega voru þessar við­ræður í hávegum í byrjun árs­ins 2012 en slita­stjórn Glitnis hafði þá fengið UBS bank­ann sviss­neska til að kanna mögu­leika á sölu á eign­ar­hluta sínum í Íslands­banka, sem þá var 95 pró­sent hlut­ur.

Auglýsing

Þá hefur DNB einnig sótt nokkuð inn á íslenskan markað fyrir fyr­ir­tækja­lán.

Þannig hafa nokkur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fært fjár­mögnun til bank­ans, þar sem hann hefur getað boðið betri og sveigj­an­legri fjár­mögnun heldur en íslensku bank­arn­ir, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Íslands­banki og DNB gerðu með sér samn­ing um eigna­stýr­ingu 1. des­em­ber 2010 og því hefur verið nokkur tengsl milli bank­anna um nokk­urra ára skeið.

Stór banki með norska ríkið sem stærsta eig­anda

Tuttugu stærstu eigendur DNB.DNB bank­inn er risa­vax­inn á íslenskan mæli­kvarða. Heild­ar­eignir hans í lok árs 2017 námu um 33 þús­und millj­örðum króna (Miðað við ISK 14 NK), sam­an­borið við rúm­lega þús­und millj­arða hjá Íslands­banka á sama tíma. 

Heild­ar­efna­hagur DNB er um það bil tíu sinnum stærri en heild­ar­eignir Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans sam­an­lagt.

Norska ríkið er stærsti eig­andi bank­ans með 34 pró­sent hlut. Í gegnum inn­stæðu­trygg­inga­sjóð, og einnig eign­ar­hluti sem heyra undir DNB banka, þá má segja að norska ríkið fari með rúm­lega 50 pró­sent hlut í bank­an­um.

Aðrir eig­endur hans eru meðal ann­ars flest af stærstu alþjóð­legu eign­ar­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum heims­ins. Þannig á Black Rock, og sjóðir á vegum þess, 2,3 pró­sent hlut og sjóðir á vegum ann­ars risa, Vangu­ard, eiga 1,5 pró­sent hlut.

Bank­inn er skráður í Nor­egi og hefur þar höf­uð­stöðv­ar. Starf­semi hans er hins vegar víða um heim, og hefur hann meðal ann­ars markað sér sér­stöðu á sviði fjár­mála­þjón­ustu í orku­geir­anum og mat­væla­iðn­aði, meðal ann­ars sjáv­ar­út­vegi.

Sölu­ferlið hefj­ist fyrir lok kjör­tíma­bils­ins

Eins og kunn­ugt er hafa stjórn­völd hug á því að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald á íslenskum bönk­um, meðal ann­ars með sölu á hluta­bréfum í rík­is­bönk­unum tveim­ur, Íslands­banka og Lands­bank­anum (98 pró­sent). 

Ekki hefur verið form­lega farið af stað með þá vinnu, en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að stjórn­völd vilji hefja sölu­ferlið áður en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur, og er horft til þess að selja Íslands­banka í heild sinni, en að ríkið haldi síðan eftir kjöl­festu­eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um, á bil­inu 35 til 40 pró­sent.

Í hvít­bók um fjár­mála­kerf­ið, sem stjórn­völd létu taka saman og kynnt var í lok síð­asta árs, er fjallað um að stjórn­völd hafi nokkrar leiðir við sölu, meðal ann­ars að virkja til þess skráðan markað og finna nýja eig­endur í gegnum hann, eins og gert var þegar Arion banki var skráður á markað í tví­hliða skrán­ingu, bæði á Íslandi og í Sví­þjóð.

Heild­ar­eigið fé rík­is­bank­ana tveggja, Íslands­banka og Lands­bank­ans, nemur um 450 millj­örð­um  króna.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar